Morgunblaðið - 17.03.1998, Síða 17

Morgunblaðið - 17.03.1998, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir LISTASMIÐJA Bahá’ía flutti dans gegn vímuefnum. FJÖLMENNI var á Hótel Björk þar sem Hvergerðingar ræddu mál- efni unglinga nýverið. Húsfyllir á fundi um málefni unglinga í Hveragerði Hveragerði - Húsfyllir var á mjög líflegum fundi um málefni unglinga í Hveragerði nýlega. Það var for- eldrafélag Grunnskólans í Hvera- gerði sem sá um skipulagningu fundarins í samvinnu við unglinga bæjarins. Fundurinn hófst á því að Ingólf- ur Snorrason frá Selfossi sagði tæpitungulaust frá sínum viðhorf- um til forvama og vímuefna. Ingólfur á sæti í forvamanefnd Selfossbæjar jafnframt því sem hann æfir og keppir í karate en hann er Norðurlandameistari í þeirri íþrótt. Þá fluttu þrír nemendur Grunn- skólans í Hveragerði mjög skömg- legar ræður. Þau Eva Harðardótt- ir, Hulda Magnúsdóttir og Sigurð- ur Gústafsson gerðu grein fyrir sinni afstöðu til málefna unglinga og til þess sem betur má fara í þeim málaflokki. Komu þau inná það sem í boði er fyrir unglinga í bæjarfélaginu í dag en einnig komu í máli þeirra fram margar hug: myndir að bættu unglingastarfi. í máh unglinganna kom fram mikill vilji til að Hveragerði yrði „fyrir- myndarbær fyrir unglinga". Að loknum ræðum sýndi Listasmiðja Bahá’ía áhrifamikinn frumsaminn dans gegn vímuefnum. í lok fundarins svöruðu síðan Einar Mathiesen bæjarstjóri, Gísh Páll Pálsson, forseti bæjarstjómar, Aldís Hafsteinsdóttir, formaður skólanefndar, Guðjón Sigurðsson skólastjóri og Kristinn Kristinsson félagsmálastjóri, fyrirspumum fundarmanna. Að sögn Bee McEvoy, formanns foreldrafélagsins, vora skipu- leggjendur mjög ánægðir með það hve jákvæðir hinir fjölmörgu fundargestir vora og hve góðar umræður urðu á fundinum. „Von- andi verður þessi fundur aðeins upphafið að öðra og meira starfi fyrir unghngana hér í bæ,“ sagði Bee að lokum. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson Óvenju mikill ís í Rifshöfn Hellissandi - Ovenju mikill ís hefur verið í höfninni í Rifi síðustu daga í þessum fimbulkulda. Vindáttir hafa verið norðanstæðar. Þó hefur frost aldrei orðið jafnmikið hér á útnes- inu, í samanburði við það sem gerð- ist inn til landsins. Fyrir bragðið hafa smærri bátar átt í mestu erfið- leikum með að komast um höfnina og sumar trillumar hafa ekkert far- ið á sjó. Myndin er tekin um síðustu helgi þegar höfnin var ísilögð en eftir helgina snerist vindur til vest- anáttar og hvarf þá ísinn af höfn- inni á svipstundu. Unnið að nýrri vegalögn á Hellissandi Hellissandi - Nú er verið að vinna að framlengingu götunnar Snæ- fellsáss, milli Klettsbúðar og Hehuhóls. Sá vegur sem var fyrir hefur verið hin mesta slysagildra og þar safnaðist auk þess mikill snjór sem oft hefur valdið íbúum við Helluhól miklum erfiðleikum að vetrarlagi. Til að bæta úr þessu verður að breyta vegarstæðinu og brjóta niður hólinn sem var aðal- tálminn á veginum. Þessari fram- kvæmd átti að vera lokið en snjór og frost að undanförnu hafa tafið fyrir verkinu. Verktaki er Bjami Vigfusson á Kálfárvöllum. Myndin sýnir framkvæmdir við framleng- ingu Snæfellsáss. Morgunblaðið/Björn Blöndal SVAVAR Sigurðsson við veggmyndina sem nú prýðir vegg Sundmiðstöðvar Keflavíkur. Myndin er 15 fermetrar. Helgar líf sitt baráttunni gegn frkniefnum Keflavík - Svavar Sigurðsson hef- ur helgað líf sitt baráttunni gegn fíkniefnum og hefur hann gefið al- eigu sína til þessara mála. Svavar sagðist hafa fengið köllun árið 1994 og síðan hefði hann ekki gert annað. Hann hefur gefið fíkniefnalög- reglu, tolli og þeim sem vinna að fíkniefnamálum fjölda tækja sem koma sér vel í starfinu auk þess sem hann hefur staðið að auglýs- ingaherferð þar sem sérstaklega börn og unglingar eru vöruð við afleiðingunum af neyslu fíkniefna. Svavar hefur nú komið upp 15 fermetra mynd á gafli Sundmið- stöðvar Keflavíkur sem hann von- ast th að muni hafa fyrirbyggj- andi áhrif. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið af þessu tilefni að hann liti á fíkniefnasala sem fjöldamorðingja og hann léti þá ekki drepa böm án þess að snú- ast til varnar. Hann sagði að mik- ið ofbeldi væri 1 fíkniefnaheimin- um en hann óttaðist ekki þessa menn. Q stgr. Lítill og þægileguz Ericsson GA628 GSM HANDSÍMI . 217 g með rafhlöðunni • Rafhlaða endist í allt að 83klst.íbið • Númerabirting • SMS skilaboðasending og viðtaka LANDS SÍMINN Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 Þjónustumidstöd i Kirk|tistræti, sími 800 7000 Söltideild Kringlunni, simi 550 6690 Afgreiöslustaðir íslandspósts um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.