Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: I0 NOKKUR MISSERI hafa staðið harðar deilur um vegagerð á tiltölulega stuttum kafla í Borgarfirði. Upphaflegar hugmyndir um vegalagningu um túnið við bæinn Stóra-Kropp mættu andstöðu úr tveimur átt- um. Jón Kjartansson, bóndi á Stóra-Kroppi, sem hefur unnið ötullega að því að byggja þar upp myndarlegt bú mótmælti þeim áformum á þeirri forsendu, að með því væri fótunum kippt undan möguleikum sínum til áframhaldandi uppbyggingar. íbúar í Flókadal töldu að með þeirri vegagerð mundu tengsl þeirra við þjóðvegakerfið versna mjög. Eftir miklar umræður og deil- ur var komin sú niðurstaða, að bóndinn á Stóra-Kroppi, íbúar í Flókadal, meirihluti hrepps- nefndar, vegagerð og skipulags- yfirvöld gátu sætt sig við ákveðna millileið. Þegar sú nið- urstaða lá fyrir töldu menn víst, að ekki yrði um frekari and- mæli að ræða. Að vísu lét Morgunblaðið í ljósi þá skoðun á síðasta ári, að til þess gæti komið miðað við fyrri reynslu af störfum umhverfisráðherra, að Guðmundur Bjarnason mundi af pólitískum ástæðum beita valdi sínu til þess að bregða fæti fyrir þessa málamiðlun. Nú er komið í ljós, að þær áhyggjur voru ekki úr lausu lofti gripnar því að það hefur hann nú gert. í viðamikilli úttekt á lagalegri hlið málsins, sem birt var hér í blaðinu nú í vikunni voru leidd að því málefnaleg rök, að ráð- herrann hefði lagaheimildir til þeirra ráðstafana, sem hann til- kynnti fyrir nokkrum vikum, er hann setti málið allt á byrjunar- reit með því að vísa því heim í hérað á nýjan leik og fresta stað- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. festingu á vegarstæði, sem allir aðrir aðilar málsins höfðu sam- þykkt. Augljóst er að með þeirri aðgerð er umhverfisráðherra að reyna að vinna tíma í von um að sveitarstjórnarkosningar í vor breyti afstöðu aðila. í Morgunblaðinu í fyrradag lýstu íbúar í Flókadal mikilli óánægju með afgreiðslu ráð- herrans. í samtali við blaðið sagði Pétur Pétursson, bóndi í Geirshlíð í Flókadal, að legið hefði fyrir lausn, sem einungis þurfti að fá staðfestingu um- hverfisráðherra. Af óskiljanleg- um ástæðum hefði hún orðið að engu fyrir atbeina oddvita ná- grannasveitarfélaga og tveggja íbúa í Reykholtsdalshreppi. Pét- ur bóndi í Geirshlíð segir, að íbúar Flókadals óttist nú, að engar úrbætur verði gerðar í samgöngumálum innan sveit- arfélagsins og að fjármagnið verði notað í önnur verkefni. „Það er óhemju stórt hagsmuna- mál fyrir Flókdælinga og raunar alla íbúa á svæðinu að lagður verði vegur. Ef þessu verður sí- fellt frestað óttumst við, að við fáum engan veg.“ Ráðherrar hafa margvísleg völd. En markmið löggjafans með því að veita þeim þau völd er að þeim sé beitt með jákvæð- um hætti. Þótt Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra, hafi lagaheimildir til þess að fresta staðfestingu á vegarstæði í Borgarfirði, sem allir aðrir aðilar málsins höfðu samþykkt, hefur hann nú látið freistast til þess að taka ranga ákvörðun. Með henni er hann að ganga erinda þröngra flokkshagsmuna Framsóknarflokksins en ekki að taka málefnalega afstöðu til erf- iðs deilumáls, sem skipt hefur íbúum Reykholtsdalshrepps i tvær fylkingar. Það er tími til kominn, að Alþingi taki af skar- ið og komi í veg fyrir, að ráð- herrar beiti valdi sínu með þess- um hætti. NJÓSNA- MÁLIÐ í NOREGI Auðvitað er barnaskapur að halda að stórveldapólitíkin breytist, þótt kalda stríðinu sé lokið. Stórveldi hafa alla tíð stundað njósnir og munu gera það áfram, einnig hér á