Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hörö baraátta haíin um framtíðarskipulag norsks sjávarútvegs: „Viljið þið kannski fá íslenska hryllinginn grenjandi yfir ykkur með óstöðvandi ekkasogum og tilheyrandi táraflóðbylgjum?“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Keppni í upplestri Nýtt símanúmer tekur gildi á auglýsingastofunni Yddu mánudaginn 16. mars. 510 8100 l\lýtt símanúmer! Y D D A auglýsingastofa UPPLESTRARKEPPNI var haldin meðal grunnskóla í Kópa- vogi á fimmtudag. Þátttakendur lásu upp úr ljóðum og bókmennt- um og voru veitt verðlaun fyrir frammistöðu. Trausti Viktor Gunnlaugsson, Smáraskóla, hlaut 1. verðlaun, Helga Gunnlaugs- dóttir, Þinghólsskóla, hlaut 2. verðlaun og 3. verðlaun hlaut Hafþór Ægir Þórsson, Digranes- skóla. Frá verðlaunaafhendingu í SKÝRSLA Húsnæðisstofnunar um útlán, skil og vanskil á afborgunum lána, var lögð fram á fundi húsnæð- ismálastjórnar á fimmtudag og sýndi fram á betri skil á húsnæðis- lánum en í fyrra. Færri í vanskilum Fjöldi lántakenda í skilum um síðustu áramót var 55.653, sem er 92.2% af heildarfjölda lántakenda, og er það nokkuð stærra hlutfall en árið áður þegar 90.4% lántakenda var í skilum. Fjöldi lántakenda í vanskilum hefur að sama skapi minnkað. 5632 upplestrarkeppni grunnskóla í Kópavogi. Framar f.v. eru Bragi Mikaelsson, formaður skóla- nefndar, sem afhenti verðlaunin, Trausti Viktor Gunnlaugsson, Helga Gunnlaugsdóttir og Haf- þór Ægir Þórsson. Aftar stendur dómnefndin, f.v. Hrafn Braga- son, bæjarbókavörður, Sesselja Guðmundsdóttir, aðstoðarskóla- stjóri Hólabrekkuskóla, Þórður Helgason, lektor við KHÍ, og Hjörtur Pálsson, rithöfundur. voru í vanskilum 1. janúar 1997 en einungis 4720 um síðustu áramót. Fjöldi lántakenda í vanskilum náði hámarki 1. janúar 1995 er þeir voru 7220, en skil á þessum áratug hafa aldrei verið betri en nú. Lántakendum með 12 mánaða vanskil eða meira hefur fækkað um tæpan helming á síðast liðnum tveimur árum. Um síðustu áramót voru þeir 1085, 1. janúar 1997 1605 og 1. janúar 1996 2183. Heildarútlán Húsnæðisstofnunar voru 212,3 milljarðar um síðast liðin áramót, og er það 9% aukning frá árinu áður. Skýrsla Húsnæðisstofnunar lögð fram Betri skil á húsnæðislánum Tölvuvandamál vegna ársins 2000 Kostnaður þús- und milljarðar Bandaríkj adala? Guðmundur Guðmundsson RÁÐSTEFNA um vandamál í tölvum og tæknibúnaði vegna ársins 2000 verður haldin á Grand Hóteli í Reykjavík á þriðjudaginn kemur. Dag- skráin hefst klukkan 13 og er markmiðið að gera stjórnendum fyrirtækja og stofnana grein fyrir þvi hvert vandamálið er og hversu alvarlegar afleiðing- ar aðgerðaleysi og seina- gangur geti haft. Erindi flytja Guðbjörg Sigurðardóttir deildarstjóri í forsætisráðuneytinu, Júlí- us S. Ólafsson forstjóri Rík- iskaupa, Sverrir Geir- mundsson hjá Ríkisendur- skoðun, Guðmundur Guð- mundsson gagnastjóri hjá Reiknistofu bankanna og Leifur Magnússon framkvæmda- stjóri flugflota- og öryggissviðs Flugleiða. - Hvers vegna er árið 2000 slíkt vandamál fyrir tölvubúnað? „I tölvukerfum, sérstaklega þeim eldri, er öldin ekki geymd í dagsetningarsvæðum sem mun ef ekkert er að gert valda villum, tii dæmis í samanburði, röðunum og útreikningum. Þetta snertir í raun öll svið tölvutækninnar, bæði svo- kallaðan kerfishugbúnað og venjuleg hugbúnaðarkerfi. Síðan tengist þetta vélbúnaði í stór- tölvu- og smátölvuumhvei’fi sem allar vinna með dagsetningar. Loks mun það hafa áhrif á stýri- tölvur eða embedded systems sem koma víða fyrir í alls kyns tólum og tækjum, til dæmis lækninga- tækjum, einingum í stýribúnaði flugvéla eða öðrum sérhæfðum tæknibúnaði svo dæmi séu tekin.