Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 64

Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 64
LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ íi ______________________ FÓLK í FRÉTTUM LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTÖÐVANNA Gáfumannaklúbbur Dorothy Parker Stöð 2 ► 21.00 Dorothy Pai-ker var virtur rithöfundur um sína daga, einkum sem handrita- og smásagnahöfundur. Orðheppin, hæðin, snefsin og snögg uppá lag- ið, engu að síður andlegur leiðtogi gáfumanna í listamannaheimi New York-borgar. Par leiddi hún um árabil fræga klíku i hring- borðsumræðum í veitingasal Al- gonquins-hótelsins. Þar stendur borðið hennar enn í dag. Persónu- leiki hennai- var yfírþyrmandi, ýmist elskuð eða hötuð af sam- ferðafólki sínu, sem m.a. taldi mai-ga helstu rithöfunda fjórða og fímmta áratugarins. Einkalífið vai- stormasamt, menn komu og fóru og Parker sjálf áfengissjúk- lingur síðari árin. Sá umdeildi leikstjóri, Alan Ru- dolph, stjórnar og skrifar handrit- ið. Myndir hans eru jafnan metn- aðarfullar og undeildar. Frú Par- ker og bókmenntahirðin, ★★★, er aðgengilegri en flest verk hans og leikhópurinn athyglisverður að vanda. Jennifer Jason Leigh kem- ur á óvai-t sem hin snjalla, hvassyrta, fyllibytta, og stendur sig vel - ef menn á annað borð sætta sig við framsögn hennar. Mörgum þykir hún tilgerðarleg en hér fer leikkonan að ráði Ru- dolphs, sem lætur Leigh herma eftir sérkennilegu málfari rithöf- undarins eins nákvæmlega og henni er unnt. Hún gerir rithöf- undinn skemmtilega fylginn sér í allri karlrembunni og drykkjunni. Mennii'nh' í lífi Pai'ker eru leiknir af Campbell Scott og Andrew McCarthy. Nick Cassa- vetes fer með hlutverk Roberts Sherwoods og David Thornton leikur George S. Kaufman, annað frægt skáld frá þessum tíma. Ru- dolph er athyglisverður eins og fyrri daginn. Forvitnilegt verður að sjá hvernig honum tekst til við kvikmyndagerð á verki Kurts Vonneguts, Breakfast of Champ- ions, sem hann vinnur að um þessar mundir. Með sannkölluð- um meisturum; Bruce Willis, Al- bert Finney, Nick Nolte og Bar- böru Hershey. Sæbjörn Valdimarsson Stöð 2 ► 13.20 Steinaldarmennirn- Ír (The Flintstones, ‘94) birtast enn eina ferðina, hádegisverðarsýning fyrir smáfólkið. *-kV.í Sýn ► 21.00 Því miður er ekkert að fínna um sjónvarpsmyndina Saigon Baby, (‘95), sem segir frá hjónum sem geta ekki eignast bai-n og halda til Austurlanda fjær, þar sem tekið er öðruvísi á slíkum málum en í Evr- ópu. Myndin er framleidd af BBC, sem er oftar en ekki gæðastimpill, og meðal leikara er John Hurt, sem sjaldan á vondan dag. Stöð 2 ► 21.00 Frú Parker og bók- menntahirðin (Mrs Parker and the 'Vicious Ch-cle ',95jSjá umsögn í ramma. Sjónvarpið ► 21.15 Feðgar á ferð The Indiana Jones Chronicles (Tra- vels With Father, ‘95). Átakalítil færibandaframleiðsla. Sjónvarpið ► 22.55 Á réttu augna- bliki (The Public Eye, ‘92), um blaða- ljósmyndara (Joe Pesci), sem flækist inní morðmál, fékk misjafna dóma. Oftast vonda, einstaka maður hóf hana til