Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís STARFSMENN Steíju (f.v.): Elvar Níelsson, Ingveldur Jónsdóttir, Kolbeinn Gunnarsson, Einar Helgi Jónssou, Sigurður Þórarinsson, Bergur Þóris- son, Arnar Gestsson og Sveinn Ólafur Arnórsson. Sigurður Guttormsson var ekki við þegar myndin var tekin. Ein samhangandi kærleikskeðja eftir Önnu Gunnhildl Ólafsdóttur HÉR HEFUR ekki verið þörf fyrir sérstakan aðal- framkvæmdastjóra enda hefur fyrirtækinu verið stýrt í einni samhangandi kær- leikskeðju starfsmannanna níu,“ segir Bergur Þórisson, tæknilegur framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrir- tækisins Stefju ehf., glaður í bragði og viðurkennir að fjögurra manna hópur starfsmannanna skipi svokall- aða framkvæmdastjórn fyrirtækis- ins. „Með örum vexti er heldur ekki ósennilegt að fyrirtækið verði að ráða til sín framkvæmdastjóra til að létta öðrum verkefnum en faglegum af framkvæmdastjórninni," bætir hann við. Afsprengi Kerfisverkfræðistofu Stefja ehf. er afsprengi Kerfis- verkfræðistofu Verkiræðistofnunar Háskóla Islands í tvennum skilningi. Þaðan koma flestir starfsmennimir og þangað er eðlilegt að rekja þræð- ina að tveimur meginverkefnunum. Annað snýr að sjálfvirku tilkynn- ingakerfi íslenskra fiskiskipa. „Fyrstu skrefin steig Brynjólfur Sig- urðsson, prófessor í viðskiptafræði, með því að bera undir Þorgeir Páls- son, þáverandi forstöðumann Kerfis- verkfræðistofu og núverandi flug- málastjóra, hvort hugsanlegt væri að þróa sjálfVirkt tilkynningakerfi ís- lenskra skipa undir lok ársins 1982. Þorgeir hafði sjálfur fengið svipaða hugmynd og af því að of seint var að sækja um fjárveitingu á fjárlögum báru „guðfeður“ kerfisins erindið upp við fjárveitingarnefnd Alþingis. Tvimenningarnir fengu styrk og var þróunarvinnan kostuð af árlegum fjárveitingum fjárveitingarnefndar allt til ársins 1989,“ segir Bergur og tekur fram að komið hafi verið upp tilraunakerfi sem náð hafi yfir haf- svæðið við suðvesturhom landsins. Miðstöð kerfisins hafi verið i húsi Slysavarnafélagsins. Hann segir að ágæt reynsla hafi VmSKIPnAIVINNULÍF Á SUNIMUDEGI ► Bergur Þórisson er fæddur 29. ágúst árið 1956 í Reykjavík. Bergur lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild MH árið 1979 og BS-prófi af tæknilínu tölvunarfræði í Háskóla Islands árið 1987. Fyrir utan ýmis störf til sjávar og sveita starfaði hann við forritun og ráðgjöf fyrir Sterio hf. og Reykvíska endur- tryggingu auk forritunarkennslu hjá Námsflokkum Reykjavík- ur. Bergur var sérfræðingur á Kerfisverkfræðistofu Verk- fræðistofnunar HÍ á árunum 1986-1995, starfaði við dæma- kennslu á vegum Raunvísindadeildar HI á árunum 1986-1990 og hefur verið tæknilegur framkvæmdastjóri Stefju ehf. frá árinu 1996. ► Kolbeinn Gunnarsson er fæddur 27. september árið 1962 í Reykjavík. Kolbeinn lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Fjölbrautaskólans í Breiðholti árið 1982, rafmagnsverkfræði frá Háskóla fslands árið 1988 og M.Sc.-gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá The University of Texas at Austin árið 1992. Hann var sérfræðingur á Kerfisverkfræðistofu Verk- fræðistofnunar HÍ á árunum 1988-1995, stundaði kennslu á vegum Verkfræðideildar HI á árunum 1988-1995 og hefur ver- ið verkefnisstjóri Steíju ehf. frá árinu 1996. EINAR Helgi Jónsson vinnur að gerð gæðahandbók fyrir fyrirtækið. fengist af kerfinu. „í árslok 1989 var komið að tímamótum því að þróunar- vinnan hafði skilað því að með rökum var hægt að segja að mögulegt og raunar afar fýsilegt væri að koma á sjálfvirku tilkynningakerfí á miðun- um. Tveimur árum síðar tók svo Al- þingi ákvþrðun um að kerfinu yrði komið á. í framhaldi af því stofnuðu þeir Brynjólfur og Þorgeir ásamt Brandi S. Guðmundssyni, Sæmundi Þorsteinssyni og mér sjálfum fyrir- tækið Aldísi um tæknina. Vegna tafa við ákvarðanir um hvemig staðið skyldi að uppbyggingu kerfisins hóf Aldís aldrei rekstur og þeir aðilar sem að henni stóðu hurfu til annarra starfa.