Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUAUGLÝSINGAR
Laust starf
hjá ríkistollstjóra
Embætti ríkistollstjóra auglýsir hér með eftir
viðskiptafræðingi af endurskoðunar- og/eða
stjórnunarsviði eða manni með hliðstæða
menntun á háskólastigi.
Embætti ríkistollstjóra starfar samkvæmt
lögum nr. 55/1987 og fer í umboði fjármálaráð-
herra með yfirstjórn tollheimtu og tolleftirlits.
Starfið felur meðal annars í sér
• vinnu við heildarskipulagningu og áætlana-
gerð vegna endurskoðunar- og innheimtu-
kerfis tollsins;
• eftirlit með framkvæmd tollstjóraembætt-
anna við álagningu og innheimtu aðflutn-
ingsgjalda;
• endurskoðun vinnuferla við tollendurskoðun
m.a. vegna tölvuvæddra skila á upplýsing-
um úrtollskýrslum, þ.e. SMT- tollafgreiðsla;
• miðlun upplýsinga til starfsmanna tollsins,
viðskiptalífsins og almennings um tollskýrsl-
ugerð og tollafgreiðsluhætti;
• vinnu við gerð tillagana til fjármálaráðuneyt-
isins um breytingu á lögum og reglugerðum
í því skyni að auka hagræði og einfalda
tollafgreiðsluhætti og
• þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um tollamál.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af
stjórnunarstörfum og haldgóða þekkingu á
tölvumálum. Að öðru leyti þurfa þeir að vera
nákvæmir og skipulagðir í vinnubrögðum, geta
haft frumkvæði og eiga auðvelt með að starfa
sjálfstætt eða með öðrum að verkefnum sem
heyra undir embætti ríkistolIstjóra.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kjara-
félags viðskipta- og hagfræðinga, eða viðkom-
andi kjarasamningi, og fjármálaráðherra.
Skriflegar umsóknir, ásamt ítarlegum
upplýsingum um menntun, fyrri störf og önnur
atriði sem máli skipta skulu berast ríkistolIstjór-
aembættinu, Tryggvagötu 19,101 Reykjavík,
fyrir 15. apríl 1998.
Aætlað er að ráða í stöðuna frá og með 1. maí
1998. Öllum umsóknum verðursvarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Frekari upplýsingar veita Jóhann Ólafsson,
stafsmannastjóri, eða Karl F. Garðarssonk,
forðstöðumaður rekstrardeildar, í síma
560 0500.
Sigurgeir A. Jónsson,
ríkistollstjóri
Iðnaðarverkfræðingur/
Framleiðslustjóri
36 ára, óskar eftir vinnu. Hefur að baki mikla
starfsreynslu við margskonar iðnaðarfyrirtæki
erlendis og hérlendis. M.a. matvæla-, flugvéla-,
bíla- og lyfjaframleiðslu. Opinn fyrir alls kyns
nýjungum. Upplýsingar í síma 561 1515.
Aðalfundur
Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Ingólfs
verður haldinn þann 19. mars kl. 20 í Gróubúð
á Grandagarði 1.
Stjórnin.
Fræðslu- og
menningarsvið
Flataskóli — alþjóðleg
atferlismeðferð
Óskað er eftir að ráða einstaklinga til að stýra
og taka þátt í atferlismeðferð fyrir sex ára ein-
hverfan dreng í Flataskóla samkvæmt með-
ferðarleið Dr. Lovaas, prófessors við Kaliforn-
íuháskóla í Los Angeles. Þessi vinna tengist
sams konarverkefni sem unnið hefur verið
að í Osló undanfarin ár. Sérfræðingurfrá Osló
er ráðgefandi um meðferðina og því gefur
starfið kost á alþjóðlegum samskiptum. Þeir
sem verða ráðnirfá starfsþjálfun.
Leitað er eftir tveim starfsmönnum:
1. Stjórn meðferðar, fullt starf. Starfsmaðurinn
hefuryfirumsjón með meðferðinni. Starfið
felur í sér einstaklingsþjálfun, skýrslugerð,
samhæfingu meðferðaráætlunar og ábyrgð
á samstarfi allra aðila sem að meðferðinni
koma. Leitað er meðal annars eftir einstakl-
ingi með BA próf í sálfræði, kennara eða aðra
sambærilega reynslu og þekkingu.
2. Starfsmaður, hálft starf. Starfsmaðurinn
vinnurvið einstaklingsþjálfun. Leitað er eftir
þroskaþjálfa, leikskólakennara eða öðrum
áhugasömum.
Mikilvægt er að aðilar geti hafið störf um miðj-
an apríl. Tekið skal fram að hér er um mjög
markvissa meðferð að ræða sem krefst mikils
aga og úthalds en sem um leið er tækifæri til
að vinna að tímamóta verkefni varðandi með-
ferð á einhverfum börnum hér á landi. Við leit-
um að duglegum, sjálfstæðum og umfram allt
áhugasömum einstaklingum sem eiga auðvelt
með mannleg samskipti. Laun eru samkvæmt
kjarasamningum Starfsmannafélags Garða-
bæjar.
