Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 41 I ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( 1 ( \ ( ( i ( \ ( ( á \ < ( ( ( INGUNN THORLA CIUS + Ingunn Thorlaci- us fæddist á Heiðabæ í Þingvalla- sveit 4. september 1945. Hún lést á Landspítalanum í Kópavogi 3. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennár voru Ing- unn Thorlacius, f. 30. ágúst 1913, d. 16. apríl 1996, og Jón Thorlacius, f. 1. júlí 1914. Börn Ingunnar og Jóns eru, auk Ing- unnar, Edda, f. 6. ágúst 1942, Árni, f. 14. ágúst 1947, Anna, f. 22. ágúst 1950. Ingunn bjó í foreldrahúsum til átta ára aldurs, en flutti þá að Skálatúni. Það var síðan um 1970 að hún flutti á Kópavogshælið, nú Landspítalann í Kópavogi. Utför Ingunnar fór fram frá Kópavogskirkju 11. mars. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kveðja frá, Onnu systur. Við sem kynntumst Ingunni Thorlacius, á sambýli-C á Kópa- vogshæli, kveðjum hana hinstu kveðju. Ingunn, eða Inga Toll eins og hún var oftast kölluð, hverfur okkur ekki úr minni þó hún sé ekki lengur á meðal okkar. Inga, eins og lítíll rauðhærður stormsveipur, gat auðgað veru okkar sem unnum á sambýli-C og þeirra sem hún bjó með þar í sátt og samlyndi. Hún gat auðgað hana með leiftrandi hlátri sínum og hnyttnum tilsvör- um. Hún smitaði gleði út frá sér þannig að fá- ir gátu annað en hrifíst með. En Inga átti það líka til að bíta eitthvað í sig og ef hún gerði það var lítil leið að fá hana til að skipta um skoðun. Hvort sem um var að ræða að leggja á borð, taka til í herberg- inu sínu eða fara með okkur hinum út að borða. Þegar hún hristi rauða hárið sitt við þau tækifæri var ekki eins víst að það vekti jafn mikla kátínu og þegar það þyrlaðist um þegar hún var í góðu skapi. Móðir Ingu var henni mjög kær og skipti hana miklu máli, sem og fjölskyldan hennar öll. Inga ljómaði sérstaklega þegar hún fór heim til foreldra sinna, sem var mjög oft. Þá komst hún í gott skap eða jafnvel enn betra en hún var í fyrir. Eitt mesta hrósyrði sem Inga gat gefið öðrum var að segja að hann líktist móður hennar á einhvern hátt eða ef hún kom auga á eiginleika hjá viðkomandi sem minntu hana á móður hennar. Það fékk mjög á Ingu þegar móðir hennar veiktist og í framhldi af því lést árið 1996. Hvort um tilviljun var að ræða þá fór Ingu að hraka sjálfri eftir að móðir hennar lést og hún hóf sjálf að stríða við veikindi sem að lokum enduðu með því að hún kvaddi þessa jarðvist. Síðustu mánuðina sem Inga lifði var hún það þjökuð af veikindum sínum að hún flutti af sambýli-C á hjúkrunardeild. Það var mikill miss- ir fyrir þá sem tengdust sambýlinu á einhvem hátt því að Inga, þessi litla manneskja, var svo stór þáttur þess. Elsku Inga, við sem fórum með þér í síðustu utanlandsferðina þína, kveðjum þig og hugsum til þín sem ert nú farin í enn lengri ferð og von- um að þér líði betur, komin til mömmu þinnar. Gunnar, Helena og Þórunn. Með þessum örfáum orðum vilj- um við minnast Ingu frænku okkar sem var svo einlæg og alltaf svo kát. Inga var mikið með foreldrum sín- um, fór til þeirra um hverja helgi og komu þau afí, amma og Inga í sunnudagskaffí út á Alftanes. Þá var alltaf gaman bæði hjá okkur og sérstaklega hjá henni, því Ingu fannst alltaf gaman að sjá fólkið sitt og spjalla við það. Það þurfti svo lít- ið til að gleðja hana og koma henni til að hlæja. Inga var alltaf mjög barngóð, kannski vegna þess að börn eru svo einlæg eins og hún var og fannst Ingu svo gaman að fá að hitta litlu frænkur sínar, þær minnstu í fjölskyldunni, Agnesi Maríu og Elísu Björk, spjalla við þær og leika við