Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 68

Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 68
68 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ —3 * * HASKOIABIO HASKOLABIO Hagatorgi, sími 552 2140 www.amistad-thefilm.com mmsimmmBimmm Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 RUSLPOSTUR Koisvört gamanmynd um ást, blóðpeninga, karaoke og forvitna bréflwa. FRAMLAG NORÐMANNA TIL ÖSKARS- VEROLAUNANH^ MUR HÚMOR, lULEG ATRIÐI, |LD SKEMMTUN Ó.H.T. Rás2 JUNK MAIL Sýnd kl. 7 og 9. b.í. 16. Sýnd kl. 3. www.samfilm. Sýnd kl. 7, 9 og 11. BH 4. Sýnd kl. 4.45, 7, 9 og 11.05 . B.i. 14 ára. \Undni «tiinetnd YTIR 100.000 'L ÁHORFENDUR Sýnd kl. 5, 7 og 9. b.í. 12. Sýnd kl. 3, 5 og 7. msi Sýnd kl. 4.40, 7 og 9.20. b.í. 12. K t s . r. u ff T w r r- P o.s r m a N Sýnd kl. 9. b.í. 12. Sýnd kl. 9 og 11. b.í. 16. r Xit Sýnd kl. 3 og 5. 4 , /' tllSfll V 'S 'iií Cl IIDDED FLUBBER Sýnd kl. 3, 5 og 7. AMwAfflima Sýnd kl. 2.40. Sýnd kl. 11. b.í. 16 Sýnd kl. 3. KVIKMYNDIR/Laugarásbíó sýnir bandarísku myndina „Boogie Nights“ með Mark Wahlberg í aðalhlutverki. í helstu aukahlutverkum eru Burt Reynolds og Julianne Moore, en þau er bæði tilnefnd til Oskarsverðlauna fyrir leik í myndinni. Ævi og ferill klámstjörnu Frumsýning EDDIE Adams (Mark Wahl- berg) er dæmigerður ung- lingur sem fer í skólann á daginn og vinnur síðan við upp- þvott á skemmtistað á kvöldin. Hann trúir því að hverjum einstakl- ingi sé gefinn einn kostur í lífinu sem honum beri að nýta til hins ítrasta. Kostur hans felst í því hve vel hann er vaxinn niður og á þrett- án tommu leynivopnið hans eftir að gera hann heimsfrægan í veröld klámsins. Þar er honum strax hampað sem hetju og verður hann gríðarlega vinsæll. Nafni hans er breytt í takt við tíðarandann í kringum 1980 og er hann nefndur Dirk Diggler og með þetta nafn, glæsilegt útlit og leynivopnið er leið ■r-^ hans til frama í klámiðnaðinum gulltryggð. Jack Horner (Burt Reynolds) er leikstjóri sem dreymir um að gera metnaðarfulla og stór- kostlega listræna klámmynd þannig að fólk horfi á hana með aðdáun og öfund. Hann býr með fjölskyldu sinni sem samanstendur af Amber Waves (Julianne Moore), sem er JULIANNE Moore fer með hlutverk eiginkonu klám- myndaleiksljórans og helstu sljörnu hans. bæði stóra ástin í lífi hans og aðal- leikkonan í myndunum sem hann gerir, og skautastelpunni (Heather Graham) svokölluðu, en það er hún kölluð vegna einstakra hæfileika til ástaleikja á rúlluskautum. JACK Horner (Burt Reynolds) er leikstjóri sem dreymir um að gera metnaðarfulla og stórkostlega listræna klámmynd. í „Boogie Nights" er fylgst með þessu fólki og fjölda aukapersóna í átta ár, eða frá 1977 til 1984. Diskó- tískan og tónlist þessa tímabils er stór þáttur í myndinni sem tilnefnd er til þriggja Óskarsverðlauna, þar á meðal íyrir besta handritið. Kvik- myndin byggist lauslega á ævi hins þekkta klámmyndaleikara Johns C. Holmes sem lést úr eyðni í lok síð- asta áratugar eftir litríkan feril og mjög svo sukksamt líferni. Mark Wahlberg byrjaði ferilinn sem fyrirsæta og hip-hop söngvari og þá undir nafninu Marky Mark, en hann gaf út tvær metsöluplötur sem heita Music For the People og You Gotta Believe áður en hann fékk hlutverk í gamanmyndinni „Renaissance Man“ sem Penny Marshall átti heiðurinn af. Þar á eftir lék hann á móti stórstjörnunni Leonardo DiCaprio í „Basketball Diaries“ og eftir þá mynd fékk hann aðalhlutverk í spennutryllin- um „Fear“ og loks á móti Aliciu Sil- verstone í „Excess Baggage". Ekki hefur honum þó alltaf gengið svona vel í lífinu því á sínum yngri árum var hann óreglusamur og neytti gjarnan alls kyns eiturlyfja og iðu- lega lenti hann í slagsmálum og hafnaði í steininum í kjölfarið. En þegar hann þurfti að dúsa í steinin- um í tvo mánuði fyrir að berja mann til óbóta og ræna hann bjór- MARK Wahlberg leikur klám- stjörnuna Eddie Adams sem tekur upp listamannsnafnið Dirk Diggler. flösku ákvað Mark að hann vildi fá eitthvað annað út úr lífinu og kom sér þá á réttan kjöl. Julianne Moore er tilnefnd til Oskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í „Boogie Nights“ sem besta leik- kona í aukahlutverki. Hún hefur áður sést í stórmyndinni „The Lost World“, sem Steven Spielberg leik- stýrði, en þar lék hún á móti Jeff Goldblum, og í listrærtum myndum sem ekki hafa hlotið mikla dreif- ingu aðra en á kvikmyndahátíðum, t.d. „The Myth of Fingerprints". Hún mun næst sjást í nýjustu mynd þeirra Cohen-bræðra, „The Big Lebowski". Burt Reynolds hefur leikið í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.