Morgunblaðið - 14.03.1998, Side 60

Morgunblaðið - 14.03.1998, Side 60
80 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ > Matur og matgerð Tertur í fermingar- veisluna Vetur konungur hefur aldeilis safnað í sarpinn og dembir nú frostinu yfír okkur af mikilli grimmd, segir Kristín Gestsdóttir, sem er farin að huga að kökum í fermingarveislur. ÞEGAR þetta er skrifað fóstudag- inn 6. mars er ekki vorlegt um að litast, enda sýndi mælirinn á glugganum 15 gráða frost þegar ég dró eldhúsgardínurnar frá kl. 8.30 í morgun en í sama mund kom sólin upp og gaf mér þau skilaboð að ekki væri langt í vorið þó að henni tækist ekki að bræða klakann í dag. Mælirinn við Kópa- vogslækinn þráast við og er búinn að vera fastur í mínus fjórum gráðum síðan frostið byrjaði - enginn kuldi í Kópavoginum. En sólin hækkar á lofti og brátt koma fermingar. Nú eru ekki bara aug- lýst fermingarfót heldur líka fermingarveisluföt, hvað sem það nú er, alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Yonandi geta einhverjir nýtt sér það sem hér birtist - uppskrift að tertu og skreytingu á aðra. Valhnetukaka Kristínar: (Kökuna má frysta án hnetanna) ____________6 egg____________ 100 g flórsykur 60 g hveiti 60 g kartöflumjöl 2 tsk. lyftiduft 125 g valhnetu- eða pecanhnetukjarnar 1. Hrærið eggjarauður og sykur vel. 2. Sigtið saman hveiti, kartöflu- mjöl og lyftiduft og hrærið var- lega út í (ekki í hrærivél). 3. Saxið hnetu- kjamana frekar smátt og hrærið út í. 4. Stífþeytið eggjahvít- urnar og blandið varlega út í. 5. Smyrjið tvö ferköntuð tertuform um 20-23 cm á kant. Setjið deigið í formið. Fæstir eiga ferköntuð tertu- form en nota má stór, djúp álform, klippa upp í lengri endann og brjóta upp á og stytta formin á aðra hlið. Hornin má festa saman með pappírsklemmum. 6. Hitið bakaraofn í 210°C, blást- ursofn í 190°C, setjið í miðjan ofn- inn og bakið í 15-18 mínútur. Kælið örlítið, losið úr formunum, kælið alveg og kljúfíð hvorn botn. Kremið og skreytingin: 4 eggjarauður 50 g sykur 2 tsk. maizenamjöl 3 dl rjómi 200 g ósalt smjör (í grænum pökkum) Vi dl lútsterkt kaffi (nota mó skyndikaffi) u.þ.b. 36 fallegir valhnetu- eSa pecanhnetukjarnar 1. Þeytið eggjarauður, sykur og maizenamjöl. 2. Setjið kalt vatn í eldhús- vaskinn. Látið rjómann sjóða, takið af hellunni og hrærið út í eggjarauðublönduna, hellið síðan aftur í pottinn og hitið að suðu- marki svo að þykkni, en þetta má alls ekki sjóða, þá skilja eggin sig. Verið fljót að skella pottinum of- an í kalda vatnið í vaskinum og hrærið í þar til mesti hitinn er rokinn út. Hrærið nú smjörið í smáskömmtum út í og síðast kaff- ið. Setjið í kæliskáp og kælið al- veg. Smyrjið síðan á botnana, of- an á og utan með kökunni. Raðið hnetukjörnunum fallega í beinar línur ofan á. Súkkulaðikaka með súkku- laðipífum (sjá mynd) Bakið uppáhaldssúkkulaðiköku ykkar, smyrjið uppá- haldssúkkulaðikreminu ofan á og utan með henni. Plássið leyfir ekki uppskrift að kökunni. Kök- una með kreminu má frysta, en skreytinguna má ekki setja á fyrr en kakan er komin úr frysti. Notið dökkt og hvítt hjúpsúkkulaði, bök- unarpappír og þveran spaða. Nota má breiðan pönnukökuspaða eða stífa þunna plastsleikju. Best er að smyrja heitu súkkulaðinu á glansandi flöt, t.d. emeleraða bök- unarplötu eða plast á borði eða eldhús- bekk. Súkkulað- inu þarf að smyrja þannig að það myndi aflangan fer- kantaðan flöt. Sjá teikningu. 1. Hitið bakaraofn í 70°C, bræðið súkkulað- ið á eldföst- n diski. Bræðið bara aðra tegundina í einu. Brúna súkkulaðið þarf að vera meira en hið hvíta, þar sem tvær pífur eru úr því en ein af hvítu. 