Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hefur stundum verið sagt að fjórir af mestu mönnum breska íhalds- flokksins síðustu rúmt hundrað árin hafi verið svo frábrugðnir dæmigerðum Ihaldssmönnum að flokkurinn hafi í rauninni aldrei áttað sig á þeim. Tvær af þessum afbrigðilegu hetj- um íhaldsflokksins komust til valda og urðu með mikilhæfustu forsætis- ráðherrum í sögu Bretlands, Win- ston Churehill og Margaret Thatcher. En hinar tvær komust ekki til æðstu metorða, Joseph Chamberlain og Enoch Powell. Þeirra hlutskipti var ýmist einskon- ar hrópandi í eyðimörkinni eða viskubrunnur flokksins. Báðir stóðu þeir raunar utan Ihaldsflokksins langtímum saman, Powell síðustu 24 ár ævi sinnar, en eins og hann sagði sjálfur: „Ég var fæddur íhaldsmaður, er Ihaldsmaður og mun deyja íhaldsmaður." Enoch Powell er frægastur fyrir ræðu sem hann hélt á sjöunda ára- tugnum um ískyggilegar afleiðingar sem hann spáði að myndu hljótast af takmarkalausum straumi inn- flytjenda til Bretlands. Ahrif hans innan Ihaldsflokksins tengjast hins vegar ekkert þeim skoðunum, held- ur langvinnri hugmyndafræðilegri baráttu hans. Á gullöld Keynes- verja í efnahagsstjórn, hallaðist Powell að peningamagnskenning- unni til að halda verðbólgu í skefj- um og barðist hart gegn auknum ríkisumsvifum, vildi raunar draga stórlega úr ríkisútgjöldum og einka- væða, og áleit affarasælast að markaðurinn réði gengisskráningu sterlingspundsins. Það er skoðun margra að Thatcher-byltingin hefði aldrei átt sér stað, ef Powell hefði ekki verið búinn að undirbúa jarð- veginn með málflutningi sínum. Þá gerðist Powell snemma andvígur Evrópusamrunanum og sú rótgróna andstaða við Evrópusamstarfið sem nú sýnist vera innan breska Ihalds- flokksins er oft rakin beint til bar- áttu Powells. Enoch Powell bar mikla persónu og var öllum minnisstæður sem hann hittu. Hann hafði óvanalega skarpar sundurgreinandi gáfur og menn hræddust tungu hans, ekki vegna þess að hann gæti verið níð- angurslegur, heldur af því menn vissu að þeir stæðust honum ekki snúning í rökræðu. Mönnum stóð jafnframt stuggur af alvörumiklu fasi hans. Þingmenn eru margir hverjir dálítið uppá lífsins lystisemdir, en ekkert virtist freista Powells, hann var sjálfum sér næg- ur og beitti sjálfan sig járnaga. Ymsum leið beinlínis illa í návist hans. Hinn alvörugefni svipur Powells á náhvítu andliti og hvasst tillit fölblárra augna setti fólk úr jafnvægi. Harold Maemillan mun einhverju sinni hafa beðið ráðuneyt- isstjóra sinn að breyta sætaskipan- inni við ríkisstjómarborðið því hann þyldi ekki lengur að horfa í þessi brennandi og ásækjandi augu! E-NOCH Powell fæddist í Birmingham 16. júní 1912. Paðir hans var skólastjóri barnaskóla og móðir hans kennari við skólann. Powell gerðist snemma bókhneigður og fjögurra ára las hann af kappi Encylopaediu Harmsworths. Móðir hans hafði lært grísku uppá sitt eindæmi og hændi son sinn að fommálunum strax á unga aldri. Hann sýndi mikl- ar námsgáfur í skóla og stundaði námið af kappi. Þar naut hann sín. Hann eignaðist fáa vini í skóla, áhugamál hans voru önnur en hinna drengjanna og hann var einþykkur í lund. Hann fór því snemma einför- um. Átján ára vann hann skólastyrk við Trinity College í Cambridge og las fommálin. Hann var með þaul- setnustu mönnum við nám. Hann las grísku og latínu iðulega í átján stundir á dag og fór sjaldan úr her- bergi sínu. Hann hafði þó fyrir reglu að ganga í klukkustund á hverjum degi. Svo vildi til að það tók nákvæmlega klukkustund að ganga rösklega frá Trinity að