Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 37 ' ; l ! HÆTTUR AF VÖLDUM JARÐSKJÁLFTA - GREIN 5 Jarð- skjálftaspá Mælingar sem miða að jarðskjálftaspám eru dýr- ar, segir Ragnar Stefánsson, og nauðsynlegar rannsóknir krefjast mikils mannafla. LENGI hefur mannkynið óskað þess að hægt væri að spá fyrir um stóra jarðskjálfta, alla vega sá hluti mannkynsins sem býr á jarðskjálftasvæðum. Lengi hafa margir haldið því fram að það muni aldrei verða mögulegt. Ham- farir náttúrunnar séu ófyrirsjánleg- ar. Það er reyndar ekkert ofsalega langt síðan menn sögðu þetta sama um möguleika veðurspárinnar. Það varð mjög til að auka mönnum bjartsýni á að jarðskjálftaspár væru mögulegar þegar Kínverjum tókst að spá fyrir um jarðskjálfta með stuttum fyrirvara undir borginni (Haicheng) árið 1975. Borgin var rýmd og tugum þúsunda manna var bjargað undan hamförunum. Þetta byggðist á langri og vel skráðri sögu Kínverja. Þúsund ára gamall atburð- ur endurtók sig, og Kínverjar greindu árið 1975 sams konar und- anfara hættulegs jarðskjálfta eins og þeir þekktu úr sögunni. Þetta jók mjög trú manna á að jarðskjálftaspár væru mögulegar. Að vísu varð annar jarðskjálfti á svipuðum slóðum í Kína aðeins ári síðar, sem Kínverjum tókst ekki að spá fyrir um og manntjón varð ógn- arlegt. Nokkrum sinnum síðan hefur mönnum tekist að gefa út gagnlegar viðvaranir vegna aðsteðjandi skjálfta. Miklu oftar hafa stórir jarð- skjálftar brostið á fyrirvaralaust. Smám saman hefur sú stefna rutt sér til rúms í sambandi við jarð- skjálftaspár að ekki dugi að vænta þess að atburðarásir fyrri tíma end- urtaki sig, heldur verði menn að rannsaka miklu betur eðli jarð- skjálfta og reyna að skilja þá betur til að geta hugsanlega sagt fyrir um þá. Spárannsóknir á Islandi Þegar ég ræði hér um rannsóknir sem miða að jarðskjálftaspám á ég við rannsóknir sem almennt miða að því að geta sagt til um það með vax- andi nákvæmni hvar, hvernig og hvenær hættulegur jarðskjálfti muni eiga sér stað: 1) Hvar má búast við að næsti stóri jarðskjálfti verði? Þá er átt við með kílómetra eða fárra kílómetra nákvæmni, vegna þess að þar er einmitt næst upptökunum sem áhrif- in verða mest, þar sem sprungur geta t.d. opnast. 2) Hvernig mun jörðin byltast? Hversu stór verður jarðskjálftinn og hversu mikil og hvernig verður hreyfíngin á hverjum stað? 3) Hvenær verður jarðskjálftinn? Þá er haft í huga sérstaklega að unnt verði að gefa út gagnlega viðvörun um aðsteðjandi hættu, t.d. með klukkustunda eða daga fyrirvara. Það hefur verið mat okkar hér- lendis sem staðið höfum fyrir rann- sóknarverkefnum á sviði jarð- skjálftaspár að við munum smám saman geta nálgast svör við spum- ingunum hér að ofan með ítarlegum og alhliða rannsóknum á eðli og að- draganda jarðskjálfta, sem og á eðli skorpuhreyfmgar á jarðskjálfta- svæðunum og umhverfis þau. Það hefur eflt trú okkar á að ein- hvers konar jarðskjálftaspá verði möguleg hér á landi að dæmi eru um það í sögunni að forskjálftar hafi fundist á undan stórum skjálftum. MÆLINGAR á litlum jarðskjálftum og spennubreytingum sem urðu í tengslum við jarðskjálfta af stærðinni 5,8, sem varð í Vatnafjöllum, suður af Heklu, árið 1987. Sýndar eru mælingar 4 klukkustundir fyrir jarðskjálftann og 24 klukkustundir eftir hann. Það skal tekið fram að um langt skeið höfðu hvorki mælst þarna jarðskjálftar né þensla fyrr en eins og kemur fram á myndinni, tveimur og hálfri klukkustund á undan aðal skjálftanum. Forskjálftar eru sýndir með rauðum punktum, aðalskjálftinn með gulri stjörnu, en eftirslgálftarnir með