“ Stefia stofnuð Stefja var stofnuð með samningi við Háskólann og Flugmálastjóm. „Tilgangurinn var að skapa þeim að- ilum innan Kerfisverkfræðistofu, sem unnið höfðu að þróun tækninn- ar, framtíðarstarfsvettvang. Þetta var mjög mikilvægt til að ná stöðug- leika í mannahaldi vegna þeirrar miklu sérhæfingar sem verkefnin krefjast. Mai’kmið Stefju hefur frá upphafi verið að halda áfram upp- byggingu þekkingar á sviði flugum- ferðarstjómar og staðsetningar- tækni,“ segir Kolbeinn Gunnarsson verkefnisstjóri. Hann segir að frá því að þróunarstarfi vegna sjálfvirka til- kynningakerfisins lauk á Kerfisverk- fræðistofu hafi orðið gjörbylting á sviði fjarskipta- og tölvutækni og því eðlilegt að áætlanir um tilkynninga- kerfið væru endurskoðaðar. Búnað- ur frá níunda áratugnum hafi ekki lengur verið samkeppnisfær við nýrri búnað. Hann segir að Stefja hafi hafið samstarf við DNG um þróun á fjar- skiptastjóra og stjórnstöð fyrir sjálf- virka tilkynningakerfið. „Þessi fyrir- tæki hófu síðan samvinnu við breska fyrirtækið Racal Survey og síðar Landssímann um hönnun nýs tækja- búnaðar. Nýju tilraunakerfi var „Vegna eðlis verkefnanna hefur þurft sér- staklega öguð vinnubrögð. Ekkert fer frá okkur öðruvísi en að það sé þrautprófað enda ótalin mannslíf í veði“. komið upp í september árið 1996 í samstarfi við Slysavamafélagið. Búnaði var komið fyrir í Vestmanna- eyjum og á fjallinu Þorbirni við Gr- indavík. Kerfið nær yfir svipað svæði og fyrra tilraunasvæði eða 50 til 70 sjómílur út frá ströndinni. Auk þessa var miðstöð Slysavarnafélagsins tengd jarðstöð Inmarsat til móttöku tilkynninga frá á þriðja tug togara mun lengra úti á miðunum,“ segir hann en Stefja hefur nýlega tekið að sér uppsetningu kerfisins fyrir Is- landsmið ásamt áðurnefndum aðil- um. í samkomulagi samgönguráð- herra, Landssambands íslenskra út- vegsmanna, Landssíma Islands hf., Landssambands smábátaeigenda, Póst- og fjarskiptastofnunar og Slysavarnafélags Islands um sjálf- vii’kt tilkynningakerfi íslenskra skipa er gert ráð fyrir því að skip stæmi en 24 metrar verði utan kerf- isins. Eigi að síður beri skipunum að tilkynna sig á 12 klukkustunda fresti með fjarskiptum um gervihnött. Skipstæki í minni en 24 metra skip- um tilkynni um staðsetningu og ástand skipsins á einnar klukku- stundar eða 15 mínútna fresti eftir tegund haffærisskírteinis. Með skip- stækjum verður hægt að senda merkin út tíðar en á 15 mínútna fresti, t.d. ef skyndilega brestur á óveður. Hægt verður að senda með tilkynningaskyldukerfinu áríðandi tilkynningar til skipa, s.s. um versn- andi veður. Tilkynningakerfið á að verða komið í gagnið 1. febrúar 1999. Handvirka tiikynningaskyldan verð- ur rekin í allt að þrjú ár samhliða sjálfvirka kerfinu. Ríkissjóður veitir um 40.000 kr. styrk til kaupa á bún- aði í hvert skip. A hvert skip leggist því 85-90.000 kr. kostnaður vegna búnaðarins. Arangursrík samvinna Annað meginverkefni Stefju hefur falist í þróun ratsjárgagnavinnslu og framsetningarkerfis fyrir flugmála- stjórn. „Eins og með sjálfvirka til- kynningaskyldukerfið liggja ræturn- ar hjá Kerfisverkfræðistofu. Undir stjórn Þorgeirs Pálssonar var byrjað að huga að tækjabúnaði til að vinna úr ratsjárupplýsingum árið 1986. Næstu árin var búnaðurinn þróaður áfram og tekinn í notkun í áföngum eftir því sem þarfir flugumferðar- þjónustunnar kröfðust. Á árinu 1996 sá kerfið orðið um alla meðhöndlun ratsjárgagna og framsetningu þeirra fyrir flugumferðarstjóra. Með samn- ingi við HÍ og flugumferðarstjóm hefur Stefja haldið þróunarvinnunni áfram frá stofnun fyrirtækisins árið 1996. Vert að leggja áherslu á að ná- in samvinna hefur ætíð verið við starfsmenn Flugmálastjórnar,“ segir Kolbeinn. Bergur leggur áherslu á hve hið nána samstarf hafi verið mikilvægt. „Mér finnst alltof sjaldan nefnt hvaða kostir felast í smæðinni og þar af leiðandi nálægðinni hér á íslandi. Hérna er ekkert mál að komast í samband við sérfræðinga á ákveðnu sviði með einu símtali. Erlendis væri sérfræðingurinn nánast lokaður inni. Lykillinn að því að ná árangri í hug- búnaðargerð sem þessari er að hafa aðgang að sérfræðingum á viðkom- andi sviði eins og við höfum haft. Vegna eðlis verkefnanna hefur þurft sérstaklega öguð vinnubrögð. Ekk- ert fer frá okkur öðruvísi en að það sé þrautprófað enda ótalin mannslíf í veði. Almennt höfum við tileinkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.