Morgunblaðið - 14.03.1998, Side 53

Morgunblaðið - 14.03.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 53 r MINNINGAR KIRKJUSTARF + Guðný Þórarins- dóttir var fædd á Fljótsbakka, Eiða- þinghá í Suður-Múla- sýslu, 25. október 1927. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 2. mars síðast- liðinn. Guðný var eitt sex barna hjónanna Mattheu Einarsdótt- ur Long frá Seyðis- firði og Þórarins Guðmundssonar frá Borgarfirði eystra, en þau voru ábúend- ur á Fljótsbakka. Guðný giftist ekki en átti eina Fyrir hádegi 2. mars sl. rauf sím- inn þögnina hjá mér. í símanum var Guðrún skólasystir mín að tilkynna mér að skólasystir okkar frá Löngu- mýri, Guðný Þórarinsdóttir, hefði látist þá snemma um morguninn eft- ir stutta legu á sjúkrahúsi. Við þökkuðum Guði fyrir að gefa henni langþráða hvíld. Hana þráði hún heitt, enda búin að stríða í fjölda ára við mikið heilsuleysi og fotlun vegna sjúkdóms síns. En þrátt fyrir heilsu- leysi sitt var hún samt ótrúlega dug- mikil að bjarga sér og til hinstu stundar á heimili sínu hugsaði hún að mestu leyti um sig sjálf. í 30 ár vann hún á saumastofu Gefjunnar eða þar til fótlun hennar gerði henni illkleift að vinna. Þrátt fyrir að hendur hennar væru illa famar af liðagigt prjónaði hún, heklaði og saumaði út til hinsta dags. Hugur minn reikar rúm 50 ár aft- ur í tímann til haustins 1946 er 25 glaðar og hressar stúlkur hittust á Löngumýri í Skagafirði til að hefja nám í heimilisfræðum hjá fröken Ingibjörgu skólastýru. Komum við hver frá sínu landshorninu. Við urð- um fljótar að samlagast og áttum i þarna yndislegar samverustundir < þar sem hver dagur var hafinn með 1 sálmasöng undir stjórn Astu * Thorarensen matreiðslukennara ' okkar, gekk svo hver okkar til sinna • verka. Tíminn leið ótrúlega hratt og vor- + Guðrún Þórðardóttir fæddist á ísafirði 18. ágúst 1915. Hún lést á heimili sínu 11. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Húsavíkurkirkju 17. jan- úar. Svo snöggt, svo óvænt, en þó ekki alveg fyrirvaralaust kvaddi hún Guðrún, og fjölskyldan stendur eftir höggdofa, því þrátt fyrir háan aldur og kannske ekki alltaf fulla heilsu, var hún ern og hress, þar til réttum sólarhring áður en hún lést. Guðrún Þórðardóttir var dóttir hjónanna Þórðar Þórðarsonar vél- smiðs og Kristínar Sæmundsdóttur, næst yngst fjögurra dætra. Þegar dæturnar voru í frumbernsku lést móðir þeira, og var þeim þá komið fyrir hjá vandalausum en fáum ár- um síðar kvæntist faðir þeirra Sig- þrúði Jessen ekkju með tvö böm og tók hann þær þá til sín aftur. Þórð- ur og Sigþrúður eignuðust þrjá syni sem allir fetuðu í fótspor föður síns og eru kunnir vélstjórar í Reykja- vík. Ekki ílentist Guðrún á Isafirði heldur hélt að heiman í atvinnuleit og mun hafa verið víða, m.a. í Breiðafjarðareyjum, í Reykjavík, á Akureyri og víðar, en árið 1942 kemur hún að Hrolllaugsstöðum á Langanesi til Vilhjálms Magnús- sonar sem bjó þar ásamt móður sinni Hólmfríði Sveinbjörnsdóttur, og síðan hafa leiðir þeirra Vil- hjálms og Guðrúnar ekki skilið fyrr en nú. Þau eignuðust átta börn og áttu dóttur, Hafdísi Vil- hjálmsdóttur. Maður hennar er Grímur Kjartansson, verk- fræðingur, og eiga þau tvö börn, Einar og Guðnýju Helgu. Um tvítugt fluttist Guðný tíl Reykjavík- ur og bjó þar æ síð- an, siðast í Hraunbæ 128. Hún starfaði í um það bil 30 ár hjá Saumastofu Gefjunn- ar. Útför Guðnýjar fór fram frá Árbæj- arkirkju 