grænum punktum. Samfellda ferlið sýnir spennubreytingu eða þenslu eins og hún mældist i borholu við Búrfellsstöð sem er 20 km frá skjálftaupptökunum. Lítils háttar spennubreyting byijaði rétt fyrir aðal skjálftann, mjög mikið spennufall varð í skjálftanum, en eftir aðal skjálftann hélt spennubreytingin svo áfram í sömu átt og hafði verið á undan honum. Þessar mælingar eru túlkaðar þannig að sniðgengishreyfing um sprungu hafi byrjað með forskjálftunum. Brotahreyfing hafi opnað leið upp í skorpuna fyrir kviku, sem glennti sprunguna í sundur og ýtti þannig undir að sniðgengishreyfing hófst á allri sprungunni og þar með aðal skjálftinn. Þetta er mjög mikilvæg niðurstaða og hjálpar til við efla skilning manna á því hvernig skjálftar geta leyst úr læðingi. Þá hafa ýmsar mælingar í seinni tíð sýnt breytingar á undan nokkrum miðlungsstórum og litlum jarð- skjálftum. Mælingar sem miða að jarð- skjálftaspám eru dýrar og nauðsyn- legar rannsóknir krefjast mikils mannafla. Til að útvega fjármagn til mælinganna höfum við skírskotað til erlendra samstarfsmanna og stofn- ana að nýta sér þá náttúrulegu til- raunastofu sem Island er til að stunda mælingar og rannsóknir. Þannig höfum við fengið hingað fjár- magn og samstarfsaðila. Með þessu móti og með aðstoð ríkis, sveitarfé- laga, orkufyrirtækja og Viðlaga- tryggingar hefur okkur tekist að byggja upp mælingar og rannsóknir sem varða jarðskjálftaspár sem njóta nú mikillar alþjóðlegrar viður- kenningar. Mælingar, sem eru mikilvægar fyrir spárannsóknir, hófust með jarðskjálftamælingum Veðurstof- unnar 1927. Jarðskjálftamælingar urðu smám saman fullkomnari þegar á leið og mælistöðvum fjölgaði, bæði á vegum Veðurstofu og annarra, einkanlega Raunvísindastofnunar Háskólans. Aðrar mælingar sem beinlínis vörð- uðu jarðskjálftaspár voru reglulegar mælingar á breytingum með tíma á magni radons í vatni úr borholum, sem Raunvísindastofnun hóf 1977, einkanlega á Suðurlandsundirlendi. Árið 1979 hóf Veðurstofan samfelld- ar mælingar á þenslu í jarðskorp- unni með þvi að koma fyrir þenslu- mælum í 7 borholum á Suðurlandi. Mælarnir eru steyptir þétt út í berg- ið og eru næmir fyrir því hvernig bergið þjappast saman eða þenst út. Þessar mælingar hafa sýnt fylgni við miðlungs stóra skjálfta og stundum forboða á undan þeim, og eru mikil- vægur þáttur í rannsóknum hér á landi, sem varða jarðskjálftaspá í víðum skilningi. Fyrsta stóra rannsóknarverkefnið sem hér fór af stað sem miðar að jarðskjálftaspám var svokallað SIL- verkefni, sem hófst 1988 á vegum Norðurlandanna og svo kom PRENLAB-verkefnið svokallað, sem hófst 1996 með stuðningi Evr- ópusambandsins. Þessum verkefnum og árangri þeirra verður lýst í næstu köflum. Heimildir: Um aðdraganda VatnaQallaskjálftans er byggt á grein eftir Kristján Ágústsson, Alan Linde og Ragnar Stefánsson sem birtist á bls. 175-180 í bókinni „Seismology in Europe“ sem er safn erinda sem flutt voru á ráðstefnu ESC í Reykjavík 9.-14. september 1996, og gefín út á vegum Veðurstofu ís- lands, umhverfisráðuneytisins og Háskóla íslands 1996. í sömu bók á bls. 247-253 er yfirlitsgrein eftir Sigurjón Jónsson og Pál Einarsson um rannsóknir á breytingum á radoni í borholum á undan jarðskjálftum á Suðurlandi. 1 Dagbók Háskóla íslands DAGBÓK Háskóla íslands 16.