Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ GÆÐAMÁL eru stór hluti starfsemi Svæðisskrifstofunnar. Hér fara þeir Ævar Kolbeinsson formaður gæða- ráðs og Þór Þórarinsson yfir þá þætti sem stofnunin fór í gegnum í sjálfsmatsstarfi sínu. fundarstjórnun, árangursstjórnun og hvað það þýðir að hafa jákvæða grundvallarafstöðu í samskiptum, svo dæmi séu nefnd. „Einnig var sérstök þjálfun fyrir forstöðu- menn þar sem þeirra hlutverk er mikilvægt og því skiptir máli að þeir séu vel hæfir til starfans," segir Þór. Til þess að auðvelda skjólstæð- ingum að koma málum sínum áfram var samhliða ákveðið að einn starfsmaður, svokallaður þjónustu- fulltrúi eða tengiliður, tæki að sér að halda utan um samskiptin innan stofnunarinnar og aðrar þær stofn- anir sem sækja þarf til. „Þetta er grundvallaratriði, því einn skjól- stæðingur getur þurft að hafa sam- skipti við allt að 20 stofnanir eða fulltrúa í sínum málum. Með þess- ari aðferð geta skjólstæðingamir treyst því að úr málum þeirra sé greitt. Draumurinn er að hægt verði að útfæra aðferðina til ann- arra, s.s. menntakerfisins, heil- brigðiskerfisins og fleiri. Við viljum sjá að allir þeir sem eiga hlut að máli vinni að sameiginlegri áætlun, sem myndi eina heild.“ Markmiðasetning einkennir starfsemina Ævar Kolbeinsson félagsfræð- ingur og formaður gæðaráðs skrif- stofunnar segir, að það sem ein- kenni starfsemi hennar sé, að skýr markmið eru sett, hvort sem litið er til einstakra starfsmanna, ein- stakra verkefna, þjónustu til lengri tíma eða stofnunarinnar í heild. Því næst eru gerðar mark- vissar áætlanir um hvernig mark- miðunum skuli náð. „Lýsingar á því hvernig gera eigi einstaklings- áætlun fyrir skjólstæðing og verk- áætlun fyrir starfsstöð, svo sem sambýli, er að finna í stöðluðum gæðaskjölum, sem eru virk úti á öllum starfsstöðvunum. Formið eða umgjörðin utan um þessi vinnubrögð er samræmt, þ.e. hvernig á að útbúa áætlanirnar," segir hann. Hér bætir Þór við, að hver og ein starfsstöð geri verkáætlun þar sem markmiðin eru mælanleg. „Þjónusta starfsstöðvanna er mjög ólík. Hver um sig hefur sínar áherslur, sem ráðast af sérstökum þörfum skjólstæðinganna. Við leggjum áherslu á að markmiðin séu í takt við heildarmarkmið Svæðisskrifstofunnar. Einnig þarf að vera tenging við ákvæði í lög- um og reglugerðum, sem okkur er ætlað að fara eftir. Okkur finnst ekki síður mikilvægt, að hver þjónustustaður kynni fyrir öðrum árangur sinn, því þannig er hægt að fýlgja málum eftir.“ Tvisvai' á ári skilgreinir starfs- fólkið á hverjum stað hvaða verk- l”1 efni það ætlar að takast á við eftir að hafa fjallað um það á starfs- mannafundum. Verkáætlunin tek- ur á öllum þáttum starfseminnar, s.s. faglegu starfi, viðhaldi, rekstri, ytri samskiptum auk persónulegra mai’kmiða hvers og eins starfs- manns. Ævar segir að hver verkáætlun tengist einstaklingsáætlun skjól- stæðinganna á staðnum, en í þeim er að finna markmið og leiðir, til dæmis til að styrkja sjálfsbjargar- getu þeirra og félagsleg samskipti eða að aðstoða þá við atvinnuleit. Þessi áætlanagerð byggist á ítar- legu mati á þörfum fyrir þjónustu. „Einstaklingsáætlanir eru eins og verkáætlanirnar metnar tvisvar á ári, árangurinn metinn og þær unnar upp á nýtt. Þannig verður þetta hluti af virku eftirliti með þjónustu og gæðum. A sama hátt fer starfsfólkið reglulega yfir hvern einstakan þátt í allri þeirri starfsemi sem fellur undir Svæðis- skrifstofuna, hvort sem er á vemd- uðum vinnustöðum, í sambýlum, þjónustuíbúðum eða á skrifstofu. Síðan er leitað leiða til að bæta það sem betur má fara.“ Lærdómsfyrirtæki Þór og Ævar segja Svæðisskrif- stofuna vera lærdómsfyrirtæki. „Fólk sem kemur hingað í vinnu er að læra á sama tíma og það veitir þjónustu. A þessari hreyfingu og nýsköpun byggist starfsemi okkar meðal annars, því í lærdómsfyrir- tækjum er alltaf verið að umskapa hlutina og keppast við að betrumbæta starfsemina,“ segir Ævar. Undir þetta tekur Þór og segir að styrkur fyrirtækisins hafi í gegnum tíðina verið sá, að starfs- menn hafi verið galopnir fyrir hug- myndum. Hann kveðst einnig hafa sóst mjög eftir að kynna sér ný- stárlegar hugmyndir hvar sem þær hefur verið að finna. Einnig hefur starfsfólk kynnt sér vinnubrögð bæði hjá einkastofnunum og opin- berum stofnunum á hinum Norður- löndunum, í Bretlandi, Japan og Bandaríkjunum. Spurður hvort of margar hugmyndir geti ekki einnig verið fjötur um fót samsinnir hann því. „Þetta hefur svolítið einkennt mig, en samstarfsfólk mitt er mjög gott, það kippir mér niður á jörð- ina. Þannig á góður hópur líka að vinna.