10. mars. ið kom áður en við vissum af með handavinnusýningu, afrakstri vetr- arins, og skólaslitum og síðan skildi leiðir og hver fór til síns heima. Sambandið rofnaði ekki. Bréfa- skriftir, símtöl og hin seinni ár hitt- umst við ótrúlega oft. Var þá glens og gaman. Þá kom vel í ljós hvað Guðný var fróð enda víðlesin og hafði gaman af að grúska í mörgu og þá ekki síst ættfræði. A fögrum sólskinsdegi í júni sl. hittumst við skólasysturnar frá Löngumýri heima hjá Beggu, einni úr hópnum. Áttum við þar yndisleg- ar stundir hjá þeim hjónum bæði í mat og drykk og skemmtilegu spjalli frá samverustundunum á Löngumýri. En ein okkar kom alla leið frá Ameríku þar sem hún hafði búið í 46 ár og flestar okkar höfðu ekki séð síðan við vorum saman í skóla. Úr þessum 25 stúlkna hópi er hittust fyrst fyrir rúmum 50 árum á Löngumýri eru nú sex horfnar héð- an úr heimi ásamt þremur kennur- um okkar. Að lokum sendi ég sam- úðarkveðjur til Hafdísar, dóttur Guðnýjar, og fjölskyldu hennar. Þið áttuð góða móður og ömmu. Nú er hún komin til betri heima. Guð blessi minningu Guðnýjar Þórarins- dóttur. Fari hún í friði, hafi hún þökk íyrir allt og allt. Arndís Salvarsdóttir, Norð- urhjáleigu, Meðallandi. sitt barnið hvort er þau hófu bú- skap. Bömin eru því tíu, bamabörn- in 28 og töluvert mun vera komið af þriðja ættlið. Trúlega hefur búskapur þeirra verið erfiður, jörðin rýr og afskekkt og án nútímalegra samgangna og því allir aðdrættir erfiðir og því þurfti að treysta á sjóinn, bæði fisk og fugl. Árið 1946 bragðu þau búi og fluttu til Húsavíkur vegna heilsu- brests Vilhjálms, sem fékkst þó að mestu bót á, en lífsbaráttan hélt áfram því fjölskyldan var stór og aðeins elstu börnin voru farin að sjá fyrir sér sjálf. En svo smáléttist róðurinn og þegar leið að vinnulok- um höfðu þau eignast góða íbúð. Þegar um hægðist komu í ljós hæfileikar og listfengi, sem ekki var tími til að sinna áður. Guðrún var listamaður í höndunum og munu dúkar sem hún málaði á og era sumir hverjir hreinustu listaverk, vera í eigu allmargra afkomenda hennar. Og svo leið að ævikvöldi. Þau undu vel íbúð sinni, og ástvinir og afkomendur slógu um þau skjald- borg og léttu undir með þeim eftir þörfum. Á engan mun hallað þó nefnt sé nafn dóttursonar þeirra Vilhjálms Sigmundssonar, en ekki mun hafa liðið sá dagur að hann liti ekki til þeirra eða hefði samband. Og nú er Vilhjálmur einn í vaxandi þögn og þverrandi birtu, en skjald- borgin stendur og mun standa svo lengi sem þörf er á. Blessuð sé minning mætrar konu. Skúli Geirsson. Safnaðarstarf „Góðuru sunnudagur í Neskirkju BARNASTARF. Sunnudagaskóli fyrir börnin verður kl. 11. Sigur- þór A. Heimisson leikari kemur í heimsókn og feðgarnir Jónas Þór- ir og Aron Dahín, 9 ára, flytja tón- listaratriði á píanó og fíðlu. Á sama tíma er starf fyrir 8-9 ára börn. Opið er frá kl. 10 í safnaðar- heimilinu þar sem börnin geta lit- að og teiknað og fullorðnir fengið sér kaffi. Kl. 14 verður guðsþjónusta sem fjallar sérstaklega um málefni inn- flytjenda og nýbúa en í Nessókn býr mikið af fólki af erlendu bergi brotið. