Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 29 bólgu væri einfaldlega að það væri prentað of mikið af peningaseðlum og ríkisstjórnir bæru því alla ábyrgð á verðbólgu. Bók hans með ræðum frá þessum árum (Freedom and Reality) þótti ýmsum síðar verðug stefnuskrá fyrir Thatcheris- mann. En Powell var þó fyrst og fremst sjálfs sín maður. í menntamálum var hann um margt á öndverðum meiði við Keith Joseph sem snerist til frjálshyggju á Heath-árunum og var einskonar andlegur leiðtogi Thatcherismans. Powell vildi t.a.m. ekki tengja menntun við atvinnulíf- ið, heldur taldi góða menntun ein- kenni á siðuðu mannfélagi. Hann kallaði það „barbarisma" þegar Keith Joseph hvatti ungt fólk til að forðast háskólanám sem ekki væri „gagnlegt" fyrir atvinnulífið. Þegar Home sagði af sér 1965, tók Powell þátt í leiðtogakjörinu, en fékk einungis 15 atkvæði af 298. Edward Heath var öruggur sigur- vegari. Heath gerði Powell að tals- manni flokksins í vamarmálum, þrátt fyrir að Powell hefði aldrei verið honum sérlega velviljaður. En Powell gat ekki fylgt flokkslínu. Hann tók nú að halda ræður um nauðsyn þess að draga stórlega úr hemaðarumsvifum Breta, sem féll ekki í góðan jarðveg meðal margra flokksmanna hans. Powell var jafn- framt tregur að sækja Bandaríkja- menn heim, en vamarsamstarf Breta og Bandaríkjanna var mjög náið á þessum ámm. Powell gast aldrei að Bandarfkjamönnum og fannst nóg um áhrif þeirra í Vestur- Evrópu á eftirstríðsárunum. Reyndar kenndi hann Bandaríkjun- um um fall breska heimsveldisins. Þá var Powell mjög andvígur því að Bretar legðu Bandaríkjunum nokk- urt lið í Víetnam-stríðinu og var þar enn á öndverðum meiði við marga flokksmenn. Við sjálfstæði Indlands hafði Powell orðið ljóst að heimsveldis- hugmyndir hans heyrðu til liðnum tíma og var hann uppfrá því sem oft er kallað „Little Englander", eða einskonar breskur einangmnar- sinni. Hann leit svo á að þaðan í frá hefði Bretland í rauninni ekki aðra hernaðarhagsmuni en að verjast árás frá meginlandi Evrópu og því ættu umsvif og skipulag breska hersins að taka mið af því eingöngu. Þá hafði hann rómantískar hug- myndir um Rússland og áttaði sig aldrei fyllilega á þeirri ógn sem vestrænu lýðræðinu stafaði af út- þenslu sovét-kommúnismans. A* RIÐ 1968 batt Powell í raun- inni sjálfur enda á pólitískan frama sinn með frægri ræðu þar sem hann varaði við afleiðingum innflytjendastraumsins til Bret- lands. Þetta var á fundi íhalds- flokksins í Birmingham. Powell sagði að það væri ekki aðeins kom- inn tími til að stöðva straum inn- flytjenda til landsins, heldur yrði að vinda bráðan bug að þvi að senda þá innflytjendur sem þegar væm komnir aftur til heimalands þeirra. Powell benti á geysihátt hlutfall innflytjenda af íbúum í miðbæjum stærstu borga Bretlands og sagði „brjálæðislegt" að stemma ekki stigu við þessari þróun sem myndi óhjákvæmilega breyta þjóðemisein- kennum landsmanna. Hann sagði að stefna ríkisstjórnar Harolds Wil- sons í innflytjendamálum minnti á „þjóð sem kepptist við safna í bál- köst síns eigin líkbáls". Powell lýsti framtíð þjóðar sinnar með því að taka sér í munn orð Virgils um Tí- berána löðrandi í geysimiklu blóði. Ræða þessi olli miklu fjaðrafoki meðal stjómmálamanna. Heath vék Powell umsvifalaust úr skugga- málaráðuneytinu og sakaði hann um kynþáttahatur. Powell sjálfur not- aði aldrei orðið „kynþáttur" og kvaðst raunar aldrei hafa botnað í merkingu þess. En breskur almenn- ingur sýndist taka ummælum Powells með fögnuði. Hafnarverka- menn í London fóm í sérstaka göngu til þinghússins honum til stuðnings. Þá mun Powell hafa