Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 47 i 4 4 I 4 I í 4 4 J 4 4 1 4 I 3 4 i 1 3 * 3 4 4 u 4 i ;1 4 i AFFA FRIÐRIKSDÓTTIR + Affa Friðriks- dóttir var fædd í Bolungarvík 15. apr- íl 1911. Hún lést í Reykjavík 6. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Hjálmar Friðrik Ámason frá Sauðár- króki og Halldóra Árnadóttir frá Hvalsnesi. Elsti bróðir Öffu hét Al- freð. Hann lést barn að aldri. Systir Öffu var Málfríður, hús- freyja á Akureyri, fædd 1897, dáin 1979. Hún var gift Kristjáni KrLstjánssyni, for- stjóra BSA á Akureyri. Þau eru bæði látin. Böm þeirra eru Krist- ján, Friðrik og Kolbrún. Affa giftist ekki og var barnlaus. Affa verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég heyri í flarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinboma dís, og hlustið, englar Guðs í Paradís. (Davið Stefánsson frá Fagraskógi.) Okkur langar til að kveðja Öffu frænku með nokkrum orðum, en hún hefði orðið 87 ára í næsta mán- uði. Affa hét fullu nafni Alfreðsína Sign'ður Pála, m.a. í höfuðið á bróð- ur sínum Alfreð, sem lést ungur að árum. Hún kaus að láta kalla sig Öffu. Affa fæddist í Bol- ungarvík, þar sem for- eldrar hennar, Skag- firðingurinn Hjálmar Friðrik Ámason og Reyknesingurinn Hall- dóra Ámadóttir, bjuggu skamma hríð. Friðrik var sonur Áma snikkara, frum- byggja Sauðárkróks. Halldóra var ættuð frá Hvalsnesi á Reykja- nesi. Affa fluttist sem komabam ásamt foreldram sínum og Málfríði systur sinni (f. 1897 d. 1970) til Sauðárkróks. Systumar ólust þar upp hjá foreldrum sínum - Affa til 18 ára aldurs. Affa minntist upp- vaxtaráranna á Króknum ætíð með miklum hlýhug. Sem bamabam og nánasti eftirlifandi afkomandi Ái-na snikkara var hún, á sínum tíma, fengin til að afhjúpa hina vel þekktu styttu af hestinum, sem stendur í hjarta bæjarins. Hún flutti, 18 ára gömul, til Akur- eyrar en þangað hafði systir hennar flutt búferlum nokkru áður ásamt manni sínum Kristjáni Kristjáns- syni, forstjóra Bifreiðastöðvar Ákureyrar. Áffa var ætíð einhleyp og bjó í nánd við Málfríði og Krist- BALDUR G UNNARSSON + Baldur Gunnars- son fæddist í Húsavík við Borgar- Qörð eystri 27. júh' 1915. Hann lést á Droplaugarstöðum 5. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 16. mars. Mínar fyrstu minn- ingar um Baldur frænda minn eru heim- sóknir okkar til hans ásamt foreldrum þegar við systumar vorum litlar. Hann gaf okkur öl og sælgæti, var að grínast f okkur, hress og kátur og ávallt laumaði hann einhverju góð- gæti í vasa okkar áður en lagt var af stað heim. Þannig var Baldur frændi, alltaf með húmorinn til staðar, gjafmildur og hafði gaman að bömum. Baldur var einstaklega frænd- rækinn maður. Hann fylgdist vel með sínu frændfólki og oftar en ekki fengum við fréttir af ættingj- um og vinum í gegnum hann. Hann var duglegur að hringja hingað austur fyrir fjall og frétta hvemig Stefán bróðir hans hefði það. Fyrir það erum við fjölskyld- an ákaflega þakklát. Þá eru ógleymanlegar heim- sóknir Baldurs hingað á Selfoss. Mikið var hlegið og spjallað og gaman var að sjá þá bræður slá á létta strengi þrátt fyrir heilsu- brest. Baldurs verður án efa sárt saknað þegar eitthvað verður um að vera í ættinni því iðulega var hann hrókur alls fagnaðar í sam- kvæmum. Elsku Baldur, að leiðarlokum viljum við, frændfólk þitt á Sel- fossi, þakka þér fyrir samveruna. Mn nótt er með öðrum stjörnum. Um lognkyrra tjöm laufvindur fer. Kallað er á þig og komið að kveðjustundinni er. Ur lindunum djúpu leitar ást Guðs tii þín yfir öll höf. Hún ferjar þig yfir ^jótið, og færir þér lífið að gjöf. (Gunnar Dal.) Guð blessi þig. Þín frænka Ásdís Erla Guðjónsdóttir. Mig langar með nokkrum orðum að minnast góðs vinar míns og frænda konnunar minnar, Baldurs Gunnars- sonar frá Fossvöll- um. Það var fyrir u.