Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 65

Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 % FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna teiknimyndina Litlu hafmeyj- una, (The Little Mermaid), sem gerð er eftir hinu vinsæla ævintýri H.C. Andersens, en myndin hefur nú verið endur- gerð með aðstoð nýjustu tækni í mynd- og hljóðvinnslu. Litla hafmeyjan í nýjum búningi LITLA hafmeyjan er 28. teikni- myndin sem Walt Disney I gerði en myndin var frum- sjnd árið 1989 og vann þá til Oskarsverðlauna fyrir bestu tón- list. Myndin hlaut á sínum tíma metaðsókn um allan heim og skil- aði tæplega 200 milljónum dollara í aðgangseyri. Myndin markaði ákveðin tímamót hjá Disney fyrir- tækinu en að gerð hennar stóðu kvjkmyndgerðarmennimir John Musker og Ron Clements, sem síð- ar áttu eftir að gera Aladdin og Herkúles og þá komu einnig til sögunnar hjá Disney laga- og textahöfundamir Howard Ashman og Alan Menken sem gert höfðu garðinn frægan með lögunum í Litlu hryllingsbúðinni. I þessari endurgerð myndarinn- ar hefur nýjasta stafræna tækni verið notuð til að lagfæra filmuna og hreinsa og einnig hefur hljóðið í myndinni verið endurgert þannig að hljóðgæðin em mun meiri en í upphaflegu myndinni. í myndinni er stuðst við hið sígilda ævintýri H.C. Andersens um litlu hafmeyj- una sem í myndinni heitir Ariel og þráir hún að verða hluti af mannheimum. Hún er staðráðin í að komast í kynni við draumaprinsinn sinn og gerir samning við sænornina Ursúlu um að skipta á rödd sinni og sporði fyrir fótleggi og tækifæri til að hitta hinn myndarlega Eirík. Þetta gerir hún í andstöðu við föður sinn, sækonunginn Tríton, og verndarkrabbann Sebastian og fljótlega kemst hún að því að þögnin er ekki gulls ígildi og jafnframt að eitthvað er bogið við samninginn sem Ursúla gerði við hana. Þegar Litla hafmeyjan var frum- sýnd árið 1989 var hún lofuð í há- stert sem ein af skemmtilegustu teiknimyndunum sem gerð hefði verið hjá Walt Disney og skipað í flokk með helstu klassísku teikni- myndunum sem komið höfðu á markaðinn frá fyrirtækinu. Áhorf- endur létu sig heldur ekki vanta og ekki leið á löngu þar til myndin hafði slegið öll fyrri met sem teiknimyndir höfðu sett. Voru vin- sældir hennar slíkar að áhugi á gerð teiknimynda tók mildnn kipp og í kjölfarið hafa fylgt myndimar „The Beauty and the Beast“, „Aladdin", „The Lion King“, „Pocahontas", „Toy Storý‘, „The Hunchback of Notre Dame“ og „Hercules". Frumsýning Riafrænn “ afsláttur! Þessi fyrirtæki veita öllum sem greiða með VISA kreditkorti rafrænan afslátt Fjöldi annanra fyrirtækja veitir einnig afslátt FRÍÐINDAKLÚBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is TÖLVUKU&R DUOT Jeanswear SILFURBÚÐIN ***!•©* Kaupgarður / MJÚDD mxMm, M Fjut&mQTv n sss ##<§# ugnsyn GAP FJALLAHJOLABUDIN - FAXAFENI7 S. 5200 200 - MÁN - FÖS. KL. 9 -18. LAU. KL. 10 -14. ISLUR ISl á tilboði 4 ^ Seljum '97 árg. og rýmum lyrir árgerð ‘98. Grípið gæsina! Threshold Verö áöur kr. 32.691 Sycamore Verð áöur kr. 44.673 Maneuver Verö aöur kr. 27.944 Tilboðsverð kr. 18.163 Tilboðsverð kr. 26.804 H Tilboösverð kr. 21.250 Fjallahjólabúoin hefur flutt starfsemina f FAXAFEN 7 Komdu viö í FJALLAHJOLABUÐINNI á nýja staðnum í Faxafeni 7 og fáöu boðsmiða á sérstaka M0NG00SE forsýningu á stórmyndinni The Man In The Inon Mask í Laugarásbíó 2. apríl kl. 21.00. ATH: Takmarkaður miðaljöldi er á þessa einu sérsýningu sem haldin veröur aðeins fyrir gesti FJALLAHJÓLABÚÐARINNAR. LAUGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.