þær. Við minnumst fímmtugsafmælis hennar, hún var svo ánægð og fín í nýja skokknum sínum og hélt fína veislu fyrir vini sína og fjölskyldu, það var gaman að sjá hana svona ánægða og geislandi. Inga var mjög iðin og dugleg, hún bæði saumaði út, prjónaði og vann einnig á vinnu- stofunni á Landspítala Kópavogs við pökkun, vann sér þá inn peninga og gat keypt sér fallega hluti, gefíð frænkum sínum eitthvað fallegt og ferðast til útlanda. Það var mjög erfítt fyrir Ingu þegar mamma hennar féll frá og þess vegna vitum við að núna líður henni vel og er komin aftur til mömmu sinnar. Elsku Inga okkar, hvíl í friði. Þínar frænkur, Ingunn Hildur og Selma Guðmundsdætur, Anna og Linda Thorlacius. PÁLL MAGNÚSSON + Páll Magnússon fæddist á Steinum undir Austur-Eyja- fjöllum 27. nóvember 1922. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 8. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Eyvindarhóla- kirkju 14. mars. Ég man hversu glaður ég gekk þér á hönd, það gat ekki verið mér betur til haga. Með jökul að nábúa, stórbrim við strönd og storminn að gistivin allflesta daga. Svo kvað séra Sigurður Einars- son í Holti til sveitar sinnar, Eyja- fjallasveitar. Og þannig er ættjarð- arástin. Stormurinn, sem er mesta ógn byggðar undir Eyjafjöllum, verður í huga skáldsins einn af kostum byggðarlagsins. Þegar ekið er austur með Eyja- fjöllum birtist hver myndin annarri fegui-ri með fossana, Seljalandsfoss og Skógafoss, svo að segja á sveit- arendum. Um miðbik byggðarinnar rís Steinafjall með grónum brekk- um upp að hömrum sem ná upp í 600 metra hæð. Holtsnúpur er á veturenda fjallsins en Núpa- kotsnúpur á austurendanum, báðir mjög tignarlegir. Undir Steinafjalli er alltaf logn í norðanátt og þar koma oft góðir dagar á útmánuðum með sólskini og hita. Engan þarf því að undra þó að ættjarðarást sé sterk hjá fólki sem elst upp í slíku umhverfi og bændablóðið þykkt. Jörðin Steinar er ekki landstór en samt hefur þar verið margbýli. A 19. öldinni bjuggu þar oftast 8-9 bændur en nú er jörðinni skipt í 5 bújarðir. Magnús Tómasson og Elín Bárðardóttir bjuggu á Stein- um I 1908-1941. Af börnum þeirra urðu 6 bændur: Tómas kvæntist Vilborgu Olafsdóttur frá Þorvalds- eyri. Þau bjuggu fyrst á Hrútafelli en síðan í Skarðshlíð I. Bárður kvæntist Önnu Sigurgeirsdóttur frá Hlíða. Bjuggu þau fyrst í Berja- neskoti en síðan í Steinum II-III. Sigurbergur kvæntist Elínu Sigur- jónsdóttur frá Pétursey og bjuggu þau alla tíð í Steinum I. Katrín gift- ist Bjarna Ólafssyni frá Skálakoti og bjuggu þau þar. Vigdís giftist Hirti Hannessyni frá Herjólfsstöð- um og þar bjuggu þau. Páll Magnússon kvæntist hins vegar árið 1951 Vilborgu Sigurjóns- dóttur frá Núpakoti og ekki þynnt- ist bændablóðið við þá ráðstöfun því þrír bræður Vilborgar eru bændur undir Eyjafjöllum. Þá eru og fjórir synir þeirra hjóna bænd- ur, tveir í Steinum og aðrir tveir í Austur-Landeyjum. Ungu hjónin hófu búskap sinn í lítilli kjallaraí- búð í Steinum I. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja en þangað var þó yndislegt að koma og sjá samheldni og bjartsýni þess- ara ungu hjóna. Arið 1952 réðust þau í að stofna nýbýli út frá Stein- um I, jörð Sigurbergs Magnússon- ar. Allt varð að reisa frá gi-unni; fjós, fjárhús og hlöður fyrir þurrt og vott hey. Ibúðarhúsið var síðan byggt árið 1956. Þau orð, sem hér á undan fóru, fann ég á skrifborði fóður míns að morgni hins 12. þessa mánaðar en þá snemma um nóttina hafði hann verið burt kallaður úr þessum heimi. Mér var það reyndar kunn- ugt að faðir minn hugðist rita grein til minningar um aldavin sinn, Pál