Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Y
18 milljónir króna
til atvinnuleikhópa
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur, að fengnum tillögum frá fram-
kvæmdastjórn Leiklistarráðs, út-
hlutað framiögum af fjárlagaliðnum
„starfsemi atvinnuleikhópa“ 1998,
sem hér segir:
Styrkir til nýrra verkefna
Strengjaleikhúsið 1,2 mOlj. kr. til
uppsetningar á leikverkinu „Sérhver
eða leikurinn um dauðans óvissan
tíma“. Pars pro toto 1,2 millj. kr. til
uppsetningar á leikverkinu
„Tyrkjaránin". Annað svið 750 þús.
kr. til uppsetningar á leikverkinu
„Sölku Völku“ í nýrri leikgerð. Bak
við eyrað 750 þús. kr. til uppsetning-
ar á leikverkinu „Guðrún, Guðrún,
þú sem ert á himnum“. Fljúgandi
fiskar 750 þús. kr. til uppsetningar á
leikverkinu „Medea“. Stoppleikhúsið
750 þús. kr. til uppsetningar á leik-
verkinu „Vírus“. Ásta Amardóttir
vegna leikhópsins Augnabliks 400
þús. ki’. til uppsetningar á leikverk-
inu „Mandala - helgar myndir.
Ingrid Jónsdóttir 400 þús. kr. til
uppsetningar á leikverkinu „Lyst-
arstol“. Halla Margrét Jóhannes-
dóttir 400 þús. kr. tO uppsetningar á
leikverkinu „Oda Saatans kvinna“.
Leikhópur Brynju Benediktsdóttur,
Kerúb, 350 þús. kr. tíl uppsetningar
á leikverkinu „Ferðir Guðríðar“. Sif
RagnhOdardóttir vegna Brechtleik-
hópsins 350 þús. kr. tö uppsetningar
á leikverkinu „Til hinna óbornu".
U ndirbúningsstyrkir
Flugfélagið Loftur 400 þús. kr. til
undirbúnings á íslensku leikverki.
Möguleikhúsið 400 þús. kr. til undir-
búnings á íslensku leikverki. Is-
lenska leikhúsið 400 þús. kr. til und-
irbúnings á íslensku leikverki.
Viðbótarstyrkir
GaOerí Njála 500 þús. kr. til upp-
setningar leikverksins „Gallerí
Njála“. íslenska leikhúsið 500 þús.
kr. til uppsetningar leikverksins
„Draumsólir vekja mig“. Leikhúsið í
kirkjunni 500 þús. kr. til uppsetn-
ingar leikverksins „Heilagir syndar-
ar“.
Starfsstyrkur
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður
og Háðvör hlýtur starfsstyrk til
tveggja ára fi-á 1. júní 1998 tö 31.
maí 2000 og fær til starfseminnar 4
millj. kr. síðari hluta ársins. Jafn-
framt fær leikhúsið tö starfseminnar
4 miöj. kr. fyrri hluta ársins sam-
kvæmt tveggja ára samningi um
starfsstyrk frá 1. júní 1996 til 31. maí
1998.
í úthlutunarnefnd Leiklistarráðs
sátu Gísli Alfreðsson, skólastjóri
Leödistarskóla íslands, Hávar Sig-
urjónsson, leikstjóri, og María Krist-
jánsdóttir, leikstjóri.
Reuters
Kona næsta
árþúsunds
ARGENTÍNSKA listakonan
Marta Minujin spreliar innan um
hluta af listaverki sínu,
höggmyndina „Kona-Vit-Neysla-
2000“, sem á að tákna konu
næsta árþúsunds, konu sem
vinnur meira og meira og eykur
neysluna jafnt og þétt. Verkið er
20 metrar á hæð og kostar um
280.000 bandaríkjadali, um 20
milljónir ísl. kr. Verður grindin,
sem er úr bronsi, fyllt með
rakvélarblöðum, flöskum,
greiðum og fleiri munum og
komið fyrir við höfnina í Buenos
Aires.
♦♦♦
Nýtt bók-
mennta-
tímarit
NYTT þýzkt bókmenntatímarit,
text, hóf göngu sína nýlega. Engar
sérstakar yfírlýsingar fylgja ávarpi
ritstjóra, en minnt á að áhersla sé á
texta og lesendur, ekki síst texta í
upprunalegri gerð sinni. Texti er
bæði á frummáli og í þýðingum.
I heftinu eru fjöldi ljóða eftir
skáld frá ýmsum löndum. Meðal
þeirra eru Nigel Jenkins frá
Wales, Armin Elhardt, Þýskalandi;
arabíska skáldið Hasan Özdemir;
Spánverjinn José F.A. Oliver og
nokkur rúmensk skáld. Eitt ís-
lenskt skáld, Matthías Johannes-
sen, á ljóð í heftinu. Það er tekið úr
bókinni Sálmar á atómöld sem Wil-
helm Friese þýddi á þýsku og er
nýkomin út í Þýskalandi.
Ritstjóri frá Rúmeníu
text er gefið út af Ithaka Verlag
í Eppelheim í Þýskalandi
(Seestrasse 63, D-69214 Eppel-
heim). Ritstjóri er Sergiu Stefa-
nescu frá Rúmeníu sem einnig á
Ijóð í heftinu. í marsheftinu verð-
ur rúmenskt efni, í júní er röðin
komin að Sviss, septemberheftið
verður tileinkað Wales og í desem-
ber láta í sér heyra skáld frá stór-
um borgum og litlum. Ritið kostar
18 þýsk mörk í lausasölu, áskrift-
argjald 1998 er 68 mörk.
-kjarnimálsins!
Pegar þúkaupir búfra BÍlabúð Benna!
FullkomiS hljómflutningskerfi meS
geislaspilora og pjófavörn
Yindskeið
Hemlaljós í afturglugga
Rafknuift loftnet
Hæftarstilling ó
öryggisbeltum
Borg Warner millikassi
Fjölstillanleg sæti
Rafstýrftir upphitaSir
speglar
Fjarstýröir huröaopnarar
og þjóravörn
Samlæsing og rafstýröar
ruftur
Styrktarbitar í hurðum
Borg Warner gírkassi eöa
Mercedes-Benz
sjólfskipting
Þreföld C-bita grind
5 punkta gormafjö&run
.H*CL*cl*^CJ
Cuátom WhuU
Rmerican Racing ólfelgur
aö eigin voli
31x10,5-15 dekkfyrir
fslenskar aöstæöur
FuUbuixm Musso • 602EL
53*™
GÆÐl - ÞJONUSTA - HEYNSLA