íslandi, þótt víglínurnar hafi breytzt á alþjóðavettvangi. Njósnamálið í Noregi er staðfesting á því. Rússar eiga enn hagsmuna að gæta að vita hvað fram fer í Noregi og þá ekki sízt Norður- Noregi, eins og þeir hafa alla tíð haft, þótt friðsamlegra sé á milli landanna en verið hefur. Þess vegna þarf kannski engan að undra, þótt upp hafi komizt um umtalsverðar njósnir Rússa þar í landi. Þetta mál er hins vegar um- hugsunarefni fyrir okkur íslend- inga. Á tímum kalda stríðsins beindist athygli Sovétríkjanna mjög að Norður-Atlantshafinu og þá ekki sízt svæðinu á milli Noregs og íslands. Segja má, að ríkin tvö, Island og Noregur, hafi verið mjög mikilvægir út- verðir á þessum slóðum. Úr því að Rússar hafa enn áhuga á að njósna um Norðmenn má ætla að þeir hafi ekki síður áhuga á því að halda uppi njósnum á Is- landi. Það gerðu þeir á tímum kalda stríðsins og sú saga er öll ósögð. Þó er ljóst, að fréttir, sem Morg- unblaðið birti á þeim tíma um ævintýralegar aðferðir þeirra á þeim árum voru byggðar á traustum heimildum, sem áreið- anlega eiga eftir að koma fram í dagsljósið fyrr eða síðar. Njósnamálið í Noregi hlýtur að leiða til þess, að yfirvöld hér leiti leiða til þess að fá úr því skorið, hvort svipaðri starfsemi er enn haldið uppi hér á landi. Það er líka spurning, hvort ekki sé tímabært að íslenzk stjórn- völd veiti almenningi upplýs- ingar um það, sem hér gerðist fyrr á árum og vitað er um. ís- lendingar eiga erfitt með að trúa því, að hér hafi verið stundaðar njósnir. En það er engu að síður staðreynd. VEGAGERÐI BORGARFIRÐI London j^Aachen Reims Bavaxí: Karintía *Bordeaux 'i lombardy Pífaríki Marseilte HELGI spjall Karlamagnús, Aachen Hér blasir við kirkjan í blárri móðu og bregður svip yfir ævaforn kynni ; þó var rómanskur kuldi af kórónu þinni, en kliðandi ljósbrotin flöktu og glóðu á steindum gluggum, þeir stöfuðu birtu á stórleik og lotning í vitund minni (en frankískir hermenn hjuggu og myrtu þá hugmynd sem fóstraði annar en þú). Samt geymir kirkjan kórónu þína og kallar til fylgdar við skeggöld mína þá menn sem hugsa hingað og nú; hér krýp ég í huga í kórnum inni og kvíðinn er líkn í ranghverfu sinni og undrið mikla: vor eggsára trú. M. L ’ Y\ k i f.- Rfki ,Jv Karlámagnúsar við krýningu hans í Rom f f árið 800 ^ « c < S a x l a n d Nuverandi landamæri j Evrópu ROM Barcelona 00 km Márar REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 14. marz ATHYGUSVERÐ frétt birtist hér í Morg- unblaðinu sl. miðviku- dag. Þar sagði frá því, að bandarískur blaða- maður, sem fyrstur manna fjallaði um meint samband Clint- ons, Bandaríkjaforseta, við konu að nafni Paula Jones, hefði beðið forsetann opinber- lega afsökunar á greininni. í fréttinni segir síðan: „Segir hann að hægri sinnaðir haturs- menn hans (þ.e. forsetans) hafi staðið að baki fréttaflutningnum... I opnu bréfi til Clintons, sem birtist í tímaritinu Esquire, segir blaðamaðurinn, David Brock, frá „hin- um skuggalega heimi hatursmanna Clint- ons“ og kveðst hann óttast, að hann hafi unnið bandarískum stjórnmálum mikið ógagn með grein sinni í tímaritinu Americ- an Spectator 1993. Segist hann hafa haft söguna um framhjáhald Clintons frá einum helzta stuðningsmanni Newts Gingrichs, eins helzta leiðtoga repúblikana og forseta fulltrúadeildarinnar, en nefndi hann þó ekki á nafn.“ Síðan segir í frétt Morgunblaðsins: „Það er ýmislegt til í því, sem Hilary Clinton segir, að þetta sé allt saman runnið undan rifjum hægrimanna," sagði Brock í viðtáli við Reuters. „Ég mundi þó ekki nota orðið „samsæri“, en það voru vissulega pólitísk öfl, sem komu því af stað.