Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ I | i * f I I I Í r I I f I s | I i Morgunblaðið/Þorkell ÞÓR Þórarinsson fi amkvæmdasljóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi leggur mikla áherslu á að starfsfólki líði vel í starfi til þess að það sé fært um að gefa af sér til skjólstæðinga sinna. Liðsheildin færði þeim viðurkenningn Þór Þórarinsson framkvæmdastjóri Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra hefur litið svo á, að með því að skapa starfsfólki sínu for- sendur til að þroskast og öðlast aukna sjálfsþekkingu vaxi sjálfsvirðing þess. Það skili sér í góðri þjónustu við skjólstæðing- ana. Hildur Friðriksdóttir kynnti sér þessa hugmynd Þórs, sem meðal annarra þátta hefur fært Svæðisskrifstofunni viður- kenningu fjármálaráðherra. VÆÐISSKRIFSTOFA málefna fatlaðra á Reykja- nesi hlaut í síðasta mánuði viðurkenningu fjármálaráð- herra fyrir að skara fram úr og vera til fyrirmyndar í starfsemi sinni. Það sem vekur eftirtekt í nið- urstöðum dómnefndar er sú lýsing, að „markmiðasetning og eftirfylgni verkefna sé til mikillar fyrirmynd- ar og stofhunin nýti í senn aðferðir og hugmyndafræði úr einkarekstri og bestu fræðilegar aðferðir, kenn- ingar og viðmið“. - Viðurkenningin er því ekki veitt fyrst og fremst fyrir hagkvæmni í rekstri heldur kemur hún í kjölfar sjálfsmatsskoðunar stofnunarinn- ar, þar sem nánast allir þættir starfseminnar voru skoðaðir. Farið var yfir stjómun, stefnumótun, vinnuferli, ánægju starfsmanna, ánægju viðskiptavina, umhverfis- þætti og rekstrarárangur. Forstöðumenn koma „heim“ Svæðisskrifstofan er til húsa í Digranesvegi 5 í Kópavogi, þar sem þröngt er um staifsmenn og herbergin nýtt til hins ítrasta. St- aifsmenn eru tæplega 200, en á skrifstofunni sjálfri starfa einungis sex. Vinnuaðstaða þarf aftur á móti að vera fyrir mun fleiri, þar sem forstöðumenn þeirra 20 starfs- stöðva sem Svæðisskrifstofan rek- ur, koma vikulega til „heimastöðv- anna“ og vinna þar. Eru þessi vinnubrögð hluti af fyrirtækja- stefnunni og í samræmi við þá lýs- ingu sem kemur fram í niðurstöð- um dómnefndar. Þar segir, að í hjá Svæðisskrifstofunni sé mikil áhersla lögð á „altæka gæðastjóm- un, rýni og úrbætur og að liðsvinna sé byggð inn í hið opna skipulag og þann metnaðarfulla menningar- brag, sem þar hafi tekist að skapa“. Að lokum segir í dómnefndar- álitá, að Svæðisskrifstofan byggi starfsemi sína á þeirri grunnhug- mynd, að til þess að veita megi fólki með fótlun og aðstandendum þeirra góða þjónustu þurfi starfs- menn að vera í stakk búnir að gefa af sjálfum sér. Þór Þórarinsson framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofunnar segir að leiðin til betri þjónustu liggi í gegnum aukna per- sónulega fæmi starfsfólks og mikið sé lagt upp úr þeim þætti. Þar sem fyrirtækið hafi ekki getað greitt laun í samræmi við metnað og vinnuframlag starfsfólks, sé lögð áhersla á að veita því starfsánægju með öðum hætti, svo sem með sí- menntun. Breyttur hugsunarháttur Árangur Svæðisskrifstofunnar má rekja allt til ársins 1991, þegar starfsmenn völdu sér þá framtíðar- sýn sem unnið hefur verið eftir síð- an. „Við breyttum hreinlega um hugsunarhátt og tókum ákvörðun um að verða þjónustufyrirtæki,“ segir Þór og tekur fram að oftar tali starfsmennimir um fyrirtæki en stofnun, sem undirstrikar ef til vill þann hugsunarhátt sem ríkir innan Svæðisskrifstofunnar. „Það er ekki þar með sagt að einkafyrir- tæki sýni öll þjónustuvilja. Stund- framtíðar- • / syn um pj on- ustu fatlaðra ÞÓR Þórarinsson, fram- kvæmdasljóri Svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, segir að mikil gerjun eigi sér nú stað í mál- efnum fatlaðra, meðal annars vegna yfirfærslu málaflokks- ins til sveitarfélaga. Hann segir við hæfi á tíma- mótum sem þessum að skoða með opnum huga þá kosti sem til greina komi. „Við hjá Svæðisskrifstofunni höfum horft til þriggja úrræða um framtíðarfyrirkomulag þjón- ustunnar og erum að kynna hugmyndir okkar fyrir sveit- arstjórnarmönnum. Við tejj- um mikilvægt að skrifstofan leggi sitt fram í þessari um- ræðu ásamt öðrum sem að máiaflokknum koma svo sem félagsmálaráðuneytinu, hags- munasamtökum og sveitarfé- lögunum." Þrenns konar hugmyndir Þeir þrír kostir sem Þór talar um eru í fyrsta lagi sameiginleg þjónusta ríkis og sveitarfélaga, í