Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ_________________________________________________________SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 57* FÓLK í FRÉTTUM Ferðir Tristan Sýningar standa yfír á Ferðum Guðríðar í Skemmtihúsinu. Er það einleikur Tristan Gribbin og jafnframt fyrsta verk- efni hennar hérlendis. Steinar Þór Sveinsson talaði m.a. við hana um landafundina og drifkraft kvenna. ISKEMMTIHÚSINU á Lauf- ásvegi 22 er sýndur einleikur- inn Ferðir Guðríðar eða „The Saga of Guðríður". Höfundur ensku útgáfunnar er Brynja Bene- diktsdóttir og naut hún aðstoðar írsku-bandarísku leikkonunnar Tristan Gribbin sem leikur Guðríði og öll önnur hlutverk í sýningunni. Leiksýninguna Ferðir Guðríðar byggja höfundurinn og leikstjórinn á Eiríks sögu rauða og Grænlend- ingasögu en töfrar leikhússins eru óspart notaðir til að koma sögu Guðríðar Porbjarnardóttur til skila. Guðríður var í hópi þeirra land- könnuða á öndverðrí elleftu öld sem gagngert leituðu Vínlands hins góða til að setjast þar að. Guðríður bjó í tvö til þrjú ár í Vínlandi og ól þar soninn Snorra, fyrsta „evrópska Ameríkumanninn". Flyst hún síðan til íslands en þegar Snorrí er kom- inn til manns leggur Guðríður af stað í suðurgöngu til Rómar. Heim komin reisti hún kirkju í Glaumbæ í Skagafirði og tók nunnuvígslu. Þótt grein þessi ætti á engan hátt að vera leikhúsgagnrýni verður vart undan vikist að mæra leik Tristan sem auk þess að leika Guðríði bregður sér í líki annaiTa kvenna, manna, dýra og náttúruafla á svo átakalausan en kröftugan hátt, að áhorfandinn gleymir stund og stað. Útgeislun leikkonunnar nær heljar- tökum á áhorfendum sem lifa sig með henni inn í líf og ferðir Guðríð- ar, inn í vegsemdir víkinga, klæki kvenna, flug fugla, hvæs katta, stór- veður og storma og skærur við skrælingja. Tristan er af írsku foreldri en fædd og uppalin í Bandaríkjunum. Hún er fædd árið 1967 þegar hippa- tímabilið var í hámarki og var henni valið nafnið Tristan í anda frjáls- ræðis þessara ára, en það er karl- mannsnafn. Tristan lærði leiklist í Kaliforníu en hefur búið víðs vegar um heiminn og starfað við leiklist en er nú sest að hér á landi. Aðspurð segir hún þetta vera fyrsta leikritið sem hún tekur þátt í hér á landi. „Eg var mjög heppin að hitta Brynju og að hún hafði hug á að setja upp þetta leikrit á ensku þar sem það er ekki auðvelt fyrir ensku- mælandi leikara að fá vinnu á ís- landi. Leikaðferð er mér ný, t.d. all- ur látbragðsleikurinn. Auk þess er það ný upplifun fyrir mér að vinna svo náið með rithöfundinum sjálfum við það að skapa verkið og er það mjög áhugavert og gefandi. Ég hef áður mest tekið þátt í uppfærslum á nútímaleikritum en manni gefst yf- irleitt ekki færi á að vinna á þennan máta með rithöfundinum." Tristan segir það öðruvísi að leika í einleik en að taka þátt í stærn uppfærslum með fleiri leik- urum. „Hér ber ég ein ábyrgðina og verkið stendur og fellur með mér og ég með því. Nándin við áhorfendur er mikil og getur verið erfið. Eg einbeiti mér að því að vera í hlut- verki formóður sem er að segja niðjum sínum sögu sína enda eru Is- lendingar niðjar Guðríðar.“ Er munur á leikhúslífi á Islandi og þess sem þú þekkir til erlendis? „Reykjavík er lítil en hér er mjög mikið að gerast í leikhúslífinu miðað við annars staðar. Ég bjó í sex ár í Dublin á írlandi og þar er mjög mikið að gerast í leikhúslífinu en ég held að hér sé jafnvel meira um að vera.“ En hvemig gengui’ enskumæl- andi leikara að ná sambandi við ís- lenska áhorfendur? „Það er ekki eingöngu enski text- inn sem skiptir megin máli í þessu verki heldur vinna allir þættir þess saman. Þar kemur til tónlistin og tjáningin, framganga leikarans. I einleik kemur hver leikari með sitt í verkið sem er hans eigið.