borist á annað hundrað þúsund stuðningsbréfa frá kjósendum. James Prior, sem var aðstoðarmað- ur Edwards Heaths á þessum ár- ENOCH Powell var með mestu ræðuskörungum. Hér reynir hann að sannfæra nemendur í Reading-háskóla 1968 um ágæti máls síns. um, sagði síðar að 95% af þeim bréf- um sem Heath hefðu borist vegna málsins hefðu verið harðorð mót- mæli vegna brottvikningar Powells. En í röðum stjómmálamanna var Powell nú persona non grata. Það skipti engu máli hvað almennir kjósendur héldu, Powell hafði sagt það sem enginn stjómmálamaður mátti segja og fyrir það var hann útskúfaður. Það var því ekkert pláss fyrir Powell í ríkisstjóm Heaths sem tók við völdum 1970, enda þótt Heath hefði unnið kosningamar með því m.a. að boða harða frjálshyggju- stefnu í efnahagsmálum og að ræð- ur Enoch Powells síðustu dagana fyrir kosningarnar hafl vakið svo mikla athygli að sumir telja að þær hafi haft afgerandi áhrif á úrslit kosninganna. Þegar Heath-stjórnin sneri við blaðinu 1972 og tók upp at- vinnu- og launastefnu í anda Verka- mannaflokksins og að greiða fyrir kjarasamningum með margvísleg- um félagsmálapökkum kostuðum úr ríkissjóði, kvaðst Powell hafa velt fyrir sér hvort Heath væri lengur „með öllum mjalla“ - og gerðist hann nú harður andstæðingur He- ath-stjómarinnar. Það var þó Evr- ópusamruninn sem gerði útslagið fyrir Powell sem íhaldsþingmann. Árið 1950 hafði hann lýst yfir andstöðu við Schuman-áætlunina sem lagði drög að hinu uppmnalega Evrópubandalagi. í tíð Heath- stjómarinnar leiddi Powell and- stöðu íhaldsmanna við inngöngu Bretlands í Efnahagsbandalag Evr- ópu, eins og það hét þá. Hávær partur af Verkamannaflokknum var jafnframt andvígur inngöngunni í EBE, en ýmsir íhaldsþingmenn sem vom á báðum áttum fylgdu stjóminni þegar til kastanna kom eftir að Heath hafði hótað að segja af sér ef inngangan yrði ekki sam- þykkt. Fyrir kosningamar 1974 sagði Powell sig úr íhaldsflokknum. Hann leit svo á að flokkurinn hefði svikið þjóðina með inngöngunni í Efnahagsbandalag Evrópu. Og Powell gekk svo langt að hann hvatti landsmenn sína til að styðja Verkamannaflokkinn. Hefur löng- um verið talið að sú hvatning Powells hafi ráðið úrslitum í þessum tvísýnu kosningum. Powell tók virk- an þátt í kosningabaráttunni þótt hann ætti ekki möguleika á sigri og á kosningafundi þremur dögum fyr- ir kosningar var kallað til hans: „Júdas! Júdas!“ Powell svaraði um hæl: „Júdas fékk borgað! Júdas fékk borgað! Ég fómaði mér!“ Fórnin fólst í því að hann hafði í raun afsalað sér þingmennsku og hugsanlegum frama í stjórnmálum. Alan Clark, dagbókarhöfundur- inn frægi sem nú er sestur aftur á þing, kallar það mesta afrek Powells að hafa tryggt fall Heaths! Ef stjórn Heaths hefði ekki fallið í kosningunum 1974, hefði pólitíska landslagið gerbreyst: „Enginn hefði nokkm sinni heyrt um Margaret Thatcher. Og Bretland væri nú eins litlaust og lítilfjörlegt og Danmörk"! Kosningadaginn 1974 gekk Powell til hvílu um ellefuleytið svo sem vani hans var og vissi því ekki um ófarir Heaths fyrr en um morg- uninn þegar hann fékk blaðið sitt inn um bréfalúguna. Hann brást svo glaður við tíðindunum að hann fékk sér heitt bað og söng þar hástöfum Te Deum, latnesku helgibænimar, í fögnuði sínum. Powell gerði nú ráð fyrir að geta horfið aftur á vit fomfræðanna, auk þess sem hann hugðist vinna að bók um verk Shakespeares, sem hann taldi að væra ekki skrifuð af einum manni heldur hefðu margir lagt í púkkið. En fyrir haustkosningamar sem Wilson forsætisráðherra Verkamannaflokksins efndi til 1974, var Powell boðið að fara fram í nafni Ulster-flokksins í