Morgunblaðið - 17.03.1998, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Um Hollý-
vúddveldið
/
„I ævintýrum er sífellt verið að segja
og fella saman nýjar sögur úr endur-
nýttu efni sem má kljúfa niður í for-
múlur og frásagnarliði"
ILOK Títanikmyndar
James Camerons er
kjarninn í inntaki Hollý-
vúddframleiðslunnar á
þessari öld dreginn saman
í eina senu; gamla konan, sem
misst hafði manninn sem hún
elskaði í sjóinn 14. apríl 1912,
kastar sínu dýrasta djásni í haf-
djúpið og sameinast ást sinni
aftur og um alla eilífð á tákn-
rænan hátt. Hér fær ævintýrið
um kostum prýdda kotungs-
strákinn sem
VIÐHORF
eftir Þröst
Helgason
sigraði hjarta
fallegu
prinsessunnar
loks sinn óum-
flýjanlega farsæla endi; við
áhorfendur höfum séð enn eitt
ævintýrið renna yfír tjaldið og
göngum út í nóttina með gleði
endaloka þess i hjarta og fullviss
um að hamingjan rati einn dag-
inn til okkar - hvemig sem allt
veltur.
Hollývúddmyndir eru ævin-
týri nútímans. Ef við skoðum
skilgreiningu bókmenntafræð-
inga á frásagnarmynstri ævin-
týra kemur í ljós að hún gæti
allt eins átt við bróðurpartinn af
þeim kvikmyndum sem fram-
leiddar hafa verið í drauma-
smiðjunni svokölluðu á þessari
öld: „... í ævintýrum er sífellt
verið að segja og fella saman
nýjar sögur úr endurnýttu efni
sem má kljúfa niður í formúlur
og frásagnarliði. Þar takast á
góð og ill öfl; mannúð, örlæti,
ást, tryggð og vinátta, gegn
tröllskap, græðgi, hatri, öfund
og afbrýði. Þær persónur sem
iðka dyggðirnar sigra álög og
galdra hinna illu sem fá ævin-
lega makleg málagjöld að sögu-
lokum“ (Gísli Sigurðsson: ís-
lensk bókmenntasaga III, MM
1996).
Umfjöllunarefnið er klassísk
átök góðs og ills og kjarninn í
boðskapnum er sigur hins góða;
í Títanik Camerons er það sigur
vináttunnar, tryggðarinnar og
umfram allt ástarinnar á kostn-
að græðginnar.
Gæti verið að sami galdur
lægi á bak við Hollývúddveldið á
tuttugustu öld og margra alda
vinsældir ævintýranna? Skyldi
það vera þessi æpandi einfald-
leiki sem dregur fólk í bíó hvað
eftir annað að horfa á Hollý-
vúddmyndir? Þráum við ekki
þetta öryggi einfaldleikans rétt
eins og þörnin sem vilja heyra
sömu söguna aftur og aftur
vegna þess að þau vita hvemig
hún endar? Hvers vegna ætti
annars evrópsk sögu- og menn-
ingarþjóð eins og Islendingar að
vilja horfa á fjöldaframleidda
endurtekningu frá Hollývúdd ár
eftir ár?
Samkvæmt því sem banda-
ríski sagnfræðiprófessorinn
Richard Pells segir í bók sinni,
Not Like Us (BasicBooks 1997),
hafa kvikmyndagerðarmenn í
Hollývúdd markvisst reynt að
laga myndir sínar að alþjóðleg-
um smekk. Af ýmsum ástæðum
- meðal annars vegna tilkomu
sjónvarpsins, mikillar verðbólgu
og sífellt meiri kostnaðar við
gerð bíómynda - neyddust
framleiðendur í Hollývúdd til
þess að sækja inn á Evrópu-
markað á fimmta áratugnum.