braut- arstöðinni í Cambridge og til baka - og þessa leið valdi Powell, þótt öll- um beri saman um að tilbreytingar- Hann var einn svipmesti stjórnmálamaður Breta á þessari öld. Hann hafði afdráttarlausar skoðanir og hikaði ekki við að láta þær í ljósi, þótt það stefndi pólitískum frama hans í hættu. ------------,---------------------------------- Jakob F. Asgeirsson segir frá Enoch Powell, sem nýlega er látinn, og margir telja að hafi með málflutningi sínum lagt grunninn að Thatcher-byltingunni. ÍHALDSMAÐURINN Enoch Powell var í mörgu efni hvorki til hægri né vinstri - rödd hans var sjálfstæð. lausari gönguleið sé vart að finna á þessum slóðum. Einhverju sinni bauð hinn frægi efnafræðingur J.J. Thomson honum í teboð, en Powell afþakkaði með þeim orðum að hann væri of upptekinn. Iðjusemi hans og námsgáfur gerðu það að verkum að fáir menn hafa unnið til jafnmargra verðlauna í Cambridge og hann. Skáldið A. E. Housman var þá prófessor í fornmálunum í Cambridge og gerðist Powell mjög handgenginn honum. Housman var ekki aðeins eitt af helstu skáldum Bretlands síns tíma, heldur með vönduðustu fræðimönnum í fom- málunum. Powell tileinkaði sér vinnubrögð Housmans í textafræð- um og var nákvæmni hans annáluð. Powell var hinn mesti tungumála- garpur og reyndi á tímabili að læra eitt nýtt tungumál á ári. Auk forn- málanna lærði hann m.a. velsku, rússnesku og úrdu. Hann fékk einnig snemma áhuga á heimspeki og varð ungur fyrir miklum áhrifum af Nietzsche. Hann las Nietzsche raunar á frummálinu eftir að hafa lært þýsku upp á eigin spýtur með því að hlusta á textann að óperum Wagners. En áhrif Nietzsches urðu ekki til þess að Powell hændist að Þjóðverjum. Hann fékk strax mikla andúð á nasismanum og felldi sig aldrei almennilega við Þjóðverja. Og trúleysið sem Nietzsehe hafði innrætt honum hvarf smám saman eftir því sem hann eltist, og lengst af ævinnar var hann einlægur trú- maður. Löngu seinna var honum boðið að halda erindi í Þýskalandi sem hann flutti á þýsku. „Hann tal- aði eins og herforingi í Keisara- hemum 1912,“ sagði konan sem stóð fyrir erindaflutningnum, „allt var málfræðilega rétt, en mjög fom- eskjulegt.“ Þegar hún þakkaði Powell fyrir ræðuna, hafði hún orð á frábæra valdi hans á þýskri tungu og sagði eitthvað á þá leið að hann hlyti að hafa dvalið langdvölum í landinu. „Þvert á móti, ég hef aldrei komið hingað fyrr,“ sagði Powell - og gaf sterklega til kynna að hann vonaðist til að þurfa aldrei að koma aftur. Powell varð félagi á Trinity-garði í Cambridge strax að loknu námi 1934, en dvaldi svo um ársskeið á Italíu við rannsóknir á klassískum handritum. Skömmu fyrir 25 ára af- mæli sitt, 1937, var hann skipaður prófessor í grísku við háskólann í Sydney. Hann mun á sínum tíma hafa verið vonsvikinn yfir því að vera ögn eldri en Nietzsche þegar honum loks bauðst prófessorsstaða. í Sydney vann Powell að rannsókn- um á grískum papírishandritum og ritum Heródótusar. Fannst mönn- um mikið til um kunnáttu hans og eignaðist hann öfundarmenn eins og við var að búast og kölluðu gárang- amir hann stundum sín á milli „textafræði-perrann". Þegar Powell tók boðinu um að koma til háskól- ans í Sydney tilkynnti hann há- skólayfírvöldum að hann myndi ganga í herinn undireins og stríð væri hafið. Þá fóra friðþægingar- menn mikinn og fæstir töldu heims- stríð yfirvofandi og var Sydney- mönnum þessi yfirlýsing fornfræð- ingsins allmikið undranarefni. Powell var ódrepandi þjóðemis- sinni og stóð sig eins og hetja í stríðinu. Hann var einn örfáma óbreyttra hermanna sem urðu liðs- foringjar og í stríðslok var hann yngsti liðsforingi í breska hernum. En hann tók aldrei þátt í orastu og þegar hann hálfri öld síðar var spurður hverju hann sæi mest eftir í lífinu, svaraði hann -------------- klökkur: „Ég vildi óska ég hefði verið drepinn í stríðinu.