Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNENDUR Samskipa kynntust eigendum Bischoff Gruppe vegna þeirrar óskar yfirvalda í Bremen að félagið sigldi til Bremerhaven í stað Ham- borgar. „Núverandi ræðismaður okkar, Reinhardt Meiners, nefndi þessa hugmynd við okkur og við sögðum að þetta kæmi til greina ef fyrirtæki í Bremen væru reiðubúin að fjárfesta í Samskipum. Lands- banki íslands átti þá 85% hlut í fé- laginu, eftir fall Sambandsins, en hlutafjáraukning var fyrirhuguð 1994. Meiners kom okkur í samband við Bischoff Gruppe, sem tók þátt í hlutafjáraukningunni og lagði fram tvær milljónir marka, eða um 80 milljónir króna. Hlutafjárkaup fyrir- tækisins voru innlendum fjárfestum mikilvægt fordæmi." Bischoff Gruppe setti það skilyrði fyrir hlutafjárkaupunum að Brem- erhaven yrði áætlunarhöfn Sam- skipa í stað Hamborgar. Hlutur fyr- irtækisins í Samskipum var aukinn með hlutafjárkaupum í ársbyrjun 1995 og átti eignarhaldsfélag í eigu Bischoff Gruppe og fleiri 28% í ís- lenska skipafélaginu. Síðar sama ár var samstarfið aukið, en Bischoff Gruppe hafði þegar tekið að sér um- boð fyrir Samskip í Bremerhaven. Samskip sigldi þó enn til Hamborg- ar, en um haustið 1995 hófust sigl- ingar til Bremerhaven. Ólafur sagði við það tækifæri, að flutningurinn væri ekki til að tengjast siglinganeti Bischoff, en frá Bremerhaven væru betri tengingar vestur um haf. Þá ræki rekstrarfélag hafnarinnar miklar frystigeymslur, sem kæmu sér vel í fiskflutningum Samskipa. Samskip áttu þó samstarf við Bischoff um flutninga til Eystra- saltsríkjanna og tóku við umboði fyrir hluta af starfsemi Bischoff í Rotterdam. „Upphaflega var ekkert skilyrði sett fyrir hlutafjárkaupum Bischoff Gruppe annað en að við flyttum okk- ur til Bremerhaven og að þeir tækju við umboði fyrir okkur þar,“ segir Ólafur. „Þetta gekk eftir, en í fyrra- vor sögðust eigendur Bischoff Gruppe vera að velta fyrir sér breyt- ingum. Við ræddum við þá um sam- starf i norðursjávarsiglingum, en brátt kom til tals að við keyptum meirihlutann í fyrirtækinu.“ Gögnin skoðuð á 60 dögnm 7. nóvember í fyiTa var samið um að Samskip fengju 60 daga til að kynna sér stöðu Bischoff Gruppe. Tveir starfsmenn Samskipa, Asa Einarsdóttir, forstöðumaður skrif- stofu Samskipa í Hull og Róbert Wessmann, þáverandi deildarstjóri útflutningsdeildar Samskipa og nú- verandi forstjóri Bischoff Gruppe, fóru til Þýskalands 21. nóvember og skoðuðu _ öll gögn fyrirtækisins, ásamt Ólafi forstjóra og fram- kvæmdastjórum Samskipa, auk þýskra endurskoðenda og lögfræð- inga. „Eftir þá könnun ákváðum við að ganga til viðræðna við eigendur.“ í fyrstu miðuðu viðræður að því að Samskip eignaðist meirihluta í fyrirtækinu. „í febrúar nefndu eig- endurnir hvort við myndum vilja kaupa allt fyrirtækið. Við sáum að það gæti verið vænlegt, svo við gæt- um rekið það eftir okkar höfði en þyrftum ekki að taka tillít til minni- hluta við allar ákvarðanir. Eigend- urnir settu það eina skilyrði að þeir fengju á móti hluta í Samskipum. Við gengum því frá kaupum á 75% hlut núna en það sem eftir stendur verður keypt í júlí, eftir að endan- legt uppgjör fyrir síðasta ár liggur fyrir. Aðaleigandi Bischoff Gruppe, Erika Bischoff, heldur að vísu mjög Iitlum hlut.