Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 42
■42 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN GUÐMUNDSSON verslunarstjóri, Ásholti 2, Reykjavík, sem lést á Vífilstaðaspítala laugardaginn 7. mars sl., verður jarðsettur frá Háteigskirkju miðvikudaginn 18. mars kl. 13.30. Ástríður Ingvarsdót Ingibjörg Kristjánsdóttir, S> Ragnheiður Kristjánsdóttir, M barnabörn og barnabarn flK'. V tir, /einn Fjeldsted, ár Jóhannsson, abörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINDÓR SIGHVATSSON, er lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi föstudaginn 6. mars sl., verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 17. mars kl. 15.00. Guðmundur Steindórsson, Viktoría Lára Steindórsdóttir, Kristín Rós Steindórsdóttir, Sighvatur Smári Steindórsson, Viggó Steindórsson, Anna María Steindórsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barn abarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDA VIGFÚSDÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, sem lést sunnudaginn 8. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 17. mars kl. 15.00. Arnfríður Hermannsdóttir, Erling Sörensen, Gerður Elíasdóttir, Fjóla Hermannsdóttir, Hörður Þorsteinsson, barnabörn og brnabarnabörn. + Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför MARGRÉTAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis á Norðurbraut 13, Hafnarfirði. Hrafnhildur Halldórsdóttir, Jónfríður Hafldórsdóttir, Tómas Guðnason, Margrét Halldórsdóttir, Magnús Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn og faðir, WILL HARRISON KÁRI PERRY, Ásbúð 106, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi miðvikudaginn 18. mars kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hulda Óskarsdóttir Perry, Michaelle Lee Bagneski. + Bróðir okkar, BALDUR GUNNARSSON frá Fossvöllum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 16. mars kl. 13.30. Stefán, Þorvaldína, Bergþóra og Sigrún. HELGA JÓNSDÓTTIR + Helga Jónsdóttir fæddist á Þver- hamri á Breiðdal 14. janúar 1896. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 18. febrú- ai' síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Jónsson frá Færeyjum og Jó- hanna Bjarnadóttir frá Núpi á Beru- ljarðarströnd. Systkini hennar voru Anna og Ingólfur. Helga giftist Ingimundi Jóns- syni, eiganda ílskverkunarstöðv- arinnar Dvergs. Þau hjónin eignuðust tvö börn, Jón, f. 26.1. 1925, og Unni, f. 13.6. 1928, d. 14.7. 1980. Börn Jóns eru: Ingi- mundur, Helga, Leifur, Anna Steinunn, Unnur, Elín, Gróa, Jón Grétar og Jóhann Haukur. Utför Helgu fór fram frá Foss- vogskapellu 27. febrúar. Nú, þegar amma mín og nafna hefur kvatt þessa jarðvist, langar mig til þess að minnast hennar með nokkrum orðum. Þegar sest er niður og hugurinn látinn reika til baka koma fram mörg minningarbrot um samskipti okkar ömmu. Mínar fyrstu minn- ingar era þegar ég sem smástelpa kom vestur á Holtsgötu til að vera hjá afa, ömmu og Unni frænku um helgar. Afi sat þá gjarnan við gluggann í hornstofunni og beið eftir mér en hann var þá orðinn rígfullorðinn og lasburða. Stóra stundin var þegar ég stóð á horn- inu á Bræðraborgarstíg og Tún- götu og sendi afa mín- um fingurkossa upp í gluggann til hans og var hann óspar á að senda mér kossa á móti. Amma hugsaði vel um afa meðan hann gat verið heima og naut hún aðstoðar Unnar frænku, dóttur sinnar. I mínum huga vora það sérstakar stundir þegar ég gisti hjá ömmu, í svokölluðu Elluherbergi, á göml- um hermannabedda og er ég vakn- aði á morgnana beið mín ætíð opin maltflaska og hvít lagkökusneið með sultu. Arin