skýjanna. Góðir aukaleikar- ar, einsog Barbara Hershey og St> anley Tucci, hjálpa uppá sakirnar. ★★ Stöð 2 ► 23.10 Hjarta þessarar smámyndar bærist í brjósti nýstirn- isins Liv Tyler, sem komin er um lángan veg frá Bandaríkjunum í sveitasælu Toscanahéraðsins. Til- gangurinn að komast að því hver er faðir hennar - og láta meydóminn lönd og leið. Það hefst. Tyler hefur því miður fátt til að bera annað en huggulegt útlit. Þeir sem ásækjast fegurð hennar, í þessari nýjustu mynd Bernandos Berolucci, eru öllu liflegri. Þeir eru m.a. Jean gamli Marais (í fínu formi, hefur ekki verið betri síðan á uppgangstímum þeirra Jeans Cocteau), W Moffet og stór- leikarinn Jeremy Irons. @l:Saklaus fegurð (Stealing Beauty, ‘96), er að mörgu leyti frambærileg mynd, en nánast vonbrigði fyrir aðdáendm- Beroluccis, sem er óravegu frá sínu besta. ★★‘/2 Stöð 2 ► 01.00 Endursýning á Svipul sæmd (Fat City, ‘72), einni bestu mynd Johns Hustons. ★★★★. Missið ekki af henni. Stöð 2 ► 2.45 Himinn og jörð (Hea- ven And Earth, ‘93), er lokamyndin í þrennu Olivers Stones um Vietnam stríðið og eftirhreytur þess í Banda- í-íkjunum. Afdrif vietnamskrar stúlku sem gengur í hjónaband með amerískum hermanni. Nokkuð at- hyglisverð og byggð á sönnum at- burðum, mikilli hörmungarsögu, en umfjöllunarefnið tekið að lýjast. Mun síðri en Platoon og Born on the Fo- urth of July. Tommy Lee Jones mik- ilúðlegur að vanda. -k-k/z Sæbjörn Valdimarsson ÞAU fengu vinninga í happdrætti kvöldsins: Þrándur Sigurjón Ólafs- son, Arnar Ólafsson, Arndís Sveinsdóttir, Kristján Örn Jónsson, María Maronsdóttir, Birkir Rúnar Gunnarsson og Ilelgi Ragnarsson, ásamt Páli Óskari og starfsfólki Úrvals - Útsýnar. Geimferðir á Broadway STÓRDANSLEIKUR Úrvals - Utsýnar og FM957 var haldinn á Broadway fyrir skömmu þar sem Geimferðarbæklingurinn var kynntur. Hljómsveitirnar Reggie on Ice og Skítamórall spiluðu en kynnir kvöldsins var Páll Óskar. Tískusýning var lialdin þar sem sýnd voru föt frá verslunum sem bjóða íþrótta- og baðfatnað. Að lokum voru dregnir út ferðavinningar en aðgöngumiðinn gilti sem happdrættismiði. Frábær stemmning var í hús- inu sem troðfylltist á skömmum tíma og ætlaði allt um koll að keyra þegar Páll Óskar tók lag- ið. Á myndunum má að líf og fjör var hjá geimferðarfólki á Broadway. INGVELDUR Sigurjónsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Vil- borg Atladóttir og Jóna Haf- steinsdóttir dreifðu bæklingum og upplýsingum. PÁLL Óskar í stuði eins og alltaf. KVIKMYNDIR/Regnboginn sýnir rómantísku myndina „She’s So Lovely“ sem gerð er eftir handriti Johns Cassavetes heitins. I myndinni segir frá sérstæðu ástarsambandi þar sem ýmislegt skondið á sér stað. Með aðalhlutverk fara Sean Penn, Robin Wright Penn, John Travolta, Harry Dean Stanton og Gena Rowlands. Heitar ástríður - utang’arðs Frumsýning AU Eddie (Sean Penn) og Maureen (Robin Wright Penn) eru kolvitlaus hvort í annað. Þau eru hins vegar drykkju- sjúk og óáreiðanleg og um það bil að eignast barn saman, en þau búa í heimi barflugna