-21. mars 1998. Allt áhugafólk er vel- komið á fyrirlestra í boði Háskóla Islands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is ÞriðjudagTirinn 17. mars: Brynhildur Sigurðardóttir heim- spekinemi flytur rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum kl. 12 í stofu 201 í Odda sem hún nefnir „Stelpur og strákar í nátt- úrufræðistofunni. Veitir heimspeki betri tengsl við námsefnið?" Miðvikudagurinn 18. mars: Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari og Helga Þórarinsdóttir vióluleikari flytja verk eftir Johann Halvorsen og W.A. Mozart á há- skólatónleikum kl. 12.30 í Norræna húsinu. Aðgangur 400 kr. Ókeypis fyrir handhafa stúdentaskírteinis. Dýralæknamir Eggert Gunnars- son og Sigurður Sigurðarson á Keldum flytja fyrirlestur sem þeir nefna: „Smitandi hitasótt í hross- um“. Greint verður frá niðurstöð- um rannsókna á hitasótt sem herj- ar á hross hér á landi um þessar mundir. Fyrirlesturinn verður fluttur í bókasafninu í Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði á Keldum kl. 12.30. Fimmtudagurinn 19. mars: Þórarinn Sveinsson, lífeðlisfræð- ingur og dósent í sjúkraþjálfun, flytur fyrirlestur sem nefnist „Vinnuþolspróf; fræðilegur bak- grunnur og notagildi aðferða sem meta afkastagetu og úthald einstak- linga.“ Fyrirlesturinn er fluttur í málstofu í læknadeild sem haldin er í sal Krabbameinsfélags Islands, Skógarhlíð 8, efstu hæð kl. 16.00. Föstudagurinn 20. mars: Sveinn Aðalsteinsson, tilrauna- stjóri Garðyrkjuskóla ríkisins, flyt- ur fyrirlestur í málstofu í líffræði í stofu G-6, Grensásvegi 12. kl. 12.20 sem hann nefnir: „Plöntulífeðlis- fræði í ylrækt.“ Bergljót Magnadóttir, sérfræð- ingur á Tilraunastöðinni á Keldum, flytur fyrirlestur sem hún nefnir „Sykruþáttur fiskamótefna - gerð og hlutverk" í málstofu efna- fræðiskorar, húsi VR-II við Hjarð- arhaga kl. 12.20-13.00 Sten Vikner, háskólakennari frá Stuttgart, flytur fyrirlestur í boði Islenska málfræðifélagsins kl. 20.30 í Skólabæ. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber heit- ið: „The Interpretation of Object Shift, Optimality Theory and Minimalism.“ Ráðstefna um krabbameinsrann- sóknir í fundarsal Krabbameinsfé- lagsins við Skógarhlíð 20. - 21. mars haldin í samvinnu við Rannsókna- stofu Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði í tilefni af 10 ára afmæli rannsóknastofunn- ar. Gestafyrirlesarar kl. 9.35 til 11.55. Snorri Þorgeirsson, National Cancer Institute, USA „Establis- hing a cross-talk between mouse and human genomes: a novel para- digm for analysing human neoplasia." Shoukat Dedhar, Divi- sion of Cancer Biology Research, Toronto, Canada. „The Integrin- Linked Kinase (ILK) is a pro- tooncogene which regulates Epit- helial to mesenchymal transition and activates the B-Catenin/Lef-1 Signalling pathway." Curtis C. Harris, National Cancer Institute, USA „Molecular carcinogenesis and epidemiology of human cancer.“ Laugardaginn 21. mars er fjallað um erfðafræði brjósta- krabbameina og erfðabreytingar í ýmsum krabbameinum. Ráðstefn- an er opin öllum áhugamönnum um krabbameinsrannsóknir. Þátttöku- gjald er 1000 kr., 500 kr. fyrir stúd- enta og 250 kr. fyrir hálfan dag. Laugardagurinn 21. mars: Elín Pálmadóttir blaðamaður segir frá frönskum sjómönnum á fiskiskipum hér við land á síðustu öld í fyrirlestri sem hún nefnir: „Franskir duggarar á íslandsmið- um.“ Erindið er á vegum Sjávarút- vegsstofnunar Háskóla Islands í tilefni af Ári hafsins og verður flutt í Háskólabíói, sal 4, kl 13.15-14.30. Stofnfundur Hollvinafélags heimspekideildar verður haldinn í hátíðasal og hefst kl. 14 með ávarpi háskólarektors, Páls Skúlasonar. Síðan verður stofnskrá félagsins kynnt og borin undir atkvæði og formaður kjörinn ásamt stjórn. Að því loknu flytur Kristján Amason prófessor fyrirlestur um hrynjandi íslensks máls. Sýningar Stofnun Árna Magnússonar v/Suðurgötu Handritasýning í Árnagarði er opin almenningi þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14.00-16.00. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara. Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn Sigurður Breiðfjörð, 200 ára minningarsýning, 1798- 1998. 7. mars til 30. apríl 1998. Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar - frá handriti til samtíðar, 9. febrúar til 9. apríl 1998. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HI vikuna 16.-21. mars: 16.-17. mars kl. 20-23. íslenski þroskalistinn. Kennarar: Einar Guðmundsson sálfi'æðingur, for- stöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldismála, og Sigurður J. Grét- arsson sálfræðingur, dósent við Háskóla íslands. Mán. og mið. kl. 17-19 og lau. kl. 9-13, 16.-28. mars, alls 16 klst. Ný- tísku aðhvarfsgreining (Modern Regression). Kennari: Dr. Helgi Tómasson tölfræðingur. 16. og 17. mars kl 13-16. Næring bama á leikskóla- og grunnskóla- aldri. Umsjón: Laufey Steingríms- dóttir, forstöðumaður Manneldis- ráðs. Aðrir kennarar eru bama- læknar, næringaríræðingar, hjúkr- unarfræðingar og tannlæknir. 11. og 14. mars kl. 8.30-12.30, 13. mars kl. 13-17. Gerð verkáætlana með aðstoð tölvu. Kennari: Eðvald Möller rekstrarverkfr., lektor TÍ og stundak. HÍ. 16. mars kl. 9-16 og 17. mars kl. 8.30-12.30. Hálka, hálkuspár og hálkuvarnir. Kennarar: Bjöm Ólafsson, forstöðumaður þjónustu- deildar Vegagerðarinnar, Daníel Árnason, deildarstjóri á þjónustu- deild Vegagerðarinnar, Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri, Guðbjartur Sigfússon, deildarstjóri hjá gatnamálastjóra, Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur, Hreinn Hjartarson veðurfræðingur o.fl. frá Veðurstofunni. Einnig fyr- irlesarar frá lögreglu. 17. mars kl. 12.30-16.00 og 18. mars kl. 8.30-16.00. Samverkandi virki: Nýr Evrópustaðall - EC 4. Aðalleiðbeinandi verður R.P. Johnson, prófessor í bygginga- verkfræði við University of Warwick, formaður þeirrar nefnd- ar sem samdi EC-4-staðalinn. Honum til aðstoðar verður Bald- vin Einarsson, verkfræðingur hjá Línuhönnun hf. Þri. 17. mars - 7. apr. kl. 20-22 (4x). Arkitektúr - byggingarlist. Haldið í samstarfi við Arkitektafé- lag íslands. Umsjón: Sigurbergur Amason arkitekt. Fyrirlesarar: Geirharður Þorsteinsson arkitekt, Pálmar Kristmundsson arkitekt, Pétur H. Armannsson arkitekt og Illugi Jökulsson rithöfundur. 18., 19. og 20. mars 1998 kl. 8.30- 12.30. Tcl/Tk-forskriftarmálið. Kennari: Bjöm Ragnar Bjömsson reiknifræðingur. 18. og 19. mars kl. 12.30-16.00. Áhættu-, neyðar- og öryggisstjórn- un í rekstri fyrirtækja og stofnana. Kennarar: Elísabet Pálmadóttir, starfar sem verkfr. hjá Hönnun hf. við ráðgjöf á sviði umhverfis- og ör- yggismála, og Dóra Hjálmarsdótt- ir, starfar sem verkff. hjá Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen á véla- og iðnaðarsviði, við ráðgjöf m.a. á sviði neyðarstjómunar og öiyggismála. 18. og 25. mars og 1. apr. kl. 20.00-22.30. Flutningur máls og framkoma í ræðustóli. Kennari: Margrét Pálsdóttir, málfræðingur og málfarsráðunautur RÚV. 19. mars kl. 9-12. Yfirlitsnám- skeið um upplýsingalög. Kennari: Kristján Andri Stefánsson lögfræð- ingur, deildarstjóri í forsætisráðu- neyti. 20. mars kl. 9-16. Valdir þættir um stjómun starfsmannamála. Kennarar: Ólafur Jón Ingólfsson, viðskiptafræðingur og starfs- mannastjóri hjá Sjóvá-Almennum, og Randver Fleckenstein Ed.s., ráðgjafi hjá Forskoti ehf. f p f - “I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.