Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 4
am .ci íiuyAuuvínua 4 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 FRETTIR «IUAJaV!U;UK)M MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 8/3 -14/3 ►ENN ER ekki Jjóst hvað veldur hitasóttinni sem herj- ar á hross á suðvesturhorni landsins. Dýralæknar telja öruggt að um veirusýkingu sé að ræða en enn er á huldu hver veiran er. ►dómsmálarAðu- NEYTIÐ hefur sent danska dómsmálaráðuneytinu beiðni um að það beiti sér fyrir því að tvö íslensk börn, 3 og 7 ára, verði afhent móður sinni, en faðir barn- anna fór með þau til Dan- merkur nýverið án sam- þykkis móðurinnar. ►AF SEX bifreiðategundum voru þijár dýrastar hér á landi, samkvæmt verðsam- anburði Neytendasamtak- anna á sex algengum fólks- bifreiðum á Islandi og f nokkrum öðrum Evrópu- löndum. í fjörum af sex til- vikum er verð á bifreiðum hér 45-52% hærra en það lægsta í samanburðinum en f tveimur tilvikum er mun- urinn um 35%. Þau lönd sem verst koma út í samanburð- inum eru ísland, Bretland, frland og Portúgal. ►sjAlfstæðismenn í skipulags- og umferðar- nefnd Reykjavfkur hafa lagt fram tillögu um að kannaðir verði möguleikar á að byggja tónlistarhús á lóð Eimskipafélags íslands hf. við Skúlagötu. Mælt er með þvf að byggð verði sameig- inleg tónlistar- og ráð- stefnumiðstöð ásamt hóteli á lóðinni. Landvinningar í flutn- ingum og fískvinnslu SAMSKIP hafa samið um kaup á þýska flutningafyrirtækinu Bischoff Group. Eftir kaupin verður árleg velta sam- stæðu Samskipa 12 milijarðar króna, tvöfalt meiri en nú, og meirihluti við- skiptanna erlendis. Þá hafa Samherji, SR-mjöl og Sfldarvinnslan í sameiningu keypt fiskvinnslufyrirtækið Atlantic Co- ast Fisheries Corp. í New Bedford á Nýja-Englandi í Bandaríkjunum. Fyrir- tækið sérhæfir sig aðallega í frystingu á sfld og er árleg velta þess 1,5 til 2 millj- arðar íslenskra króna. Umfangsmikil leit að vélsleðamönnum FIMM vélsleðamönnum var bjargað á þriðjudag eftir að þeir höfðu haldið kyrru fyrir í 34 klukkustundir í spjóhúsi í um 1.200 metra hæð norðan við Nýja- bæjarfjall í Eyjafirði. Þrír félagar þeirra höfðu komist til byggða laust eftír há- degi á mánudag. Mennimir, sem eru frá Dalvík, voru allir heilir á húfi en orðnir mjög þrekaðir eftir veruna í snjóhúsinu. Á annað hundrað manns stóð að leitinni. Verðmæti útflutnings sjávarafurða aldrei meira VERÐMÆTI útflutnings sjávarafurða allt síðasta ár nam um 93,7 milljörðum króna og hefur aldrei verið meira, en þetta er um 1,1 milljarði meira en metár- ið 1996, þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi hækkað. Frysting botnfisks í landi skilaði mestum verðmætum, um 17,3 milijörðum, þrátt fyrir 5,4% samdrátt. Fundir í sjómannadeilu SAMNINGAVIÐRÆÐUR hafa staðið yfir í sjómannadeilunni alla vikuna en lít- ið þokast í samkomulagsátt. Stóð fundur enn þjá ríkissáttasemjara þegar Morg- unblaðið fór í prentun. Líkur eru á að verkfall sjómanna hefjist á ný á mið- nætti í kvöld, sunnudag. Til greina kem- ur að Vélstjórafélag íslands aflýsi verk- falli, náist ekki samkomulag. Þrýst á Serba vegna ástandsins í Kosovo FIMM öflugustu ríki Vesturlanda ákváðu á mánudag að beita stjórnvöld Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, viðskipaþvingunum vegna þess hvemig þau hafa haldið á málum í Kosovo-héraði undanfarið og kröfðust þess að Slobodan Milosevic for- seti byndi enda á blóðuga aðfór lögreglu og öryggissveita gegn albönskum íbúum héraðsins og að viðræður yrðu teknar upp um endurreisn sjálfsstjómar þess. Alls er talið að um 80 manns hafi fall- ið er lögregla lét til skarar skríða gegn mótmælagöngum Kosovo-Aibana í byij- un þessa mánaðar, en serbnesk yfirvöld halda því fram að aðgerðimar hafi verið ætiaðar til að uppræta starfsemi „Frels- ishers Kosovo“, herskárra samtaka