Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN HLUTVERK KIRKJ- • • UNNAR A NYRRI OLD Á LIÐNU hausti tók ég þátt í ráðstefnu á vegum háskólans í Árósum í Danmörku, er bar yfír- skriftina „Kirkjan á nýrri öld“. Þar komu saman guðfræðingar, félags- fræðingar, stjómmálafræðingar, prestar og fulltrúar fjölmargra kirkjudeilda hvaðanæva að úr heiminum til þess að gera upp öld- ina sem er að líða og spá í framtíð kirkjunnar. Af fjölmörgum fundum sem voru haldnir í tengslum við þessa ráðstefnu, fjallaði einn um frelsunarguðfræðina svokölluðu í Suður-Ameríku í dag. Frelsunar- guðfræðin er stefna innan kirkj- unnar sem hefur verið leiðandi í umræðunni í Suður- og Mið-Amer- íku allt frá því í kringum 1970 og hefur haft mikil áhrif í þriðja heim- inum. Frummælandi var Gustavo Gutiérez, sem er einn af frum- kvöðlum frelsunarguðfræðinnar og ötull baráttumaður fyrir frelsi og réttlæti í Suður-Ameríku. Fyrst þegar ég sá Gutiérez ganga í salinn þar sem fundurinn fór fram, vissi ég varla hvaðan á mig stóð veðrið. Eg hef lesið bæk- ur þessa manns og kannast í gegn- um þær við eldmóðinn sem býr að baki og skákað hefur harðstjórum Kirkjan er kirkja allra, segir Þórhallur Heim- isson, og hlutverk hennar er að boða öll- um fátækum, í anda og líkama, líf. álfunnar síðastliðin 30 ár. Því hafði ég gert mér í hugarlund stæðileg- an og veraldarvanan baráttujaxl. En það var nú öðru nær. Inn í sal- inn gekk lítill og þreyttur maður, nýbúinn að sitja fundi og ráðstefn- ur í háskólum um alla Skandinav- íu. Einna helst virtist hann vera feiminn við þétt setinn salinn sem beið spenntur og eftirvæntingar- fullur. En svo byrjaði Gutiérez að tala og smátt og smátt umbreyttist hann fyrir augum okkar er í saln- um vorum. Af mikilli sannfæringu og með eld í augum dró hann upp mynd af nútíð og sögu álfu sinnar, lífi hinna fátæku og byltingarvilja kirkjunnar ; svo lifandi mynd að veggir og málverk hins virðulega háskólasalar hurfu, en Suður-Am- og draumar Gutiérez tóku eríka kirkju yfir. Boðskapur kirkj- unnar Frumvandi kirkj- unnar að sögn Gutiérez er að standa andspæn- is hinum fátæka og snauða og segja við hann: „Guð elskar þig“. Hvemig getur kirkjan sagt það og meint það sem hún segir? Að vera fátækur í fátækrarhverfum stórborga heimsins er ekki aðeins félagsleg staða eða fjárhagslegt vandamál. Að vera ör- eigi á götum New York, París, London og allra hinna er ekki bara það að eiga ekki peninga. Það er að vera persóna sem skiptir ekki máli, „dispensable" var orðið sem Gut- iérez notaði og þýðir einna helst „ónauðsynlegur“, einhver sem má missa sín, óþarfur! Sá sem er óþarfur er í raun ekki til í samfé- laginu. Að segja „Guð elskar þig“ við fólk sem lifir hvern dag sem „óþarft“ í samfélaginu, er að boða Þórhallur Heimisson mhverfisvæ Fyrir skemmstu hóf Olíufélagið hf. sölu á nýrri tegund gasolfu/dísilolíu fyrir bifreiðar og vinnuvélar. Þetta er mun umhverfisvænni gasolía en áður hefur þekkst. Bruninn verður miklu hreinni og brennisteinsinnihald er að jafnaði aðeins 0,04% af þyngd olíunnar. Nýja gasolían er samkvæmt EN590 staðli Evrópubandalagsins og er nú á bensínstöðvum ESSO um allt land. Virðum náttúruna - veljum þau efni sem valda minnstum skaða í umhverfinu. & Olíufélagið hf þeim sem eru án til- veru, tilverurétt. Fá- tæktin, kúgunin, kyn- þáttahatrið, jafnréttis- málin, öll réttlætismál hverju nafni sem þau nefnast ættu því að vera málefni kirkju og trúar. Þau eru þá ekki aðeins félagsleg eða pólitísk. Því þau snú- ast um grundvallar- spurningu trúarinnar: „Elskar Guð?“. Ef Guð elskar eins og kirkjan boðar á öllum tímum, þá er enginn óþarfur. Nútíminn segir „þú ert til, skiptir máli, ef þú átt eitthvað, ert einhvers metinn af samfélaginu“. Kirkjan á aftur á móti að segja“ þú ert til, skiptir máli, af því að Guð elskar þig“! Ef Guð elskar alla, verður kirkja hans auðvitað að vera kirkja allra, en þó sérstaklega hinna fátæku og kúg- uðu, þeirra sem eiga sér engan málsvara, þeirra sem Gutiérez kall- ar „lifandi dauða í samfélaginu". Hinir fátæku deyja í raun samfé- laginu, þó þeir dragi andann. Þeir eru útskúfaðir frá landi hinna lif- andi. Þetta verður átakanlega skýrt meðal heimilisleysingja stór- borganna sem búa í pappakössum og holræsum undir glæsilegum stórhýsum fjármálahöfuðstöðva heimsins, afskiptir af öllum. Hvers vegna á kirkjan sérstaklega að vera kirkja þeirra? Kirkjan boðar að lífíð hafi sigrað dauðann fyrir upprisu Jesú Krists frá krossinum. Því verður kirkjan að boða líf, boða hinum