“ Svo vill til, að nokkrum dögum áður, laugardaginn 7. marz, birtist hér í Morgun- blaðinu grein, eftir prófessor í félagsvísind- um við Georgetownháskóla í Washington, Norman Bimbaum að nafni, en grein þessi birtist upphaflega í þýzka tímaritinu Der Spiegel. Þar fjallar höfundur um hvaða hvatir liggi að baki ásökunum í garð Clint- ons um tengsl hans við fjölda kvenna og kemst að þeirri niðurstöðu, að markmiðið sé að flæma forsetann úr embætti í þeim tilgangi að eyðileggja stjómarstefnu hans og afnema velferðarkerfi Bandaríkjanna. Höfundur greinarinnar segir m.a.: „Bill Clinton hefur tvisvar hlotið kosn- ingu þjóðar, sem er sér vel meðvitandi um, að hann hefur ekki haldið því fram, að hann sé helgur maður. Betri hlið persónu hans (það er því miður til önnur hlið á henni) stendur fyrir sættir kynþáttanna, menningarlegt umburðarlyndi og hnitmið- aða notkun ríkisvaldsins til að vernda hina öldruðu, ungu, fátæku og sjúku. Fjandmenn hans em sjálfskipaðir Kristsmenn, sem hafa trú, sem er laus við hvers konar sam- úð eða náungakærleik. Þeir em trylltir hatursmenn eins og þessi senator Santorum frá Pennsylvaníu, sem lýsti þjóðina „úrkynj- aða“ vegna þess, að hún sýndi of mikla samkennd með forsetanum að hans mati. Þessir menn tala hins vegar í mesta lagi fyrir munn 30% þjóðarinnar. Siðferðilegri hneykslan þeirra yfir meintum hliðarspor- um Clintons í einkalífínu var hleypt upp í því skyni að koma gangi stjórnmálanna úr farvegi sínum til þess að setja kreppu á svið, sem ætlað er að flæma forsetann úr embætti. Þessi aðför minnir á McCarthy- fárið fyrir hálfri öld. Hinir fjársterku aðilar sem standa straum af málsóknarkostnaði Paulu Jones og styðja rannsóknarrétt hins sérskipaða saksóknara Kenneths Starrs hafa tekið heimsmynd lægri millistéttar í þjónustu sína. Starr þakkar embætti sitt aldraðri klíku dómara og stjómmálamanna frá Suð- urríkjunum. Háskólakennarastaða sem Starr getur gengið inn í hvenær sem hann vill, nýtur rausnarlegs fjárstuðnings stofn- unar, sem berst annars fyrir afnámi fyrir- tækja- og tekjuskatta og afnámi bandaríska velferðarkerfisins. Fé þessarar stofnunar er ættað frá afkvæmi kola- og stálbarón- anna í Pennsylvaníu, óbilgjömustu fulltrú- um amerísks snemmkapítalisma." Það sem er umhugsunarvert í málflutn- ingi blaðamannsins og prófessorsins er að þeir halda því báðir fram, að það séu öfga- menn á hægri væng bandarískra stjóm- mála með tilstyrk fjársterkra aðila, sem standi að baki og haldi uppi atlögunni á Morgunblaðið/ Snorri Snorrason DYRFJÖLL hendur Bandaríkjaforseta en gmnnur henn- ar er sá, að hann kunni ekki fótum sínum forráð í samskiptum við konur. Háskóla- kennarinn líkir þessari herferð við vinnu- brögð Joe McCarthys, öldungadeild- arþingmanns á sjötta áratugnum, sem varð heimsfrægur fyrir að sjá kommúnista í öll- um homum bandaríska stjómkerfisins, en var að lokum afhjúpaður fyrir vinnubrögð sem vom nátengd starfsaðferðum bæði fasista og kommúnista. í báðum tilvikum, þ.e. í herferðinni gegn Clinton nú og í herferð McCarthys þá, hafi pólitískir andstæðingar gefizt upp við að ná markmiðum sínum með málefnalegri baráttu í lýðræðislegum umræðum og grípi þess vegna til annarra ráða. Nú væri út af fyrir sig hægt að líta svo á, að hér væri um einangrað fyrirbæri að ræða í bandarískri pólitík, sem ekki sé ástæða til að gera of mikið úr. En þá vill svo til, að áþekkar ásakanir höfðu