Belfast og hafði hann sigur og settist þá á þing á nýjan leik. Hann sat síðan á þingi fyrir Ulster-flokkinn til 1987, en þá féll hann og var þingsetu hans þar með lokið. Powell þótti duglegur þingmaður fyrir Ulster-flokkinn og kjördæmi sitt sem hann heimsótti á tveggja vikna fresti. Á gamalsaldri taldi hann það sitt mesta afrek að hafa stuðlað að því að hafa aukið þing- mannafjölda Ulsters við kosning- amar 1983, en Callaghan-stjórnin hafði samþykkt það þegar henni reið á stuðningi Ulster-manna á þinginu 1979. Meðal þingmála, ann- arra en þeirra sem sérstaklega snertu Norður-írland, vakti barátta Powells fyrir að tilraunum með fóst- ur væri hætt mikla athygli, enda talaði hann þar eins og svo oft áður í takt við almenningsálitið. Powell tók það nærri sér þegar hann féll af þingi. Hann fór nú að skrifa reglu- lega í blöð og þiggja boð um að koma fram í umræðuþáttum í út- varpi og sjónvarpi og varð þannig kunnur meðal ungs fólks. Þá ferðað- ist hann vítt og breitt og hélt ræður. Síðustu árin þjáðist hann af Parkin- son-veiki. Hann lést 8. febrúar sl„ 85 ára gamall. ENOCH Powell var einstak- lega hæfileikaríkur maður. Hann var m.a. fomfræðing- ur, hermaður, biblíufræðingur, tungumálagarpur, þingmaður, mælskumaður, rithöfundur og skáld. Útgáfur hans á Þúkýdídesi og Heródótusi hafa verið lesnar í breskum háskólum fram á þennan dag. Hann gaf út fjórar Ijóðabækur á yngri árum, þá síðustu 1951, sem hafði að geyma 32 ljóð um óendur- goldna ást. Þá skrifaði hann bók um breskt þjóðerni, ævisögu Josephs Chamberlains, og gaf út þrjú rit- gerðasöfn. Hann þótti með fróðustu mönnum um sögu kirkjubygginga. Þá var Powell mikill trúmaður og skrifaði bók um textafræði Biblí- unnar og lærði í því skyni hebresku. Powell hafði aldrei eigin skrif- stofu í breska þinghúsinu, kvaðst vel geta unnið á bókasafni þingsins. Hann fór allra sinna ferða með neð- anjarðarlestinni í London og var kunnugleg sjón á „District“-línunni milli Westminster og Sloan Square, sem var heimastöð hans - í sínum dökka frakka og með mjúkan flóka- hatt á höfði með stuttum uppbrett- um börðum. Hann var óhræddur við að setja heimilisfang sitt og síma- númer í uppflettirit, þótt hreinskilni hans hefði bakað honum marga óvildarmenn, ef ekki hatursmenn, einkum í röðum æsingamanna í kynþáttamálum. Einhverju sinni var hann spurður hvort hann væri hamingjusamur og svaraði: „Óhamingja, rétt eins og grátt hár, er partur af lífinu. Ég er eins hamingjusamur og mannlegar kringumstæður leyfa.“ Á gamalsaldri sagði hann í blaðaviðtali: „Ég hef lifað tíma sem hafa þróast á þann veg að hug- myndir mínar em orðnar samofnar almennum þankagangi manna, partur af almennri tísku. Það er mikil reynsla, eftir að hafa fómað svo miklu, að finna að fólk í öllum stéttum er almennt þeirrar skoð- unar að Evrópusambandið er gjör- samlega ósamrýmanlegt þingræð- inu eins og við höfum þekkt það.“ Á síðustu æviárunum fannst honum þjóð sín vera að snúast gegn Evr- ópusamrunanum, rétt eins og þjóð- in hafði snúist gegn friðþægingar- stefnunni 1938-9. Hann fjallar á einum stað um samband stjómmálamanns og kjós- enda og segir frá fólkinu sem gjarn- an viki sér að honum á götu og segði: „Þakka þér fyrir það sem þú hefur gert.“ Og Powell kveðst þá hafa hugsað með sjálfum sér: „Það sem ég hef gert! Hvað hef ég gert?