þ.b. 17-18 árum, við bjuggum norður á Akureyri, ég var nýlega kominn í fjölskylduna tengdafólk mitt talaði mikið um Baldur Gunn. En nú var von á honum í heim- sókn. Margar sögur vora sagðar af Baldri, í flestum þeirra kom fram að hann gæti með góðu móti breytt vatn í vín. Segja má að Baldur hafi drukkið allmikið vatn um dagana, en þó aðallega þegar hann hafði breytt því í vín. Loksins kom Baldur til Akur- eyrar og við hittumst í fyrsta sinn, strax tókst með okkur ágætis vin- skapur, ég kunni vel að meta húmor og gleði Baldurs. Auðvitað var drukkið eitthvað af „vatni“ og ýmislegt brallað. Eftir að við hjón- in fluttum suður fyrir 10 árum gát- um við oftar haft samband og hitt Baldur. Af og til komum við í heimsókn með alla fjölskylduna, stundum komum við bara tvö og einstaka sinnum ég einn, en alltaf var jafn vel tekið á móti manni og yfirleitt allir leystir út með gjöf- um. Þeir eru ófáir konfektkassarn- ir sem ég flutti heim handa Addý. Baldur hugsaði alltaf vel til frænku sinnar. Alltaf var stutt í grínið hjá Baldri og gaman að spjalla við hann. Kæri Baldur ég þakka fyrir stundirnar sem við höfum átt með þér. Ég veit að nú hittist þið vin- irnir þú og Jesú, eins og þú sagðir oft sjálfur. Kær kveðja frá Addý og strák- unum. Ólafur Ragnar Hilmarsson. ján meðan þau lifðu. Hún var bam- laus, en sýsturböm hennar, Krist- ján, Friðrik og Kolbrún, fengu að njóta þess hversu bamgóð hún var svo og böm þeirra og bamaböm. Affa fluttist til Reykjavflmr haustið 1962, en Málfríður og Krist- ján höfðu einmitt flutt suður fyrr á sama ári. Hún bjó lengst af í Ljós- heimunum og hélt miklu ástfóstri við Laugardalinn, enda mikil úti- vera- og göngumanneskja. Árið 1993 flutti hún í nýja íbúð í Árskóg- um og bjó þar sín síðustu ár. Samvinnuhreyfingin naut starfs- krafta Öffu allan hennar starfsald- ur. Hún hóf ung störf hjá Gefjun á Akureyri. Þaðan lá leið hennar í brauðbúð og mjólkurbúð KEA en mjólkurbúðin var til húsa í Alaska, við Strandgötu 25. Síðan starfaði hún um nokkurra ára skeið í gesta- móttökunni á Hótel KEA, þar sem hún var talin mjög þægileg og lipur { allri framkomu. Þegar hún fluttist til Reykjavíkur 1962 hóf hún störf hjá Sambandinu við Sölvhólsgötu. Síðar flutti hún sig til Samvinnu- trygginga þar sem hún starfaði á símanum til 72 ára aldurs. Síðustu starfsár sín vann Affa hálfan daginn og hafði hún oft orð á því hvað það hefði verið sér mikils virði að fá að gera það þrátt fyrir löggiltan eftir- launaaldur. Við minnumst Öffu af hlýhug og erum henni þakklát fyrir margt. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og höfðum við oft gaman af að rökræða við hana, þótt ekki væram við nú alltaf sammála. Áður en hún veiktist var hún mjög dugleg að bjóða systur- bömum sínum, börnum þeirra og bamabörnum heim til sín og varð það til þess að fólk hittist reglulega. Fyrir það og margt annað erum við henni mjög þakklát. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ámi Sæberg, Kristján Krist- jánsson, Valgerður Snæland Jónsdóttir. Nokkur kveðjuorð til starfsfélaga sem fallinn er frá, hún hét Al- freðsína en gekk alltaf undir nafn- inu Affa. Hún átt mörg ár að baki en var samt svo skolli ung, að allur aldur gleymdist. Það vora fáir sem gengu eins mikið og Affa, henni fannst ekkert að ganga innan úr Heimum og niður í bæ og til baka aftur, enda var hún kvik og hress. En síðustu ár var hún farin að heilsu og saknaði þessa að geta ekki tekið sér göngu eins og áður. Þegar ég kom í Samvinnutrygg- ingar 1970 var Affa aðalsímadaman, var búin að starfa hjá félaginu í mörg ár og ennþá fleiri fyrir norð- an, nánar tiltekið á Akureyri, og öll- um hnútum kunnug. Hjá félaginu hét þá deildin sem Affa starfaði í Skrifstofuumsjón, pósturinn og sím- inn tilheyrðu henni. Og nú var að vita hvort Affa samþykkti þennan nýja starfskraft, auðvitað var ég kvíðin en hún tók mér mjög vel og sú vinátta hefur haldist síðan. Hún Affa hafði stórt skap en hjartað var líka stórt og það er miður hvað við hittumst sjaldan hin síðari ár. Ég held að það hafi glatt hana þegar maður hringdi, sem hefði mátt vera oftar. Ég reyndi að gleyma ekki að hringja í hana á afmælisdaginn og segja: Nú era flestar stofnanir bæj- arins búnar að flagga fyrir þér, Affa mín. Þá hló vinkonan þvi við vissum báðar tilefnið, Vigdís forseti átti sama afmælisdag. Ég held að Affa hafi átt mörg góð ár eftir að hún lét af störfum vegna aldurs. Hún var komin í öraggt hús- næði, það sáu systurbörn hennar um og var hún afskaplega þakklát íyrir það því áður fyrr var hún uppá leiguhúsnæði komin. Hún dreif sig í + Ástkær eiginmaður minn, JÓHANN INGVARSSON, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis á Hofteigi 24, Reykjavfk, andaðist á Hrafnistu sunnudaginn 15. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásgerður Sigurmundsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, INGIMUNDUR B. HALLDÓRSSON, er látinn. Jóhanna B. Þórarinsdóttir, dætur, tengdasynir, afabörn og langafabarn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem með samúðarkortum, bréfum, blómum, heim- sóknum og á annan hátt sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður, dóttur og systur okkar, UNNAR HILMARSDÓTTUR, Ástúni 14, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Hilmar Jökull Stefánsson, Hilmar Guðbjörnsson, Sveinbjörg Einarsdóttir, Sigrún Heiða Hilmarsdóttir, Elfn Hilmarsdóttir. sund og var dugleg að ganga eins og ég hef áður sagt. Það er það besta við fólk sem ekki er skaplaust að það er hægt að hlæja með því líka eins og þegar við sögðum að litlwir* símaklefinn væri fullur af nöfnum. ,AIfreðsína, Vilfríður, Sveinsína“, okkur fannst þetta ekki ná nokkurri átt, enda var þessum nöfnum ruglað saman, framan af einu og aftan af öðra, en það er önnur saga, svo var hlegið. Síðast þegar ég sá hana Öffu fór- um við í 70 ára afmælið hennar Villu. Þegar ég kom að Árskógum 6 beið í ganginum kona með svo ffnt hárið og smart klædd. Auðvitað var það Affa með sinn stfl. í bakaleið- inni fór ég með henni upp til sín og_ fyrir það er ég þakklát núna þvi endalaust er verið að bera fyrir sig tímaleysi. Ég sendi Kolbrúnu, Frið- rik, Kristjáni og þeirra fjölskyldum mína hluttekningu. Hvfldu í friði, vinkona. Sveinsína. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greina- höfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvem einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð óg kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfor er á mánu- degi), er sldlafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein áð berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er úfrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.