“ Ólafur segir að Samskip þurfi að leggja út um 300 milljónir króna vegna kaupanna á Bischoff Gruppe og Þjóðverjarnir kaupi hlutabréf í Samskipum að nafnvirði 46 milljónir króna, markaðsvirði 125 milljónir króna. Herbert Behrens, forstjóri Bischoff Gruppe til margra ára, gegnir þeirri stöðu áfram, við hlið Róberts Wessmann. Veltutölurnar gætu breyst Þýskt fyiirtæki Samskipa verður rekið sem sjálfstætt dótturfélag, að sögn forstjórans. Hann sagði að Bischoff Gruppe hefði lengi verið mjög traust fyrirtæki. Á síðustu ár- um hefði fyrirtækið tapað fé á Mið- Morgunblaðið/RAX ÓLAFUR Ólafsson segir að skipurit Samskipa og Bischoff verði samræmd og þá skýrist hvaða þættir starfseminnar þurfa að víkja eða breytast. sem við gerum best Velta Samskipa hf. tvöfaldast við kaupin á þýska fyrirtækinu Bischoff Gruppe, verður ----------------------------7------jp------- 12 milljarðar króna á ári. Olafur Olafsson forstjóri segir Ragnhildi Sverrisdóttur að Samskip muni hugsanlega selja þá hluta starfseminnar í Þýskalandi sem ekki sam- ræmist stefnu fyrirtækisins um að fást eingöngu við flutninga. jarðarhafssiglingum og ákveðið að hætta þeim, en hagnaður hefði verið af hefðbundinni starfsemi. Velta Bischoff Gruppe á síðasta ári var um 6 milijarðar króna, líkt og velta Samskipa. „Velta okkar tvöfaldast í krónum talið, ef við lítum til síðasta árs, enþað þarf ekki að verða raunin síðar. Eg bendi á að velta Samskipa minnkaði verulega árið 1993, frá ár- inu 1992, eftir að við höfðum gert ÍSLENSKU skipafélögin tvö, Eimskipafélagið og Samskip, hafa átt í harðri samkeppni. Eim- skip hefur verið stærra fyrirtæki og er enn, en með kaupum Sam- skipa á þýska flutningafyrirtæk- inu Bischoff Gruppe minnkar bil- ið nokkuð. ► Á síðasta ári var velta Eim- skipafélagsins um 16,3 milljarðar króna. Velta Samskipa var um 6 milljarðar króna og Bischoff Gruppe annað eins, samtals um 12 milljarðar. ► Eimskip er með 14 skip í föst- um rekstri og á félagið 10 þeirra sjálft. Samskip er með 3 leigu- ýmsar breytingar á rekstrinum. Þær voru hins vegar grundvöllur þess að fyrirtækið lifði af og við- skiptin hafa nær tvöfaldast síðan. Við þurfum að kanna enn betur hvar rekstur Samskipa og Bischoff Gruppe liggur saman og mögulega skera burt þá þætti sem ekki sam- ræmast stefnu okkar. Þess vegna gæti komið bakslag í veltuna, en svo er viðbúið að hún fari enn upp. Það skip í áætlunarsiglingum og Bischoff Reederei, eitt dótturfyr- irtækja Bischoff Gruppe, með 8 skip, sem félög innan samstæð- unnar eiga misstóran hlut í. Þá rekur dótturfyrirtækið Bischoff- Brise 44 leiguskip víðs vegar um heim, en Bischoff Gruppe selur ekki nema að hluta til farmflutn- inga með þeim og vegna eignar- halds á þeim er erfitt að bera þau saman við skipaflota Eim- skips. ► Eimskip er með 22 skrifstofur í 11 löndum. Samskip eru, eftir kaupin á Bischoff Gruppe, með 21 skrifstofu í 10 löndum. er erfitt að segja til um þetta nú; við munum kalla til starfsfólk sem kannar þetta í kjölinn. Því fólki verður veitt frjálsræði til að ná árangri. Eg sé fyrir mér að við mun- um samræma skipurit félaganna og þá áttum