Morgunblaðið - 17.03.1998, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
H
_________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ahyggjur fulltrúa á Búnaðarþingi vegna útbreiðslu hrossasóttarinnar
I afréttareign felist réttur
til hefðbundinnar notkunar
Skógarbændur óánægðir með að fá
ekki fulla aðild að Bændasamtökunum
Hitt húsið
10,6 milljón-
ir í starfs-
nám
BORGARRÁÐ hefur samþykkt til-
lögu Atvinnu- og ferðamálanefndar
um að styrkja starfsnám 7 í Hinu
húsinu um rúmar 10,6 milljónir
króna.
I umsókn til nefndarinnar kemur
fram að ráðgert er að halda þrjú
námskeið á árinu fyrir atvinnulaus
ungmenni með bótarétt og er áætl-
aður kostnaður borgarinnar 36
milij. Þrjátíu unglingar verða teknir
á hvert námskeið en auk þess er
gert ráð fyrir sértækum úrræðum
fyrir bótalausa, sem felast í ráðgjöf,
sérstökum námskeiðum sniðnum að
þeirra þörfum o.fl. Einnig er gert
ráð fyrir að nýta hluta kostnaðar í
þágu bótalausra ungmenna.
-----------------
19-20 á Netinu
FRÁ og með deginum í dag verður
fréttaþátturinn 19-20 sendur út
bæði í sjónvarpi og á alnetinu.
í frétt frá Islenska útvarpsfélag-
inu kemur fram að þeir sem hafa
aðgang að netinu geta fylgst með
19-20 í beinni útsendingu, en einnig
verður hægt að kalla upp sérstak-
lega þær fréttir sem viðkomandi vill
skoða. Þannig geta þeir sem missa
af þættinum skoðað hann eða hluta
hans síðar um kvöldið eða nokkrum
dögum seinna.
Slóðin er http://frettir.is. Enn-
fremur kemur fram að þetta sé í
fyrsta skipti sem fréttaþáttur á
borð við 19-20 sé sendur út í heild
sinni á netinu á hverjum degi.
Á LOKADEGI Búnaðarþings á
laugardag lýstu þingfulltrúar þung-
um áhyggjum yfir örri útbreiðslu
sóttarinnar sem herjað hefur á
hross á Suðvesturlandi.
I ályktun sinni skoraði Búnaðar-
þing á alla hlutaðeigandi að fara í
einu og öllu að fyrirmælum yfir-
dýralæknis. Jafnframt var hvatt til
öflugrar fræðslu meðal bænda og
hestamanna um hvernig beri að
varast það að smitsjúkdómar berist
til landsins og um landið, nái þeir
hingað. Búnaðarþingi var slitið und-
ir kvöldmat á laugardag.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Álfhildur Ólafsdóttir hjá Upplýs-
ingaþjónustu landbúnaðarins að á
þinginu hefði verið horft til framtíð-
ar í mörgum málum og að nokkrum
málum hefði verið sinnt betur en
áður hefði gefist tækifæri til.
Búnaðarþing fékk meðal annars
til umsagnar lagafrumvarp um þjóð-
lendur og ákvörðun marka eignar-
landa, en eignarhald á hálendinu
hefur verið nokkurt hitamál að und-
anfömu. Búnaðarþing lýsti í ályktun
sinni áhyggjum vegna hinna miklu
krafna sem dómstólar gera um
sönnun á eignarrétti á landi, einkum
á hálendinu, jafnvel þótt afsöl væru
fyrir hendi. Jafnframt var lögð
áhersla á frekari skilgreiningu á
takmörkuðum eignarrétti á land-
svæðum innan þjóðlenda sem verða
í eigu ríkisins skv. lagafrumvarpi.
Skilgreining afréttareignar
Búnaðarþing gerir kröfu um að í
afréttareign felist réttur til beitar,
önnur sjálfbær nýting gróðurs, veiði
í ám og vötnum, dýraveiði og önnur
nýting hlunninda, sem talist geti til
hefðbundinnar afréttamotkunar.
Áhersla er einnig lögð á að vand-
lega verði gætt réttar aðila, sem
telja sig eiga land sem áformað er
að gera að þjóðlendu, og þeirra sem
em ósáttir við úrskurð óbyggða-
nefndar um mörk þjóðlendu. Séð
verði til þess að útgjöld vegna þessa
komi ekki í veg fyrir að þeir geti
haldið sjónarmiðum sínum til
streitu, eins og segir í ályktuninni.
Fjallað um auðlindir í jörðu
Búnaðarþing hafði einnig til um-
fjöllunar stjómarfrumvarp til laga
um eignarhald og nýtingu á auðlind-
um í jörðu. Þingið Iagðist ekki gegn
samþykkt þessa fmmvarps ef tekið
yrði tillit til nokkurra athugasemda
sem Búnaðarþing gerir.