2. Smyijið jafnt í þunnt lag á glansandi flöt. Þetta er fljótt að kólna, en verður of kalt í kæliskáp en má ekki vera of heitt heldur. Yfirleitt er best að þetta standi við eldhúshita. 3. Rennið spaðanum undir súkkulaðiplötuna þannig að súkkulaðið losni af og leggist í fellingar. Þrýstið í lokin laust saman á annari brúninni þannig að pífa myndist. 4. Setjið pífurnar í hring á kök- una, pífan í miðjunni á að vera brún, sú næsta gengur örlítið und- ir hana og er hvít, en sú síðasta gengur örlítið undir þá hvítu og á að vera brún. Geymið kökuna á köldum stað eftir skreytingu. í DAG VELVAK4NDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn til forsvarsmanna Félagsbústaða KONA hafði samband við Velvakanda og er hún með fyrirspurn tii forsvars- manna Félagsbústaða. Hún hefur áhuga á að fá að vita hvað ætlunin sé að gera í leigumálum. A leigan að hækka, þá hversu mikið og hvenær? Þessi breyting á að ganga í gegn 1. júlí og ftnnst henni kominn tími til að leigjendur hjá Félagsbú- stöðum fái að vita eitthvað um gang mála. Góður aðbúnaður á kvennadeild FRÍÐUR hafði samband við Velvakanda og vildi hún taka undir orð Guðríð- ar D. Axelsdóttur í grein í Morgunblaðinu þar sem hún lýsir góðum aðbúnaði á kvennadeild. Vill Fríður sérstaklega þakka störf fólks á deildinni, sjúkling- um er sýnd sérstök alúð og hlýja og komið fram við fólk á mannlegum nótum. Þar er úrvalsstarfslið sem sinnir störfum sínum af- bragðsvel. Það er sjúk- lingum mikill léttir að vita að hverju þeir ganga og eiga von á þessu góða at- læti. Fríður Sigurðardóttir. Enn um dagskrána ÉG vil taka undir það heilshugar sem skrifað var í Velvakanda fyrir nokki-um dögum um það hvað sjónvarpsdagskráin er orðin leiðinleg. Finnst mér óþarfi að hafa Dags- ljós á hverjum degi, eins eru íþróttirnar að kollríða öllu í sjónvarpinu og mætti hafa minna af þeim. Þetta er orðið svo yfír- þyrmandi og finnst mér gjarnan að það mætti sýna kvikmyndir frá öðr- um löndum en Bandaríkj- unum. Þetta er ekkert annað en rusl, svo for- heimskandi að það er engu öðru líkt. Það eru of sjaldan sýndar þýskar, ítalskar eða franskar myndir. Kona tæplega áttræð. Leggið ekki í stæði fatlaðra ÞÓREY hafði samband við velvakanda og vildi koma því á framfæri við bíleig- endur að þeir legðu ekki bflum sínum í stæði sem merkt eru fötluðum. Það skapar fótluðum mikil óþægindi að geta ekki lagt í þessi stæði. Aðeins þeir sem hafi P-merki hafa leyfi til að leggja í þau. Tapað/fundið Símboði týndist SÍMBOÐI týndist sl. laug- ardag, líklega í strætis- vagni. Skilvís finnandi hafí samband í síma 588 9695. Dýrahald Abyssiníu-kettir fást gefins TVEIR eins árs gamlir mjög fallegir fresskettir frá Ameríku, af Abyssiníu- kattakyni, fást gefins. Upplýsingar í síma 554 2149. Mikið af óskiladýrum í Kattholti ÞESSA dagana er óvenju- mikið af óskiladýrum í Kattholti. Eru eigendur dýra beðnir að athuga hvort þeirra dýr séu í óskilum í Kattholti. SKAK llnisjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á stórmótinu í Linares sem lauk á mánudagskvöldið. Peter Svidler (2.690), Rússlandi, var með hvítt og átti leik, en Búlgarinn Veselin Topa- lov (2.740) hafði svart. 