lifandi dauðu í samfélaginu líf. Kirkjan á að vera nærri þar sem lífinu er ógnað og boða lífið, en ekki láta sér nægja að standa hlut- laus andspænis hinum andlega og félagslega dauða í samfélaginu. í stórborgum heimsins er að verða til ný menningarleg aðgrein- ing, þar sem hinir fátæku, flótta- menn og innflytjendur, greinast hver frá öðrum eftir litarhætti, þjóðemi, aldri, kyni og siðum. Hver hópur skapar sitt samfélag og lifir eins og hinir væru ekki til. Þetta þekkja allir sem um lengri eða skemmri tíma hafa dvalist á er- lendri grundu. Þessi þróun virðist fara vaxandi frekar en hitt og gæti orðið eitt af höfuðvandamálum nýrrar aldar. Aðgreining kynþátt- anna er ávísun á vaxandi þjóðem- isólgu og baráttu um völd í samfé- laginu. Þvert á þetta á hinn kristni boðskapur um líf í dauða að ganga. Sá boðskapur er ekki boðskapur einnar menningar. Að sjálfsögðu eiga allir að fá að njóta sín, sinnar menningar og rækta sinn uppruna . En að rækta eigin menningu á ekki að þýða að menning annarra sé fótum troðin. Boðskapur kirkj- unnar er hinn sami í öllum menn- ingarkimum heimsins, boðskapur- inn um líf og réttlæti Guðs til handa öllum, ríkum, snauðum, körlum, konum, svörtum, hvítum, ungum, öldnum. Því verður kirkjan að boða samvinnu hinna fátæku meðal hinna fátæku og kúguðu. Að flokka réttlætuð eftir því hvort það beinist að körlum, konum, svörtum, börnum eða öðrum þjóðfélags og minnihlutahópum, sundrar hinum eina sameiginlega boðskap kirkj- unnar, sem er boðskapurinn um líf í dauða nútímans. Réttlæti Guðs er eitt. Frelsunin Frelsunin sem kfrkjan á að boða á nýrri öld er frelsun allra einstak- linga, frelsun þess samfélags sem einstaklingurinn býr í, frá synd sundrungarinnar. Jesús Kristur er tákn frelsunar- innar. Hann, hinn krossfesi, varð á krossinum ónauðsynlegur samfé- laginu sem hann bjó í, ekki-per- sóna. Hann er því mitt á meðal þeirra sem samfélagið dæmir í dag ónauðsynlega, ekki-persónur. Ásjóna hans endurspeglast í ásjónu þeirra. Með upprisu sinni reisir hann þá upp til lífs, hér og nú, og segir „vertu til“. Áð segja „Guð elskar þig“ við hinn fátæka er því að segja „þú ert til“! Með krossdauða sínum frelsar Kristur fyrst þá lifandi dauðu í fátækt heimsins. Síðan hina. Kirkjan get- ur því aldrei lokað augunum fyrir fátækt heimsins, vilji hún vera kirkja Krists, hvemig sem sú fá- tækt birtist. Kirkjan á að standa með hinum fátæku, hinum kross- festu, sem Kristur, allt til dauða. Stjórnmálin Að skilgreina hvemig hið félags- lega réttlæti er framkvæmt í smáat- riðum er ekki hlutverk kirkjunnar. Það er hlutverk stjómmálanna. Pólitíkin verður að vaxa út frá sam- félaginu á hverjum stað. Kirkjan er ekki sérfræðingur í félags- og efna- hagsmálum og hefur aldrei verið. Kirkjan boðar ekki vinstri eða hægri sinnaðan kristindóm. Kirkjan á að boða líf. Lífið sem kirkjan boð- ar verður síðan farvegur pólitískra umbyltinga og pólitíkin sprettur upp úr öllum kimum samfélagsins, frá öllum flokkum og stefnum. Eins og kirkjan er þver-menningarleg, á hún að vera þver-pólitísk. Hvert er þá hlutverk og boð- skapur kirkjunnar á nýrri öld að mati Gutiérez? Hlutverk kirkjunn- ar er fyrst og síðast að vera boð- beri Jesú Krists. Sem hann og í hans nafni á hún að ganga inn í all- ar aðstæður þar sem fólk er svipt mennsku sinni, sett til hliðar og hafnað af samfélaginu. Þar sem andlegur dauði ríkir á hún að boða líf. ÖU sundmng kirkjunnar, allir flokkadrættir, öU guðfræði sem einkennist af klofningi er í and- stöðu við þetta hlutverk. Kirkjan er aldrei kirkja ákveðinna hópa, ekki kvennakirkja, karlakirkja, ungUngakirkja, fátækrakirkja eða ríkra. Hún er kirkja allra og hlut- verk hennar er að boða öllum fá- tækum, í anda og líkama, líf. Því hlutverki gegnir kirkjan m.a.s. í alþjóðasamtökum, með hjálparstarfi, friðarstarfi og þróun- arstarfi. Á heimavelli, eins og hér á íslandi, verður það hlutverk kirkj- unnar að styrkja sérstaklega alla hópa sem eru settir til hhðar af samfélaginu, eða lenda utangátta vegna sjúkdóma, atvinnuleysis og félagslegra erfíðleika. Sérþjónusta kirkjunnar við þessa hópa ætti að vera vaxtarbroddur starfsins á komandi öld. Kirkja nýrrar aldar á að flytja boðskap Jesú um líf í myrkri heimsins. Þann boðskap á að flytja í verki, en ekki aðeins í orði, eins og Kristur sjálfur gerði, því með verkum sínum segir kirkj- an í heiminum: „Verði líf‘! Höfundur er prestur í Ha/narfíarð- arkirkju. BURSTAMOTTUR Úrvalið er hjá okkur Jýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.