og annarra dreggja samfélagsins og ástin ein gerir þeim kleift að komast af. Þegar makalaust ástarsambandið sekkur öðru þeirra nánast alveg til botns snýst gæfan í lið með hinu sem kemst á ævintýra- legan hátt úr örbirgð til allsnægta, en þrátt fyrir þetta getur ekkert orð- I Tímamót hjá Kompaníinu í tíiefni flutnings stofunnar í Ármúla 1 bjóöum viö viðskiptavinum okkar að fagna þessum tímamótum meö okkur í dag, laugardaginn 14, mars, kl, 17-19 á nýju stofunni, hárgreiðslustofa Ármúla 1, 2. hæð • Sími 588 9911 ið til þess að slíta samband þessara óvenjulegu einstaklinga. Myndin er gerð eftir tuttuga ára gömlu kvikmyndahandriti eftir John Cassavetes, sem er látinn, en það er Nick Cassavetes, sonur hans, og Gena Rowlands sem leikstýrir myndinni. Vinur hans, Sean Penn, átti hönd í bagga með að gera myndina að veruleika og reyndar hafði hann rætt um að leika í henni löngu áður en John Cassavetes lést. Síðan eftir að hann fór að leikstýra sjálfur vildi Sean leikstýra mynd- inni, en þegar að því kom að Nick vildi taka verkefnið að sér ákvað Se- an að taka að sér aðalhlutverkið. Hann stakk upp á Robin Wright, verðandi eiginkonu sinni, í aðal kvenhlutverkið og samþykkti Nick það eins og skot og sömuleiðis leik- konan og þá reyndist auðvelt að fá John Travolta til að taka að sér stórt hlutverk í myndinni. „She’s So Lovely" er önnur mynd- in sem Nick Cassavetes leikstýrir en fyrri myndin var „Unhook the St- ars“ með þeim Gena Rowlands, Ger- ard Depardieu og Marisa Tomei í að- alhlutverkum. Nick er lærður leikari og meðal mynda sem hann hefur leikið í eru „Mrs. Parker and The Vicious Circle" og „The Doors“ sem Oliver Stone leikstýrði. Þá hefur hann meðal annars leikið í sjón- varpsþáttaröðunum „L.A. Law“ og „Quantum Leap.“ Sean Penn hefur margsinnis sleg- ið í gegn fyrir sannfærandi leik í erfíðum hlutverkum og er skemmst að minnast hans úr myndinni „Dead Man Walking", sem hann hlaut til- nefningu til Oskarsverðlauna fyrir, og þar áður úr „Carlito’s Way“ sem hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir. Síðast sást hann leika á móti Michael Douglas í „The Game“ og næsta mynd hans er „U-Turn“ sem Oliver Stone leikstýrir. EDDIE (Sean Penn) og Maureen (Robin Wright Penn) eru drykkjusjúkt lágstéttarfólk sem elskast á ákafan en sér- kennilegan hátt. Robin Wright Penn fór með fyrsta kvikmyndahlutverk sitt í myndinni „The Princess Bride“, en síðan kom hún við sögu í „Toys“, „The Playboys", „State of Grace“, „Denial“ og „The Crossing Guai-d“. Stærsta hlutverk hennar kom svo þegar henni bauðst að leika bestu vinkonu Toms Hanks í „Forrest Gump“ og í kjölfarið fylgdi aðalhlut- verkið í „Moll Flanders". Næsta mynd hennar verður „Loved“ þar sem hún leikur á móti William Hurt. SEAN Penn leikur hinn ofbeldisfulla Eddie sem elskar konuna sína takmarkalaust en lendir oft- ar en ekki í útistöðum við umhverfi sitt. JOIIN Travolta fer með hlut- verk Joey sem gefur Maureen tækifæri til að hefja nýtt líf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.