27. Rxc5! - bxc5 28. Hxc5 - Rxf4 (Svart- ur gat ekki haldið mannin- um) 29. Hxf5- Rxe6 30. Bxh4 - Hgb8 31. Hc5 - Kd6 32. Hc3 - Hxb2 33. Bg3+ - - Ke8 35. Hc6 - Kf7 36. Hd7+ - Ke8 37. Hdl - Kf7 38. Hel - He8 39. He4 - Ha2 40. Hxa4 og með peð yfir í endatafli vann hvítur örugglega. Reykjavíkurskákmótið: Fimmta umferðin er tefld í dag i félagsheimili TR, Faxafeni 12. Taflið hefst kl. 17. Kd7 34. Hdl+ HVITUR leikur og vinnur Með morgunkaffinu Sæll elskan! Ég er að gera kjötbollur eftir uppskrift- inni hennar mömmu þinnar. Víkverji skrifar... VÍKVERJI dagsins er nýkominn úr Kringlunni, fagurgulri - ekki vegna þess að páskar séu í nánd, heldur vegna þess að þar stendur yfir kringlukast, afsláttardagar þeirra Kringlumanna. Gult er, eins og allir vita, afsláttarliturinn og fyrst Kringlan er svona gul yfir að líta, hlýtur að vera hægt að gera af- skaplega góð kaup þar. Eða hvað? xxx VÍKVERJI spyr sjálfan sig hvort afsláttardagar og afslátt- arverslanir á borð við þá sem nýver- ið var opnuð í Smáranum í Kópa- vogi og býður raftæki á hagstæðu verði, séu besta leiðin til að efla verðskyn neytenda? Þegar fólk lætur ginnast af tilboð- um um afsláttarkjör á nokkrum vörutegundum, reynist annar vam- ingur að sjálfsögðu vera á fullu verði. Kaupæðið hefur engu að síður gripið neytandann, sem er sannfærður um að hann sé að gera kjarakaup og verði að grípa gæsina þegar í stað. Og kaupa þá tvö eintök, fyrst hann er að gera svona góð kaup. Þá eru það ekki ný sannindi að víða tíðkast það að hækka verð á vörum áður en þær eru boðnar með afslætti, svo að verslunin tapar litlu, ef nokkru. EN ÞAÐ gerir neytandinn hins vegar, því hann verður svo ruglaður þegar öll afsláttartilboðin dynja yfir, að hann hefur ekki hug- mynd um hvort raunverulega er verið að gera honum gott tilboð. Hvernig er enda hægt að ætlast til þess að fólk átti sig á því hvort það er að gera góð kaup á ryksugum eða hljómtækjum? Hvaða mögu- leika hefur neytandinn á því að bera saman verð og gæði flókinna raf- magnstækja, nema til komi tíma- frekar ferðir í fjölda raftækjaversl- ana og ítarlegur lestur bæklinga? Það sama á að sjálfsögðu við um flestan annan varning. Er nema von að þægilegast sé að trúa fagurgala sölumannanna og heiðgulum afsláttarskiltum þegar neytandinn stendur í örtröð í versl- un á afsláttardögum? Þegar af hon- um rennur taka innkaupatimbur- mennirnir við með tilheyrandi heit- strengingum um að láta ekki plata sig svona aftur. XXX AÐ ERU gömul sannindi að verðskyn Islendinga er ekki upp á marga fiska. Það hefur vissulega skánað hvað varðar mat- væli, þótt sumir hafi fullyrt að strikamerkingar geri neytendum erfitt fyrir. En því miður virðist það sama ekki uppi á teningunum hvað varðar aðrar vörutegundir. Það sem sparast við matarinn- kaupin hverfur því oftar en ekki við illa ígrunduð kaup á öðrum og stærri varningi. Á góðu máli heitir það að spara aurinn og kasta krón- unni. Ekki ætlar Víkverji sér að leggja fram uppskrift að því hvernig bæta má verðskyn og þar með hag neytenda. En hann er sannfærður um að það er hægt og það felst ef til vill í því að menn láti af gullgrafarahugsunarhættinum, slaki aðeins á og kynni sér tilboðin áður en gengið er að þeim. Sú virð- ist vera raunin í nágrannalöndum okkar og því skyldum við ekki geta tekið þau okkur til fyrirmyndar? Víða í Evrópu eru neytendur öfl- ugur hópur sem fylgist grannt með verðlagi og getur haft mikil áhrif, þyki honum sér misboðið. Hér á landi eru ekki mörg dæmi um slíkt, en þess er þó skemmst að minnast er samanburður Morgun- blaðsins á verði fatnaðar á Islandi og í Bretlandi varð til þess að verð á honum lækkaði umtalsvert, þrátt fyrir hávær mótmæli kaupmanna. Skyldi það eiga eftir að endur- taka sig?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.