Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 31
Ferð um víðerni
fegurðarinnar
TÖJVLIST
Kirkjuhvoll
LJÓÐATÓNLEIKAR
Rannveig Fríða Bragadóttir og
Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir
Schumann, Mahler, Grieg og
Sibelius. Laugardaginn
14. mars 1998.
AÐ syngja litla vögguvísu eða
tónverk, þar sem mannleg átök rísa
hátt, er samstofna á þann máta, að í
lagtónun söngvarans þurfa að birt-
ast öll tilfinningablæbrigði textans
og það sama gildir um píanóleikinn,
því þótt tónar píanósins hafi ekki
orðlega merkingu er í þá ofinn sami
skilningur tilfinningalegrar upplif-
unar og býr í textanum.
Sem listamaður er Rannveig
Fríða Bragadóttir að nálgast það
svið töfranna, þar sem kunnátta og
listfengi hverfast saman í eitt. Þá
var hljóðumhverfi það er Gerrit
Schuil léði söngverkunum einnig
magnað sérstæðri samtvinnun
leikni og skilnings, þannig að í heild
voru tónleikarnir gæddir því list-
fengi, er gerir þá að miklum listvið-
burði.
I lagaflokknum Frauenliebe und
Leben eftir Schumann er að finna
undurfagra tónlist, er tengist inni-
legu efni ljóðanna eftir Chamissons
með svo einstæðum hætti, að tísku-
bundin afstaða til ástarinnar nær
ekki að hindra fólk í að upplifa hnf-
andi fegurð þessa listaverks. Öll
átta Ijóðin voru mjög vel flutt og til
að nefna eitthvert sérstaklega var
sérlega skemmtilegt samspilið eða
samtal píanós og söngraddar í
fyrsta ljóðinu, Seit ich ihn gesehen,
sem er fagnaðaróður til ástarinnar.
Næstu tvö ljóðin fjalla einnig um
aðdáun konunnar á ástvini sínum er
rís hæst er hann biður hennar, þar
sem sterkar andstæður tilfinning-
anna birtast og flytjendur náðu að
túlka með einstæðum hætti.
Eitt sérstæðasta lagið í þessum
flokki er Du Ring an meine Finger,
sem var sérlega innilega flutt, og
þar gat að heyra eftirspil, sem
Schumann fullkomnaði lögin oft-
lega með og var sérlega fallega
mótað, sem og öll eftirspil laga-
flokksins og þá sérstaklega niður-
lagið. Gifting var á þessum tíma
mikið mál og kvíðinn gagnvart hinu
ókomna var sérlega glæsilega túlk-
aður í Helft mir, ihr Swestern.
Hamingjan er oft hljóðlát og við
vöggu barnsins, sem enn er tóm,
má ei segja neitt óvarlegt en í
næsta lagi brýst gleðin út í ástríðu-
fullum fögnuði, en þá einmitt kem-
ur Dauðinn með sorgina og þar gat
í lokalagi Ijóðaflokksins að heyra
áhrifamikla túlkun beggja. Flutn-
ingur Rannveigar Fríðu og Gerrits
á þessu sérstæða listaverki
Schumanns var sannarlega mikill
listviðburður.
Fjögur lög úr Des Knaben Wund-
erhorn eftir Mahler voru sérlega
fallega flutt en tónmál söngvanna er
einmitt laust við hina rómantísku
skrúðmælgi. Þetta er einföld og tær
tónlist, sem flytjendur náðu að
túlka með einstæðum hætti, sér-
staklega í síðasta laginu, Wo die
schönen Trompeten blasen, sem er
ótrúlega margslungið tónverk, þrátt
fyrir einfaldan rithátt. Lagið er
byggt á þremur myndum; er svipur
hins látna hermanns vitjar elskunn-
ar sinnar, gráti hennar og svo hugg-
unarorðum hermannsins er þarf að
halda þangað sem heyra má fagran
hljóm trompetanna og gröf hans er.
Hann lofar henni að koma aftur að
ári og þá verði hún hans. Þetta und-
arlega tónverk var í raun einn af há-
punktunum á þessum annars af-
burðagóðu tónleikum.