“ Tristan vissi ekki áður að það voru í raun íslendingar sem fundu Ameríku. Blaðamaður er þó sam- mála henni um að Oscar Wilde komst skemmtilega að orði þegar hann sagði íslendinga snjallasta MAXFACTOR Max Factor Vor/sumarlitir 1998 Útsölustaðir Regnhlífabúðin, Laugavegi 11, Snyrtivörubúðin Nana, Lóuhólum 2—6 Austurbæjor Apótek, Hóteigsvegi 1, Grafarvogs Apótek, Hverafold 1—5, Hringbrautar Apútek, Hringbraut 119, Snyrtihúsið, Selfossi, Hafnarapótek, Hofn, Apótek Vestmonnaeyja. fólk í heimi; þeir fundu Ameríku og sögðu engum frá því. í ieikritinu um Guðríði er hún látin segja páfa frá landafundunum og nýja heiminum eftir suðurgönguna til Rómar. En hafði hún heyrt um íslend- ingasögurnar? „Já, ég hafði heyrt um þær en ekki lesið neina þeirra." Hún nefnir að hún hafi þó séð þátt Monty Pyth- on þar sem teknar eru fyrir íslend- ingasögurnar og hlær. „Maður verður að kynna sér efnið til hlítar til að sjá allt dramað sem er í Is- lendingasögunum. Síðan tekur mað- ur það og vekur til lífsins, bætir við hreyfingum og tónlist. Nútíma leik- hústækni er blandað við fornan sagnahátt til að vekja dramatíkina.“ Tristan hefur ferðast víða og búið um lengri eða skemmri tíma í hin- um ýmsu löndum líkt og Guðríður gerði. Finnur hún til samkenndar með henni? Hún svarar því játandi og hlær. Svo segir hún á íslensku: „Guðríður er stalla mín.“ Þú bregður þér í mörg hlutverk í leikritinu - hvert þeirra líkar þér best? „Mér líkar mjög vel að leika karlmennina en annars líkar mér vel við öll hlutverkin, dýrin, sjóinn, draugana, storminn." Hvert er skemmtilegasta hlut- verk í leikriti sem þú hefur leikið? „Ég held að það fari í raun eftir því hvar maður er staddur í lífinu. Lífið er ferðalag og ákveðið hlutverk get- ur átt vel við á ákveðnu tímaskeiði í lífinu. Jafnframt getur annars kon- ar hlutverk átt vel við á einhverju öðru tímaskeiði í lífi manns.“ í leikritinu kemur fram að konur geta ráðið ýmsu um gerðir manna, s.s. að þeir leggist í landafundi. Svo er einnig í Islendingasögunum. Er það þannig enn í dag? „Það er erfitt að segja til um það,“ segir Tristan og kallar til Brynju sem er skammt undan. Eftir nokkra rekistefnu slá þær stöllur fóstu að svo sé altént á þeirra heim- ilum. „Það er alltaf gert meira úr Töhru- nómskeið - stutt kvöld og HelgartiémskelÖ Ncimskció T imcibil Lcncjd I Internet 23.og 25. mars 8 klst Internet 20.og 23. maí 8 klst Excel 28.mars til 4. aprfl 16 klst Excel 25.maí tilö.júní 16 klst Sölutækni 9. og 16. maí 8 klst Word '97 4. til 18. maí 20 klst Tölvubókahld 15. til 29. aprfl 24 klst Power Point 8. og 10. júní 8 kist ■ Einnig eru örfá sæti laus á morgun- og síðdegisnámskeiðum. ■ Vönduð námsgögn fylgja öllum námskeiðum. Nýi tðlvu-& viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 - Fax: 555 4981 Tölvupóstfang: skolí@ntv.is - Heimasíða: www.ntv.is því sem karlmenn afreka," heldur Tristan áfram. „Það er til dæmis til stór stytta af Leifi Eiríkssyni en bara smástyttur af Guðríði - ennþá. Með því að gera alltaf svo mikið úr afrekum karlmanna er hugsanlega verið að hylma yfir eitthvað. Þeir hefðu vart afrekað það sem þeir gerðu væri ekki kona að baki þeim sem drifi þá áfrarn." Eitthvað að lokum? „Við ætlum okkur að ferðast með leikritið til Grænlands, írlands og Kanada. Ferðast með það eins og Guðríður ferðaðist og koma Guðríði á kortið." Komdu áöur en allt er búiö! Hólf & Gólf B REIDDINN I-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.