Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 4 38 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MINNINGAR GUÐRÚN GUÐLA UGSDÓTTIR + Guðrún Guð- laugsdóttir fædd- ist í Fellskoti, Bisk- upstungum, 30. októ- ber 1907. Hún lést í Landakotsspítala 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Ei- ríksson, bóndi, og kona hans, Katrín Þorláksdóttir. Guð- rún ólst upp í Fellskoti í hópi tíu systkina en af þeim lifir nú Þórarinn Guðlaugsson, bóndi. Hún fluttist tii Reykjavíkur um tvítugt. Guðrún giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Þórhalli Frið- finnssyni, klæðskerameistara, 27. október 1934. Guðrún og Þórhallur eignuðust tvö böm, Eyþór Ómar Þórhallsson, f. 28.1. 1935, d. 23.11. 1988, eiginkona Helga Brynjólfsdóttir, f. 24.12. 1935, og Kol- brúnu Þórhallsdótt- ur, f. 10.11.1936, eig- inmaður Erling Aspelund, f. 28.2. 1937. Böm Eyþórs og Helgu em: Þór- hallur, f. 4.6. 1959, Guðrún, f. 12.8. 1963, og Ragnar, f. 25.11. 1965. Börn Kolbrún- ar og Erlings em: Erling, f. 20.11. 1961, Karl Ómar, f. 15.5. 1963, Thor, f. 4.1. 1969 og Guð- rún, f. 12.2. 1971. Guðrún og Þórhallur hafa eignast 10 barna- barnaböm. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. mars og hefst athöfnin klukkan 15. Tengdamóðir mín, Guðrún Guð- laugsdóttir andaðist í Landakots- spítala 6. þessa mánaðar. Guðrún var á nítugasta og fyrsta aldursári. Stundin var komin. „Þegar þeir, sem manni þykir vænt um deyja, lifír maður áfram fyrir þeirra hönd. Sér heiminn með augum þeirra. Man hvernig þeir tóku til orða og mælir fram þeirra eigin orð. Gleðst yfir því að geta gert ýmislegt sem þeir geta ekki lengur, en finnur um leið til depurð- ar. Þannig lifir maður áfram fyrir þá sem manni þykir vænt um.“ Þessi orð Lois de Bemiers komu mér í hug þegar mér barst andlátsfregnin. Það er lærdómsríkt og þroskandi fyrir yngri sem eldri að umgangast þá sem hafa lifað í hartnær heila öld. Lifað og reynt þær miklu þjóðfé- lagsbreytingar sem hér hafa orðið. Fólk af þessum gamla skóla hreykir sér ekki upp. Ber mál sín ekki á torg. Það er þolinmótt, glatt og stað- fast. Þetta er fólk sem lætur ekki sjúk- dóma yfirbuga sig. Ber þjáningu sína í hljóði. Er þrautseigt og leitar sæmdar í því að lifa kyrrlátu lífi og stunda hver sitt starf. Hefur lært að vera ánægt með það sem það á við að búa. Lifir sátt við sitt. Hjá Guð- rúnu og Þórhalli var allt í kærleika gjört. Við hin fullorðnu, sem eftir stöndum, svo og börn okkar og bamaböm, fundum þetta. Þau hjón- in kepptu eftir kærleikanum. Það er mikil gæfa að fá að lifa svo lengi að geta notið barna sinna, orð- ið amma og síðan langamma og haldið heilsu næstum til hinstu stundar. Vera amma og langamma, sem allt litla fólkið sótti ákaft heim til að gista hjá og njóta kærleiks og gleðistunda. Guðrún og Þórhallur tóku ávallt á móti börnunum með opnum örmum. Leyfðu þeim að koma til sín. Fyrir þessar fjölmörgu góðu stundir og minningar er þakk- að nú að leiðarlokum. Við minnumst Guðrúnar með þakklæti og virðingu. Þökkum langt og farsælt líf hennar. Mælum fram hennar eigin orð. Lif- um áfram fyrir hennar hönd. Blessuð sé minning Guðrúnar Guðlaugsdóttur. Erling Aspelund. Ég var staddur á erlendri grund þegar mér barst sú sorgarfregn að Guðrún Guðlaugsdóttir, amma mín, væri dáin. Með nokkrum orðum langar mig að minnast þessai-ar góðu konu sem við fjölskyldan eig- um svo mikið að þakka. Amma fæddist í Fellskoti í Bisk- upstungum þar sem ætt hennar hef- ur búið mann frarn af manni allt fram á þennan dag. Hún ólst upp hjá ástríkum foreldrum í stórum og samheldnum systkinahópi en flutt- ist svo, eins og margir aðrir, suður til Reykjavíkur. Sveitin varð af álit- legum kvenkosti en í höfuðstaðnum var mynd af þessari