Lagaflokkurinn Haugtussan eftir
Garborg og Grieg er ekta rómantík,
ekki eins innhverf og hjá Schumann
og Mahler, heldur nær myndrænni
túlkun á náttúrunni og á köflum
svipuð franskri myndtúlkun, enda
sóttu frönsku tónskáldin margt í
tónmál Griegs, sérstaklega varð-
andi útfærslu hljóma. Tónmálið allt
er mettað ferskleika fjallanna, er
flytjendur náðu að túlka einstaklega
vel. Þá ekki síður leikinn í Bláber-Li
og Killingdans og dapurleikann í
Möte, Elsk og Vond dag. í lokin er
leitað huggunar í fegurð náttúrunn-
ar í laginu Ved Gjætle-bekken. Öll
þessi litbrigði tilfinninga og mynda
voru sérlega glæsilega mótuð og
eins og fyrr segir mettuð feskleika
náttúrunnar.
Annar norrænn meistari söng-
lagsins var Sibelius og eftir hann
fluttu listamennimir fjögur lög,
Demanten pá marssnon, Den första
kyssen, meistaraverkið Flickan
kom ifrán sin álsklings möte, sem
var ótrúlega glæsilega flutt, og tón-
leikunum lauk svo með Var det en
dröm. Það þarf ekki að segja meira
um þessa tónleika en að þeir voru í
heild mikill listviðburður og í Rann-
veigu Fríðu eigum við frábæran
listamann. Slíkt samspil sem heyra
má hjá henni og Gerrit Schuil er að
sjálfsögðu einstæður viðburður, því
tvístirni eins og hér um ræðir á ekki
oft samleið á ferð sinni um víðemi
fegurðarinnar.
Jón Ásgeirsson
Nýjar geislaplötur
TRYGGVI Hiibner, Torfí Ólafsson, Þórir
Ulfarsson og Martial Nardeau flytja tónlist-
ina á hljómplötunni Islandstónar II.
• ÍSLANDSTÓNARII
er leikin tónlist (instru-
mental) í útsetningu
iyrir panflautu, flautu
og gítar. Flytjendur eru
Martial Nardeau flauta,
Tryggvi Hiibner gítar
og um annan hljóðfæra-
leik sér Þórir Úlfarsson,
leikur m.a. á „sampl-
aða“, hljóðritaða pan-
flautu sem gefur tónlist-
inni sérstakan blæ.
A plötunni eru fjögur
lög eftir útgefandann
Torfa Ólafsson; Vorljóð,
Islandsbarn, Vor og
Hús við Hávallagötu.
Auk þess er Dagný, eft-
ir Sigfús Halldórsson; Skýið, eftir
Björgvin Halldórsson; Erla, eftir
Pétur Sigurðsson; Draumalandið,
eftir Sigfús Einarsson; í fjarlægð,
eftir Karl 0. Runólfsson; Þú átt
mig eina, efth- Magnús Þór Sig-
mundsson og Söknuður, eftir Jó-
hann Helgason.
Torfi Ólafsson hefur sent frá sér
hljómplötur með lögum við ljóð
margra skálda, m.a. Kvöldvísur
(1980), en á þeirri plötu eru ein-
göngu ljóð eftir Stein Steinárr. Aðr-
ar plötur em Nóttin flýgur (1987);
Aldarminning Daviðs Stefánssonar
(1995); Jólahátíð (1996); íslandstón-
ai' I (1996) og síðast Poems and
melodies from Iceland (1997).
Dreifingarðili er Spor hf. Verð
1.599 kr.
A opinni æfingu
KÓR Langholtskirkju, ásamt kóræfingar í Kringlunni í síðustu Bach sem flutt verður í dymbil-
Gradualekór Langholtskirkju, viku, en kórinn æfir nú viku. Stjórnandi kórsins er Jón
buðu almenningi til opinnar Mattheusarpassíuna eftir J.S. Stefánsson.
Látið gleðiópið gjalla
TOJVLIST
Hljómdiskar
GLEÐIFRÉTTIR
Litlir lærisveinar Landakirkju. Lög
og textar: Helga Jónsdóttir.
