Morgunblaðið - 14.03.1998, Side 66
MORGUNBLAÐIÐ
66 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998
>-----------------------
FÓLK í FRÉTTUM
Ég vil geta þess að stúlkan á næsta
borði hældi sveppamaukinu sér-
staklega. Kunningjakona úr einum
árshátíðarhópnum sem þarna var
lýsti yfir sérstakri ánægju með
súpuna og kalkúninn og var raunar
ánægð með allan matinn. Fyrir ut-
an súkkulaðikökuna en þeim dómi
er ég ósammála.
Laddi stendur fyrir sínu
Um klukkan hálf ellefu hófst
skemmtidagskráin Ferðasaga - Há
dú jú læk Æsland? - og lauk ekki
fyrr en undir miðnætti. Sagan ger-
ist á ferðamálaráðstefnu sem hald-
in er í Hótel Höfuðstól í sveitinni
og í henni er gert óspart grín að ís-
lensku ferðaþjónustunni og ýmsum
tilburðum okkar á ferðasviðinu.
Laddi, Þórhallur Sigurðsson, er í
aðalhlutverki og snýst skemmti-
dagskráin að miklu leyti um hans
mörgu og ótrúlegu gervi. Með hon-
um skemmta bróðir hans, Harald-
ur, Steinn Armann Magnússon og
Helga Braga Jónsdóttir. Þetta er
úrvalsfólk sem allt átti sína góðu
spretti.
Ég reyndi eftir bestu getu að
fylgjast með skemmtidagskráinni
þótt ég hafi verið svo óheppinn að
lenda úti í horni, á bak við tvær
súlur. Aðstæðumar rændu mig því
hluta af ánægjunni en allavega var
hægt að fylgjast með í beinni út-
sendingu í sjónvarpi sem komið
hafði verið fyrir á annarri súlunni.
Maður hefur alltaf gaman af
Ladda. Sum gervin eru reyndar
orðið dálítið útjöskuð en í þessari
sýningu hefur honum og félögum
hans tekist að koma með ýmislegt
nýtt til þess að halda athygli gest-
anna.
I Bændahöllinni voru nokkrir
hópar þetta umrædda kvöld, meðal
annars frá Fóðurblöndunni, Hita-
veitu Suðurnesja, Jóhanni Ólafs-
syni & co, Hótel Keflavík og Sendi-
bílastöðinni Þresti. Þrátt fyrir að
mikið fjör væri í sumum hópanna
héldu skemmtikraftarnir athygl-
inni á réttum stað, eins og Flosi
myndi segja, í hálfan annan
klukkutíma. Og aldrei varð ég var
við klið í salnum.
A miðnætti tók við hljómsveitin
Saga klass sem lék fyrir dansi fram
á nótt ásamt söngvurunum Sig-
rúnu Evu Armannsdóttur og Reyni
Guðmundssyni.
Ferðasagan á Sögu og allt sem
henni fylgir er hin besta skemmt-
un, þótt að mínu mati vanti eitt-
hvað upp á stemmninguna sem var
fyrir tveimur eða þremur árum
þegar ég sótti hliðstæða skemmtun
á Sögu og skemmti mér afar vel.
Þama getm- dagsform gestsins
ráðið eins miklu og skemmtikraft-
amir og hótelstarfsmennimir sem
allir lögðu sig fram. Kannski mun-
urinn liggi bara í súlunum frægu í
Súlnasalnum sem vom á milli mín
og sviðsins?
PÁLL Óskar getur farið að vara sig með tilkomu
þessa fína dúetts.
BRÆÐURNIR tveir úr HLH-flokknum tóku lagið
með Elvis.
Morgunblaðið/Halldór
ÞÓRÐUR húsvörður og nokkrir hjólabrettagæjar sungu um miðbæ-
í beinni
útsendingu
ur með þá þjónustu sem við feng-
um við mitt borð, eiginkonan og ég.
Matarskammturinn gæti hentað
meðal matmönnum eða þaðan af
minni en brúnin léttist þegar boðin
var ábót. Ég sagði „ágætlega" þeg-
ar þjónninn spurði hvemig matur-
inn hefði bragðast og stend við það.
Maturinn var ágætur, raunar mjög
góður miðað við þá færibandavinnu
sem áreiðanlega þarf að vera þegar
matreitt er ofan í svona stóran hóp.
KARLAKÓRINN Lóuþrælar úr Húnavatnssýslu
söng að hætti sannra íslendinga.
LIPRIR og nettir dansarar þeyttust um gólfið í
suður-amerískum dansi.
Skemmtanir
' LADDI og félagar fara á kostum í
ferðabransanum. Þessa fullyrðingu
skemmtanahaldara á Hótel Sögu
um skemmtunina Ferðasögu sem
þar er haldin þessar vikurnar má
til sanns vegar færa. Undirritaður
var í hópi gesta sem skemmti sér í
Súlnasalnum um síðustu helgi.
