Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sviptingar í þýzkum stjórnmálum Hallar undan fæti fyrir Kohl Ósigur ríkisstjómar Helmuts Kohls, kanzlara Þýzkalands, í mikilvægri atkvæðagreiðslu á þingi, sigur jafnaðarmanna í kosningum í Neðra-Saxlandi og útnefning Gerhards Schröders til keppinautar Kohls um kanzlara- stólinn hefur allt lagzt á eitt til að veikja stöðu Kohls. Auðunn Arnórsson rekur hér þessi nýjustu vandræði hins þaulsætna kanzlara. SKJÓTT skipast oft veður í lofti í stjórnmálum. Dæmi um þetta blasti í liðinni viku við þeim sem fylgjast með þýzku stjórnmálalífí. Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands í 16 ár, sem fjórum sinnum í röð hefur unnið kosningar til Sambandsþingsins í Bonn og slegið út keppinauta sína sem helzta stjórnarandstöðuaflið, Jafnaðarmannaflokkurinn SPD, hefur teflt fram, á skyndilega í vök að verjast. Kanzlarinn þurfti að sætta sig við að flokkur hans, Kristilegir demókratar (CDU), biðu mikinn ósigur fyrir SPD í kosningum til þings Neðra-Saxlands. Síð- an bættist við ósigur ríkis- stjómar Kohls í mikilvægri atkvæðagreiðslu í þinginu um breytingar á stjómar- frumvarpi. Nokkrir stjórn- arþingmenn úr röðum Frjálsa demókrataflokksins, FDP, greiddu atkvæði með stjórnarandstöðunni og ollu þar með því að stjómin, sem CDU, systurflokkurinn CSU og FDP hafa starfað saman í óslitið frá haustinu 1982, tapaði í fyrsta sinn atkvæðagreiðslu um lagafmmvarp. Þessir atburðir hafa valdið því að innan flokks Kohls hafa gagnrýnis- raddir styrkzt, sem hafa efasemdir um að hann sé heppilegasti maður- inn til að fara fyrir kosningabaráttu flokksins fyrir þingkosningarnar 27. september. Kohl sækist eftir endur- kjöri til að gegna kanzlaraembætt- inu fimmta kjörtímabilið í röð, sem yrði nokkuð sem engum öðrum stjórnmálaleiðtoga vestræns lýð- ræðisríkis hefur tekizt og ólíklegt að nokkur leiki eftir. Enginn mótleikur við Schröder „Kanzlarinn fer. Gerhard Schröder kemur.“ Með kosninga- auglýsingum á borð við þessa reynir nú Jafnaðarmannaflokkurinn að ganga á lagið og renna stoðum und- ir þá stemmningu, að valdatíð Kohls sé senn á enda. Kohl sé fortíðin og Schröder sé framtíðin. Talsmenn kanzlaraflokksins CDU segjast ekki kippa sér upp við svona fullyrðing- ar - of oft áður hafí póli- tískir mótheijar og fjöl- miðlar lýst því yfír að dagar Kohls í embætti væru taldir. En skipuleggjendur kosningabaráttu CDU hafa ekki get- að teflt fram neinum mótleik öðrum en þeim að segja að Schröder standi ekki fyrir nein áþreifanleg málefni og sem stjórnmálamaður sé hann „tilbúningur fjölmiðla“. Niðurstöður nýjustu skoðana- kannana undirstrika vandann sem CDU á nú í. Schröder nýtur sam- kvæmt þeim nærri tvöfalt meiri vin- sælda en kanzlarinn. Um fjörutíu af hundraði atkvæða liggja á milli þeirra. Og fylgi flokksins dalar einnig á meðan staða SPD styrkist. Schröder tvö- falt vinsælli en Kohl Bókabúð á netínu //www.mm.is Aiiar bækur sem fáaniegar eru í versiunum Máis og menningar, yfir 40.000 titiar. ÉÉ6H. ___ iviai og rnenmng Laugavegi 18 • Sfml 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfml 510 2500 Reuters HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, ásamt hægri hönd sinni Wolfgang Schauble (t.v.). Friedrich Bohl, yf- irmaður kanzlaraskrifstofunnar, skýtur inn orði á milli þeirra. Hann og fleiri frammámenn kristilegra demókrata hafa undanfarna daga reynt að kveða niður orðróm um að Kohl ætti að víkja fyrir Scháuble sem kanzlaraefni núverandi stjórnarflokka. GERHARD Schröder, kanzlaraefni jafnaðarmanna, ásamt eiginkonu sinni Doris Köpf. Spumingu skoðanakannanastofn- ana um það hvaða stjómmálaafli sé bezt treystandi til að stýra lykil- málaflokkunum, efnahags- og ríkis- fjármálum, og til að vinna á at- vinnuleysisdraugnum svara nú fleiri kjósendur SPD í vil en stjómar- flokkunum. Meirihluti aðspurðra trúir nú á stjórnarskipti í haust. Nýjasta útspil CDU í kosninga- baráttunni kom fram á föstudag, þegar talsmenn flokksins greindu frá því að til stæði að dreifa áróðurs- bæklingum og límmiðum á 11.000 benzínstöðvar landsins. Þetta væri gert sem andsvar við samþykkt flokksþings græningja frá því um síðustu helgi, þar sem hvatt var til þreföldunar skattheimtu af benzín- sölu. Reyndar var niður- staða þessa flokksþings græningja, flokks um- hverfissinna sem líkleg- astur þykir til stjómar- samstarfs við jafnaðarmenn, hljóti