Strengjaútsetning og hljóðfæraleikur
Sigurður Rúnar Jónsson. S.RJ.: pan-
flauta, ásláttarhljóðfæri, harmonika,
Hammond orgel, fiðla, mandolín,
hljómborð og útsetti fyrir þessi hljóð-
færi. mjóðfæraleikarar: Arnór Her-
mannsson gítar, Högni Hilmisson
bassi, Brynjólfur Snorrason tromm-
ur, Guðni Fransson klarinett, Tatu
Kantomaa harmonika. Söngur: Litlir
lærisveinar Landakirkju, stjómandi
Helga Jónsdóttir. Einsöngur Orri
Amórsson og Sæbjörg Helgadóttir.
Upptökur hófust í Landakirkju, Vest-
maimaeyjum. Upptökumaður í Vest-
mannaeyjum: Sveinn Hauksson. Upp-
tökum fram haldið í Stúdíó Stemmu.
Upptökumaður: Sigurður Rúnar
Jónsson. Hljóðblöndun í Stúdíó
Stemmu: S.R.J. Utsetning: Helga
Jónsdóttir og Araór Hermannsson.
Framleiðandi: Landakirkja, Vest-
mannaeyjum.
SÓKNARNEFND Landakh-kju í
Vestmannaeyjum hefur gefið út bráð-
fjörugan geisladisk með lögum fyrir
sunnudagsskóla bama, en lögin eru
flutt af bamakór Landakirkju sem
heitir Litlir lærisveinar og er Helga
Jónsdóttir stjómandi kórsins, en hún
hefur einnig samið lögin og textana
sem ég kann nú ekki alveg að skil-
greina eða þannig, sbr. „Skúbbiddí,
dúbeddí dú ég á trú“ - heyrist reynd-
ar hljóma á diskinum „skúbbídúbbídú
Jesús!“, en það má einu gilda þegar
sungið er af krafti, gleði og trúar-
trausti með ýmsum skemmtilegum
uppákomum, svosem „gúbeddí-
gúbbeddígúbb-takti í tútú tútú himna-
lestin kemur, kemur“ svo dæmi sé
tekið, eða „Hann (Nói) fór að smíða
glakk glakk“ o.s.frv. Fjömgasta lagið
af öllum er Gleðifréttir („Eg gekk til
grafar, hún var auð og tóm, ég gat ei
lengur fundið hann þar. Jesús lifir,
Jesús er upprisinn. Hósanna dýrð sé
Guði, syngjum Hallelúja" o.s.frv.).
Enda þótt þetta láti svolítið einkenni-
lega í eymrn venjulegs lútersks synd-
ai'a er ekki annað hægt en að hrífast
af þessum yndislega flutningi krakk-
anna sem geislar af sönggleði, trúar-
trausti og einlægni hjartans. Stjóm-
andinn og höfundur texta og laga á
mikinn heiður skilið, hér era sannai'-
lega engin vettlingatök á hlutunum!
Það eiga Iíka aðrir sem að þessum
skemmtilega og fallega hljómdiski
standa, en þó enginn meir en Sigurð-
ur þúsundþjalasmiður Rúnar.
Þetta er hljómdiskur sem aðstand-
endur geta verið stoltir af.
Oddur Björnsson
HONDA
Verð á götuna: 1.295.000,-
Aðrar vélarstærðir einnig á lager, viðbótarbúnaður tilgreindur:
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
nnitaiið í verði bíisins.
M400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun
► Loftpúðar fyrir ökumann og farþega
► Rafdrifnar rúður og speglar
IVindskeið með bremsuljósi
tútvarp og kassettutæki
Mfonda teppasett
M4" dekk
kSamlæsingar
kABS bremsukerfi
iRyðvörn og skráning
Honda Civicl.6 VTiVTEC ■ Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1 Honda Civic 1.4 Si
1.890.000,-
160 hestöfl
1.490.000,-
115 hestöfl
1.375.000,-
90 hestöfl
15" álfelgur
Rafdrifin sóltúga
6 hátalarar
Sportinnrétting
Leöurstýri og leðurgírhnúður
Fjarstýðar samlæsingar
Höfuðpúðar aftan
4 hátalarar
Hæðarstillanlegt ökumannssæti
Sjálfskipting 100.000,-
HONDA
Sími: 520 1100