“ - Hvað gerist ef ekkert er að gert? „Þá munu tölvufyrirtæki og all- ir sem nota tölvur lenda í vand- ræðum í stuttu máli sagt.“ - Það mætti ætla að veröldin muni hreinlega stöðvast? „Menn hafa haft verulegar áhyggjur af þessu úti um allan heim og rekinn hefur verið mikill hræðsluáróður. Meiningar eru deildar um það hversu mikið vandamálið er en það er auðvitað mismunandi eftir fyrirtækjum og umfangi tölvukerfanna. Þetta mun líklega snerta hvern einasta mann.“ - Hvenær var byrjað að grípa til aðgerða vegna þessa? „Frá 1991 hafa öll dagsetninga- svæði verið skilgreind þannig að þau innihaldi öldina. Stöðugleik- inn hefur hins vegar verið meiri en menn áttu von á í stórtölvu- umhverfinu og því hafa menn ver- ið að keyra eldri tölvu- kerfi sem gerð eru fyr- ir þann tíma þegar ekki tíðkaðist að geyma öld- ina í dagsetningum og höfðu pláss fyrir sex stafi í stað átta. Helsta ástæðan er sú að geymslurými á diskum var mun dýrara en það er í dag og því var verið að spara. Einnig var álitið milli 1980 og 1990 að tölvu- kerfin myndu úreldast svo fljótt og því yrði komið nýtt kerfi.“ - Hvernig er staðan hjá Reikni- stofu bankanna? „Við höfum áætlað að 35 mann- ár fari í það að bregðast við þess- um vanda. Þetta er mjög stórt verkefni hjá okkur því að við erum með um tvær milljónir forritslína í um 60 hugbúnaðarkerfum. Einnig þarf að koma inn aldamótahæfum ► Guðmundur Guðmundsson fæddist í Reykjavík árið 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1980 og nam siðan kerfisfræði í tengslum við starf sitt hjá Landsbanka Islands, meðal ann- ars í tölvunarfræði við Háskóla Islands. Einnig hefur hann sótt fjölda námskeiða erlendis um gagnagrunna. Guðmundur var kerfisfræðingur hjá Landsbank- anum 1982-1989 og starfaði sem gagnagrunnsstjóri hjá Visa-ís- landi frá 1989-1996. Hann hefur verið gagnasljóri hjá Reikni- stofu bankanna frá áramótum 1996-97 og er verkefnisstjóri vegna aldamótaverkefnis hjá Reiknistofunni. Eiginkona Guð- mundar er Helga Björg Her- mannsdóttir kennari og eiga þau þijá syni. Guðmundur hefur leikið 226 landsleiki í handbolta og verið þjálfari í átta ár. Um þessar mundir þjálfar hann hjá Fram. útgáfum af 40 mismunandi gerð- um. Við þurfum að breyta forrit- um og ganga úr skugga um að kerfin okkar vinni rétt á nýrri öld með ítarlegum kerfisprófum." - Hvernig er þessi hræðslu- áróður sem þú nefndir? „Fjögur alþjóðleg flugfélög hyggjast ekki senda vélar á loft meðan aldamótin verða og Rússar hafa áhyggjur af því að aldamótin muni valda vandamálum í kjarn- orkuverum þar í landi. Vöntun á tölvufólki er mikil alls staðar í heiminum og ég hef heyrt að Bandaríska leyniþjónustan telji sig þurfa á 1.000 forriturum að halda til þess að gera sín tölvu- kerfi aldamótahæf. Eftirspurn eftir forriturum á því eftir að vaxa gríðarlega. Sjúkrahús þurfa einnig að yfirfara sín lækningatæki því sum þeirra eru með stýri- tölvum, til dæmis bún- aður sem heldur fólki á lífi.“ - Hver er áætlaður kostnaður af því að gera tölvur aldamóta- hæfar á heimsvísu? Hann er áætlaður sexhundruð til eittþúsund milljarðar Banda- ríkjadala. Chase Manhattan bank- inn áætlar til dæmis að verja sem svarar 250 milljónum Bandaríkja- dala í þetta verkefni, sem er 18,3 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má geta þess að kostnaðurinn við það að senda Apollo 11 til tunglsins árið 1969 kostaði mannafla upp á 1,2 millj- ónir mannára og kostnaðurinn var sex milljarðar Bandaríkjadala." „Rússar hafa áhyggjur af tölvubúnaði í kjarnorku- verum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.