þeir til þess meirihluta, mikil von- brigði íýrir raunsæissinna í forystu flokksins, þar sem ljóst þykir að með stefnumiðum sem þessum vinnist engin atkvæði. Leiðtogar jafnaðarmanna gagnrýndu ályktan- ir flokksþingsins harðlega og Kohl notaði tækifærið til að lýsa því yfír að trúverðugleiki Þýzkalands á al- þjóðavettvangi væri í mikilli hættu ef næsta stjóm yrði „rauð-græn“, eins og stjómarsamstarf SPD og græningja er kallað þar í landi. Engum gremst þessar vandræða- legu ályktanir flokksþingsins meira en Joschka Fischer, sem er einn helzti leiðtogi „raunsæisarms" eræningja og væri líklegastur til að geta gert tilkall til embættis utan- ríkisráðhema ef „rauð-græn“ stjórn yrði mynduð. Möguleikar hans á að komast í það embætti minnkuðu að minnsta kosti verulega eftir að flokkssystkin hans samþykktu ályktanir á borð við þá að vinna bæri að því að leggja Atlantshafs- bandalagið niður. Vonir bundnar við Scháuble En óheppilegar samþykktir græn- ingja virðast ekki hafa spillt að ráði fyrir Schröder og flokki hans. Aftur á móti virðast efasemdir um að Kohl sé heppilegasta kanzlaraefni núver- andi stjómarflokka frekar styrkjast en hjaðna þessa dagana. Stjómmálaskýrendur í Þýzka- landi telja þó að ekki komi til opinnar hallarbylting- ar. Efasemdarmenn innan flokks virðast á einu máli um að eina vonin til að vinna kosningamar í haust fælist í því að Kohl léti sjálf- viljugur leiðtogahlutverkið í hendur þingflokksformannsins Wolfgangs Scháuble, en hann er ókrýndur „krónprins" flokksins sem skoðana- kannanir sýna að kjósendur hafí meiri trú á að sé fær um að vinna slaginn gegn Schröder. Að tjaldabaki útmála menn í höf- uðstöðvum CDU nú hvemig þessu forystuskipti gætu farið fram. í maíbyrjun munu leiðtogar Evrópu- sambandsríkjanna fímmtán taka ákvörðun um hvaða ríki taki þátt í stofnun Efnahags- og myntbanda- lags Evrópu (EMU) um næstu ára- mót. Þar með væri annað stærsta verkefnið eftir sameiningu Þýzka- lands á pólitískum ferli Kohls í höfn. Síðasta tækifærið til leiðtoga- skipta í mai Á fyrirhuguðu flokksþingi um miðjan maímánuð gætu kristilegir demókratar teflt fram forystu- dúettinum í uppstokkaðri mynd: Með Scháuble sem kanzlaraefni en Kohl sem risann sem dregið hefði sig í hlé eftir að hafa sameinað bæði Þýzkaland og Evrópu. „Það væri mikill léttir,“ sagði ónafngreindur frammámaður í flokknum í Der Spiegel. Með Theo Waigel, fjármálaráðherra og for- mann hins íhaldssama systurflokks CDU í Bæjaralandi, CSU, og Wolf- gang Gerhardt, sem nýlega tók við formennsku í FDP, þurfa allir stjómarflokkarnir þrír að reka sína kosningabaráttu með óvinsælum leiðtogum. Að útnefna Scháuble í stað Kohls væri þannig eina vonin til að hafa Schröder undir, að mati margra. En Scháuble, sem er bundinn í hjólastól eftir skotárás geðbilaðs manns á hann fýrir rúmum sjö ár- um, hefur ítrekað vísað því á bug að til greina komi að hann taki við af Kohl íýrir kosningar. „Við veðjum á Helmut Kohl,“ sagði hann í viðtali við Die Zeit í vikunni, og áður hafði hann lagt áherzlu á að allar ákvarð- anir um framboðsmál flokksins fyr- ir Sambandsþingkosningarnar hafi verið teknar íýrir löngu og engin ástæða væri fýrir því að endurskoða þær. í Zeifr-viðtalinu segir hann að ekki megi draga kosningabaráttuna niður á það plan að hún snúist ein- göngu um persónur kanzlaraefn- anna. Að einblína þannig á það hvor frambjóðandinn sé viðkunnanlegri og kæmi betur út í sjónvarpi væri bæði óviðeigandi og óæskileg „am- eríkanisering" baráttunnar. En Scháuble gengst við þvi að á sig sé þrýst af flokksfélögum. Það sem gæti gert útslagið um það hvort hann lætur undan þeim þrýst- ingi eru úrslit kosninga til þings sambandslandsins Sachsen-Anhalt, sem er næst austan við Neðra- Saxland og tilheyrði Austur-Þýzka- landi á sínum tíma. Ef CDU fer mjög illa út úr þeim kosningum, sem fara fram 26. apríl, þykir ekki útilokað að Kohl hugsi með sér að affarasælast væri að nýta tækifærið eftir EMU-fundinn í maíbyrjun að víkja fyrir Scháuble. Varla verður þó hjá því komizt að flokksleiðtogasldpti svo skömmu fyrir kosningar yrðu túlkuð sem ör- væntingarvottur, og alls óvíst hvort þau styrktu nokkuð möguleika stjórnarflokkanna núverandi á að afstýra stjómarskiptum. • Heimildir: Reuters, Der Spiegel, Die Zeit, Die Welt og Siiddeutsche Zeitung. Hallarbylting ekki á döfinni á næstunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.