við okkur betur á hvaða þættir starfseminnar þurfa að víkja eða breytast." Af sex milljarða veltu Samskipa á síðasta ári var um einn milljarður vegna viðskipta erlendis. Fjöldi skipa segir lítið um eignarhald Þegar rekstur Samskipa var end- urskipulagður árið 1993 var félagið með níu skip í rekstri, en rekur nú þrjú. Ekkert þeirra er í eigu skipa- félagsins. Innan Bischoff Gruppe eru mörg dótturfyrirtæki, þar á meðal Bischoff-Brise, sem rekur 44 leigu- skip víðs vegar um heim. „Þetta virðist mikill skipastóll, en segh- ósköp lítið um eignarhald Bischoff Gruppe á skipunum. í Þýskalandi eru skipasmíðar óbeint niðurgreidd- ar af ríkinu, sem veitir mönnum skattaafslátt kaupi þeir hlut í skipi. Þess vegna er í reynd stofnað sjálf- stætt hlutafélag um hvert skip. Bischoff Gruppe á kannski eitt pró- sent í einu hlutafélagi um skip og ellefu prósent í því næsta. Það er hægt að orða það svo að Bischoff- Brise hafi forræði yfir mörgum skip- um. Þá ber að hafa í huga, að þessi skip eru leigð um allan heim, en Bischoff Gruppe selur ekki nema að hluta til farmflutninga með þeim. Þá er Bischoff Reederei með átta skip í áætlunarsiglingum til Englands, Hollands, Þýskalands, Svíþjóðar, Noregs og til Eystrasaltsríkjanna." Ólafur segir að þrátt fyrir að Samskip hafi haft skip á leigu, þá þekki stjórnendur fyrirtækisins þetta umhverfi ekki nægjanlega vel. „Það er í raun fyrir utan þau flutn- ingaverkefni sem við höfum fengist við. Mér finnst því líklegt að við munum kanna vel hvort við höfum áhuga á að halda þessum þætti inni í rekstrinum. Sama á við um þá hafn- araðstöðu I Bremerhaven, sem fylg- ir kaupunum. Hér á landi er ástæða fyrir okkur til að sjá sjálfir um hafn- araðstöðu, en við höfum haft ágæta aðstöðu hjá rekstrarfélagi Bremer- haven-hafnar. Við ætlum okkur að einbeita okkur að því sem áhuga- verðast er við fyrirtækið, en sleppa öðru.“ Ólafur segir að í Þýskalandi sjái flutningamiðlarar og skipafélög um flutninga á sjó og séu fyrirtækin oft- ast með öllu óskyld. „Hérna, Iíkt og á hinum Norðurlöndunum, eru skipafélög bæði miðlarar og flutn- ingsaðilinn. Það veldur ákveðinni hættu á hagsmunaárekstrum. I Þýskalandi er mjög rík hefð fyrir skiptingunni, svo líklega höldum við henni og látum Brano Bischoff áfram um flutningana og annað dótturfyrirtæki, Nicolaus Haye, um flutningamiðlunina." Fengið að vaxa með viðskiptavinum Ólafur segir að Samskipum hafi gengið mjög vel undanfarin ár. „Ástæðurnar eru ofur einfaldar. Við erum með gott starfsfólk og góða viðskiptavini sem veita okkur mik- inn stuðning. Við höfum fengið að vaxa og dafna með þessum við- skiptavinum okkar. Eg get nefnt Byko, sem keypti Habitat og setti raftækjaverslunina Elko á laggirn- ar, eða Samherja, sem hefur styrkst með hverju árinu, auk íslenskra sjávarafurða og fjölmargra annarra góðra fyrirtækja. Við njótum auðvit- að árangurs þessara fyrirtækja. Þá erum við svo lánsöm að stjórn fyrir- tækisins er framsækin. Hún treystir líka starfsmönnum, en skiptir sér ekki af hverju smáatriði." Samskip er með 21 skrifstofu í 10 löndum eftir kaupin á Bischoff Samkeppni á sjó Höldum áfram því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.