Það telur t.d. að ekki megi með
setningu reglugerða þrengja eign-
ar- og nýtingarrétt bænda og sveit-
arfélaga. Jafnframt vill Búnaðar-
þing að við lögin verði bætt laga-
grein sem kveði á um að bændur,
sem eigendur landsins, eigi kost á
lögfræðilegri aðstoð án endurgjalds
komi upp ágreiningur um eignar-
og nýtingarrétt auðlinda milli
þeirra og rflrisins.
Óánægja Landssamtaka
skógareigenda
Á Búnaðarþingi var samþykkt
aðild Landssamtaka skógareigenda
að Bændasamtökunum, en forsvars-
menn samtakanna em óánægðir
með þær móttökur sem umsókn
þeirra fékk. Samtökunum var veitt
formleg aðild en þegar kom að því
að greiða atkvæði um það hvort
Landssamtök skógareigenda fengju
fulltrúa á næsta Búnaðarþingi náði
sú tillaga ekki fram að ganga.
Hörður Harðarson, bóndi á Lax-
árdal, sagði að ekkert hefði komið
fram efnislega sem mælti gegn
fullri aðild samtaka skógarbænda
og reyndar væri í 3. grein sam-
þykktar Bændasamtakanna tekið
fram að skógrækt félli undir bú-
rekstur. Að sögn Harðar fékk sú
nefnd sem fjallaði um þetta á þing-
inu Eirík Tómasson, prófessor í lög-
fræði, til að gefa sitt álit. Hann
benti mjög ákveðið á þetta atriði í
samþykktum Bændasamtakanna og
sagði að það væri nánast ekki hægt
að ganga framhjá skógarbændum.
Hörður sagði að þarna væri því
fyrst og fremst um geðþóttaákvörð-
un aðila að ræða sem ekki kærðu
sig um að bændasamtökunum yrði
beitt sem baklandi og stuðningsað-
ila fyrir aukin skógræktarstörf
bænda.
„Almenningur hefur litið mjög til
þess að það hefur átt sér stað mikil
viðhorfsbreyting í íslenskum land-
búnaði,“ sagði hann. „Möguleikar
sveitafólks til að skapa sér auknar
tekjur hafa meðal annars verið tald-
ir liggja í auknum skógræktarstörf-
um. Við þekkjum þetta af þeirri
lagasmíð sem átt hefur sér stað á
síðustu árum, t.a.m. með lögum um
héraðsskóga og með lögum um suð-
urlandsskóga og stórauknum fjár-
framlögum frá hinu opinbera í þessi
störf.
Skógarbændum þykir því þessi
meðferð aðildarumsóknar þeirra
eins og köld vatnsgusa frá heildar-
samtökum íslenskra bænda og ég
tel að þeir verði að íhuga mjög
rækilega hvort aðildin eftir þessar
viðtökur sé þess virði að henni sé
fylgt eftir.“
Hörður sagði það koma mjög til
álita að draga umsóknina til baka:
„Þarna munu menn ekki finna það
bakland og þann stuðning sem þeir
höfðu vænst."
Alþjóðleg hundasýning
Morgunb!aðið/J6n Svavarsson
BESTI hundur sýningarinnar var valinn þýski fjárhundurinn IS.M. Gildewangen’s Aramis. Hér er hann
ásamt eigendum sinum, Hjördísi H. Ágústsdóttur og Eiríki Guðmundssyni.
Keppt um meistarastig
HUNDARÆKTARFÉLAG fs-
lands hélt helgina 28. febrúar til
1. mars Alþjóðlega hundasýn-
ingu í ReiðhöII Gusts í Kópavogi.
Á sýningunni voru valdir bestu
hundar tíu tegundarhópa og að
auki var valinn besti hvolpurinn,
besti öldungurinn, besti af-
kvæmahópurinn, besti ræktunar-
hópurinn auk besta hunds sýn-
ingarinnar og besta unga sýn-
andans. Fjölmargir hundaeig-
endur tóku þátt í sýningunni og
best ræktuðu hundarnir, að mati
tveggja dómara frá Svíþjóð og
Noregi, unnu til verðlauna, en á
sýningu sem þessari hljóta hund-
ar af ólíkum tegundum dóm með
tilliti til ræktunarmarkmiða
hverrar tegundar.