Ferðasaga hefur verið í Súlnasal
Hótels Sögu á laugardagskvöldum
frá 21. febrúar. Aðsókn er góð og
er að verða upppantað út þennan
mánuð þrátt fyrir að skipulagðar
hafi verið aukaskemmtanir einhver
fóstudagskvöld.
Ág^reiningpir
um kökuna
Samkoman byijar upp úr klukk-
an átta með þríréttaðri máltíð.
Forrétturinn var úthafsrækju- og
humarsúpa með epla Sabayon.
Með henni var borið fram ástralskt
hvítvín, Jacob’s Creek. I aðalrétt
var lambavöðvi fylltur með kjör-
sveppamauki og kalkúnabringa,
framreidd með kartöfluböku og
-^garðávöxtum. Kjötinu skolaði ég
niður með Jacob’s Creek-rauðvíni.
Æinnig stóð til boða að velja græn-
metisrétt. Eftirrétturinn reyndist
vera súkkulaðikaka með mokka- og
núgatkremi á hvítri súkkulaðisósu.
Vel gekk að bera fram matinn
þrátt fyrir marga gesti, allt að 350
manns. Ég var sérstaklega ánægð-
Ungfrú
Bandaríkin
KEPPNIN um ungfrú Bandaríkin
1998 var haldin nú f vikunni í
Shreveport í Louisiana. Það var
hin 26 ára Shawnae Jebbia, ungfrú
Massachusetts, sem sigraði í
keppninni og verður fulltrúi
Bandarikjanna í keppninni um
ungrú heim, sem fer fram á
Hawaii í maí næstkomandi.
Abdul sækir
um skilnað
SÖNGKONAN Paula Abdul hefur
sótt um skilnað frá íþróttafata-
framleiðandanum Brad Beckerm-
an, að því er talsmaður hennar
greindi frá á þriðjudag.
Abdul hitti Beckerman í fyrsta
skipti á stefnumóti sem komið var
á af vinum þeirra. Þau giftust í
október árið 1996.
Abdul, sem er 35 ára, var áður
klappstýra Los Angeles Lakers og
danshöfundur sem komst í efsta
sæti bandaríska vinsældalistans
með fyrstu breiðskífunni „Forever
Your Girl“. Hún skildi við leikar-
ann Emilio Estevez árið 1994.
Þetta var fyrsta hjónaband
Beckermans. Hann er 31 árs.
AFMÆLISBARNIÐ með gjöf
frá bróður sínum, Birgi, sem
vinnur hjá auglýsingastofúnni
Yddu. „Hann setti þetta saman
mér til hrellingar,11 sagði Aðal-
steinn vinalega og brosti.
SKÁLDIÐ Þorsteinn frá Hamri
og Ævar Kjartansson útvarps-
maður ræða málin.
THOR Villijálmsson trúir Guð-
jóni Bjarnasyni arkitekt og
listmálara fyrir einhverju.
KOLBRÚN Björgólfsdóttir
hlýðir á tónverkið Blast ásamt
hjónunum Baltasar og Krist-
jönu Samper.
Tónverk í
afmælisgjöf
TÓNVERKIÐ Blast var frum-
flutt í fimmtugsafmæli Aðal-
steins Ingólfssonar sem haldið
var í Galleríi Sævars Karls um
síðustu helgi. Er það einleiks-
verk fyrir trompet samið af
Atla, bróður Aðalsteins, sem
starfar í Bologna á Ítalíu. Verk-
ið var vitaskuld flutt á staðnum
og fékk góðar viðtökur.
„Þetta er í fyrsta skipti sem
galleríið er notað undir afmæl-
isfagnað," sagði Aðalsteinn þeg-
ar slegið var á þráðinn til hans.
„Sævar skýrði frá því að það
hefði verið gert á þeim forsend-
um að þetta væri eiginlega
myndlistai-uppákoma.“
Ekki fjarri sanni. Enda
heiðruðu fjölmargir myndlistar-
menn afmælisbarnið með nær-
veru sinni. „Það var mjög ynd-
islegt að allt þetta góða fólk
skyldi vera að gera mér þetta til
geðs,“ sagði Aðalsteinn og bætti
glettnislega við: „Þá er nú mun-
ur að geta byrjað svona
snemma dags og haldið svo
áfram.“
Uppákoman var nefnílega í
hádeginu á laugardag. „Svo tók
við stund með fjölskyldunni og
nánustu vinum heima hjá mér,“
sagði Aðalsteinn að lokum.
LISTMUNAUPPBOÐ
Sunnudaginn 15. mars kl. 20.30 á Hótel Sögu
Komió og skoðið verkin í Gallerí Fold, Rauðarárstíg, í dag kl. 10.00-17.00
og á morgun kl. 12.00-17.00.
________________________________Rauðarárstíg, sími 551 0400.
Seld veröa um 80 verk,
þar á meðal fjölmörg verk
gömlu meistaranna.
ART GALLERY