Magnússon, því hann hafði fært það í tal við mig um hádegisbil dginn áður hvort ég myndi ekki geta komið þeim orðum á tölvutækt form fyrir sig. Hann hefur síðan tekið til við verkið en orðið frá að hverfa. Eg veit að margt átti hann enn ósagt í þessum minningarorðum sínum og án efa það sem honum þótti mestu skipta að fram kæmi. Þar á ég við áralanga tryggð Páls og hans fjölskyldu allrar við föður minn. Mér er það fullkunnugt að hann bar takmarkalitla virðingu fyrir Páli sakir óþrjótandi elju hans, ósérhlífni og skyldurækni. I honum sá hann, að mér fannst, ímynd hins íslenska bónda sem braut sitt land og byggði upp af bjartsýni og stórhug sem engar takmarkanir áttu. Að Skógum þurfti mörg verk að vinna og oft þurfti því að leita til sveitunganna þegar vinnuafl skorti á staðnum. Fremstur allra í þeim flokki stóð Páll, ávallt reiðubúinn til starfa þegar eftir var leitað, sama hvernig á stóð heima fyrir. Alltaf mátti finna annan tíma fyrir störfin heima. Gilti einu til hvaða starfa skyldi gengið; byggingai-vinnu, smalamennsku eða selveiða á Skógafjöru. Allt lék Páli jafnvel í hendi. En nú hafa veður skipast í lofti og þeir aldavinirnir, Páll á Hvassa- felli og Arni í Skógum, hafa nú með fjögurra daga millibili báðir verið kallaðir til starfa á öðrum vett- vangi. Vel má vera að leiðir þeirra hafi nú þegar legið þar saman og aldrei að vita nema þeir færi lambær til sumarbeitar á Skóga- fjalli næsta sumar sem forðum daga. Eftirlifandi konu Páls, frú Vil- borgu Siguijónsdóttur, og ættingj- um þeirra öllum færi ég innilegar samúðarkveðjur móður minnar og okkar fjölskyldu. Árni Jónasson, Arnaldur Árnason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR ODDSSON, málarameistari, áður til heimilis Sólvöllum 2, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 13. mars. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. mars kl. 13.30. Eggert Haraldsson, Egilína Guðmundsdóttir, Haukur Haraldsson, Halldóra Ágústsdóttir, afabörn og langafabörn. t Móðursystir okkar, ALFREÐSÍNA (AFFA) FRIÐRIKSDÓTTIR, Árskógum 6, sem lést á Landspítalanum 6. mars sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 17. mars kl. 13.30. Kolbrún Kristjánsdóttir, Friðrik Kristjánsson, Kristján Kristjánsson. t Móðir okkar, SÓLVEIG BJÖRNSDÓTTIR, Hrafnistu Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 17. mars nk. kl. 13.30. Sólveig Ásgeirsdóttir, Hrafnkell Ásgeirsson, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Áslaug Ásgeirsdóttir. t Ástkær móðir i VALFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, fædd 8. janúar 1894, andaðist á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 5. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða og til allra sem sýndu samúð og hlýhug við fráfall hennar. Guðrún J. Möller, börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG HJARTARDÓTTIR, lést á Hrafnistu Reykjavík miðvikudaginn 3. mars. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til Hrafnistuheimilisins. Björgvin Jakobsson, Elsa Jakobsdóttir, Bára Jakobsdóttir, Jóhann Jakobsson, Hjörtur Jakobsson, Guðmundur V. Jakobsson, Ólafur H. Árnason, Unnur Ólafsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Anna Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILHELMÍNA DAGBJÖRT GUÐMUNDSDÓTTIR Sólvangi Hafnarfirði, áður til heimilis að Hraunkambi 8, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðju- daginn 17. mars kl. 13.30. Guðrún Sigurðardóttir, Brynjar Sigurðsson, Erna Ágústsdóttir, Svanhildur Sigurðardóttir, Ólafur Þór Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.