Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Gömul hefð er fyrir því að stjórnmálafiokkarnir skipti með sér nokkrum bankastjórastöðum 1 ríkisbönkunum og svipuð aðferð var notuð þegar fyrirkomulag seðlabankans var ákveðið á sjöunda ára- tugnum. Nú vilja margir endurskoða lögin um bankann og rætt er um að fækka stöðum seðlabanka- stjóra úr þrem í tvær eða jafnvel eina. Kristján Jónsson ræddi við embættismenn og ráðamenn um þessi mál og atvinnuhorfur fyrrverandi stjórnmálamanna. FORYSTUMENN stjórn- málaflokkanna hafa gjarnan orðið sendiherrar eða bankastjórar að lok- inni þátttöku í þjóðmálun- um. Sendiherrastöðurnar eru enn opnar en bankastjórastólarnir geta orðið að hlíta hörðum lögmálum markaðsskipulagsins verði banka- kerfíð einkavætt. Pólitísku tengslin yrðu að víkja - en seðlabankinn er eftir. Æðstu embætti þar eru þrjú og hæfa öll fyrrverandi ráðherra. Verði skipan mála breytt, skipaður einn aðalbankastjóri og tveir að- stoðarbankastjórar, yrðu hinir síð- arnefndu áhrifaminni og neðar í virðingarstiganum. Flokkarnir yrðu að semja, „hrossakaupin yrðu enn flóknari" eins og einn heimildar- manna orðaði það. Varkáml á hættusvæðl Athyglisvert var að margir sem spurður voru álits á æðstu stjórn seðlabankans og mannaráðningum í þær veigruðu sér við því að svara. „Eg held ég sé ekkert að skipta mér af þessu,“ sagði einn. Annar, hátt- settur maður í bankakerfmu og menntaður í hagfræði, sagðist „ekk- ert hafa velt þessum málum“ fyrir sér. Menn fara varlega á jarð- sprengjusvæðum. Núverandi ráð- herrar hafa verið nefndir sem lík- legir kandídatar og bent á að verði mannasldpti í n'kisstjóminni í sum- ar geti stóll í seðlabankanum gegnt lykilhlutverki. Þar gæti ráðherra sest án þess að missa andlitið. Við- kvæmt stjórnarsamstarf gæti verið í húfí. Oft er sagt að stjómmál séu starf sem menn eigi ekki að leggja á sig nema þeir hafi þykkan skráp. Bent er á að þegar landsþekktir stjórn- málamenn hverfa af vígvellinum áð- ur en starfsævinni er lokið eigi þeir að fáu að hverfa. Hafni þeir í háu embætti sé hamast gegn þeim, sagt að flokkshagsmunir en ekki hæfí- leikar hafí ráðið úrslitum. Gagnrýnendur benda á að það eigi ekki að vera hlutverk stjórn- kerfísins að tryggja pólitíkusum þægilegt starf síðustu árin. Aðrir taka upp hanskann fyrir þá. „Við erum ekki með neina lá- varðadeild þar sem þeir geta tekið lífmu með ró og með fullri virðingu lokið starfsævinni. Það er hálfgerð bannhelgi yfir því að ræða þessi mál, atvinnumál fyrrverandi stjóm- málamanna. Kannski er það vegna þess að valdamenn halda að það sé ekki vinsælt meðal almennings. Ráðamenn vilja fá klapp fyrir hug- myndir sínar,“ sagði einn af við- mælendum blaðamanns. „Mér fmnst ekkert óeðlilegt við að þessir möguleikar séu fyrir hendi,“ sagði annar um störf fyrr- verandi stjómmálasköranga. „Þetta er fólk sem yfírleitt á ekki innan- gengt í nein fyrirtæki eða stofnanir. Það er svo allt annað mál hvort seðlabankinn er rétta stofnunin til þess að leysa vandann.“ Starfslok og samkennd Deilumar um hæfni stjórnmála- manna til að sinna störfum í við- skiptabönkunum leysast sennilega af sjálfu sér. Kröfur um fag- mennsku hljóta að aukast þegar bankamir eru allir orðnir að hluta- félögum og einkavæddir að hluta eða alveg. Þá ráða þeir ekki menn með nokkra áratugi á bakinu í póli- tík í stjómunarstöður nema sýnt ORFA SÆTI LAUS þyki að þeir séu örugglega mjög hæfir. Hluthafamir heimta að bankastjórarnir hugsi fyrst og fremst um hag fyrirtækisins, ekki annarleg sjónarmið flokks eða landshluta. í fjölmennari samfélögum Vest- urlanda er vandinn yfirleitt minni. Þar er oft til mikið af stofnunum, opinberam, hálfopinberum