Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 25 Willey skýrði frá atvikinu í 40 mínútna viðtali sem sýnt var í fréttaþætti CBS-sjónvarpsins, „60 mínútum“, á sunnudagskvöld. Hún kvaðst hafa ákveðið að skýra frá at- vikinu opinberlega þar sem hún teldi tímabært að sannleikurinn kæmi fram. „Eg tel bara að það sé kominn tími til að segja frá þessu,“ sagði hún. „Of margar lygar hafa verið sagðar. Líf of margra hefur verið eyðilagt.“ Willey var spurð hvort Clinton hefði framið meinsæri þegar hann neitaði því í eiðsvarinni yfirlýsingu að hafa áreitt hana kynferðislega og hún svaraði því játandi. Clinton undirritaði yfírlýsinguna 17. janúar vegna málshöfðunar Paulu Jones, sem sakar forsetann einnig um kynferðislega áreitni. Hann kvaðst þar hafa hitt Willey í Hvita húsinu en ekki hafa áreitt hana kynferðislega. „Ég neita því eindregið," sagði hann. „Það gerðist ekki.“ Trúverðugasta vitnið Willey bar vitni í vikunni sem leið fyrir kviðdómi, sem á að skera úr um hvort ákæra verði heimiluð vegna rannsóknar Kenneths Starrs saksóknara á ásökunum um að Clinton eða bandamenn hans hafi reynt að hindra framgang réttvís- innar. Willey er álitin trúverðugra vitni en hinar konurnar sem Clinton er sakaður um að hafa verið í tygjum við eða áreitt kynferðislega. Hún er dyggur stuðningsmaður demókrata og því er ekki hægt að saka hana um aðild að „samsæri hægrimanna" eins og Paula Jones og fleiri konur, sem tengjast málum Clintons, hafa verið sakaðar um. Þar sem Willey dró það í fjögur ár að skýra frá atvikinu virðist hún ekki vilja nota það sér til framdráttar. „Forsetinn veit ekki sitt rjúkandi ráð,“ sagði Robert Bennet, lögfræð- ingur Clintons. „Honum er fyi'ir- munað að skilja hvers vegna þessu er haldið fram.“ Bennet viðurkenndi að ekki væri hægt að bendla Willey við „haturs- menn Clintons“ en bætti við að enn hefðu ekki verið birtar mikilvægar upplýsingar um vitnisburð hennar og þær myndu grafa verulega undan trúverðugleika hennar. Hann vildi þó ekki greina nánar frá þessum upplýsingum. Willey bar einnig vitni í máli Paulu Jones íyrir tveimur mánuðum en virtist þá treg tO að skýra frá at- vikinu í smáatriðum. Frásögn henn- ar í sjónvarpsviðtalinu á sunnudags- kvöld var mun skýi’ari og hún sakaði forsetann um að hafa þuklað á brjóstum hennar og lagt hönd henn- ar að kynfærum hans. Beitti Landow þrýstingi? Willey sagði að Nathan Landow, auðugur bandamaður Clintons, hefði rætt mjög „ítarlega" við hana um vitnisburðinn en vildi ekki skýra frekar frá samtölum þeirra, kvaðst ekki geta þáð vegna rannsóknar St- arrs, sem er að kanna hvort reynt hafi verið að knýja hana til að bera ljúgvitni. Landow hefur neitað því að hafa reynt að hafa áhrif á vitnis- burð hennar. Willey hélt því ennfremur fram í íyrsta sinn að Clinton hefði reynt að fá hana á stefnumót í kosningabar- áttunni árið 1992. Clinton hafði séð hana á kosningafundi og beðið að- stoðarmann sinn að fá; símanúmer hennar. Hann var hás þegar hann hringdi og hún kvaðst hafa ráðlagt honum í gríni að borða kjúklinga- súpu. Hann hefði þá spurt hvort hún vildi færa honum súpu og ságst ætla að losa sig við lífverði sína ef hún kæmi. Hún kvaðst hafa afþakkað boðið. „Ég fann það á mér að hann hefði ekki áhuga á kjúklingasúpu,“ sagði hún. Bandarískar kvenréttindahreyf- ingar