“ Þegar Ævar er spurður hvort þetta sé rétt segir hann það vera hluta af stemmningunni að beita hugmyndaregni og „svífa svolítið". „Ég horfi á þetta þannig," held- ur Þór áfram, „að sé ég ekki að skapa neitt, þá er ég að staðna. Ég verð að vera í þróun og þannig hugsum við starfið hér. Við leggj- um áherslu á að vera opin fyrir nýjungum og umbótum og ætlum okkur að taka þátt í upplýsinga- samfélaginu." - Hvað um aðra framtíðarsýn? Er eitthvað sérstakt sem þú vildir sjá breytast í málefnum fatlaðra? „Já, að styrkja heildarskipulagið og hafa skýrari línur svo sem eins og hvaða fótlun eigi heima hvar, þannig að ábyrgðin innan ráðuneytanna sé skýr. Þá sleppur fólk við að ganga á milli manna til að fá lausn sinna mála eins og verið hefur. Til dæmis hefur að- gangur að geðheilbrigðisþjónustu verið erfiðleikum bundinn.“ Þeir taka ennfremur fram, að eftirspurn eftir þjónustu sé alltaf meiri en framboð og langir biðlist- ar séu eftir búsetu, skammtíma- vistun og atvinnu. „Við verðum því að forgangsraða og sumir þurfa að bíða óþægilega lengi, því við höfum engin úrræði til að mæta þörf þeirra. Við teljum nauðsynlegt að gera enn meira átak í uppbyggingu þjónustunnar. Hluti af framtíðar- sýninni byggist á rannsóknum sem við höfum gert, þar sem þarfir skjólstæðinga okkar hafa verið kortlagðar. Við höfum til dæmis komið upplýsingum til ráðuneytis- ins um hvað það kostar að tæma biðlista í búsetumálum og hvaða at- vinnutilboð við þyrftum að byggja upp.“ Þá segjast þeir sjá mikilvægi þess að hafa tengsl skóla og starfs- vettvangs sterk. Þvi sækist þeir eftir samvinnu við háskólanemend- ur um að þeir vinni ýmiss konar rannsóknarverkefni. „Við erum einnig að fara í erlent samstarf fyr- ir tilstilli Norrænu ráðherranefnd- arinnar, þar sem gæði þjónustu verða skilgreind og metin. Með þessu eru Norðurlöndin að sam- stilla krafta sína til að þróa velferð- arsamfélag framtíðarinnar. Það er því ljóst að við eigum margt eftir þrátt fyrir að hafa náð þessum ár- angri, sem fjármálaráðherra veitti okkui- viðurkenningu fyrir,“ segja þeir Þór Þóarinsson og Ævar Kol- beinsson að lokum. „Ég lít svo á að sé ég ekki að skapa neitt, sé ég að staðna. Ég verð að vera í þróun - og þannig hugsum við starfið hér.“ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 35 Ný sending Stuttir frakkar, ítölsk buxnadress og dragtir hJá~Q$GafhkiMi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. > ÆFINGABEKB3R HREYFINGAR Ármúla 24, 108 Rvík, sími 568 0677 ÞÚ BERÐ ABYRGÐ Á EIGIN HEII.SU Flott form æfingakerfið hentar sérlega vei fólki á öllum aldri sem ekki heíur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Æfmgakerfið er einnig gott fyrir fólk sem ekki stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva o.fl. Æfingakerfið eykur blóðstreymi um líkamann, til vöðva og liðamóta, það gefur einnig gott nudd og slökun. Æfingakerfið er einnig tilvalið fyrir cldra fólk, það byggir upp vöðva án áreynslu, eykur vellíðan, liðkar vöðva og gefa því góða slökun, og eru þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Sérstakir karlatimar. Hægt er að velja á milli 8, 12 og 25 tíma korta. (Marstilboð: Innifalið í 25 u'ma korti er 1 tími reiki-heilun). Eldri en 60 ára fá 10% afsiátt af 25 tíma korti. Tilboðið gildir til 25. mars ‘98. Kynningartímar verða laugard. 31. mars frá kl. 13-16. Hafðu samband eða komdu við hjá okkur og kynntu þér starfsemina hjá Æfingabekkir - Hreyfingar, við er- um á staðnum fyrir þig. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 30. útdráttur 1. flokki 1990 - 27. útdráttur 2. flokki 1990 - 26. útdráttur 2. flokki 1991 - 24. útdráttur 3. flokki 1992 - 19. útdráttur 2. flokki 1993 - 15. útdráttur 2. flokki 1994 - 12. útdráttur 3. flokki 1994 - 11. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 1998. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSo húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÍFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 106 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.