Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 39 ^ MINNINGAR + Baldur Gunnars- son var fæddur í Húsavík við Borgar- fjörð eystri 27. júlí 1915. Hann lést á Droplaugarstöðum 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Stefáns- dóttir frá Teigarseli á Jökuldal og Gunnar Jónsson frá Háreks- stöðum í Jökuldals- heiði, oftast kenndur við Fossvelli. Baldur var ellefti í röðinni af 13 börnum þeirra hjóna og eru fjögur enn á lífi. Þorvaldína, f. 1910, Stefán, f. 1901, Bergþór, f. 1912, og Sig- rún, f. 1917. Hin voru Jónína, f. 1889, d. 1989, Ragna, f. 1902, d. Balli Gunn frændi, ættarhöfðing- inn eins og hann var oft nefndur, er fallinn frá. Okkur langar að kveðja frænda í hinsta sinn. Baldur ömmu- bróðir hefur reynst okkur sem afi frá því að við munum eftir okkur. Við munum eftir frá því að við vor- um varla stigin úr vöggu þegar frændi kom í heimsókn með fulla vasa af sælgæti, sem hann sagðist vera með á leið í ruslatunnuna ef litlir puttar vildu ekki þiggja mola. Baldur kom fyrir sem eins konar kynlegur kvistur, hrjúfur á yfu’- borði og átti til að koma með mjög sterkar yfirlýsingar sem reyndust ekki falla öllum í geð. Baldur var maður sem sagðist borða ketti, en allt var þetta góðlátlegt grín sem ekki allir kunnu að meta. Bak við skrápinn reyndist vera hinn ljúfasti drengur sem vildi fólki vel og meinti ekki allt sem hann sagði. Baldur hefur reynst okkur systk- inum og foreldrum afar vel í gegn- um tíðina. Hann var einbúi sem var afar ættrækinn og hafði gaman af að halda veislur þar sem hann bauð upp á dýi'indis steikur og sterkara með. Hans hugsunarháttur hefur alla tíð verið á þann veg að sælla væri að gefa en þiggja. Hann var gjafmildur og leysti þá sem heim- sóttu hann út með gjöfum og þeir sem höfðu aldur til fengu yfirleitt góðar gjafir. Gjafmildi hans og gestrisni var ávallt númer eitt, tvö og þrjú, allt fram að hinsta degi. Þar hafði hann hagsmuni annarra að leiðarljósi. Baldur starfaði lengi sem dans- stjóri og stjórnaði böllunum af snilld. Hann var mikill dansari og voru stúlkurnar eins og fis í hönd- um hans meðan hann sveif létt og 1967, Þórdís, f. 1903, d. 1995, Guðný, f. 1905, d. 1984, Helgi, f. 1906, d. 1988, Aðal- steinn, f. 1909, d. 1988, Karl, f. 1914, d. 1988, og Hermann, f. 1920, d. 1951. Baldur stundaði margskonar verka- mannavinnu, síðast hjá Garðyrkju Reykjavíkurborgar. Hann stjórnaði einnig um árabil gömlu dönsunum í ýmsum danshúsum, lengst í Þórskaffi. Hann var ókvæntur. Utför Baldurs verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 16. mars, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. lipurt um dansgólfið. Stjórnunar- hæfileikar hans reyndust vel á öðr- um sviðum. Hann starfaði lengi sem flokksstjóri hjá Reykjavíkur- borg og ekki reyndist alltaf vera vinsælt að lenda í flokk með Baldri því að hann hafði hagsmuni vinnu- veitanda að leiðarljósi og lét sína starfsmenn vinna sitt dagsverk eins vel og ætti að gera. í öllum boðum var Baldur hrókur alls fagnaðar og átti kvöldin. Bald- ur er maður af deyjandi kynslóð sem ekki er alin upp við þann fjöl- miðlaheim sem við þekkjum í dag. Hann er af kynslóð sem var alin upp við baðstofustemmningu þar sem fólk fór með sögur sem varð- veittust í munnlegri geymd. Hann var mikill sagnamaður og kunni mjög margar sögur, kvæði og þulur og ósjaldan fór hann með þuluna um Jón á Fæti sem datt um borð á fæti. Hann sagði sögur á listilegan hátt. Hann lærði sagnaformúlur og bætti við í sögurnar eins og sönnum sagnamanni ber að gera. Oftar en ekki sagði hann sögur frá æsku- slóðum sínum austur á Fljótsdals- héraði. Við kveðjum hér með skemmtilegan fi’ænda sem mun aldrei hverfa úr huga okkar. Ystabæjarsystkinin, Þór, Jónína, Eva, Baldur og Örn. Mig langar með nokkrum orðum að minnast góðs vinar, Baldurs Gunnarssonar frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð, sem á morgun verður kvaddur hinstu kveðju. Baldur hafði um nokkun'a ára skeið átt við erfið veikindi að stríða og var lífs- krafti hans og gleði verulega brugðið undir það síðasta. Þegar leiðir okkar Baldurs lágu fyrst saman fyrir rúmum aldar- fjórðungi var hann kominn ögn af léttasta skeiði en hann var ennþá fjörmikill og lundin var létt. Eg fann það fljótt að hann var afar fé- lagslyndur maður og hafði mikla unun af því að hafa vini og kunn- ingja í návist sinni og gleðja þá með gjöfum og veitingum. Gestrisni Baldurs og dugnaður við að bjóða til veislu á heimili sínu áttu sér fáar hliðstæður þegar haft er í huga að hann sá jafnan um allan undirbún- ing og vann allt á eigin spýtur. Mat- arboð Baldurs eru eftinninnileg fyrir margra hluta sakir. Þar var ekki aðeins öllum vel veitt, heldur voru veislurnar yfirleitt svo fjöl- sóttar að setið var í hverjum krók og kima á heimili hans. Þar ríkti aldrei nein lognmolla heldur iðaði allt af lífi og fjöri og átti gestgjafinn sjálfur jafnan stærstan þátt í þvi. Þessar samkomur vina og ættingja Baldurs ti'eystu vináttubönd og leiddu einnig til fjölmargra nýn-a kynna sem reynst hafa viðkomandi einstaklingum dýrmæt allar götur síðan. Það var þó einn ókostur sem fylgdi matarboðum Baldurs og hann var sá að hann átti það til að taka það óstinnt upp, ef maður af einhverjum ástæðum sá sér ekki fært að mæta. Baldur bjó alla tíð í Reykjavík eftir að hann hleypti heimdragan- um og yfirgaf heimili foreldra sinna á Fossvöllum með stuttri viðkomu i Eyjafirði seint á fjórða áratugnum. Hann bjó á nokkrum stöðum í mið- bæ Reykjavíkur, ávallt í leiguhús- næði. Hann var snyrtimenni og lagði metnað sinn í að hafa heimilið vistlegt og halda öllu í röð og reglu. Baldur hafði gaman af tónlist, eink- um harmoníkuleik og þeirri tónlist sem kölluð hefur verið jóðl og á rætur sínar að rekja til svissnesku Alpanna. Stundum átti hann það til að líkja eftir síðamefndu tónlistinni og vakti það ævinlega mikla kátínu allra viðstaddra. Fljótlega eftir að Baldur settist að í Reykjavík tók hann að stjórna dansi á ýmsum skemmtistöðum í borginni. Ég hef það fyrir satt að hann hafi verið vel þekktur og í góðum metum á því sviði á meðan gömlu dansarnir voru upp á sitt besta. Flestir minnast hans sjálf- sagt úr Þórscafé, þar sem hann starfaði um árabil og skemmti fólki með glensi og gamni jafnframt því að leiða það áfram í dansi. Hann var spaugsamur með afbrigðum og hafði mikla unun af því að segja frá og skipti þá meira máli að sagan væri skemmtileg en að hún væri nákvæmlega upp á orð rétt. Hann átti auðvelt með að sjá hinar bros- legu hliðar mannlífsins og báru ýmsir hlutir sem hann viðaði að sér, ýmist hér heima eða á ferðalögum lífskrafti. Það virtist alveg sama í hverju við lentum, þú gast alltaf bjargað öllu og komið lífinu í réttar skorður. Þú varst einstaklega skiln- ingsrík og hugulsöm. Þú ert besta vinkona í heimi. Þú varst alltaf svo hjálpsöm, þú máttir aldrei neitt aumt sjá. Það er svo skrítið að í gegnum tíðina varstu alltaf sam- ferða okkur, þú tókst þátt í öllu sem við gerðum. Þú varst jafnaldri okk- ar, enda leið ekki á löngu þar til heimilið okkar var orðið eins og fé- lagsmiðstöð, því að vinir okkar urðu þínir vinir líka. Enda leituðu þessir krakkar til þín með ýmis vandamál sem þau gátu ekki rætt heima hjá sér. Þú tókst öllum með opnum örmum og reyndir að leiðbeina og hjálpa. Þú gleymdir ansi oft sjálfri þér fyrir aðra. Allir elskuðu þig sem eitt sinn kynntust þér. Þú varst kvenhetja eins og pabbi segir. Þú vannst alla tíð eins og forkur. Ég man eftir því að ég bakaði einu sinni handa þér vöfflur og hitaði kakó handa þér eftir erfiðan vinnudag, en það tókst nú misvel, en þú lést þig hafa það að pína í þig