Þeir leituðu aðstoðar ríkisins -
sem var raunar ekkert nýtt því
bandaríska ríkið hafði allt frá
öndverðri öldinni litið á kvik-
myndir sem góða leið til að aug-
lýsa bandaríska lifnaðarhætti,
lífsgildi og framleiðslu - og
ákveðið var að hefja markvissan
útflutning á bandarískum kvik-
myndum - og þar með lífsstíl -
til Evrópu. Kvikmyndafyrirtæk-
in stofnuðu útflutningssamband
sem með fulltingi Bandaríkja-
stjórnar ýmist samdi við eða
beinlínis þvingaði evrópsk ríki
til að létta öllum hömlum af inn-
flutningi og sýningum á banda-
rískum kvikmyndum. Þær Evr-
ópuþjóðir sem þáðu Marshall-
aðstoð gerðu það til að mynda
með því skilyrði að innflutning-
ur á bandarískum kvikmyndum
yrði óheftur. I stað aðstoðar
sinnar ætlaðist bandaríska ríkið
til þess að myndirnar endur-
spegluðu þjóðfélagið á jákvæðan
hátt en framleiðendur fóru þó
ekki alltaf eftir því.
Evrópuþjóðir reyndu að
bregðast við með því að setja
kvóta, segir Pells, en með litlum
árangri; þegar árið 1951 voru
61% allra mynda sem sýndar
voru í vestur-evrópskum kvik-
myndahúsum bandarískar; árið
1995 var hlutfallið orðið 81%.
Pells segir ástæðuna fyrir þess-
um yfirburðum fyrst og fremst
vera þá að Hollývúdd hefur pen-
ingana og tækniþekkinguna til
að færa dagdrauma Stevens
Spielbergs og hans líka upp á
hvíta tjaldið. Og svo eru það
einmitt þessir dagdraumar, seg-
ir Pells, draumar og fantasíur
bemskunnar sem gert hafa
Hollývúddmyndirnar svo vin-
sælar en ekki endilega löngunin
til að brjóta á bak aftur menn-
ingu annarra þjóða eða þær
himinháu upphæðir sem lagðar
eru í markaðssetninguna. Kvik-
myndaframleiðendurnir í Hollý-
vúdd hafa einfaldllega haft
næmara skyn á hvað áhorfendur
vilja sjá í bíó, að mati Pells.
Hvað sem öðru líður þá eiga
þessar skýringar á ótrúlegum
vinsældum Hollývúddmyndanna
að minnsta kosti við Títanik
Camerons; myndin endurnýtir
ævintýrið um ást í meinum, ást-
ina sem sigrar græðgi og dauða
,markaðslega byggir hún á
traustum sögulegum giunni, hún
er dýrasta mynd sem gerð hefur
verið og hún uppfyllir örugglega
alla dagdrauma leikstjórans,
Camerons. En suma leyndar-
dóma Hollývúdds er erfiðara að
skýra. Hvað veldur því til dæmis
að ein mynd slær í gegn þegar
önnur - sem virðist eiga sömu
möguleika - kolfellur á sama
tíma? Hollývúddframleiðendurn-
ir sjálfir hafa engin svör við
þessari ráðgátu en handritshöf-
undurinn William Goldman
komst kannski að kjarna hennar
- og Hollývúdds yfirleitt - þegar
hann sagði í æviminningum sín-
um, Adventures in the Screen
Trade, að í Hollývúdd vissi eng-
inn neitt; þegar kæmi að því að
ákveða hvaða mynd ætti að gera
og hverja ekki væri aðeins eitt
lögmál í gildi: „Nobody knows
anything."