fallegu stúlku úr Tungunum stillt út í glugga á ljósmyndastofu. í Reykjavík lágu leiðir þeirra ömmu og afa saman og var hjónaband þeirra, sem varð óslitið í 64 ár, farsælt og hamingju- samt enda mátti hvorugt af öðru sjá. Þau Guðrún Guðlaugsdóttir og Þórhallur Friðfinnsson klæðskera- meistari voru glæsileg hjón sem ég var stoltur af. Amma lagði jafnan ríkt á við mig, meðan nokkuð varð við mig ráðið, að ég væri snyrtileg- ur í klæðaburði og ætti helst að vera í jakka á sunnudögum. Mér er í fersku minni 17. júní 1965 þegar þau heiðurshjónin, prúðbúin að vanda, tóku mig með sér út að borða á Hótel Borg. Ég var sex ára snáði í heiðbláum jakkafötum og með slaufu, og lagði frakka og tírólahatt af mér í fatahenginu. Ég efast um að ég hafi í annan tíma verið jafn fínn. Afi og amma áttu lengst af heima í Vesturbænum, á Víðimel þegar ég man fyrst eftir en síðar á Tómasar- haga. Til þeirra voru allir ævinlega velkomnir, gestrisni í hávegum höfð og heimilið smekklegt og notalegt. Enginn dagur var svo hversdags- legur að ekki væri dúkað kaffiborð, hlaðið með bakkelsi, hvenær sem einhver leit inn. Amma var allt fram undir það síðasta full af lífskrafti og lífsgleði. Hún hafði unun af manna- mótum, spilaði brids af miklum ákafa í góðum selskap og töfraði fram matarboð eins og ekkert væri. Á hverju ári héldu þau amma og afi Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. veislu fyrir alla fjölskylduna á jóla- dag, með hangikjöti, uppstúfi og ómissandi blandi af malti og appel- síni. Engin undantekning var gerð siðustu jól, þótt amma hefði nýlega gengist undir erfiðan uppskurð og mjög væri af henni dregið en afi kominn á spítala og margir afkom- endur þar að auki úti um hvippinn og hvappinn um allan heim. Þá sýndi hún enn sem fyrr hversu mik- inn viljastyrk hún átti. Amma var af kynslóð sem varð vitni að meiri breytingum en nokk- ur önnur í samanlagðri íslandssög- unni. Það vantaði tíu ár upp á að hún lifði heila öld. Samt var hún ekkert að velta sér upp úr fortíðinni að nauðsynjalausu heldur var snn- kölluð nútímakona sem tók framför- um fagnandi og var fljót að tileinka sér þær. Ég hef fyrir satt að hún hafi verið á meðal þeirra fyrstu sem fengu sér uppþvottavél í eldhús hér á landi. Engu að síður minntist amma alla tíð með hlýhug átthaganna í upp- sveitum Árnessýslu. Frá Fellskoti er stórkostleg útsýn yfir grösugar lendur út í Bræðratungu, en í fjarska gnæfir Hekla við himin og fyrir neðan bæinn breiðir Tungufljót úr sér. Fyrir rúmum þremur árum átti ég þess kost að sumarlagi að fylgja ömmu minni á æskuslóðirnar í heimsókn til Þórar- ins bónda Guðlaugssonar, bróður hennar, sem nú er einn eftir á lífi úr systkinahópnum. Það var í einu orði dásamlegt að vera þarna með henni í sveitasælunni fyrir austan. Þótt amma væri hátt á níræðisaldri hjóp hún sporlétt með litlu barnabarna- bömunum sínum upp um grasi- vaxnar hæðir og hóla undir Fells- fjalli, og sagði frá því hvemig krakkamir hefðu leikið sér í gamla daga, hvar búið þeirra hefði verið og þar fram eftir götunum. Amma hafði einstakt lag á bömum, sýndi þeim alúð og mildi en var jafnframt ákveðin við þau. Amma æðraðist aldrei, tók áföll- um með jafnaðargeði og hugsaði meira um líðan annarra en sína eig- in. Það kom áþreifanlega í ljós þeg- ar faðir minn, Eyþór Omar Þór- hallsson, lést um aldur fram fyrir tæpum tíu árum. Þótt hún hefði misst einkason sinn var henni fyrst og fremst umhugað um að hugga aðra sem áttu um sárt að binda. Eg er þakklátur fyrir að hafa átt ömmu mína að og hefði kosið að geta verið samvistum við hana lengi enn. Sú ástúð sem hún sýndi öðrum var sannarlega endurgoldin; í veikind- unum hlaut hún bestu umönnun sem völ var á og naut dyggrar hjálpar Kolbrúnar dóttur