Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 59 v- FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Sigurður G. Tómasson HJÖRLEIFUR Sveinbjörnsson, Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gæða sér á réttunum. ÖRN Garðarsson matreiðslu- maður ræðir við einn af veislugestum. Skyrið sló í gegn! New York. Morgunblaðið. Á MÁNUDAGINN hófust íslenskar vikur í veitingasal sendifulltrúanna, „The Delegate’s Dining Room“ hér í húsi Sameinuðu þjóðanna við Austurá á Manhattan. Það voru sæl- kerar og matarskríbentar af ýmsu tæi sem sátu til borðs inni í eldhús- inu og nutu þess sem fram var borið. Nýskipaður sendiherra Islands í Washington, Jón Baldin Hannibals- son ávarpaði gesti og bauð heiðurs- gestinn Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur velkomna. Ingibjörg Sólrún flutti svo innblásna ræðu um ís- lenska menningu, hreinleika og mat. Aðalrétturinn var fjallalamb, sjávarfang, aðaallega hörpudiskur í forrétt en það var eftirrétturinn, skyr með bláberjasultu sem sló í gegn. Sigmar B. Hauksson kynnti rétt- ina og í lokin var matreiðslumönn- unum klappað lof í lófa. Það var mál manna að vel hefði til tekist og réttirnir hefðu bragðast prýðilega, en eins og stundum áður var það ís- lenska skyrið sem sló í gegn. Pakistanskar vörur Rýmingarsala v/flutnings flllt að 50%afslattur Háholti 14, Mosfellsbæ (annar eigandi, áður Karatchi, Armúla) Síðir leöurfrakkar st. S-XXXL, jakkar, koparstyttur, kínasilkí, ullarteppi frá Kasmir, reiöskálmar, útskornar gjafavörur. Opið virka daga frá kl, 13-18 Opið laugardag frá kl. 13-16 Verið velkomin. Símar 566 8280 og 566 6898 (á kvöldin). - kjarni málsins! MYNPBÖND Vopn - völd Sannleikann eða lífið Truth or Consequences. N.M.) Glæpamynd ★★ Framleiðandi: Higgins/Messick/Way- ne. Leikstjóri: Kiefer Sutherland. Handritshöfundur: Brad Mirman. Kvikmyndataka: Ric Waite. Tónlist: Jude Cole. Aðalhlutverk: Vincent Gallo, Mykelti Williamson, Kiefer Sutherland, Kevin Pollak, Kim Dick- ens og Grace Phillips. 101 mín. Bandaríkin. Colombia Tristar/Skífan. Utgáfud.: 25. febrúar. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Kvikmyndaleikarar eiga það til að vilja færa út kvíarnar og verða leikstjórar. Þeir eru ekki einir um það í þessum heimi, en hafa hins vegar greiðan aðgang að peninga- mönnum og draumur þeirra rætist því oftar en annarra sem ættu það meira skilið. Sumir þeirra verða samt Oskarsverðlaunahafa eins og Mel Gibson, Kevin Costner og fleiri. Ef Kiefer Sutherland stefnir líka á gullnu styttuna þá held ég að hann verði að gerast eitthvað frumlegri en hann reynist í þessari mynd. Morðóði gæinn, svertingja- hipphopparinn, sem einn hugsar áður en hann framkvæmir, og svo ástfangna parið (hann í svörtum leðurjakka og hún í gervihlébarða- pels) eru fólk sem lifa fyrir lífsstíl- inn og við þekkjum persónurnar vel. Þau fremja misheppnað rán og taka ósköp venjulegt par sem gísla, en parið á eftir að læra margt um sjálft sig meðan það er neytt til að vera með þessu fólki sem er svo ólíkt því. Um þetta fjallar myndin og ekki mikið meira, og reynt er að bæta fyrir það með byssuskotum og popptón- list. Kiefer hefði sem sagt átt að velja sér frumlegra handrit til að byrja með, því hann er ágætur leikstjóri. Persónurnar eru ósköp miklar klisjur en lifna samt ótrú- lega mikið við í höndum þessara leikara. Þvi miður lætur Martin Sheen sjá sig og virðist halda að hann sé Christopher Walken en það er misskilningur. Leikari að nafni Max Perlich leikur h'tið hlut- verk en hann er frábær og gaman væri að sjá hann meira. Þetta er frekar kraftlaus mynd en á góða spretti. Hildur Loftsdóttir TIL SÖLUAÐILA VIDSKIPTASKILMÁLAR CAGNVART KORTHÖFUM VISA. Gildistöku ákvörðunar Samkeppnisráðs frestað til 1. október nk. Áfrýjunamefnd Samkeppnismála hefur birt úrskurð sinn í máli VISA ÍSLANDS gegn Samkeppnisráði vegna banns þess á „jafnræðisreglunni" svonefndu í kortaviðskiptum. Hér er um að ræða 2. gr. samstarfssamnings VISA og söluaðiia, sem kveður m.a. á um: „Að söluaðila sé skylt að veita korthöfum sömu viðskiptakjör, verð og þjónustu og þeim sem greiða með reiðufé. Óheimilt er að hækka verð á vöru eða þjónustu þegar kaupandi framvísar greiðslukorti við kaup. Söluaðila ber, þegar verð er auglýst eða sett fram á sölustað, jafnan að gæta þess að fram komi það almenna verð sem öllum viðskiptavinum stendur til boða. Söluaðila er í sjálfsvald sett hvort hann auglýsir samhliða staðgreiðsluafslátt eða staðgreiðsluverð." Úrskurður meirihluta áfrýjunarnefndar eða tveggja nefndarmanna af þremur hljóðaði svo: „Ákvörðun samkeppnisráðs nr. 1/1998, er staðfest með þeirri breytingu að hún komi ekki til framkvæmda fyrr en 1. október 1998." Minnihluti áfrýjunarnefndar skilaði séráliti um málið og tekur undir það sjónarmið VISA að sjálfsagt sé að fresta ákvörðuninni meðan að beðið sé fjölþjóðlegrar niðurstöðu frá Evrópu-sambandinu í Brussel, sem er að vænta síðar á árinu. Einnig er talið að hagsmunir neytenda hafi ekki verið hafðir nægilega að leiðarljósi og „því beri að fella niðurstöðu samkeppnisráðs úr gildi". Eins og ofanritað ber með sér eru því allar breytingar á framsetningu verðs til korthafa VISA óheimilar fyrr en nýjar reglur hafa tekið gildi, sem samkvæmt úrskurði þessum verður í fyrsta lagi hinn 1. Október nk. Til greina kemur af VISA ÍSLANDS hálfu að skjóta málinu til dómstóla, enda kveður 35. gr. samkeppnislaga skýrt á um „Að þess skuli gætt að viðskiptahættir í greiðslukortastarfsemi séu sambærilegir hér við það sem almennt gerist í helstu viðskiptaríkjum íslendinga. “ Öllum söluaðilum ber því að virða samstarfssamning sinn við VISA ÍSLAND í samræmi við ofangreindan úrskurð Áfrýjunarnefndar samkeppnismála eða þar til annað verður ákveðið af yfirvöidum. VISA 1 Btf F: I.Vil Creiðslumiðlun hf. ÁLFABAKKA 16, 109 REYKJAVlK sími 525 2000 - fax 525 2020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.