“ Að deyja fyrir land sitt var mesta sæmd ____________ sem hann gat hugsað sér. Á stríðsárunum gafst honum næði til að gefa út „Llyfr Blegywyrd", handrit að velskum lagabálld frá miðöldum. Hann þroskaðist ört á þessum örlagatím- um og áhugaefnin urðu fjölbreytt- ari. Hann gerðist t.d. mikill áhuga- maður um refaveiðar og húsagerð- arlist, og fékk ást á Indlandi þar sem hann gegndi lengst af herþjón- ustu. Indlandsdvölin varð til þess að hann breytti um stefnu í lífinu. Hann dreymdi m.a. um að verða landstjóri á Indlandi. Honum var þó Ijóst að eini farvegurinn fyrir hann til slíkrar upphefðar var stjórn- málabaráttan. Öðrum þræði þess vegna ákvað hann að leggja akademískan feril sinn á hilluna. Þegar Indland hlaut sjálfstæði 1947 varð Powell svo mikið um að hann festi ekld svefn það kvöldið og fór út og arkaði um stræti Lundúna alla nóttina, hugsanir hans á fleygi- ferð. Þama höfðu átt sér stað tíma- mót sem í rauninni mörkuðu enda- lok breska heimsveldisins. VIÐ lok heimsstyrjaldarinnar réðst Powell til höfuðstöðva íhaldsflokksins og voru sam- starfsmenn hans þar Reginald Maudling og Ian Macleod sem báðir áttu eftir að setja mikinn svip á bresk stjórnmál eftirstríðsáranna. Þeir þremenningar unnu með R.A. Butler að því endurnýja stefnuskrá pg endurskipuleggja allt starf íhaldsflokksins sem beðið hafði af- hroð í kosningunum 1945. Hin nýja stefna fólst m.a. í því að flokkurinn gerði öflugt velferðarkerfi að bar- áttumáli sínu. Powell fór fyrst í framboð fyrir íhaldsflokkinn í aukakosningum í tryggu Verkamannaflokkskjördæmi 1947 og það gekk ekki þrautalaust að fínna honum þingsæti. Honum var hafnað 19 sinnum áður en hon- um var loks boðið sæti í kjördæm- inu Suðvestur-Wolverhampton, þar sem hann hafði sigur í kosningunum 1950 og settist á þing, 38 ára gam- all. Tveimur áram seinna gekk hann að eiga konu sínu, Pamelu, sem hann hafði kynnst á skrifstofu íhaldsflokksins. Það tók Powell nokkurn tíma að fóta sig á þingi og það var ekki fyrr en 1955 sem honum loks bauðst að verða aðstoðarráðherra. Þegar Macmillan varð forsætisráðherra 1957 var Powell gerður að aðstoðar- fjármálaráðherra og hafði yfiram- sjón með fjárlagagerðinni. Hann var sem fyrr segir ákafur fylgis- maður frjáls markaðskerfis og vildi nú bregða niðurskurðarhnífnum á loft í ríkisgeiranum, auk þess sem hann lagði höfuðkapp á að ekki væri ýtt undir verðbólgu. Macmillan hafði ekki þungar áhyggjur af verðbólgu- þrýstingi og þegar hann neitaði að lækka útgjöld til félagsmála og al- mannatrygginga um 50 ____________ milljón sterlingspund, afréð Powell að segja af sér ásamt fjármálaráðherranum Peter Thorneycroft og öðrum aðstoðar- ráðherra. Afsögn Thorneycrofts og aðstoð- armanna hans vakti mikla athygli og hafa ýmsir talið hana vatnaskil í sögu íhaldsflokksins, því þá hafi áhrifamenn innan flokksins loks tekið opinberlega afstöðu gegn þeirri efnahagsstefnu í anda Key- nes-verja sem ríkisstjórnir Verka- mannaflokksins og Ihaldsflokksins höfðu fylgt frá því í stríðinu. Powell studdi samt ríkisstjómina Hann var fórnarlamb eigin rökvfsi „Eg viidi óska ég hefði verið drepinn í stríðinu“ dyggilega á þingi, en vakti næst þjóðarathygli þegar hann gagn- rýndi stjómvöld harðlega fyrir að standa ekki vörð um mannréttindi þegna sinna í Keníu