Morgunblaðið - 17.03.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 21
NEYTENDUR
LGG+ mjólkurafurð á markað
Mjólkursýrugerill sem
eykur jafnvægi í meltingu
ÞESSA dagana er að koma á mark-
að ný mjólkurafurð sem heitir
LGG+. Hún er unnin úr fitulausri
mjólk og inniheldur LGG
gerla. Að sögn Einars
Matthíassonar, fram-
kvæmdastjóra vöru- og
tækniþróunarsviðs hjá
Mjólkursamsölunni, inniheld-
ur LGG+ bæði a- og b-gerla
og trefjaefnið oligofrúktósa
sem örvar vöxt heilnæmra
gerla í meltingarvegi.
Kemur jafnvægi á
meltinguna
„LGG+ dagskammturinn kemur
í litlum 65 ml flöskum og hann hent-
ar heilbrigðu fólki á öllum aldri. Það
er líka mælt með drykknum fyrir
fólk sem býr við ójafnvægi í melt-
ingu af völdum ytri þátta eins og
streitu, kaffidrykkju, inntöku
fúkkalyfja og t.d. geislameðferða.
Það tekur LGG+ einn mánuð að
byggja gerlaflóruna upp á ný og til
að viðhalda áhrifum til fulls er mælt
með daglegri neyslu." Einar segir
að drykkurinn hafi verið á markaði í
Sviss um skeið undir heitinu Emmi
Aktifit Plus.
Hann segir að framleiðsa LGG+
sé undir mjög ströngu gæðaeftirliti
og segir að framleiðsluaðferðin
eigi að tryggja að gerlamagn sé
alltaf hæfilegt svo drykkurinn
hafí tilætluð áhrif. LGG+ er
fæðutegund en ekki lyf en aðal-
tilgangurinnn er að styrkja og
stuðla að vellíðan fremur en að
vera til næringar.
- Hversvegna eru flöskum-
ar ekki merktar með inni-
haldslýsingu og næringar-
gildi?
„Drykkurinn er eingöngu
seldur í sex flaskna kippu og
utan á þeim pakkningum er að
finna bæði næringargildi og
innihaldslýsingu.“
Frekari nýjungar
væntanlegar
Einar segir að hægt sé að fá
drykkinn með þremur bragðteg-
undum, jarðarberjum, bragð-
bættan og með eplum og perum
en sá síðastnefndi er án viðbætts
sykurs.
Þegar hann er spurður hvort
frekari nýjunga sé að vænta í þess-
um vöruflokki segir hann þessar
vörur þær fyrstu í vöruflokknum og
segir að frekari nýjunga sé að
vænta síðla vors og í haust.
Fæða með hlutverk
Birgit Eriksen, næringar-
fræðingur á Næringarstofu
Landspítalans, segir að LGG+
sé svokölluð markfæða sem er
ný kynslóð af matvörum.
„Þetta er fæða með hlutverk
eða eins og hún kallast er-
lendis functional food. Mark-
fæða hefur tvenns konar
hlutverk, hún hefur holl-
ustuáhrif auk þess sem
hún hefur hefðbundið næring-
argildi.
\ L stendur fyrir lactobacillus
sem eru mjólkursýrugerlar.
GG eru upphafsstafir tveggja
bandarískra vísindamanna
Gorbach og Golden en þeir
uppgötvuðu gerilinn í byrj-
un níunda áratugarins.“
Þegar Birgit er spurð
hvort þessi mjólkurafurð sé
mjög frábrugðin ab mjólkinni
segir hún að lacto bacillus GG sé
mest rannsakaði mjólkursýrugerill í
heimi hvað varðar áhrif á heilbrigði.
„Hann er virkur, harðgerður og lifir
af ferðina frá munni og niður í ristil.