“ En þá hafi runnið upp fyrir honum að fólkið lagði að jöfnu það sem sagt var og það sem gert var. Ummæli urðu þannig að verknaði. Powell sagði sjálfur: „Eitt af því sem fólk vill, sem því finnst vanta, er að ein- hver leggi því orð í munn. Fólk vill heyra vonir sínar kristallast í orð- um, jafnvel að þær séu ýktar, og vonimar þannig gerðar áþreifanleg- ar. Fólk vill heyra laglínu sem það getur blístrað, laglínu sem hefur einhverja merkingu í lífi þess og lífi ættjarðarinnar." Hann trúði fast á gildi áróðurs. Hann sagði að ef hamrað væri á góð- um málstað nógu lengi, kæmist hann til skila. Hann talaði um hugará- stand þjóðarinnar í þessu sambandi og sagði að það væri eins og fólk smitaðist af áróðri. En samspil hug- mynda og hugarástands þjóða væri mjög flókið fyrirbæri - og ómögulegt væri í rauninni að átta sig á því hvað gerði það að verkum að skoðun eða hugarástand þjóða breyttist eða sveiflaðist til í tímans rás. Rökvísi Powells var hvort tveggja aðall hans sem stjómmálamanns og meginágalli. Ian Macleod vék ein- hverju sinni að Powell með þessum orðum: ,A.umingja Enoch á barmi örvæntingar vegna miskunnarleysis eigin rökvísi"! Einum þræði var Powell í rauninni ekkert annað en smásmugulegur lærdómsfauskur. Og Denis Healey hittir naglann á höfuðið þegar hann segir í endur- minningum sínum: „í stjómmálum eins og í lífinu er rökrétt niðurstaða venjulega reductio ad absurdum." Það er samdóma álit þeirra sem fylgdust með Enoch Powell að hann hafi aldrei gert neitt í stjómmálum til þess beinlínis að upphefja sjálfan sig eða til að auka framavonir sínir. Hann breytti ávallt samkvæmt sam- visku sinni og hafði kjark til að standa einn gegn tíðarandanum. Á seinni ámm hefur Powell og mál- flutningur hans verið mjög affluttur af vinstri mönnum og rétttrúar- mönnum í kynþáttamálum. Powell á náttúrlega að hafa verið hinn mesti afturhaldsseggur og kynþáttahat- ari. Þá er horft framhjá því að Powell lagði ekki síður stjómmála- heiður sinn að veði þegar hann barðist fyrir jafngildi mannréttinda í Bretlandi sem í Keníu, að bann við hómósexúalíteti væri afnumið, að hengingar væm afnumdar, að hætt yrði að framleiða kjamorkuvopn, en þegar hann varaði við afleiðingun- um af takmarkalausum innflutningi fólks af framandi þjóðemi til Bret- lands. Gagnsleysi hinnar leiðigjömu tilhneigingar vinstri manna að draga fólk sífellt í dilka og setja á það merkimiða, var algert í tilfelli Enochs Powells. Hann var fyrst og fremst sér á parti, gerði það eitt sem samviska hans bauð, og var í mörgu efni hvorki til hægri né vinstri - rödd hans var sjálfstæð. Það er til marks um áhrif Enochs Powells á samtíð sína í Bretlandi að það hafa verið skrifaðar um hann á annan tug ævisagna, sú nýjasta kom út á síðasta ári og a.m.k. ein er nú í smíðum. Samt sem áður var Powell mörgum ráðgáta. „Allt frá því hann settist á þing hefur þáð verið hlutskipti gáfaðra þingmanna að botna ekkert í Enoch Powell!" sagði Michael Foot einhverju sinni. Powell var óútreiknanlegur einmitt vegna þess hversu staðfastur hann var. Mannfólkið breytist en heimur- inn er samur, sagði hann sjálfur. Enda þótt stjómmál séu sannar- lega list hins mögulega og takmark stjórnmálamannsins sé að ná völd- um og nota völdin til að hrinda boð- skap sínum í framkvæmd, þá er mjög nauðsynlegt að það séu jafn- framt til stjórnmálamenn annarrar gerðar, sem ekki eru fyrst og fremst að keppa um frama, heldur ekki síður að halda fram tilteknum málstað á hverju sem gengur. Það er fjarri lagi að kalla Enoch Powell mislukkaðan stjórnmálamann vegna þess að hann hafi aldrei komist til þeirra metorða sem hann hafði burði til. Hann hafði meiri áhrif á þjóð síns, góð eða vond, en flestir þeirra samtíðarmanna hans sem gegndu háum embættum - og við andlát siþt var hann kvaddur sem einn af risum breskrar þing- sögu á þessari öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.