komið upp á Spáni skömmu áður og um þær var fjallað í grein hér í Morgunblaðinu hinn 28. febrúar sl. Fjölmiðla- samsæri? í UPPHAFI þeirrar greinar sagði svo: „Gerðust spænskir hægri- menn sekir um al- varlega aðför að lýðræðinu fyrir þingkosn- ingamar á Spáni í marzmánuði 1996 eða var um að ræða eðlilegt bandalag stjómar- andstöðuaflanna í frjálsu ríki? Þessi spum- ing hefur komizt upp á homskákina í spænskri þjóðmálaumræðu á undanförnum vikum eftir að fyrrum ritstjóri spænska dagblaðsins ABC skýrði frá því, að hann hefði átt fundi með ýmsum áhrifamönnum fyrir kosningarnar 1996 til að samræma herferð gegn Felipe Gonzalez, þáverandi forsætisráðherra og leiðtoga Sósíalista- flokksins (PSOE). Gonzalez tapaði kosning- unum naumlega eftir að hafa gegnt emb- ætti forsætisráðherra í tæp 14 ár og minni- hlutastjóm Þjóðarflokksins tók við valda- taumunum." Síðan segir: „Mikla athygli vakti á Spáni er Luis María Ánson, fyrmm ritstjóri ÁBC og núverandi forstjóri Televisa-fyrirtækis- ins, skýrði frá því í viðtali við tímaritið Tiempo nú i febrúarmánuði, að hann hefði átt fundi með öðmm hægrisinnuðum fjöl- miðlamönnum og áhrifamönnum í spænsku fjármálalífi í því skyni að binda enda á valdaferil Gonzalez og Sósíalistaflokksins, sem hafði verið við völd á Spáni frá árinu 1982. í viðtali þessu sagði Anson að þessir menn hefðu ekki séð að unnt yrði að sigra Gonzalez „með annars konar vopnum“ í kosningunum. Hefðu þeir því komið saman til að samræma aðgerðir gegn ríkisstjóm sósíalista, sem stóð þá mjög höllum fæti vegna fjölmargra alvarlegra spillingarmála, sem upp höfðu komið í valdatíð hennar. Anson sagði að þessir menn hefðu ekki getað hugsað sér, að Gonzalez gerðist öllu þaulsetnari í stól forsætisráðherra og hefði verið vísað til þess, að einræðisherrann Francisco Franco hefði stjórnað Spáni í 40 ár. í viðtalinu sagði Anson, að nauðsynlegt hefði reynzt „að stofna ríkinu í hættu“ til að binda enda á valdaferil Gonzalez en útskýrði þau orð sín ekki nánar.“ Skiptar skoðanir em um það á Spáni, hvort hér hafi verið um samsæri fjölmiðla og fjármálamanna að ræða. Ritstjóri spænska dagblaðsins E1 Mundo tók þátt í ofangreindum fundum og seinni hluta fe- brúarmánaðar birti blaðið leiðara þar sem því var hafnað með öllu, að um samsæri hefði verið að ræða. Blaðið hefði einfaldlega stundað rannsóknarblaðamennsku, sem því hefði borið skylda til gagnvart lesendum sínum. Afstaða sósíalista er hins vegar önnur eins og við mátti búast. í grein blaðamanns Morgunblaðsins, sem hér hefur verið vitnað til segir svo: „Margir ráðamenn í röðum sósíalista em hins vegar sannfærðir um að hægrimenn hafi gerzt sekir um raunveru- legt samsæri fyrir kosningarnar. Þeir hafi talið gjörsamlega nauðsynlegt hagsmuna sinna vegna að knýja fram gmndvallar- breytingar á Spáni og hafi verið tilbúnir að hundsa reglur lýðræðisins í því skyni.“ Loks segir í tilvitnaðri grein hér í blaðinu hinn 28. febrúar sl.: „í forystugrein dag- blaðsins E1 Pais hinn 22. þessa mánaðar sagði m.a., að yfirlýsingar Ansons kæmu ekki á óvart því lengi hefði verið vitað að efnt hefði verið til slíks samblásturs fyrir kosningarnar 1996. Fengur sé á hinn bóg- inn að þessum upplýsingum því þær varpi ljósi á hvemig menn þessir hugsuðu á þess- um tíma og hvemig þeim reyndist auðvelt að réttlæta ákvarðanir sínar. Þeim hafi þótt markmið sín háleit: „að forða Spánveij- um frá þeirri tilhneigingu sinni að kjósa mann, sem ekki verðskuldaði þennan stuðn- ing“, eins og sagði í forystugreininni. Óger- legt