rétt eins og á Bretlandi. Þá hafði spurst um hroðalegar aðfarir breskra fanga- varða í Hola-búðunum í Keníu. Powell vildi að málið væri rannsak- að í þaula og þeim refsað sem ábyrgðina bæra: --------- „Við getum ekki sagt að við ætlum að hafa afrískar siðferðisreglur í Afríku, asískar í Asíu og ef til vill breskar hér heima. Það er ekki í okk- ar valdi að ákveða slíkt. Við verðum að vera sjálfum okkur samkvæm hvar sem við erum. Við getum ekld, við megum ekki, og allra síst í Af- ríku sætta okkur við annað en fyllstu siðferðiskröfur hvað varðar ábyrgð á gerðum okkar.“ Tveir af mestu ræðuskörungum breskrar þingsögu á seinni hluta tuttugustu aldar, Roy Jenkins og Denis Healey, segja báðir að þessi ræða Powells sé ein sú eftirminni- legasta, ef ekki sú besta, sem þeir hafi heyrt í breska þinginu; Healey kvað ræðuna hafa haft að geyma allan siðferðiseldmóð og mælsku- þrótt Demosþenesar. Árið 1960 komu Thomeycroft og Powell aftur inn í ríkisstjórnina, Powell sem aðstoðarheilbrigðisráð- herra. Þrátt fyrir frjálshyggjuskoð- anir sínar, var Powell engu að síður fylgjandi velferðarkerfinu. Hann vildi hins vegar hafa taumhald á út- þenslu þess. Þá vildi hann færa vel- ferðarþjónustu heim í hérað og gera hana eins sveigjanlega og mögulegt væri þannig að hún svaraði þörfum þeirra sem mest þyrfti á henni að halda á hverjum tíma. Hann var á móti bótum sem væra öllum ætlað- ar og vildi að ríkið skipti sér ekki af hjálpar- og góðgerðarstarfi sem einkaaðilar gætu sinnt. Powell hafði alla tíð hina mestu vantrú á „ríkinu“ og Iét einhverju sinni svo um mælt: „Sé tjaldinu lyft reynist „ríkið“ vera lítill hópur skeikulla manna í Whitehall, sem reyna að geta sér til um framvind- una með ágiskunum byggðum á pólitískum fordómum og flokksholl- ustu og vinna að áætlun sem hag- fræðingar hafa dregið uppúr skúff- um fortíðarinnar." Árið 1960 varð Powell loks full- gildur ráðherra og tók að sækja rík- isstjórnarfundi, eftir nótt hinna löngu hnífa þegar Macmillan vék sjö ráðherrum úr stjórn sinni. Mála- flokkur Powells var sem fyrr heil- brigðismálin. Powell varð fljótt meðal kunnustu og áhrifamestu ráðherra stjórnarinnar, en seta hans í ríkisstjóminni varð ekki löng. Þegar Macmillan veiktist og afréð að segja af sér haustið 1963, studdi Powell sinn fyrrverandi yfirmann „Rab“ Butler í formannsslagnum sem fór að mestu fram fyrir luktum dyrum. Þegar ljóst varð að Alec Douglas-Home var sigurvegari í því baktjaldamakki, taldi Powell sig ekki geta þjónað honum vegna stuðningsins við Butler. Eftir ósigur íhaldsflokksins í kosningunum 1964, varð Powell talsmaður flokksins í samgöngumál- um í skuggamálaráðuneyti Homes. Hann tók nú að boða frjálshyggju- sjónarmið sín af fullum krafti, fór um landið þvert og endilangt og tal- aði jafnan fyrir húsfylli. Powell trúði fast á frjálsan markað og þakkaði Drottni fyrir kapítal- ismann, sem hann taldi djúpvitrasta og árangurs- _________ ríkasta kerfi sem mann- kynið hefði fundið upp til að hafa sem mest gagn og not af hæfileikum mannanna og auðlind- um jarðar. Hann taldi frjálst mark- aðskerfi nauðsynlega forsendu frjáls þjóðfélags. Hann barðist, sem fyrr segir, fyrir stórfelldum niður- skurði ríkisútgjalda, miklum skatta- lækkunum og einkavæðingu í stór- um stíl, auk fljótandi gengisskrán- ingar. Hann var andvígur allri áætl- unargerð á vegum ríkisins í efna- hagsmálum. Hann hélt því fram að verkalýðsfélög hefðu óbeint haft í för með sér lélegri lífskjör félaga sinna. Hann sagði að orsök verð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.