Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 27
Ur fórum Karls Isfelds
BÆKUR
L j ó ð a b ó k
KARL ÍSFELD: KVÆÐI
Utg.: Thorarensen lyf ehf.,
1997, 48 bls.
Framangreindur útgefandi hefur
tekið upp þann góða sið að gefa út
ljóðakver á jólum og senda sem
kveðju til þeirra heilbrigðisstétta
sem mest er skipt við. Að þessu
sinni urðu fyrir valinu áður óbirt
kvæði eftir Karl Isfeld, sem Magnús
Oskarsson hafði undir höndum.
Karl Isfeld var kunnur vel á sinni
tíð og enn minnast margir hans,
a.m.k. af eldri kynslóðinni. Hann gat
sér orð sem snilldarþýðandi bæði á
bundið mál og laust. Kunnastar
munu vera þýðingar hans á ævintýri
góða dátans Svejk og á Kalevala-
kvæðunum. Karl var gott ljóðskáld,
þó að ekki kæmi frá honum nema
ein bók ljóða, Svartar morgunfrúr,
1946.
Karl fædist árið 1906
og lést árið 1960. Sú
litla kvæðabók sem nú
er prentuð er með
nokkuð sérstökum
hætti. Þar eru átján
frumort smákvæði um
fulltrúa jafnmargra
starfsgreina eða atferlis
og tvö kvæði eru svo
annars eðlis. Kvæðin
átján eru eins konar
gamankvæði, en oft er
nokkur broddur í þeim
og jafnan einnig lífs-
speki. Bragleikni sú
sem Karl var kunnur
fyrir leynir sér ekki, þó
að hann notist við létta
hætti.
Sem sýnishorn af þessum kvæð-
um skulu tilgreind þrjú niðurlagser-
indi.
Ritdómarinn:
Og í mínu vinsæla verki er ég hvorki
veill eða hálfur.
Eg níði það allt sem ég girntist að gera,
en gat ekki sjálfur.
Tannlæknir:
Sá hlálegi grunm- í hug minn
læðist
í húmi nætur, í dagsins önn:
Að heimurinn sé í hnattanna
keríi
sem holufylling í skemmdri
tönn.
Skáld:
Þó stæði ég oft í stímabraki
við stuðlasetning og þess lags
kíf,
sú raunin alltaf mér reyndist
hörðust
að ríma saman mitt eigið líf.
Þetta htla kver er
Karl ísfeld. einkar smekklega útgef-
ið. Ljósprentun er af tit-
ilsíðu hinnar gömlu ijóðabókar Karls
og á tveimur síðum er ljósprentuð ein
kvæðaþýðing úr þeirri bók, Vögguvísa
í skammdeginu eftir Nordahl Grieg.
Sú þýðing er einkar falleg og hugljúf.
Eg hygg að þeim sem þessa jóla-
gjöf fengu hafí þótt gjöfin góð og
muni geyma þessa kvers vel.
Sigurjón Bjömsson
íslensk kórtónlist vek-
ur athygli í dagskrá BBC
DAGSKRÁRGERÐARMENN frá
BBC í Bretlandi komu hingað til
lands í janúar sl. til að gera dagskrá
um íslenska kórtónlist. Af því tilefni
ræddu þeir við fjölda íslenskra tón-
listarmanna og aðstoðaði íslensk
tónverkamiðstöð BBC við dagskrár-
gerðina.
í þættinum Choir Works, á rás 3
hjá BBC, hljómaði svo íslensk tónlist
í tveggja tíma löngum þætti sem var
á dagskrá sunnudagskvöldið 1. febr-
úar. í þættinum var rakin þróun
söngsins, allt frá rímnakveðskap og
tvísöng til söngs blandaðra íslenskra
kóra í dag, og hafa viðbrögð hlust-
enda verið mjög góð og hafa dag-
skrárgerðarmenn BBC fengið fjölda
fyrirspurna um íslenska kórtónlist.
Einnig hafa hlustendur á Bret-
landseyjum og víðar skrifað til Tón-
verkamiðstöðvarinnar og lýst há-
stemmdum orðum fegurð íslensks
kórsöngs.
Ánægðir hlustendur
Hlustandi í Vigo á Spáni skrifar,
að hann hafi aldrei heyrt aðra eins
tónlist, svo margþætta en um leið
einfalda t og ríka af tilfínningum.
Annar hlustandi í Hampshire leitar
eftir aðstoð við útvegun tónlistar,
sem geti aftur leitt hann í hæstu
hæðir og kórstjóri í Edinborg segist
hafa hlustað á þætti Jeremy Summ-
erlys um kóratónlist frá norðrinu og
hafi mörg íslenzku laganna hrifið
hann sérstaklega.
Oxford Camerata með
íslenzk kórverk
I kjölfar þáttarins mun íslensk
kórtónlist hljóma víðar á næstunni,
meðal annars á Kirkjutónlistarhátíð-
inni í Edington í ágúst, þar sem Ox-
ford Camerata mun m.a. flytja verk
eftir Hjálmar H. Ragnarsson og
Þorkel Sigurbjörnsson. BBC3 mun
útvarpa frá hátíðinni, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá Tón-
verkamiðstöðinni.
Viltu fræðast um bahá'í trú?
Heimasíöa íslenska bahá'í samfélagsins er:
www.itn.is/bahai
| og heimasíða Alþjóðlega bahá'í samfélagsins er:
lass
í Linsunni starfar sérmenntaö
fðlk sem veitir þér faglega
ráögjöf og þjónustu viö val
á réttum linsum. Augun þin
eiga þaö skiliö aö þú gerir
kröfur.
UN5AN
Aðalslraeti 9
slmi 551 5055
Morgunblaðið/ Þorkell
ÞORSTEINN frá Hamri heilsar einuni afmælisgesta, Guðrúnu Ás-
mundsdóttur leikkonu og leikritahöfundi.
Afmæli Þorsteins frá Hamri
BÓKAÚTGÁFAN Iðunn bauð á
sunnudaginn, 15. mars, til af-
mælishófs á Hótel JBorg í til-
efni af sextugsafmæli Þor-
steins skáids frá Hamri. Fjöl-
menni var í hófinu og margar
ræður fluttar skáldinu til heið-
urs.
-----------1-------------------
FaUeg oggagnleg fermingargjöf
Ensk-íslensk orðabók
34.000 ensk uppflettiorð
Fæst hjá öllum bóksölum
íslensk-ensk orðabók
35.000 íslensk uppflettiorð
2.200 blaðsíður
Saman í fallegri gjafaöskju
á aðeins kr. 3.990
Gagnleg og glæsileg fermingargjöf,
sem nýtist vel í nútíð og framtíð
Orðabókaútgáfan
alla ævi!
ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR