Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998_ HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ í DAG Níutíu og níu skref Guðs Sjálfur verð ég að ganga út á eigin fót- um, segir séra Heim- ir Steinsson, í því skyni að veita himna- birtunni viðtöku. FYRIR fáum dögum barst mér S hendur 1. hefti 64. árgangs Kirkjuritsins, en það er gefið út af Prestafélagi Islands og er m.a. vettvangur margs konar guðfræðilegrar umræðu. I hönd- um séra Kristjáns Bjömssonar ritstjóra og annarra ritnefndar- manna er Kirkjuritið að vanda prýðilegur vitnisburður um lif- andi kristindóm á íslandi. Það er alltaf velkominn gestur á minn bæ. Svo var og þessu sinni. Séra Siguijón Þ. Árnason Meðal efnis í Kirkjuritinu er ritsmíð, sem nefnist „Kennimað- urinn sr. Sigurjón Þ. Ámason. Aldarminning 1897-1997“. Höf- undur þessarar greinar er dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson og fjallar hann þar um nafna sinn og afa. Greininni fylgir síðasta predikun Sigurjóns eldra í Hall- grímskirkju, flutt 28. október 1967. Allt þetta efni þykir mér áhugavert. Tel ég það eiga er- indi við fleiri en áskrifendur Kirkjuritsins og leyfi mér því að benda á það í eftirfarandi hug- vekju. Sigurjóp Þ. Ámason var son- ur séra Áma Bjömssonar pró- fasts í Görðum á Álftanesi. Sig- urjón lauk kandídatsprófi í guð- fræði 1921. Veturinn eftir var hann í framhaldsnámi í trúar- heimspeki við Kaupmannahafn- arháskóla og kynnti sér jafn- framt safnaðarstarf. Frá 1924 til 1944 var séra Sigurjón prestur í Vestmannaeyjum, en eftir það við Hallgrímskirkju í Reykjavík til starfsloka 1967. Séra Sigur- jón hafði alla tíð mikinn áhuga á leikmannastarfi innan kirkjunn- ar og starfaði mjög að kristileg- um félagsmálum. Áratugum saman var hann í stjóm Kristni- boðssambands íslands og lengi í stjóm Prestafélags íslands. Árið 1948 beitti séra Sigurjón sér fyr- ir stofnun Félags játningatrú- aðra presta, og var hann formað- ur þess í fimmtán ár. Trúarbarátta Séra Sigurjón Þ. Ámason var einstaklega iðinn við guðfræði- rannsóknir alla daga sína. Bóka- safn hans geymir u.þ.b. tvö þús- und guðfræðirit. Er þar mikið af fyrstu útgáfum þýzkra undir- stöðurita í guðfræði. Flest stór- menni í guðfræðisögu 19. og 20. aldar eiga sess í þeim sal. Við verkalok sagði Sigurjón um feril sin: „Eg lagði allan minn prestsskapartíma mikla vinnu í ræðu mínar og vandaði þær eins og tími gafst frekast til ... Ég var víst allt frá bemsku gruflari og í lífinu heilabrota- maður, mín trú óx frá bama- trúnni til trúar hins fullorðna gegnum baráttu. Og ég hef alltaf orðið ekki aðeins að leita fyllri þekkingar á kristnum trúar- brögðum, heldur einnig eftir getu að afla mér þekkángar á andstæðum skoðunum og gert upp við þær. Þetta hefur verið mér nauðsyn og er enn.“ Sigurjón ólst upp á gamallúth- ersku heimili, en þegar hann hóf nám við guðfræðideild Háskóla íslands var svokölluð „nýguð- fræði“ þar allsráðandi. Mótaði hún íslenzkt kirkjulíf um þær mundir og næstu áratugi. Sigur- jón sætti sig aldrei við nýguð- fræðina, hvorki í námi né prests- skap. Þess í stað aðhylltist hann „gamalguðfræði", en rætur hennar lágu í iútherskum rét- trúnaði. Þessar stefnur tókust á um hugi kristinna manna á Is- landi fram yfir miðja öldina. Séra Sigurjón Þ. Ámason var virkur í þeirri