viðbrenndu vöfflunni og uppúrsoðna kakóinu. Þetta allt er svo erfitt, mig langar helst til að sofa þar til einhver segir mér að þetta sé bara allt í plati. Það er svo auðvelt að deyja bara með erlendis, gott vitni um skemmtilegt skopskyn hans. Baldur var vinnusamur og stund- aði ýmis verkamannastörf á meðan aldur og heilsa hans leyfðu. Hann var áreiðanlegur vinnuki’aftur og mun hann sjaldan hafa á langri starfsævi misst dag úr vinnu. Þrátt fyrir vinnusemi og dugnað safnaði Baldur ekki veraldlegum auði, en hann skilur eftir ljúfar minningar hjá mörgum samferðamönnum. Megi blessun Guðs fylgja minn- ingu Baldurs Gunnarssonar frá F ossvöllum. Magnús Jóhannesson. Allt er svo breytt, óskir og vonir og fagnaðarstundir. Sál mín er þreytt, sól minna lífdaga brátt gengin undir. (Páll Ólafsson) Þessi vísa Páls Olafssonar gæti túlkað husanir Baldurs Gunnars- sonar síðustu lífdaga hans hér á jörð. Fagnaðarstundir með kunningj- um og vinum voru efstar á óskalista Baldm’s og þegar líkamlegir sjúk- dómar voru farnir að hrjá hann átti hann erfitt með að sætta sig við að geta ekki tekið þátt í hátíðar- og gleðistundum með sömu reisn og fyrr, en höfðinglegar móttökur voru á heimili hans til hins síðasta, sama hversu þjáður hann var. Baldur Gunnarsson var öllum, sem honum kynntust ógleymanleg persóna. Hann var viðkvæmur í lund en stundum eins og íslensk veðrátta, umhleypingasamur. Hann var maður gleði og gamans, naut þess að vera veitandi og sanna vin- áttu sína með gjöfum. En hann gat líka blásið eins og vindurinn en flestir vissu að lognið kæmi á eftir storminum. Heimili Baldurs Gunnarssonar var árum saman miðstöð stórrar ættar, auk annarra vina og kunn- ingja hans. Þar voru „ættarmót" haldin, löngu áður en slík mót komust í tísku. Baldur var sjálfskipaður foringi í óskráðu og óstofnuðu vináttufélagi afkomenda Gunnars og séra Sigur- jóns, Háreksstaðabræðra, og stuðl- aði á sinn kostnað að kynnum og vináttu fjölda fólks. Við sem nutum þessa starfs hans höfum mikið að þakka. Baldur var einstaklega barngóð- ur og börn hændust að honum. Hann var félagi þeirra og fylgdist með þeim fram á fullorðins ár og taldi hann sig alltaf vera einn af æskumönnum og var viðurkenndur sem slíkur af unga fólkinu. Hann sagði oft frá heimsókn 11 ára frænku. Hún kom eitt sinn til hans þegar hann var veikur. Hún kyssti hann og sagði með tárin í þér, en auðvitað veit ég að það gengur ekki. Ég verð að halda áfram að lifa enda j)ótt ég nái varla andanum án þín. Ég vil þakka öllu þessu yndislega fólki sem hefur stutt okkur á þessum erfiðu stund- um. Sofðu rótt, elsku mamma min, þú ert það dýrmætasta í öllum heiminum. Sestu hérna hjá mér, systir mín góð. I kvöld skulum við vera kyrlát og hljóð. í k\’öld skulum við vera kyrlát af því, að mamma ætlar að sofna rökkrinu í. Mamma ætlar að sofna, mamma er svo þreytt. Sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt Sumir eiga sorgii’, sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast ná. I kvöld skulum við vera kyrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna, systir mín góð. (Davið Stef.) Þín Guðrún Ágústa. Elsku Þóra mín. Ég ætla hér með nokkrum fátæklegum orðum að kveðja þig að sinni, elsku vinkona. Okkar kynni, þótt þau hafi varað í fjölda ára, voru samt alltof stutt. Éftir situr mikið tóm sem ég veit að verður aldrei fyllt því hjá þér mátti ÞÓRA MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR +Þóra Margrét Friðriksdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 14. febrúar 1955. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík 26. febrúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 7. mars. Nú kveð ég hana elsku bestu mömmu mína með sárum trega og eftirsjá. Ó, elsku mamma, við mættum örlögunum svo harkalega 26. febrúar þegar þú varst hrifsuð frá okkur svo skyndi- lega og allt of snemma. Við vorum nýbúnar að halda upp á afmælin okkar saman og þú varst bara 43 ára, sem þér fannst þó alveg ferlegt. En nú sitjum við hér eftir með opin sár og tómleika sem mér finnst vera óendanlegur. Mér finnst sem ekkert geti komið okkur til huggunar. Við áttum eftir að gera svo margt öll saman. Auróra litla systir að fara að fermast í vor og Siffi að taka bílprófið í sumar, Boggi kominn á beinu brautina. Þrátt fyrir erfiðleika ykkar pabba var sem allt virt- ist vera að ganga upp, þið náðuð svo vel sam- an, enda gekkstu með giftingarhringinn allt til þíns síðasta dags. Þetta var allt ævintýri líkast, allt gekk svo vel, þú varst glöð og kát yfir velgengni okkar hér í bænum. Sig- fús kominn í fótboltann aftur og Auróra á fullu í hestamennskunni, og þið pabbi nýbúin að kaupa handa henni hest. Mér finnst þetta allt svo skrítið, á einni sekúndu breytir lífið algerlega um lit. Ég bjóst við að allt annað gæti farið úrskeiðis, en ekki þetta. Elsku mamma, þú varst alltaf svo hugrökk og bjóst yfir einstökum BALDUR GUNNARSSON augunum: „Þú mátt ekki deyja, þú verður að lifa í mörg ár enn.“ Baldri þótti vænt um þessi orð, sem hann vissi að voru sögð af einlægni. Við kveðjum góðan dreng, sem verður lengi ofarlega í huga okkar, ■» sérstaklega er ættingjar hittast á ■ gleðistundum. Þakkir fyrir allt og allt. I guðs friði. Hreinn Kristinsson. Kæri frændi. Nú er komið að kveðjustund. Ég var reyndar farinn að halda að þú yrðir eilífur, svo oft hefurðu staðið upp eftir erfið högg. En enginn má sköpum renna. Þú varst af traustum stofnum kominn og varst stoltur af því. Unnii’ heimabyggð þinni og kenndir þig við Fossvelli í Jökulsárhlíð. Alla tíð varstu maður augnabliksins. Lifðir lífinu lifandi og það var sjaldnast lognmolla í kringum þig. Vissulega umdeildur en oftast skemmtilegur og vildir vel. Ur æsku minni minnist ég frændans sem sagði sögur af Jóni á Fæti, bar með sér ferskan andblæ og kom oftar en ekki færandi hendi. Þú naust þess að gefa gjafir og böm voru þér hugleikin. Þótt við höfum ekki alltaf átt skap saman var mér alla tíð hlýtt til þín og þótti vænt um þig. Þú varst vel gefinn, minnugur með afbrigð- um og frásagnargáfuna hlaustu í f fóðurarf. Stoltur en um leið við- kvæmur, örgeðja og oft fljótfær í mannlegum samskiptum. Stoltið gerði oft einfóld mál flókin og þú áttir marga kunningja en kannski of fáa vini. Ég hitti þig síðast í 80 ára afmæl- inu þínu. Heilsan var þá farin að bila og þú af öllum mönnum áttir orðið erfitt um mál. En þarna varstu í essinu þínum. Sast í for- sæti glaður og reifur. Veittir vel og varst hrókur alls fagnaðar. Engum » sem til þekkti duldist þó á þeirri stundu hversu stutt var í viðkvæma strenginn í hjarta þínu sem þú reyndir að fela alla tíð. Gakktu á Guðs vegum, frændi sæll. Ragnar Hermannsson og fjölskylda. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins^í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. finna allt sem góðan vin má prýða. Það var alltaf stutt í hláturinn og þínar hnyttnu tilvitnanir. Ég minn- ist þín með sárum söknuði en jafn- framt þakklæti fyrir allar okkar góðu stundir sem eru mér meira virði en orð fá lýst. Ég vil einnig fá að þakka þér fyrir að vera mér stoð og styrkur þegar ég þurfti svo mjög á þvi að halda. Á þeim stundum var gott að eiga þig að sem alltaf varst boðin og búin til að hjálpa á óeigin- gjarnan hátt. Þú varst mín besta vinkona. Augað mitt og augað þitt, ó, þá fógru steina, mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Ég bið góðan guð að styrkja fjöl- skyldu þína, Gústa, B.brgþór, Guð- rúnu, Sigfús og Auróni, jafnframt foreldra þína Ónnu og Gústa og systkini. Megi minning þín vera þeim huggun í sorgir/ni. Þín vinkona, i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.