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, prédikar. Prestur er sr. Halldór Reynisson. Allir inn- flytjendur eru boðnir sérstaklega velkomnir. Að lokinni guðsþjón- ustu er boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu og munu sr. Toshiki Toma og Kristín Njáls- dóttir, forstöðukona upplýsinga- og menningarmiðstöðvar nýbúa, ræða um stöðu þeirra á íslandi. Kvöldmessa með léttri sveiflu. Á sunnudagskvöldið verður síðan flutt kvöldmessa með léttri sveiflu og era flytjendur tónlistar nokkrir af helstu tónlistarmönnum þjóðar- innar. Söng annast Egill Olafsson og hljóðfæraleik Björn Thorodd- sen á gítar, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Ásgeir Óskarsson á trommur og Jónas Þórir á slag- hörpu. Flutt verða m.a. lög úr Porgy og Bess og lag eftir Egil Ólafsson við biblíutexta auk sálma- flutnings með léttu djassívafi. Guð- fræðinemar aðstoða í guðsþjónust- unni og mun Stefán Gunnlaugsson guðfræðinemi prédika. Dagski-á kvöldsins hefst kl. 20 með tónlist- arflutningi og kvöldmessan kl. 20.30. Prestur er sr. Halldór Reyn- isson. Eftir messu verða kaffiveit- ingar í safnaðarheimilinu. Æðruleysis- messa í Dóm- kirkjunni SVOKÖLLUÐ æðraleysismessa verður haldin í Dómkirkjunni sunnudaginn 15. mars kl. 21. Hún er tileinkuð fólki á öllum aldri í leit að bata eftir tólfsporaleiðinni. Á guðsþjónustunni er frjálslegt form, létt tónlist og söngur í um- sjá Sigurðar Ingimarssonar og Harðar Bragasonar. Léttur söng- ur og fyrirbæn. Sr. Anna S. Páls- dóttir flytur hugleiðingu, sr. Karl V. Matthíasson leiðir bænargjörð og sr. Jakob Hjálmarsson dóm- kirkjuprestur leiðir guðsþjónust- una. Fundur um æskulýðsstarf safnaða í Lang- holtskirkju SUNNUDAGINN 15. mars kl. 20.30 heldur Safnaðarfélag Lang- holtskirkju almennan fund um æskulýðsstarf kirkna. Fyrirlesari á fundinum verður Hreiðar Öm Stefánsson en hann hefur langa reynslu að baki við æskulýðsstarf og almennt safnaðarstarf kirkna og starfar nú við Bústaðakirkju. Á fundinum verður m.a. rætt um hvernig æskulýðsstarf kirkna get- ur tengst öðra æskulýðsstarfi í söfnuði og hvernig félag eins og safnaðarfélag getur stutt æsku- lýðsstarfsemina. Fundurinn er öll- um opinn. Fundarmönnum gefst einnig tækifæri á að kynna sér starfsemi hins nýstofnaða Safnað- arfélags Langholtskirkju. Kirkjudagur Safnaðarfélags Asprestakalls ÁRLEGUR kirkjudagur Safnað- arfélags Ásprestakalls er á morg- un, sunnudaginn 15. mars. Um morguninn verður barnaguðsþjón- usta í Áskirkju kl. 11 og síðan guðsþjónusta kl. 14. Ingibjörg Marteinsdóttir syngur einsöng, sóknarprestur prédikar og Kirkjukór Áskirkju syngur undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar organista. Eftir guðsþjónustuna og fram eftir degi verður kaffisala í Safnað- arheimili Áskirkju. Allur ágóði af kaffisölu kirkjudagsins rennur til framkvæmda við kirkjuhúsið og til öflunar kirkjumuna, en kirkjudag- urinn hefur lengi verið einn helsti fjáröflunardagur Safnaðarfélags- ins. Eins og jafnan á kirkjudaginn verða glæsilegar veitingar á boðstólum og vona ég að sem flest sóknarbörn og velunnarar Ás- kirkju leggi leið sína til hennar á sunnudaginn og styðji starf Safnaðarfélagsins. Bifreið mun flytja íbúa dvalar- heimila og annarra stærstu bygg- inga sóknarinnar að og frá kirkju. Fræðslumorg- unn í Hallgríms- kirkju SUNNUDAGINN 15. mars verð- ur fræðslumorgunn í Hallgríms- kirkju kl. 10. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson fjallar um efnið: Upp- risan - tálsýn eða veraleiki. I er- indinu mun hann fjalla m.a. um hvernig Marteinn Lúter lítur á upprisu Jesú Krists og hvemig nú- tíminn bregst við upprisuboð- skapnum. Eftir erindið gefst kost- ur á fyrirspurnum. Fræðslu- morgnunum er afmarkaður tími vegna þess að kl. 11 hefst messa dagsins og barnastarf. Áskirkja. Kirkjudagur Áskirkju verður sunnudaginn 15. mars kl. 14 og hefst með messu þar sem Ingibjörg Marteinsdóttir syngur einsöng. Eftir messu verður safn- aðarfélagið með kaffísölu til styrktar kirkjunni. Breiðholtskirkja. I tilefni af 10 ára vígsluafmæli kirkjunnar verða af- mælistónleikar til styrktar orgel- sjóði í dag kl. 15. KEFAS, Dalvegi 24. Almenn sam- koma í dag kl. 14. Allir velkomnir. SMAAUGLYSINGAR FELAGSLIF v/> 07! § Nnllvpig.irstíg 1 • simi 561 4330 Dagsferðir sunnud. 15. mars Kl. 10.30 frá BSÍ. Skíðaganga, Kolviðarhóll — Skarðsmýrarfjall. Kl. 10.30 frá BSÍ. Ganga um Hveradalsvæðið. Páskaferðir 9.—13. apríl. Skaftárdalur — Lakagígar. Gengið á skíðum frá Skaftárdal um Leiðólfsfell í Hrossatungur. Gengið um Lakagíga og á Laka. Farangur fluttur milli náttstaða með vélsleðum. 9. —13. apríl. Sigalda — Fjallabak — Skaftárdalur. Skíðaganga i Landmannalaugar úr Sigöldu. Þaðan er gengið í Jökuldali og síðan um Græna- fjallgarð í Skælinga. Þar er gist í gangnamannaskála. 9.—13. apríl. Sigalda — Land- mannalaugar — Básar. Skíðaganga í Landmannalaugar úr Sigöldu. Þaðan er gengið í Hvanngil. Þriðja daginn er gengið um Emstrur og gist í Botnum. Komið í Bása á páska- dag. 11.—13. apríl. Básar um páska Þriggja daga skemmtiferð fyrir alia. Fjölbreyttar gönguferðir t.d. á skíðum og kvöldvökur. 11.—13. apríl. Fimmvörðu- háls um páska. Gengið frá Skógum upp I Fimm- vörðuskála. Gengið niður í Bása daginn eftir. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 15. mars: Kl. 10.30 Skíðaganga á Þing- vallasvæðinu. Farið þangað sem snjóalög eru hagstæðust. Fararstjóri: Bolli Kjartansson. Verð 1.300 kr. Kl. 13.00 Valfell (nýtt). Gönguferð I 2—3 klst. á skemmti- legu svæði norðaustan við höfuðborgina, m.a. skoðaður foss í vetrarbúningi. Verð 1.000 kr„ frtt f. börn m. fullorðnum. Fararstjóri: Sigurður Kristjáns- son. Brottförfrá BSÍ, austanmeg- in og Mörkinni 6. Selatangaferð er frestað. Mætið á myndakvöld miðvik- udaginn 18. mars í Mörkinni 6 kl. 20.30. Sýnt frá Færeyjaferð sl. sum- ar og ferðir til Færeyja 10.— 18. júní og Skotlands 7,—17. ágúst verða kynntar. Kl______ KRISTIÐ SAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. Ljós og friðarþjónusta Hugleiðsluhópurinn Sjöstirnið verður með þjónustu fyrir ijósi og friði á jörð á Sogavegi 108, 2. hæð (sama hús og Garðsapó- tek), sunnudaginn 15. mars kl. 11. Jytta Eiríksson leiðir. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. JS""* Frá Sálar- ^ rannsóknar- félagi íslands Opið hús fyrir félagsmenn sunnudaginn 15. mars kl. 14.00 í Garðastræti 8. Kaffi, spjall, upp- lestur o.fl. Aðgangur ókeypis. SRFl. Opið hús fyrir nemendur mína í Safamýri 18 mánudags- kvöldið 16. mars kl. 20.00. • Fræðsla. • Hugleiðsla. • Reikimeðferðir. Guðrún Óladóttir, reikimeistari, sími 553 3934. KENNSLA Geta ungbörn lært að lesa? Já, rétt eins og þau læra að tala og þau vita ekkert skemmtilegra en að leika kennsluleikínn með pabba og mömmu. Námskeið fyrir foreldra í mars og april. Leiðbeinandi: Kolbrún Sveinsdóttir, höfundur væntan- legrar bókar um efnið. Námskeið í dag, laugardag, kl. 15.00-18.00. Örfá pláss laus. Næsta námskeið þriðjud. kl. 15.00. Gjald kr. 3.500, hálftfyr- ir maka. Námsgögn innifalin. Skráning í síma 561 6076 GUÐNY ÞÓRARINSDÓTTIR GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.