sinnar og Helgu tengdadóttur. Fjölskyldan og aðrir ástvinir hafa mikils misst. Innilegust er hluttekning mín með Þórhalli, afa mínum og nafna, og litlu barnabarnabömunum sem áttu hauk í homi þar sem langamma þeirra var. Þórhallur Eyþórsson. Mig langar að kveðja Guðrúnu Guðlaugsdóttur með fáeinum fá- tæklegum orðum. Þar fór góð kona og af nærvera hennar stafaði hlýju og reisn. Það var gott að hafa Guð- rúnu í húsinu. Fyrstu kynni mín af henni vom á þann veg að hún og Þórhallur, eiginmaður hennar, buðu okkur velkomin á Tómasarhagann með því að bjóða okkur í kaffi og með því. Þau kynntu sig og vildu gjama vita nánari deili á okkur. í því kaffiboði vissi ég að heppnin var með okkur hvað næstu nágranna varðaði. Ég minnist margra sólríkra sum- ardaga þar sem við spjölluðum um allt og ekkert úti í garði og ósjaldan veltum við því fyrir okkur að laga þyrfti stéttina og stækka garðflöt- ina. Nú get ég ekki varist þeirri hugsun hve gaman hefði verið að koma því í verk síðastliðið sumar. Þá hefði Guðrún getað notið garðs- ins í sínu fínasta pússi áður en hún hvarf til enn fegurri heimkynna. Guðrún hafði lifað tímana tvenna og hafði gaman af að bera saman lifnaðarhætti unga fólksins nú mið- að við það sem hún reyndi sjálf. Mér fannst gaman að ræða þessi mál og segja henni frá annríkinu hjá okkur. Ég heyi'ði hana aldrei gagnrýna fyrirkomulag annarra eins og eldra fólki hættir stundum til. Guðrún sagði bara: „Ja, þetta er nú eitthvað öðmvísi í dag,“ og svo hló hún við. Guðrún og Þórhallur áttu sinn þátt í því hve vel mér og fjölskyldu minni hefur liðið á Tómasarhagan- um. Þau buðu okkur strax hjartan- lega velkomin og þó að við hefðum ekki dagleg samskipti, sérstaklega yfir háveturinn, vissum við af Guð- rúnu á fyrstu hæðinni og nærvera hennar var hlý og „ömmuleg“. Mig langar fyrir hönd íbúa Tómasarhaga 9, að þakka góð kynni af Guðrúnu. Megi almættið styrkja Þórhall og fjölskyldu. Dóra Magnúsdóttir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Þessar línur koma upp í hugann er við minnumst Guðmundu ömmu. Því nú eru þrautir hennar að baki og við vitum að henni líður vel. Stundum hefur verið erfitt að heimsækja hana því að hún vildi segja manni svo margt en gat það ekki. En oft sóttum við vel að henni, og sat hún þá og spjallaði við okk- ur um lífið í sveitinni hér áður fyrr. í síðustu heimsókn okkar áð- ur en við fómm vestur í jólafrí var hún mjög kát og tók vel á móti okkur. En eftir áramótin fór að draga af henni og sáum við því hvert stefndi. Elsku amma, við vitum að þér líður vel núna, og þið Hemmi afi erað komin saman á ný. Hvíl í friði. Haukur og Dagný. Guðrún Guðlaugsdóttir er látin á 91. aldursári. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þessari lífs- glöðu og bamelsku konu fyrir sjö áram er ég kynntist konu minni Guðrúnu Eyþórsdóttur, sonardótt- ur Guðrúnar. Það sem fyrst vakti eftirtekt mína í fari Guðrúnar var hversu kraftmikil, ósérhlífin og gef- andi hún var í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Guðrún eða langamma sem lét kunnuglegar í eyram var einstaklega hlý og ræktarsöm manneskja. Alltaf var hún boðin og búin til þess að rétta hjálparhönd ef hún vissi að hún gæti orðið að liði. Guðrún vflaði ekkert fyrir sér allt fram á það síðasta og í raun og vera spáði maður aldrei í aldur þar sem hún var annars vegar. Langamma hafði einstakt lag á börnum. Hún kunni líka betur en flestir aðrir að varðveita bamið í sjálfri sér. Sökn- uður okkar er mikill ekki síst dætra okkar Onnu Dísar og Evu en langamma var mikill félagi þeirra alla tíð. Það er ómetanlegt hvað langamma var natin og umhyggju- söm við þær. Það sem var svo aðdá- unarvert í fari hennar var hin fölskvalausa lífsgleði sem hún gaf af sjálfri