liðu og ég eignaðist dreng. Amma og Unnur tóku hon- um opnum örmum og var hann hjá þeim oft og iðulega þegar ég var að vinna og vora þær alltaf tilbúnar að leyfa honum að gista. Þær tóku honum sem sínum eigin og ekkert var þeim óviðkomandi um velferð hans. Unnur frænka andaðist skyndi- lega, aðeins rúmlega fímmtug að aldri og var það ömmu geysilega mikið áfall, en hún bar harm sinn í hljóði og aldrei heyrði ég hana kvarta, enda var hún í eðli sínu já- kvæð og bjartsýn kona. Enda var það svo að þegar það uppgötvaðist að amma vai’ með brjóstakrabba tók hún því af æðraleysi og lifði við góða heilsu í mörg ár eftir að mein- ið hafði verið numið á brott. Mér er líka minnisstætt þegar amma kom með fjölskyldu minni upp í sumarbústað við Laugarvatn fyrir allmörgum áram. Þetta var seinnipart ágústmánaðar og + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, og vinarhug við andlát og útför, SIGTRYGGS VIÐARS STEINÞÓRSSONAR og ÞORBJARGAR KATARÍNUSDÓTTUR, Fannborg 1, Kópavogi. Sérstakar þakkir til félaga Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, og annarra fyrir veitta aðstoð. Böm, tengdabörn, systkini, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU S. GUÐLAUGSDÓTTUR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir eru færðar til starfsfólks deildar 11E og 11F á Landsþítalanum og Hjúkrunarþjónustunni Karítas. Sverrir Torfason, Valgerður Sverrisdóttir, Ása S. Sverrisdóttir, Ásgrímur Hilmisson, Halldóra S. Sveinsdóttir, Stefán ívar ívarsson, Guðrún Jónsdóttir, Sverrir Jónsson, Andrea Ásgrímsdóttir, Auður Ásgrímsdóttir og Hilmir Gestsson. myrkrið grúfði yfír sveitinni, en stöku ljós að sjá í fjarska. Amma stóð við gluggann og horfði út. Um hana fór hrollur og hún sagði: „Eft- ir hverju erað þið að sækjast þegar þið dveljið hér í myrkrinu? Þetta minnir mig á þegar ég var að alast upp fyrir austan, bjó í koti og ekkert ljós að sjá lengstan hluta ársins“. Ljósið var henni því mikils virði. Það er ekki auðvelt að setja sig í hennar spor eða annarra þein-a sem ólust upp um og eftir aldamótin, það var harður heimur og farið snemma til vinnu og að sjá fyrir sér. Amma gerðist vinnukona, eins og þá tíðkaðist, en ólíkt mörg- um öðram sagðist hún hafa verið heppin með sína vinnuveitendur og talaði ætíð um þá með virðingu og hlýju. Eftir að afi dó bjó amma lengi á Holtsgötunni, fyrst með Unni og síðar ein, en gerðist svo vistmaður að Hrafnistu í Reykjavík. Þar fannst henni gott að vera, fólkið gott og aðbúnaður allur hinn besti. Einhverju sinni, er ég kom til hennar, sagði hún mér frá því að vistmaður einn hefði verið í þungu skapi og sagt við sig að það að dvelja hér væri eins og að vera í Helvíti. Amma svaraði þá kankvís- lega um hæl að hún þyrfti þá ekki að kvíða því þótt hún kæmist ekki til himnaríkis ef vistin þar „neðra“ væri ekki verri en þetta! Eftir hundrað ára afmæli ömmu varð mér á orði við hana, að ég mundi ekki „nenna“ að verða svona gömul en þá sagði sú gamla við mig með glettni í augum: „Þú ert nú bara ekkert of góð til þess að verða 100 ára“! Ég spurði hana þá hvort henni leiddist aldrei, en þá sagði hún að svo væri ekki því hún gæti setið tímunum saman og horft á skýjafarið eins og hún hefði gert þegar hún var stelpa. Ég horfi á skýin sem þjóta um himinhvolfið og taka á sig ótal myndir og þá verður mér hugsað til ömmu. Blessuð sé minning hennar. Helga Jónsdóttir. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfiararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. '4? % £ s % # Þegar andlát ber að höndurn Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.