Upplýsingar um starfið veitir Oddný Eyjólfs-
dóttir, grunnskólafulltrúi í síma 525 8500.
Umsóknir skulu sendar á Fræðslu- og menn-
ingarsvið, Bæjarskrifstofum Garðabæjar,
Garðatorgi 7, 210 Garðabæ fyrir 26. mars nk.
Forstöðumaður
fræðslu- og menningarsviðs.
Gorðabær
Lögmannsstofa
Lögmannsstofa óskar eftir starfsmanni sem
fyrst í hálft starf frá kl. 13.00—17.00. Viðkom-
andi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa góða
tölvukunnáttu.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, skal skila til afgreiðslu Mbl.
merktar: "L — 808" fyrir 20. mars.
Fullum trúnaði er heitið.
Hársnyrtistofa
— miðbær
í undirbúningi er uppsetning nýrrar hársnyrti-
stofu í miðbænum fyrir 3—4 meðferðarstóla.
Hársnyrtar sem hafa áhuga á að leigja stóla
sendi nöfn og símanúmertil afgreiðslu Mbl.
fyrir 23. mars, merkt: "Hársnyrtistofa — 3846".
Gott tækifæri fyrir rétta aðila. Farið verður með
innsend nöfn sem trúnaðarmál.
Sumarstörf
Mosfelisbær auglýsir laus til umsóknar
eftirfarandi sumarstörf árið 1998:
Vinnuskóli og skólagarðar:
Yfirflokkstjóri, flokkstjóri, umhverfisfræðsla
ásamt leiðbeinanda við skólagarða. Æskilegt
er að umsækjendur hafi reynslu í stjórnun og
hafi unnið við almenn ræktunarstörf. í um-
hverfisfræðslu þarf kennara með líffræði-
menntun.
Upplýsingar veitir Edda Davíðsdóttir í síma
566 6058.
Garðyrkjudeild:
Verkstjóri með reynslu í stjórnun ásamt góðri
almennri menntun.
Verkamenn til almennra garðyrkjustarfa.
Nánari upplýsingarveitirgarðyrkjustjóri í síma
525 6700 á milli kl. 11-12:00.
Umsóknareyðublöð fyrir öll ofangreind störf
liggja frammi á bæjarskrifstofum Þverholti 2.
Umsóknarfrestur er til 8. apríl nk.
JLÍD f S LAN D
ClO ÁRIÐ 2000
Starfsmaður
í móttöku
ísland 2000 er sameiginleg skrifstofa Reykjavík-
ur, menningarborgar Evrópu árið 2000, Kristni-
hátíðarnefndar og Landafundanefndar og mun
starfa þar til í byrjun ársins 2001.
Leitað er að starfsmanni með góða framkomu,
mjög góða enskukunnáttu og færni í einhverju
Norðurlandamálanna, reynslu af almennum
skrifstofustörfum og ritvinnslu.
Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi, vinsamleg-
ast sendið upplýsingar um menntun og fyrri
störf í pósthólf 1430, merkt ísland 2000, fyrir
31. mars n.k.
Öllum umsóknum verður svarað.
ísland 2000
Aðalstræti 6, Reykjavík.
Fræðslumiðstöð
Reykjavílajr
Háteigsskóli.
Starfsmaður óskast í lengda viðveru
(heilsdagsskóla).
Helstu verkefni: Umsjón með léttum hádegis-
verði nemenda, aðstoða nemendur í leik og
starfi, og ýmislegt fleira.
Upplýsingar um starfið gefa skólastjóri og að-
stoðarskólastjóri skólans í síma 563 3950.
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is
RAOAUC3LV5IINIGAR
TIL SÖLU
Borgarnes
Til sölu er Verslunin Borgarsport í Borgarnesi
ásamt vörulager (íþróttavörur) og verslunar-
innréttingum. Verslunin er vel staðsett. Húsa-
leigusamningurtil 2ja ára fylgir.
Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður.
Gísli Kjartnasson hdl.,
lögg. fasteigna- og skipasali,
Borgarbraut 61, Borgarnesi,
sími 437 1700, fax 437 1017.
Svalalokanir — sólstofur
Mjög vandaðar þýskar svalalokanir úr við-
haldsfríu verksmiðjulökkuðu áli. Mikil opnun.
Fyrir tvöfalt eða einfalt gler. Hentugt fyrir öll
hús. Mikil gæði, gott verð.
Seljum einnig vandaðar amerískar sólstofur
(Four Seasons) með sérstöku sólstofugleri sem
ver gegn miklu sólskini, frábær hitaeinangrun.
Tæknisalan, Kirkjulundi 13, Garðabæ, (ekið
inn frá Vífilsstaðavegi), sími 565 6900.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum miðvikudaginn 25. mars 1998 kl. 16:00.
Fífilgata 3, efri hæð, þingl. eig. Sesselja Guðrún Guðjónsdóttir, gerð-
arbeiðandi Jón Ragnar Sigurðsson.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
16. mars 1998.