Hann eflir vöxt a- og b-gerlanna og
stuðlar að heilbrigðri meltingu,
á að efla ónæmiskerfí líkam-
ans í görninni og koma jafn-
vægi á gerlaflóru okkar,“ seg-
ir Birgit. „Ab mjólkin flokkast
einnig sem markfæða en i
þeirri vöru er lögð ríkari
áhersla á hefðbundið næring-
argildi en í LGG+.“
Fyrst á markað
í Finnlandi
Birgit segist hafa fylgst með
þessari markfæðu um skeið. Hún
var fyrst sett á markað í Finnlandi
árið 1990 og síðan hafa ýmis lönd
fylgt eftir eins og Noregur, Sviss,
Þýskaland, Holland, Belgía og
Bretland. Birgit segir að LGG+
kunni að fyrirbyggja sýkingu í
meltingarvegi, koma í veg fyrir
meltingartruflanir á ferðalögum og
styrkja ónæmiskerfið. Rannsóknir
benda til að LGG gerillinn geti fyr-
irbyggt eða dregið úr bólgubreyt-
ingum í meltingarvegi. Þá kann af-
urðin einnig að virka gegn hægða-
tregðu.
Nýtt
Fjórar
kaffitegundir
NÝLEGA var byrjað að selja
fjórar nýjar kaffitegundir hjá
Kaffi Puccini við Vitastíginn. í
fréttatilkynningu frá Kaffi
Puccini kemur fram að um er að
ræða Guatemala Atitlan en það
er búið til úr baunum sem eru
ræktaðar í þorpinu Atitlan í
Guatemala. Þess má geta að af
sölu hvers 500 gramma pakka
renna 73 krónur til uppbygging-
ar í þorpinu.
Þá er komið í sölu svokallað
ástarkaffi. Um er að ræða blöndu
kaffibauna frá Afríku og
Indónesíu. Þriðja kaffitegundin
er bananakaffi frá Barnie’s sem
er blanda af bönunum, karamellu
og rommi. Fjórða og síðasta teg-
undin er ostakökukaffi. Bakarar
í New York unnu við að þróa þá
blöndu með sérfræðingum kaffi-
fyrirtækisins Barnie’s.
Hættuleg efni í mjúkum
leikföngum úr plasti
MJÚK leikföng sem eru gerð úr PVC plasti innihalda
talsvert magn af mýkingarefnum, þar með talin
svokölluð tallöt. Þessi efni eru grunuð um að líkja eftir
estrógen hormónum og að þau geti dregið úr frjósemi.
Einnig er talið að sum þeirra geti valdið krabbameini.
Þessi skaðlegu efni geta leyst upp í munnvatni þegar
börnin sjúga leikföngin og hafa þessi málefni t.d. verið
í umræðunni í sambandi við tannhringi.
Þetta kemur fram í nýju tölublaði norska neytenda-
blaðsins Forbruker rapporten. Þar er foreldrum ung-
barna ráðlagt að kaupa frekar hörð plastleikföng og
ti'édót fyrir börn sín og sniðganga mjúk plastleikföng.
„Það er verið að skoða mjög gaumgæfilega mýking-
arefni í mjúku plasti en ekki er enn farið að banna
notkun PVC plasts í leikföng," segir Sigurbjörg Gísla-
dóttir forstöðumaður eiturefnasviðs hjá Hollustuvernd
ríkisins.
„Margt bendir þó til að takmörkuð verði notkun
mjúkra plastefna í leikföng svo sem naghringi og
hringlur fyrir yngstu börnin einkum eftir að fundist
hafa á markaði leikföng sem gefa frá sér mikið af þess-
um efnum. Þar vegur þungt öryggissjónarmiðið. Hætt-
an er fólgin í að börnin stingi þessum hlutum upp í sig
og munnvatnið leysi efnin úr plastinu."
Rafrænn
afsláttur!
VAKA-HELGAFELL
Forlagsverslun
15%
©
veitir öllum sem greiða
M mc® V,SA krcditkorti
w rafrænan afslátt
Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt
FRIÐINDAKLUBBURINN
www.fridindi.is ■ www.visa.is
Kynnstu töfrum Suzuki
Finndu hve rýmið er gott
Baleno Wagon er aflmikill og hagkvæmur í rekstri,
hefur einstaklega góða aksturseiginleika
og býður upp á allt að 1.377 lítra farangursrýmil
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00
BALENO WAGON GLX: 1.445.000 KR
WAGON GLX 4x4: 1.595.000 KR
$ SUZUKI ALLIR SUZUKI fiÍLAR ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS- LOFTPÚÐUM. rSUZUKÍ^ AFLOG I ÖRYGGI 1