Að sögn Guðbjargar Helga-
dóttur, sem situr í sýningar-
stjóm Hundaræktarfélags fs-
lands auk þess að vera starfs-
maður félagsins, heldur félagið
þijár hundasýningar á ári, þar
af tvær alþjóðlegar eins og
þessa. „Á alþjóðlegum sýningum
geta allar tegundir hunda verið
með og öðlast alþjóðlegt meist-
arastig en smærri sýningar geta
verið deildarsýningar þar sem
til dæmis eingöngu islenski fjár-
hundurinn eða eingöngu veiði-
hundar era sýndir,“ sagði Guð-
björg.
„Hundaræktarfélag Islands
samanstendur af öllum þeim
sem láta sér annt um velferð
hundsins,“ segir Guðbjörg, „og
sumir meðlimir eiga ekki hunda.
Félagið heldur einnig utan um
allar ættbókarfærslur hunda og
gefur út ættbækur, en með þeim
er hægt að sanna að hundurinn
sé af ákveðinni tegund, hrein-
ræktaður eða ekki.“
Aðspurð um hvað væri á döf-
inni hjá félaginu sagði Guðbjörg
að framundan væru veiðipróf
sem veiðihundadeildin stæði
fyrir, sýning á íslenska fjár-
hundinum verður í maí og árleg
augnskoðun þar sem danskir
dýralæknar kanna arfgenga
augnsjúkdóma um svipað leyti. í
júní verður árleg sýning félags-
ins á Akureyri og í október er
næsta alþjóðlega sýning fyrir-
huguð.
BESTI Borzo-hundurinn var ÍS.M. Annyuris-Czar Almas Nicolai, en
hann var jafnframt eini hundurinn í tegundarhópi 10. Með honum er
eigandi hans og ræktandi, Katrín Friðriksdóttir.
Sigurvegarar f einstökum flokkum
SIGURVEGARAR í einstökum flokkum sýningarinnar voru:
Besti hvolpur: Tandra-Mirra, tegundarhópi 7, írskur setter. Eigandi:
Guðrún Hreiðarsdóttir. Ræktandi: Tryggvi Þór Jóhannsson.
Besti öldungur: ÍS.M. Eðal-Darri, tegundarhópi 7, írskur setter. Eig-
andi: Magnús Jónatansson. Ræktandi: Hreiðar Karlsson.
Besti afkvæmahópur: ÍS.M. Gildewangen’s Joop, tegundarhópi 1, þýskur
fjárhundur. Eigandi: Hjördís H. Ágústsdóttir og Eirfkur Guðmundsson.
Ræktandi: Leif & Hilde Wangberg.
Besti hundur: IS.M. Gildewangen’s Aramis, tegundarhópi 1, þýskur fjár-
hundur. Eigandi: Hjördís H. Ágústsdóttir og Eiríkur Guðmundsson. Rækt-
andi: Hilde Wangberg.
Besti ungi sýnandinn: ÍS.M. Ardbraccan Famous Grouse, írskur setter.
Eigandi: Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
Tegundarhópur 1: ÍS.M. Gildewangen’s Aramis, þýskur fjárhundur. Eig-
andi: Hjördís H. Ágústsdóttir og Eiríkur Guðmundsson. Ræktandi: Hilde
Wangberg.
Tegundarhópur 2: Bonus Pater, enskur bulldog. Eigandi: Sigurður Helgi
Guðjónsson. Ræktandi: Inga Lís Hauksdóttir.
Tegundarhópur 3: ÍS.M. Season Autumn King of Tradition, West Hig-
hland White Terrier. Eigandi: Súsanna Poulsen. Ræktandi: Lennart & Car-
in Nordlander.
Tegundarhópur 4-6: Ránar-Sólon íslandus Ýrar, dalmatíuhundur. Eig-
andi: Órn Helgason. Ræktandi: Davíð Steinþórsson.
Tegundarhópur 5: Snæ-Lukku-Kátur, íslenskur fjárhundur. Eigandi:
Kristín Jóhannsdóttir. Ræktandi: Svala Rós Loftsdóttir.
Tegundarhópur 7: ÍS.M. Ardbraccan Famous Grouse, írskur setter. Eig-
andi: Jóna Th. Viðarsdóttir. Ræktandi: Ms. Trudy Walsh.
Tegundarhópur 8: Jökla-Þruma, enskur springer spaniel. Eigandi: Ásta
Arnardóttir. Ræktandi: Rúnar Halldórss/Hrafnh. Þórðar.
Tegundarhópur 9: Santosha Silfur Sol, Shih Tzu. Eigandi: Sara M. Jó-
hannsdóttir.
Tegundarhópur 10: ÍS.M. Annyuris-Czar Almas Nicolai, Borzoi. Eig-
andi: Katrín Friðriksdóttir. Ræktandi: Katrín Friðriksdóttir.
i
f
c
i
i
I
I
1
I
l
í
i
s
I
k
1
I
I
i
I
I
í
I
I
I
I