að- skilnaðarsinnaðra Kosovo-AIbana. Ibrahim Rugova, einn helzti leiðtogi albanska meirihlutans í Kosovo, krafðist á miðvikudag fulls sjálfstæðis héraðsins en talsmaður Serbíustjómar vísaði því á bug. Erindrekar vestrænna ríkja hafa einnig lagt að leiðtogum Kosovo-AIbana að draga í land með kröfuna um algert sjálfstæði. Danska ríkisstjórnin heldur óvænt velli RÍKISSTJÓRN Pouls Nyrups Rasmus- sens, forsætisráðherra Danmerkur, hélt óvænt velli í þingkosningum sem fram fóru á miðvikudag, þvert ofan í spár um sigur borgaraflokkanna. Er meirihluti hennar aðeins eitt sæti, 90 á móti 89, að meðtöldum þingsætum Færeyinga og Grænlendinga. Rasmussen getur þó un- að vel sínum hlut því að jafnaðarmenn bættu við sig einu þingsæti í stað þess að tapa nokkmm eins og spáð hafði ver- ið. En meirihlutinn er ótryggur. Jo- hannes Eidesgaard, færeyski jafnaðar- maðurinn sem tryggði meirihluta Rasmussen-stjómarinnar, hefur sett forsætisráðherranum þijú skilyrði fyrir stuðningi við stjómina, en hann er í mjög erfiðri aðstöðu þar sem Færeying- ar em Rasmussen reiðir vegna Færeyjabankamálsins. ►NORSKIR ráðherrar lýstu á fóstudag vobrigðum sfnum með pjésnastarfsemi Rússa í Noregi en á fimmtudag var fimm rússneskum sendiráðs- mönnum vfsað úr landi og þrír til viðbótar lýstir óvel- komnir f landinu. Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, frestaði fyrirhugaðri heimsókn til Moskvu vegna málsins. ►TONY Blair, forsætisráð- herra Bretlans, sagði á fimmtudag að þátttakendur f friðarviðræðunum á N-ír- landi væm komnir mjög ná- lægt þvf að ganga frá samn- ingsdrögum. Blair átti á fímmtudagsmorgun fund með Gerry Adams, leiðtoga fiokks lýðveldissinna, Sinn Fein. ►FYLGI Helmuts Kohls, kanzlara Þýzkalands, og flokks hans Kristilegra demókrata (CDU), hefur minnkað með hverri skoð- anakönnun að undanförnu og vinsældir Jafnaðarmanna- flokksins og kanzlaraefnis hans Gerhards Schröders virðast fara vaxandi. Hörð kosningabarátta er framund- an f Þýzkalandi fyrir kosn- ingar í september. ►LEIÐTOGAR 26 Evrópu- rfkja, Evrópusambandsríkj- anna 15 og II væntanlegra nýrra aðildarríkja, komu á fímmtudag saman f Lundún- um á sérstakri ráðstefnu um stækkun ESB, en með henni hófst formlega stækkunar- ferlið sem á að enda með verulegri fjölgun aðildar- rfkja sambandsins á fyrstu árum næstu aldar. ►ROSKIN hjón fórust í snjó- fióði á Lofoten í N-Noregi snemma á föstudagsmorgun. Flóðið hreif fbúðarhús þeirra með sér niður í fjöru. Fimmta hrossið krufið vegna hitasóttarinnar FIMM hross hafa nú verið krufin að Keldum. Hross úr Reykjavík, sem fengið hafði hitasóttina en verið ein- kennalaust í um þrjár vikur, var krufið í gær. Að sögn Sigurðar Sig- urðarsonar dýralæknis var enn að finna merki um bólgur í mjógöm og ertingu í viðgimi og því væri Ijóst að hestamir væm lengi að ná sér eftir sóttina. Hitasóttin komin í Hrunamannahrepp Hitasóttin er nú komin á nokkra bæi í Hrunamannahreppi en hennar varð fyrst vart á fimmtudag hjá Jóni Hermannssyni á Högnastöðum II og hefur hann nú tekið sjö veik hross á hús. Hann kvaðst þess fullviss að sóttin bærist með snjótittlingum en mikill fjöldi fugla hefði leitað sér að æti við stóð hans á dögunum þegar norðanáttin ríkti og snjór var yfír öllu. Jón taldi að draga myndi úr þess- ari smitleið nú þegar jörð væri auð og fuglarnir leituðu sér að æti fjarri stóðhrossunum. Þá breiðist veikin enn út í Biskupstungum en Jón reiknaði með að þaðan kæmi veikin í Hreppana. Algengustu veirusýk- ingar útilokaðar Aðspurður um upprana veirasýk- ingarinnar sagði Sigurður að búið væri að útiloka algengustu veirasýk- ingar sem leggjast á hross. Mögu- leiki væri ennþá á að veiran væri „hestaveira" þótt hennar yrði lítt eða ekkert vart erlendis. „íslenski hesturinn er mjög við- kvæmur þar sem hann hefur verið einangraður í