öðru lagi þjónusta sem yrði alfarið í höndum sveitarfélaga og í þriðja lagi þjónusta sem yrði algjörlega á vegum ríkisins. Hugmyndimar fela í sér hvemig þeir vilja sjá þjónust- una í framtíðinni. Þetta þýðir meðal annars áherslu á jöfnuð varðandi að- gang að þjónustu sem og sambærileg þjónusta óháð búsetu. „Með tilliti til gæða þjónustunnar er einnig mikil- vægt að skoða hver er raun- hæf stærð svæðis fyrir sér- hæfða þjónustu. Við sjáum ýmsa kosti við að höfuðborg- arsvæðið verði ein þjónustu- heild, jafnframt því að þar verði veitt sérhæfðasta þjón- ustan. Hún tæki til alls lands- ins en grannþjónustan yrði veitt í hveiju sveitarfélagi eða í samlögum þeirra. Ljóst er að gera þarf átak til að mæta þörfum þeirra sem nú em á biðlistum, en þeir era einkum á höfuðborgarsvæð- inu.“ Breytt fjármálastefua Hugmyndir Svæðisskrifstofú Reykjaness ganga einnig út á að skoða hvort breytingar á fjármálum þjónustunnar geti ekki orðið málafiokknum til framdráttar. Bent er á kosti þess að meta ítarlega þjón- ustuþörf hvers einstaklings, áætla hvað sú þjónusta megi kosta og tengja hana vissri fjárveitingu. „Þannig yrði hægt að veita þjónustu í sam- ræmi við þarfir annað hvort í heimabyggð eða annars stað- ar. Með því að tengja ljár- magnið einstaklingnum en ekki svæðinu skapast betri skilyrði en nú eru til að mæta þörfum þeirra sem flytja á milli svæða. Vandaðar þjón- ustuáætlanir og endurmat þeirri yrði nauðsynlegt í slíku fyrirkomulagi, sem og þjón- ustusamningar. Með því að kynna þessar hugmyndir erum við að vekja fólk til frekari umhugsunar um þessi mál og taka þátt í að móta framtíð sem verður málafiokknum til heilla," segir Þór Þórarinsson. um upplifum við þau sem ómann- leg af því að eina hugsunin er sú að hagnast, en starfsfólkinu sem nær árangrinum líður kannski bölvan- lega. Við lítum svo á að starfsfólki verði að líða þokkalega vel til þess að geta gert gott verk.“ Eftir höfðinu dansa limirnir Auðheyrt er þegar líð- ur á samtalið, að þrátt fyrir að „samvinna“ sé lykilorð, hvort sem er á milli einstaklinga eða einstakra stofnana, sem undir Svæðisskrifstofuna heyra, á máltækið „eftir höfðinu dansa limirnir" vel við. „Já, ég hef lagt gífurlega áherslu á eigin sjálfsvinnu sem manneskja og tekist á við styrk minn og hindranir mínar. Þar ligg- ur uppsprettan að aukinni sjálfs- þekkingu og þroska,“ segir Þór, sem kveðst ekki hafa farið varhluta af þeirri reynslu sem geri það að verkum að menn staldri við og fari að hugsa sinn gang. „Þessi reynsla hefur gefið mér þær forsendur að láta gott af mér leiða og vera ánægður með mig og mína, bæði í starfi og einkalífi." Aður en hann tók við starfi fram- kvæmdastjóra Svæðisskrifstofunn- ar árið 1984 hafði hann lokið þroskaþjálfanámi og fjölskyldu- og hjónaráðgjöf hér á landi en félags- ráðjgjöf í Noregi. A meðan á þroskaþjálfanámi stóð vann hann á fjölmörgum stöð- um, svo sem á Kópavogshæli, hjá Æskulýðsráði, Útideildinni, með- ferðarbeimili fyrir unglinga, Kleppsspítala og á meðferðarstofn- un fyrir áfengissjúkhnga. „Ég hef alltaf unnið mikið meira en fullt starf,“ segir hann en bætir við að hann hafi áttað sig á því eftir nokkur ár, að lífið hafði upp á önnur eftir- sóknarverðari gildi að bjóða en bara vinnu. Hann kveðst einnig gera sér grein fyrir hvað sí- menntun er mikilvæg. Hann fór því í vetrar- langt nám til Noregs í stjómun og handleiðslu í félagsþjónustu eftir að hafa starfað í nokkur ár sem framkvæmdastjóri Svæðis- skrifstofunnar. Stofnunin er til fyrir skjól- stæðingana en ekki öfugt Meginmarkmiðið með þeirri nýju hugsun og framtíðarsýn, sem starfsmenn settu sér árið 1991, var að miða starfsemina við þarfir skjólstæðingsins í stað þess að láta hann passa inn í kerfið. „Við vild- um horfa á heildaraðstæður hans og bjóða upp á einstaklingslausnir eins og mögulegt væri. Lykillinn að því var að taka okkur sjálf í gegn og átta okkur á hvað við gætum og hvað ekki,“ segir Þór. I kjölfarið vora settar upp fræðsluáætlanir fyrir alla starfs- menn Svæðisskrifstofunnar, þar sem áhersla var lögð á samvinnu, tjáskipti, hvemig hægt er að byggja upp traust, ákveðniþjálfun, „Grundvallar- atriði fyrir skjólstæðing að hafa tengil, því hann getur þurft að hafa samskipti við alit að 20 stofnanir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.