hafa hingað til verið tregar til að gagnrýna Clinton vegna ásakan- anna á hendur honum en afstaða þeitTa hefur breyst eftir sjónvarps- viðtalið. „Þetta er ekki aðeins kyn- ferðisleg áreitni. Ef þetta er rétt er þetta kynferðisleg árás,“ sagði Pat- ricia Ireland, forseti Landssamtaka bandarískra kvenna. Orrin G. Hatch, formaður laga- nefndar öldungadeildar Bandaríkja- þings, sagði í viðtali við CNN-sjón- varpið að ef ásakanir Willey væru réttar teldi hann að Clinton væri bú- inn að vera sem forseti. Kveðst aðeins hafa viljað hugga hana Willey kvaðst hafa farið á skrif- stofu Clintons til að skýra honum frá vandræðum sínum og óska eftir launuðu starfi. Forsetinn hefði boðið henni hressingu og þau hefðu farið í lítið eldhús til að ná í kaffi. „Hann sagðist ætla að gera allt sem hann gæti til að hjálpa mér,“ sagði Willey. Þegar þau gengu að skrifstofu forsetans nam hann stað- ar og faðmaði Willey að sér. „Hann sagði að sér þætti mjög miður að þetta hefði komið fyrir mig,“ sagði hún. Þetta er í samræmi við eiðsvarna yfirlýsingu Clintons, sem kvaðst hafa faðmað Willey og ef til vill kysst hana á ennið til að reyna að hugga hana. „Það var ekkert kyn- ferðislegt við þetta,“ bætti hann við. Willey sagði hins vegar að forset- inn hefði síðan kysst hana, dregið hana að sér, þuklað brjóst hennar og hvíslað: „Þetta hef ég viljað gera síð- an ég sá þig fyrst.“ Hún kvaðst hafa orðið reið og hissa á athæfi forsetans, einkum vegna þess að starfsfólk Hvíta húss- ins hefði verið nálægt skrifstofunni. „Mér fannst þessi bíræfni ótrúleg," sagði hún. Atvikið kom fyrst fram í fjölmiðl- unum síðastliðið sumar eftir að lög- fræðingar Paulu Jones komust á snoðir um það og skýrðu Newsweek frá því. Linda Tripp kvaðst í samtalið við blaðamann Newsweek hafa hitt Willey eftir at- vikið, en hún starfaði í Hvita húsinu Willey var meðal þeirra fyrstu sem gekk til liðs við forseta- framboð Clintons á þessum tíma og afhenti síðar Starr upptökur af samtölum sínum við Monicu Lewinsky, sem er sögð hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clinton. Tripp sagði að Willey hefði virst „kát“ þegar hún sagði henni frá at- vikinu en Willey kvaðst telja að Tripp hefði dregið ranga ályktun af orðum sínum. „Ég tel að þegar ég sagði: „þú munt ekki trúa þessum", þá hafi hún ef til vill tekið því sem kátínu.“ Tripp og Willey höfðu verið vin- konur en eftir atvikið fékk Willey launað starf á lögfræðistofu Hvíta hússins, en Tripp fékk nýtt starf í varnarmálaráðuneytinu þótt hún hefði viljað vera áfram í Hvíta hús- inu. Tripp ræddi þetta við hana og sagðist telja að hún hefði misst starfið í Hvíta húsinu vegna þess að hún vissi um atvikið. „Hún var mjög reið. Mjög æst. Mjög bitur,“ sagði Willey. „Og hún lauk samtalinu með því að segja: „ég skal ná mér niðri á þér og öllum öðr- um á þessum stað áður en þessu lýk- ur“. Willey andmælti einnig vinkonu sinni, Julie Hiatt Steele, sem sagði blaðamanni Newsweek að Willey hefði sagt henni frá atvikinu kvöldið eftir. Seinna dró Steele þetta til baka og sagði í eiðsvarinni yfirlýs- ingu að Willey hefði beðið hana um að ljúga þessu að blaðamanninum. Willey kvaðst telja að Steele hefði verið „beitt þrýstingi" til að breyta frásögn sinni. „Starfsmenn Hvíta hússins vildu reyna að gera mig tor- tryggilega," sagði hún, „og hún er peð í höndum þeirra.“ VlÐSKIPTAHÁSKÓLINN í REYKJAVÍK óskar eftir að ráða lektora í fullt starf og stundakennara til kennslu í Við- skiptadeild og Tölvufræðideild skólans. Kennslan hefst í nýju húsi þann 1. september 1998 og byggist á fyrirlestrum og hagnýtum verkefnum þar sem lögð er áhersla á bein tengsl við atvinnulífið. Tölvuháskóli VÍ (TVI) verður að Tölvufræðideild Viðskiptaháskólans. speiuaiaiudi Kennari við Viðskiptaháskólann ( Reykjavík í fullu starfi eða meðfram uppBYGGiNGAR- starj:j S|'nu j atvjnnyiffjnu tekur þátt í spennandi uppbyggingarstarfi í afar vel búnum skóla sem leggur áherslu á að kenna það sem er hagnýtast hverju sinni með skilvirkum kennsluaðferðum. STUNDAKEIUNARAR í VtÐSKIPTADEILD lektoraroc Viðskipanámið er 3ja ára B.S. nám og verða alls um 500 nemendur í báðum deildum skólans. Jafnframt verður nemendum boðið að Ijúka námi með diploma að loknum fyrstu tveimur árunum. Nemendum verður gefinn kostur á að sérhæfa sig á einu af eftirfarandi þremur kennslusvið- um í Viðskiptadeild: I Markadsfrædi og alþjódaviðskipti I Rekstur og reikningshald Stjórnun og starfsmannahald Námsskeið 1. árs eru sameiginleg fyrir nemendur allra kennslusviða í Við- skiptadeild og verða eftirfarandi: NAIVISSKEID T. ARS [ Markaðsfræðil; I Fjármál I Hagfræði I Fjárhagsbókhald I Hagnýt stærðfræði 2. OIUIU I Stjórnun I B Lögfræði og umhverfi fyrirtækja j Stofnun og rekstur smáfyrirtækja I I Rekstursbókhald I Upplýsingatækni j lektorarog í Tölvufræðideild er boðið upp á tveggja ára nám í kerfisfræði og auk i^TöiAaiERÆÐiDEiLD þess verður nú bætt við þriðja árinu til B.S. prófs í tölvufræði. Námsgrein- ar í tölvufræði eru eftirfarandi og þarf nokkra kennara til þess að annast kennslu í þeim: KERFISFRÆDI F | Forritun I I Viðmótshönnun Tölvur, stýrikerfi og net I Kerfisgreining I Verklegt námskeið 3. oiuiu Gagnaskipan og reiknirit | Gluggakerfi II j Hugbúnaðarfræði I Tölvusamskipti Iverklegt námskeið 2. OIUIU IForritun II I Gagnasafnsfræði I Skipulag og notkun upplýsinga | Gluggakerfi I I Verklegt námskeið 4. ÖIUIU I Uppsetning og rekstur vélbúnaðar j I Rekstur upplýsingakerfa | Fjölnotendaumhverfí Lp—r——--------— | Lokaverkefni B.S. í TÖLVUFRÆOI F | Stærðfræði I I Forritunarmál Gagnasafnsfræði II | Gluggakerfi III I Kerfisforritun 6. OIUIU I Stærðfræði II ■ Tölvugrafík Þýðendur [Valin efnij I Lokaritgerð frágangur Með umsókn skal senda afrit af prófskírteinum. Þá skal senda skýrslu um umsóka |<enns|ureyns|Ui hagnýta starfsreynslu, rannsóknir, stjórnunarreynslu, og annað sem getur skipt máli. Krafist er a.m.k. meistaraprófs, eða jafngildrar þekkingar og reynslu. Þá skal koma fram í umsókn við hver ofangreindra námskeiða í Viðskiptadeild (eitt eða fleiri) umsækjandi vill kenna. Hlutfall kennslu- og rannsóknarskyldu lektora er samningsatriði. launakíör Laun verða samkvæmt samkomulagi. umsóknar- Umsóknarfrestur rennur út þann 1. apríl n.k. FRESTUR Umsóknir skal senda til Þorláks Karlssonar, Viðskiptadeild, sem veitir einnig frekari upplýsingar í síma 568 8400 (netfang thorlakur@tvi.is) og Nikulásar Hall, Tölvufræðideild, sem veitir einnig frekari upplýsingar i síma 568 8400 (netfang nick@tvi.is). VlÐSKIPTAHÁSKÓLINN í REYKJAVÍK Ofanleiti 1-103 Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.