baráttu. Traust, hlýðni og viyaákvörðun Marteinn Lúther skilgreindi kjama kristinnar trúarafstöðu sem traust til Guðs. Sú skil- greining er hluti af lútherskum arfi íslendinga. Hins vegar er áherzlan á trúna sem hlýðni við Guð. Báðir þessir þættir birtast mjög í ræðum séra Sigurjóns Þ. Ámasonar og ritsmíðum: Trúin er vísvitandi og viljandi viður- kenning á guðdómi Drottins og hlýðni og skilyrðislaus lotning fyrir hans náðuga og góða vilja. Trúin í brjóstum vorum er Guðs verk. Með sínum heilaga anda kveikir Guð trúna í hjört- um mannanna. En maðurinn hefur frjálsan vilja. Gjáin, sem staðfest er milli Guðs og manns, er að mestu brúuð af Guði ein- um. Hann stígur níutíu og níu skref áleiðis til mannsins. En eitt skref verðum vér að stíga í átt til Guðs. Sjálfur hlýtur mað- urinn að snúa sér tH frelsara síns og þiggja náðina. Trú þín er þannig öðmm þræði viljaákvörð- un. Guð talar til þín í orði sínu og anda. En þitt er að móta eigin viðbrögð við ávarpi hans. Ljós og skuggi Einhverjum kann að virðast hið síðast greinda mótsagna- kennt: Guð einn glæðir trúna í brjósti mannsins. En sjálfur verður maðurinn að stíga loka- skrefið. Þetta er þó ekki þver- sagnafyllra en umgengni manna við sólarbjarma himinsins. Sólin skín og hellir geislum sínum yfir allt og alla. En ég nýt ekki geisla hennar, ef ég sit innan dyra í skugganum. Sjálfur verð ég að ganga út á eigin fótum i því skyni að veita himinbirtunni við- töku. Sama máli gegnir um þig og Guð. Þú nýtur ekki náðar hans og návistar nema þú snúir þér til hans og takir á móti anda hans. Kristinn einstaklingur er sam- verkamaður Guðs. Meginhluta verksins vinnur ffelsarinn fyrir þig. En síðasta áfanga leiðarinn- ar leggist þið báðir á eitt. Helgun og trú Traustið á orði Guðs breytir lífi mannsins. Helgun og trú falla því saman. Séra Sigurjón Þ. Ámason sagði eitt sinn: „Helgun fylgir alltaf sannri Kriststrú", og vitnaði síðan í Lúther: „Við er- um ekki kölluð til leti, heldur til starfs gegn öllum lágum hvötum okkar ... En hann reiknar þær aðeins þeim ei til sektar, sem með karlmannlegri einbeitni taka upp baráttuna við galla sína og berjast við þá til sigurs fyrir trú og náð Guðs.“ Hin óverðskuldaða réttlæting í Kristi af náð fyrir trú er eini grundvöllur kristins siðgæðis. Það er Kristur einn, náðin ein, trúin ein og ritningin ein, sem er bjargvættur mannsins og leiðir hann til lífs, já eilífs lífs með Guði, um leið og trúin á Krist verður farvegur blessunar Guðs hér í heimi og í lífi kristins manns. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Eigendur fái endurgreitt VEGNA frumvarps _um slit á Brunabótafélagi íslands vil ég koma því á framfæri að það liggur beint fyrir að eigendur fái endurgreitt það sem þeir hafa borgað of mikið fyrir tryggingar sínar undanfarin ár. Þetta var einkafyrirtæki lands- byggðarinnar án sam- keppni. Tilfærsla á pening- um frá eigendum til ann- arra er alþingi ekki sam- boðið né virðingu þess. Tryggingataki. tilfhéðni svarað „VINDAR og vatn hafa víða farið illa með landið og hreinlega flutt það á brott með sér. Eldgos, með öllu tilheyrandi, hafa einnig átt sinn þátt í að skapa mela og ógróið land. Víða getum við séð breiður af svörtum sandi sem myndast hefur í hamfórum eldanna. Skógaheiðin und- ir Eyjafjöllum hefur ekki farið varhluta af