AÐSENDAR GREINAR
Lækkun aldursmarks
til áfengiskaupa eykur
unglingadrykkju
RANNSOKNIR hafa
sýnt, að draga má úr
áfengisnotkun og
áfengistengdum vanda-
málum með 1) tak-
mörkun á aðgengi, svo
sem framboði og fjölda
útsölustaða, opnunar-
tíma og hverjum megi
selja eða veita áfengi
(aldurslágmark), og 2)
háu verðlagi. Fræðsla
er gagnleg með þessum
aðgerðum, svo að fólk
skfiji betur nauðsyn
þeirra, en hefur tak-
markað gagn ein sér án
takmörkunar á aðgengi,
eins og t.d. með þvi að ákveða í
lögum að ekki megi selja eða af-
henda fólki undir 20 ára aldri
áfengi. Sú regla hefur gilt hér á
landi síðastliðin tæp 3 ár, en áður
var lágmarksaldur til að mega
kaupa áfengi hér 21 ár eins og nú
er í Bandaríkjunum.
Nýlega hefur sjálfræðisaldur
verið hækkaður í 18 ár. Tilgangur-
inn með því var meðal annars að
auðvelda meðferð unglinga, sem
ratað höfðu í vanda vegna vímu-
efnanotkunar, en áreiðanlega ekki
að auðvelda unglingum að verða
sér úti um áfengi með því að lækka
aldursmark til kaupa og neyslu
þess.
Að bjóða hættunni heim
Það er hlálegt að í sömu viku og
forseti Islands var að heimsækja
meðferðarstofnanir áfengissjúk-
linga til þess að kynna sér vímu-
efnavandann skuli nokkrir alþing-
ismenn ræða um að lækka ald-
urslágmark til áfengiskaupa úr 20
í 18 ár. Enn hlálegra
er að í frétt um þetta
var sagt að Félags-
málaráð Reykjavíkur
og tveir embættis-
menn, sem einnig
eiga að stuðla að for-
vörnum og hafa eftir-
lit með því að lögum
sé hlýtt, styðji þessa
hugmynd.
Meðal þeirra upp-
lýsinga sem forsetinn
fékk var að 7% karla
sem eru 24 ára hafi
einhvem tímann ver-
ið í meðferð á sjúkra-
stöð SÁÁ. Halda
þessir alþingismenn og aðrir, að
þeim sem þurfa að leita sér aðstoð-
ar vegna ofneyslu áfengis muni
fækka með þvf að heimila yngra
fólki en verið hefur að kaupa
áfengi? Og halda þeir að slík lækk-
un áfengiskaupaaldurs verði til að
minnka unglingadrykkju eða hefta
aðgengi unglinga að áfengi? Þvert
á móti mun raunin verða sú að
yngri börn og unglingar munu eiga
léttara með að biðja vini sem em
lítið eldri að kaupa fyrir sig áfengi.
Því miður sýnir þessi frétt enn
einu sinni hve máttur fræðslunnar
í vímuefnavörnum er lítill, að jafn-
vel þeir sem gerst ættu að vita um
hætturnar sem fylgja því að fólk
byrji snemma að neyta áfengis
skuli ljá máls á slíkum hugmynd-
um. Ef til vill þarf að útvíkka for-
varnaverkefnið sem heilbrigðis-
ráðuneytið samdi nýlega um við
SÁA til annarra stjórnsýsluaðila
en sveitarfélaga? Einnig væri
vafalítið gott að það næði til Fé-
lagsmálaráðs Reykjavíkur. Með
Raunin verður sú, segir
Tómas Heigason, að
yngri börn og ungling-
ar munu eiga léttara
með að biðja vini sem
eru lítið eldri að kaupa
fyrir sig áfengi.
lækkun aldursmarks til áfengis-
kaupa er verið að bjóða hættunni
heim og aðrar hugmyndir um for-
varnir era gerðar ótrúverðugar.
Hver verða viðbrögð annarra
sem láta sig forvamir varða?
Áfengisvarnaráð hefur þegar
bmgðist við og varað við hættunni.