sé að ímynda sér að fjölmiðlamenn komi saman í þessu skyni í þróuðu lýðræðis- ríki. Verði þetta því einnig að teljast áfall fyrir spænska blaðamennsku, sem byggi trúnaðartraust sitt á því að vera sjálfstætt afl í þjóðfélaginu." Hugmynda- fræðilegur sigur hægri manna OUMDEILT ER að í þeim hug- myndafræðilegu deilum, sem staðið hafa mestan hluta þessarar aldar á milli vinstri manna og hægri manna um uppbyggingu og þróun þjóðfélagsins hafa hægri menn farið með ótvíræðan sigur af hólmi. Þessi sigur var innsiglaður með uppgjöf Sovétríkjanna í kalda stríðinu, þeg- ar Berlínarmúrinn féll. Þessar deilur ein- kenndu stjórnmálaumræður hér eins og annars staðar á Vesturlöndum og enginn getur mótmælt því, að þau málefnalegu sjónarmið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur barizt fyrir frá stofnun sinni hafa orðið ofan á og baráttumál sósíalista og sósíal- demókrata hafa orðið undir. Um öll Vesturlönd hafa sósíaldemó- kratísku flokkarnir lagt á það ríka áherzlu að gjörbreyta stefnu sinni og í sumum tilvik- um hafa þeir reyndar gengið svo langt í samkeppni við hægri flokkana að þeir hafa í einstaka málum skotizt til hægri við þá. Flokkar jafnaðarmanna hafa enn ekki fótað sig í þessari nýju tilveru, þótt þeir hafí náð að vinna kosningasigra eins og t.d. gerðist í Bretlandi, þar sem Verkamannaflokkurinn tók í meginatriðum upp stefnumál íhalds- flokksins. Nýlega varpaði brezkt blað fram þeirri spurningu, hvað væri óhugsandi í Bretlandi og svar þess var að Tony Blair yrði krati! Að óbreyttu bendir allt til þess, að þjóð- félög á Vesturlöndum muni á næstu árum þróast í þá átt, sem íhaldsflokkar og frjáls- lyndir flokkar hafa lengi barizt fyrir. Og reynslan sýnir að með því er hag almenn- ings bezt borgið. Hins vegar er ástæða til að hafa af því áhyggjur, ef það er að gerast, að upp séu að rísa hreyfingar öfgamanna til hægri, sem sjást ekki fyrir í vinnubrögðum. Hér skal ekki fullyrt að svo sé. Þau dæmi, sem nefnd hafa verið frá Bandaríkjunum og Spáni, og ekki hafa verið sönnuð en sterk- ar vísbendingar eru um, geta auðvitað verið einangruð fyrirbæri. En það er full ástæða til að veita þeim athygli. Forsenda þess lýðræðis, sem byggt hef- ur verið upp á Vesturlöndum er sú, að menn takist á um málefni á opinberum vettvangi og sá hafi sigur í kosningum, sem nær að sannfæra kjósendur um rétt- mæti sinna skoðana. Það er lýðræðinu hættulegt, ef einhver stjórnmálaöfl fara að beita annars konar ráðum til þess að ná markmiðum sínum, vinnubrögðum, sem ekki þola dagsins Ijós. Vinnubrögð og starfsaðferðir kommún- ista og fasista fyrr á öldinni eru nú öllum kunn, þótt ótrúlegur fjöldi fólks hafí látið blekkjast á þeim tímum. Þau spor hræða. Það er lítill munur á öfgakenndum skoðun- um, hvort sem þær eru til vinstri eða hægri. Vinnubrögð öfgafullra hægri manna, sem ekki þola dagsins ljós geta komið óorði á hægri flokka og frjálslynda flokka, sem starfa á málefnalegum grund- velli. „í báðum tilvikum, þ.e. í herferðinni gegn Clinton nú og í herferð McCart- hys þá hafi póli- tískir andstæðing- ar gefizt upp við að ná markmiðum sínum með mál- efnalegri baráttu í lýðræðislegum umræðum og grípi þess vegna til ann- arra ráða. Nú væri út af fyrir sig hægt að líta svo á, að hér væri um einangrað fyrirbæri að ræða í bandarískri póli- tík, sem ekki sé ástæða til að gera of mikið úr. En þá vill svo til, að áþekkar ásakanir höfðu komið upp á Spáni skömmu áður...“ x r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.