eða á vegum einkaaðila. Rosknir stjórn- málamenn geta sest þar í stjóm, reynsla þeirra er talin koma að gagni. Vandi íslenskra stjórnmála- manna er sá að þeir verða vinafáir þegar þeir hætta, afsala sér völdum og vantar vinnu. Þeir treysta því oft á hlýhug keppinauta og fjenda af sama vettvangi, þeirra sem fínna til samkenndar og hafa eigin starfslok í huga. FÆRAST AUKIN VÖLD í HENDUR BANKARÁÐSINS? Morgunblaðið/Árni Sæberg N IEFND sem þáverandi við- skiptaráðherra skipaði og Ágúst Einarsson prófessor, sem nú situr á þingi, stýrði lagði til árið 1992 að stjórnkerfí Seðlabank- ans yrði stokkað upp og hlutverk bankans endurskoðað. Bankastjóri yrði aðeins einn og sjálfstæði stofn- unarinnar gagnvart ríkisvaldinu yrði eflt en tillögumar hlutu ekki afgreiðslu. Líklegt er að bankaeft- irlitið, sem starfað hefur á vegum Seðlabankans, verði tekið frá hon- um og sameinað vátryggingaeftir- litinu. Að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir að umfangsmiklar breytingar verði gerðar á stjórnkerfí og rekstri stofnunarinnar á næstunni þótt mikið hafi verið rætt um það á síðari áram að setja þurfí henni ný lög, gera róttæka uppstokkun á seðlabankalögunum. Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi forsætisráðherra, hefur gegnt stöðu seðlabankastjóra um nokkurra ára skeið en lætur af störfum í vor vegna aldurs. Hann segist aðspurður ekki telja viðeig- andi að hann tjái sig mikið um þessi mál þar sem hann sé að hætta en segist hafa ákveðna skoðun á mál- inu og hafa rætt málið við ráðherra. „En ég get sagt að ég tel mjög vel koma til greina að breyta þessu fyrirkomulagi sem hér er. Meira vil ég ekki segja en tel að breyta mætti fleira en því sem varðar 1 bankastjórana. Vissulega er það rétt að umsvifín minnka töluvert ef bankaeftirlitið fer út. Hjá því vinna 16 manns sem hafa heyrt undir mig og það væri miklu minna að gera ef ég væri ekki með þetta líka, því er ekki að neita. Auk þess hefur ýmis- legt breyst í hlutverki bankans. Mér fínnst vissulega að vel komi til greina að það sé einn aðalbanka- stjóri og svo aðstoðarbankastjórar, það er ekki útilokað, en ég vil ekki tjá mig frekar um málið á þessu stigi." Önnur starfsemi en í viðskiptabönkum Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir að seðlabankar séu mjög ólíkir viðskiptabönkum, önnur starfsemi fari þar fram. Fyr- irkomulag seðlabanka sé með ýms- um hætti í grannlöndum okkar en rekstrarformið sé þó svipað á Norðurlöndunum. í Noregi og Sví- þjóð sé að vísu aðalbankastjóri skipaður en einnig séu þar aðstoð- arbankastjórar. Stjórnendurnir séu þrír hjá Dön- um en þar skipi stjórnvöld formann bankastjómar. Hér á landi kjósa bankastjórarnir þrír sér formann úr eigin röðum; meirihlutinn ræður ef til þess kemur. „Þar sem aðeins er einn banka- stjóri hefur bankastjórnin töluvert minni völd en þar sem þeir era fleiri. Þá er það bankaráðið eða L I sambærilegar stofnanir sem taka mikilvægar ákvarðanir eins og t.d. um vexti og peningamál. Hér eru slíkar ákvarðanir ekki bornar undir bankaráðið eða aðra.“ Hann segir um fjölda bankastjór- anna að erfitt að segja nokkuð um það hvað sé heppilegast. „Ég held að þetta fari mjög mikið eftir því hvernig ákvörðunarvaldið verður. Ef það á að dreifa valdinu yfir í aðr- ar stofnanir held ég að fækkun yrði ekki til bóta. í Þýskalandi er það ekki bankastjórinn sem tekur mik- ilvægustu ákvarðanir á fímmtu- dagsfundum um vexti og þess hátt- ar, þegar allir bíða í oívæni eftir niðurstöðunni, heldur stórt banka- ráð. Slíkt fyrirkomulag held ég að yrði ekki til batnaðar hjá okkur, ! I SJÁ BLAÐSÍÐU 26 r l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.