eyðilegg- ingarmætti náttúrunnar. Eyjafjöllin hafa löngum verið þekkt fyrir snarpa vinda. Það er ósjaldan sem fjölmiðlar bera okkur fregnir af þvi að vindamir sem koma af heiðum og fjölium Eyjafjallanna hafi rifið þök af húsum og feykt bílum eins og plastpokum. í Skógum er norðanvind- urinn sterkastur og hefur hann í gegnum tíðina borið með sér eitthvað af landi heiðarinnar í Skógum. Mikið uppgræðslustarf hefur átt sér stað í Skóga- heiðinni og hafa Lions- menn unnið þar gott starf. Þeir báru áburð og fræ ár- lega í nokkur ár í Fosstorf- una svokölluðu, en hún er ofan og austan við Skóga- foss, og Steinbúatorfuna en hún er þar rétt innar. Eftir að Lions-menn hættu að bera í torfumar tóku bændurnir á Skógum við í samvinnu við Landgræðslu ríkisins. Það em ekki mörg ár síðan torfumar voru flakandi sár en nú em þar samfelldir grasbalar og sárin gróin. En þetta er ekki allt og sumt. Á hverju sumri ösla bændumir með sitt búalið upp á heiðina. Áburði og fræjum er ekið upp á Flugbjörgunarsveit- arbílnum og síðan er borið í rofabörðin með handafli og em aflar hjálpsamar hend- ur vel þegnar. Ég hef gengið um heið- ina oft á ári um ein fimmt- án ár. Ég sé hvemig hún hefur tekið stakkaskiptum. Þar sem áður vora svartir melar em nú grænir teigar. Þar sem áður vom flakandi sár í rofabörðunum má heita algróið núna og vonir standa til að innan fárra ára verði fleiri grænir teig- ar og sárin gróin um heilt. Við íslendingar búum á landi þar sem allra veðra er von og hinar ýmsu nátt- úmhamfarir verða án þess að gera boð á undan sér. Við mannfólkið höfum oft- ar en ekki þurft að lúta í lægra haldi fyrir móður jörð og svo er einnig með gróðurinn. En þær em hvorki fáar né litlar skemmdirnar sem við mannfófldð höfum valdið jörðinni og getum við eng- an veginn, hvernig sem við reynum, komið sökinni á einhvem annan, hvað þá ferfættan málleysingja sem hefur haldið lífinu í landanum í gegnum tíðina. Ég er ekki sammála Úlf- héðni þar sem hann skrifar í Velvakanda 17. febrúar síðastliðinn um það að Skógaheiðin sé ein auðn og þar eigi því að koma upp skógrækt. Því vil ég bjóð- ast til að ganga með hon- um um heiðina einn fagran sumardag og ég skal með ánægju sýna honum þær breytinar sem orðið hafa.“ Þrasi. Tapað/fundið Lesgleraugu týndust LESGLERAUGU, tví- skipt, í brúnu, hörðu hulstri merkt Armani, týndust föstudaginn 6. mars, líklega á leiðinni frá Kjörgarði að Hlemmi, Hverfisgötumegin. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 7717. Karlmannsúr týndist KARLMANNSÚR fannst í Smáranum í Kópavogi fimmtudaginn 12. mars. Upplýsingar í sima 564 1919. Víkverji skrifar... TVÖ MEGINMÁL, er snerta rétt borgaranna, eru enn óleyst, annars vegar atkvæðisrétt- urinn og hins vegar jafnræði í sam- skiptum við ríkið. Um áratuga skeið, líklega allt frá stofnun lýð- veldisins, hafa þessi réttindmál ver- ið öðru hverju á dagskrá. Engin lausn hefur enn fengizt, þótt kyn- slóðir alþingismanna, hver fram af annarri, hafi haft um það góð orð. Hver skyldi ástæðan annars vera, þegar svo mikilvægir hagsmunir alls almennings eru í húfi? Svarið liggur að sjálfsögðu í augum uppi. Það eru ekki hagsmunir þing- manna, að borgarar landsins hafi jafnan kosningarétt, því það ógnar valdastöðu þeirra og möguleikum til að ná kosningu til Alþingis. Þingmenn hafa heldur