langan tíma og því get- ur veira sem ekki veldur slíkum far- sóttum erlendis auðveldlega gert það hérlendis,“ sagði Sigurður. Hann vildi ekki vera með getgátur um það hvort verið gæti að veiran kæmi frá öðram dýrategundum. „Verið er að rækta veirana og við vonum að ákveðin svör fáist á mið- vikudag. Við skoram á hestamenn og heyflutningamenn að slaka hvergi á varúðinni svo smitið berist ekki til fleiri svæða úti á landi,“ sagði Sig- urður. GAFLARNER úr Bessastaðakirkju sjást hér á mynd, sem birtist f bók- inni „Bessastaðir" eftir Vilhjálm Þ. Gíslason frá árinu 1947 og var tekin áður en þeir voru fjarlægðir. Fornminjafundur á Qóslofti Bessastaða NÝLEGA fannst á fjósloftinu á Bessastöðum hluti af uppranalegri innréttingu Bessastaðakirkju frá 18. öld. Hér er um bekkgafla og bekkjarbök að ræða sem, ásamt öðram innréttingum kirkjunnar, vora fjarlægð úr kirkjunni 1945, að sögn Þórs Magnússonar þjóðminja- varðar. Urðu á sínum tíma nokkrar deilur um breytingar á kirkjunni. Meðal muna sem hreinsaðir vora út vora altarið, altaristaflan, predik- unarstóllinn, milligerð milli kórs og kirkju, allir gömlu bekkimir og gólfið. í staðinn var kirkjan gerð nýtískulegri en munirnir úr kirkj- unni sem björguðust vora fluttir á Þjóðminjasafn, nema hvað altar- istaflan er nú í láni frá safninu, hangir yfir skrúðhúsdyrum Dóm- kirkjunnar. Sumir munanna hafa verið til sýnis á Þjóðminjasafni, m.a. milligerðin milli kórs og kirkju eftir að hún var lagfærð. „Og menn hafa sagt sem svo að gaman væri nú að sjá þetta komið allt í kirkjuna aft- ur.“ Þessar spýtur sem nú fundust vora endagaflar bekkjanna, auk tveggja bekkjarbaka, og hafa senni- lega ekki verið taldar nægilega merkilegar við flutninginn, að sögn Þórs, og því endað uppi á háaloftinu sem þeir nú fundust á. Menn hafa þó augsýnilega ekki viljað henda þeim. „Þetta getur í sjálfu sér ekki kallast stórfundur,“ sagði Þór enda era gaflamir hvorki útskornir né skrautlegir „en þó er mikilvægt að finna hluta af upprunalegri innrétt- ingu kirkjunnar frá 18. öld.“ Gaflamir munu verða fluttir til hreinsunar og geymslu á Þjóð- minjasafni. Dansflokknum fagnað í Lettlandi ÚTLÖGUM, sýningu íslenska dansflokksins, var vel tekið í óp- erahúsinu í Riga í Lettlandi á fimmtudagskvöld en flokkurinn er í sýningaferð við Eystrasalt. „Viðtökurnar vora vonum framar," sagði Magnús Ámi Skúlastm, framkvæmdastjóri dansflokksins, í símaviðtali frá Riga. „Óperahúsið var svo til fullt af gestum og var okkur vel fagn- að í lok sýningar." Á morgun, mánudag, verður íslenski dansflokkurinn með sýn- ingu í Vilníus, höfuðborg Lithá- ens, en hópurinn kemur heim á miðvikudag. Valfríður Guðmundsdóttir Elsti Is- lendingur- inn látinn VALFRÍÐUR Guðmundsdóttir lést fimmtudaginn 5. mars, 104 ára að aldri. Hún var elsti íslendingurinn. Valfríður bjó á Droplaugarstöðum í Reykjavík síðastliðin fimm ár. Valfríður fæddist 8. janúar 1894 og var dóttir hjónanna Guðmundar Árnasonar útvegsbónda á Hóli á Akranesi, og Sigurrósar Gunnlaugs- dóttur húsmóður. Hún ólst upp á Heimaskaga hjá fóðurbróður sínum, Jóni Árnasyni skipstjóra, og eigin- konu hans Helgu Jóhannesdóttur húsmóður. Valfríður gekk að eiga Jón Guð- mundsson, útgerðarmann frá Eyri í Ingólfsfirði á Ströndum árið 1920, en hann lést árið 1983. Valfríður og Jón eignuðust eina dóttur, Guðrúnu Möller, er giftist Sigurði Möller vél- fræðingi sem lést árið 1970. Guðrún og Sigurður eignuðust tvö börn, Val- fríði Möller hjúkranarfræðing og Jón S. Möller byggingarverkfræð- ing. Valfríður á þrjár dætur og Jón á tvo syni. Valfríður bjó öll sín fullorðinsár í Reykjavík og starfaði lengi með Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt og kvennadeild Slysavamafélags ís- lands. Útför hennar fór fram í kyrrþey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.