Væntanlega munu eftirtaldir aðil-
ar mótmæla kröftuglega hug-
myndum um að lækka lágmarks-
aldur til áfengiskaupa í 18 ár:
Samtök áhugafólks um áfengis- og
vímuefnavandann (SÁA), Vímu-
laus æska, Bamavemdarstofa,
Fræðslumiðstöð í fíknivömum,
Vímuvarnaskólinn og síðast en
ekki síst verkefnisstjórn áætlunar-
innar Island án eiturlyfja árið
2002. Lækkun lágmarksaldur til
áfengiskaupa í 18 ár er ekki fallin
til að hefta aðgengi barna og ung-
menna að áfengi eða draga stór-
lega úr áfengisnotkun þeirra eins
og segir í stefnu ríkisstjórnarinnar
í fíkniefna-, áfengis- og tóbaks-
vörnum í desember 1996.
Höfundur er dr. med., prófessor
emeritus og fyrrv. forstöðumaður
geðdeildar Landspftalans.
Tómas
Helgason
Röng* túlkun
ILLUGI Gunnars-
son og Orri Hauksson
rangtúlka hluta af
setningu sem höfð var
eftir mér í nýlegu við-
tali við Morgunblaðið.
Þetta hafa þeir gert í
tveimur blaðagreinum.
Þeir halda því rang-
lega fram að það sem
ég sagði styðji pólitísk-
an áróður þeirra. Við
þetta verður ekki unað.
Aðalatriðið er að nú-
verandi handhafar
kvóta sitja að fiskveiði-
arðinum á Islandi eins
og flestir vita senni-
lega. Ef þeir missa þessa tekjulind
sína myndi það skaða þá og þeirra
fjölskyldur. Slíkur missir gæti
einnig skaðað tiltekna útgerðarbæi
ef kvótahafar eru þar búsettir og
eyða tekjum sínum í heimabyggð.
Þetta er hins vegar einungis hluti
af sögunni. Ef tillögur þær, sem við
Ingólfur Bender settum fram í
skýrslunni sem við gerðum íyrir
Samtök iðnaðarins nýverið, kæmu
til framkvæmda þá
myndi ríkið bjóða
kvótahlutdeildirnar út
til leigu. Tekjunum
væri síðan dreift til ís-
lensku þjóðarinnar
t.d. í formi lægri
skatta eða tilfærslna.
Það er ekki endi-
lega til hagsbóta íyrir
útgerðarbæina að fá
núverandi handhöfum
kvótahlutdeilda fisk-
veiðiarðinn en láta al-
menning í staðinn
greiða hærri skatta.
Ef tillögur okkar
kæmu til fram-
kvæmda myndu íbúar útgerðar-
bæja sem og aðrir íbúar landsins
greiða lægri tekjuskatta en nú.
Ibúar útgerðarbæja gætu þá
einnig fengið í sinn hlut bætur frá
ríkinu í einhverju formi. Að öllu
samanlögðu gæti vel verið að út-
gerðarbæir högnuðust af fram-
gangi tillagna okkar.
Eg vill ítreka eitt atriði. Sambúð
sjávarútvegs, iðnaðar og þjónustu
Robert Rowthorn
Það er ekki endilega
til hagsbóta fyrir út-
gerðarbæina, segir
Robert Rowthorn, að
fá núverandi handhöf-
um kvótahlutdeilda
fískveiðiarðinn en láta
almenning í staðinn
greiða hærri skatta.
á íslandi hefur verið blómleg. Ég
trúi því hins vegar að með tiltekn-
um breytingum megi gera þessa
sambúð enn blómlegri. Ávinning-
urinn mun verða meiri hagvöxtur
og bætt lífskjör íslensku þjóðarinn-
ar. Til að svara öllum mótbáram
Illuga og Orra þyrfti ég að skrifa
heila skýrslu. Ég hef annað að
gera. Þar fyrir utan liggja bolla-
leggingar mínar um íslenska hag-
kerfið þegar fyrir í þeini skýrslu
sem ég skrifaði með Ingólfi Bend-
er.
Höfundur er prófessor í hagfræði
við Cambridge háskóla í Bretlandi.
Eitt blað
fyrir alla!
- kjarni málsins!