Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Það var gaman að taka
þátt í keppninni og ég
er reynslunni ríkari
KEPPNIN um matreiðslumann
Skandinavíu var haldin í Osló nú á
dögunum. Fulltrúi íslands var Há-
kon Már Örvarsson, matreiðslu-
maður Islands árið 1997, og lenti
hann í þriðja sæti keppninnar.
„Það var gaman að taka þátt í
keppninni og ég er reynslunni rík-
ari. Það er margt sem situr eftir og
ég er þakklátur fyrir að fá að vera
með,“ sagði Hákon um þátttöku
sína.
„Um áramótin var keppendum
kunngjört hvaða hráefni ætti að
nota en það matreiða allir úr því
sama. Það var þorskur með hrogn-
um og lifur í forrétt. Svo var grísa-
hnakki í aðalrétt og pera í eftirrétt.
Hver þurfti að elda þessa þriggja
rétta máltíð fyrir tólf manns á
fimm klukkutímum," sagði Hákon.
Að hans sögn þurfti að eyða tíma
í að finna út hvemig væri best að
matreiða úr hráefninu og svo voru
herlegheitin prófuð nokkrum sinn-
um áður en haldið var í keppnina.
„Það vora starfsfélagar mínir og
annað gott fólk sem tók að sér að
bragða á matnum, útvega ýmislegt
og gefa góð ráð. Það fer ósjálfrátt
mikill tími í undirbúninginn og
maður er að vinna fulla vinnu með
þessu,“ sagði Hákon sem er mat-
reiðslumaður á Hótel Holti.
Hann var valinn nemi ársins
þegar hann útskrifaðist árið 1994
og fékk flugfar til útlanda og að-
stoð við atvinnuleit í verðlaun.
Hann vann í Lúxemborg í sjö mán-
uði á veitingahúsi Leu Linster.
„Eg fékk mikinn og góðan lærdóm
þar og líkaði mjög vel.“
Hákon segist alltaf hafa ætlað
sér að verða matreiðslumaður og
því aldrei spuming hvert lífsstarfið
yrði. Hann er 25 ára gamall og á
sæti í landsliði íslenskra mat-
reiðslumanna sem hlýtur teljast
góður árangur og viðurkenning á
hæfileikum hans.
DICAPRIO virðist eiga vin í
fyrrverandi ritstjóra „Play-
girl“, sem neitaði að birta
nektarmyndir af honum.
Sagði upp af
siðferðisástæðum
RITSTJÓRI kvennablaðsins
„Playgirl" sagði starfi sínu lausu
um helgina til að mótmæla fyrir-
hugaðri myndabirtingu eigenda
blaðsins. Um er að ræða nektar-
myndir af stórstjörnunni Leon-
ardo DiCaprio, sem teknar voru í
leyfisleysi.
„Þetta stríðir gegn siðferðis-
reglum mínum,“ sagði Ceslie
Armstrong í viðtali við dagblaðið
New York Post. „Þetta er innrás
í einkalíf fólks og ég get ekki
tengst þvi.“
Armstrong tók við ritstjórn
blaðsins, sem sérhæfir sig í birt-
ingu mynda af nöktum karlmönn-
um, í júlí síðastliðnum. Að sögn
eigenda blaðsins var Armstrong
rekin og var engin ástæða gefin
fyrir uppsögninni og ekki staðfest
hvort myndirnar af DiCaprio
yrðu birtar. Armstrong sagðist
ekki hafa séð myndirnar.
TROND Moi
frá Noregi sem
lenti í öðru sæti,
sigurvegarinn Hen
rik Nordström frá
Svíþjóð og Hákon
MárÖrvarsson
frá fslandi sem
lenti í þriðja
Simpson-
fjölskyld-
an vill
launa-
hækkun
►LEIKARARNIR seni tala inn
á teiknimyndaröðina um Simp-
son-fjölskylduna hafa snúið bök-
um saman og beðið um mikla launa-
hækkun á næsta tímabili.
Framleiðsla Fox á tíunda tímabili
þáttanna átti að hefjast um miðjan
mars, en kjaraviðræður hafa sett
strik í reikninginn.
Leikararnir, þ.á m. Hank Az-
aria, Nancy Cartwright, Dan
Castellaneta, Julie Kavner, Harry
Shearer og Yeardley Smith, fá allir tæp-
lega 35 þúsund dollara á hvern þátt en
krefjast þess að fá 100 þúsund dollara fyr-
ir þá tveggja daga vinnu sem það tekur
að tala inn á þættina.
Ef leikurunum tekst að knýja fram
hækkunina yrðu þeir í svipuðum launa-
flokki og leikararnir í Vinum eða
„Friends" sem fengu mikla launahækkun
í fyrra.
Matt Groening, höfundur Simpson-íjöl-
skyldunnar, er með aðra þætti í bígerð hjá
Fox sem nefnast „Futurama“.
Ungfrú
Albanía
krýnd aftur
►UNGFRÚ Albanía var krýnd aftur
eftir tveggja ára hlé og bar Aldona
Elezi, sem er nítján ára, sigur úr
býtum. Keppnin hefur ekki verið
haldin síðan árið 1995 vegna
pólitísks óstöðugleika og ólgu í
landinu.
Elezi hlaut að launum gullkórónu
sem er 15 þúsund dollara virði og
dágóða verðlaunaupphæð. Ætti það að
koma henni til góða í þessu fátækasta
landi Evrópu þar sem kennarar og
lögreglumenn fá sem svarar fjórum til
fimm þúsund krónum í laun á mánuði.
Stúlkan sem hafnaði í öðru sæti var
aðeins 14 ára.
lanr Miap Pitrets
er i dag, alla þessa vtka og nœstu belgl
verðuro við eins grœBlr og bœgt er...
...og staðarínn er fullur af
Ilíílan) grœnam úlfuro, þá þekkir þa
á grœna liínaro
BOÐIÐ var upp á léttar veitingar í
tilefni afmælis félagsins.
Morgunblaðið/Þorkell
VARAFORMAÐUR Málarameistarafélags
Reykjavíkur, Aðalsteinn Aðalsteinsson, og
formaðurinn, Helgi G. Jónsson.
Fögnuðu
afmæli fé-
lagsins
MÁLARAMEISTARA-
FÉLAG Reykjavíkur
fagnaði 70 ára afrnæli
sínu á dögunum en það
var stofnað 26. febrúar
1928 af 16 málurum í
Reykjavík. Félagar í dag
era 105 talsins og er til-
gangur félagsins að efla
samvinnu meðal málara-
meistara, gæta hags-
muna félagsmanna og
stuðla að menntun stétt-
arinnar.
I tilefni afmælisins
var haldin móttaka gesta
í Skipholti 70 þar sem
meðal annars var boðið
upp á léttar veitingar.