sér. Það var af þessum gnægtarbranni sem hún miðlaði svo ríkulega af og við öll fundum í fari hennar og elskuðum og dáðum fyr- ir. Ættmóðirin er fallin frá. Það verður erfitt að ímynda sér tilver- una án langömmu á Tómasarhaga 9. Lífskraftur og manngæska þín, Guðrún Guðlaugsdóttir, verður okk- ur ávallt til leiðsagnar og eftir- breytni. Blessuð sé minning þín. Kæri Þórhallur, Kolbrún og aðrir ástvmir, við, fjölskyldan, sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj- ur héðan frá Noregi. Jakob Bragi Hannesson. Takk fyrir að fá að kynnast þér, elsku langömmusystii', hjartahlýju þinni og lífsgleði. Ástúð þín í okkar garð le^mdi sér ekki þegar við heim- sóttum þig og Þórhall í byrjun des- ember á síðastliðnu ári á Landakoti. Þéttingsföst handtök, hlýir kossar og einlæg bros sögðu allt sem segja þurfti. Okkar litlu barnahendur féllu svo einstaklega vel inn í ní- ræða lófann þinn, er þú leiddir okk- ur um hinar nýju vistarverur þinar. Því miður varð ekki af því að við heimsæktum ykkur aftur eins og til stóð, en minninguna um þennan dag og fleiri eigum við þó alltaf. Sam- verutími okkar hér á jörð varð ekki langur en mamma hefur sagt okkur margar sögur af þér og langömmu Þóra í gamla daga í Fellskoti, sveit- inni sem ykkur þótti svo vænt um. Sögur af Víðimelnum, þar sem börn og fullorðnir vora alltaf hjartanlega velkomnir, af kræsingum sem alltaf biðu í eldhúsinu, undurfallegum kjólum sem urðu til í saumaher- berginu og garðinum þar sem hinar fegurstu rósir blómstraðu sumar eftir sumar. Mamma og Hannes frændi senda þér sínar bestu þakkir fyrir margar ljúfar samverastundir og ómetanlegan stuðning, þegar amma Ragnheiður veiktist fyrir fjóram áram. Elsku Gunna frænka, við vitum að Guð hugsar vel um þig á himn- um. Við gleymum þér aldrei. Innilegustu samúðarkveðjur. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesú, þér ég sendi, bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Ragnheiður Dísa, Hrafnhildur Magney og Þóranna Gunný Gunnarsdætur. ÓLAFUR EIRÍKSSON + ÓIafur Eiríksson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1933. Hann lést á Landspitalanum 3. mars siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 12. mars. Já, láttu gamminn geisa fram í gegnum lífsins öldur; þótt upp þær stundum hefji hramm ei hræðstu þeirra gnöldur. Sjá, hvílík brotnar báru mergð á byrðing einum traustum, ef skipið aðeins fer í ferð en fúnar ekki í naustum. (H. Hafstein.) Olafur Eiríksson er farinn. I menningu okkar má víða finna þá hugsun, að allt sé afstætt, t.d. tím- inn. Þetta kemur meðal annars fram í þjóðsöng okkar Islendinga. Oli var ekki nema 64 ára þegar hann dó. Var það stutt eða langt lífshlaup, það vitum við ekki. Hvernig verður slíkt metið og hver metur slíkt? Er það ekki eitt af því, sem kalla mætti afstætt? Óla þekktum við í meir en 30 ár. Hann heimsótti okkur iðulega en var alltaf á föram, var að flýta sér, átti eftir að koma einhverju í verk. Líta má á jarðvist Ólafs, sem heim- sókn, hann kom, var að flýta sér og er nú farinn. Um næsta áfangastað hans veit enginn. En trúlega er Óli ekki hættur að koma og fara. En að koma og fara er ekkert einsdæmi fyrir Ólaf. Við öll, sem fæðst höfum, komum og föram. Við bjóðum af okkur misjafnan þokka, miðlum einu og öðra og er miðlað. Óli miðl- aði ríkulega. Menn sem kynntust honum, voru oftast ríkari eftir kynnin, höfðu bætt við þekkingu sína, skilning eða sátu eftir með Ijúfar minningar um góðan dreng. Þetta síðastnefnda á við um okkur. Við þökkum Ólafi fyrir samfylgd- ina og óskum honum velfarnaðar í nýrri vist. Við vottum börnum hans og öðram aðstandendum okkar dýpstu samúð. Ómar Kjartansson og Ragnheiður Blöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.