ekki, a.m.k. ráðandi fjöldi þeirra, talið borgar- ana þurfa jafnræði á við ríkið og stofnanir þess, því þeir séu þar hvort sem er í þeirra eigin, hæfu höndum. Heilu stjómmálakerfi þessarar aldar hafa byggt á því, að völdin og dýrðin sé ríkisins og hlut- verk mannfólksins sé það eitt að þjóna ríkinu. Eitt hræðilegasta stjómmálakerfi allra tíma, komm- únisminn, hefur átt, og á enn, víð- tæk ítök í hugum íslenskra stjóm- málamanna. Óheillavænleg áhrif kommúnismans og hvers kyns af- brigða hans munu ekki hverfa úr ís- lenzku þjóðfélagi fyrr en kynslóðir tuttugustu aldarinnar eru liðnar. ESSI MISSERIN fjallar sér- stök nefiid þingflokkanna um breytingar á kjördæmaskipaninni og er yfirlýst markmið að draga úr misvægi atkvæða. Víkverji undir- strikar þetta orð - misvægi. í hugum þingmanna snýst málið ekki um það, að sérhver borgari þessa lands hafi fullan og jafnan atkvæðisrétt. í þeirra huga snýst málið um jafnvægi milli stjórnmálaflokka, með hvaða hætti megi tryggja hinum og þessum þingsæti, hvaða valdahlutfoll verði milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar. Þó með þeim hætti, að svo verði dregið úr megnri óánægju þeirra kjósenda, sem búa við skertan atkvæðisrétt, að þeir kjósi flokka sína og þingmenn áfram. Þingmenn líta ekki á það sem skerðingu á borg- aralegum réttindum, þótt umbjóð- endur þeirra margir hafi ekki nema fjórðungs atkvæðisrétt eða helm- ings. Er ekki kominn tími til fyrir kjósendur að standa á rétti sínum og kreQast fullra borgararéttinda í lýð- veldinu íslandi? xxx KLAR réttarbætur hafa orðið á kipulagi dómsmála síðustu árin og það er ekki lengur sjálfsagt, að rík- isvaldið hafi forgang í réttarkerfinu. Þessar réttarbætur verður því miður að rekja til útlanda. Það er í krafti að- ildar landsins að Mannréttindadóm- stólnum, Evrópuráðinu og Evrópska efnahagssvæðinu, sem staða borgar- anna hefur breyzt til hins betra. Þó er langt í land á sumum sviðum, þótt sett hafi verið sérstök stjómsýslulög. Þar ber einna hæst meðferð á skattborg- urnrn í skattkerfinu, en hún er með þeim hætti, að ríkið hefur allan for- gang og afla þræði í hendi sér. Víkverji hefur að undanfómu fjall- að nokkuð um réttleysið, sem skatt- borgaramir búa við, en það er í al- gerri ahdstöðu við anda sijómar- skrárinnar, stjómsýslulaga og mann- réttindasáttmálann. Skattstofumar fella úrskurði um eigin ákvarðanir og leggja þar með mikil útgjöld á skatt- greiðandann, sem era aðfararhæf með fjámámi, hvort sem úrskurðurinn er réttur eða rangur. Úrskurður skatt- stofunnar er svo sendur ríkisskatt- stjóra á leið sinni tfl yfirskattanefndar leggi skattborgarinn í það að leita réttar síns, sem margir treysta sér ekki til. Yfirskattanefhd er svo enn ein framlengingin á skattkerfinu og hún er ekki óháðari en svo, að nefnd- armenn eiga starf sitt undir fjármála- ráðherra, vörzlumanni ríkissjóðs. Lætur nokkur maður sér detta í hug í fuflri alvöru, að þetta fyrirkomulag tryggi óháða umtjöllun á máli skatt- borgarans. Þetta er hliðstætt við það, að lögregluþjónn, yfirlögregluþjónn og lögreglustjóri rannsaid mál, ákæri í því og dæmi að lokum. í dómsmálum hefur slíku kerfi þegar verið hrundið, þar sem það stenst ekki mannrétt- indasáttmála Evrópu. Hvenær kemur að skattkerfinu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.