Morgunblaðið - 17.03.1998, Síða 68
Atvinnutryggingar
Viö sníöum
þær aö þínu
~<k, fyrirtæki.
vfrl
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Bruniim
í Fljótsdal
Mátti ekki
muna
nema 50
sekúndum
„ÞAÐ mátti ekki muna meiru en
svona 50 sekúndum, það voru
engar mínútui-. Við hjónin hlup-
um beint úr rúminu og út á hlað
og ég greip yngsta strákinn sem
var heima í leiðinni fram gang-
inn og henti honum á brókinni út
fyrir dymar í storminn og kuld-
ann,“ sagði Þórarinn Rögnvalds-
son, bóndi á Víðivöllum II í
Fljótsdal, en eldur gjöreyðilagði
bæjarhúsið í gærmorgun.
Þórarinn kvaðst hafa ætlað að
snúa inn á ný og grípa einhver
fót rétt innan við útidymar en
þá hafi mikill reykur vamað
honum þess. Hann settist því
beint inn í bíl og um leið kvað við
mikil sprenging. „Það er alveg
ljóst hvað hefði orðið um þann
sem hefði verið inni í húsinu
þegar sprengingin varð og þakið
fór niður,“ sagði Þórarinn. Sviss-
lykillinn var í bílnum og kveikt á
farsímanum þótt ekki næðist
samband strax. Ok hann þegar
af stað í átt að Klúku til að sækja
hjálp en á leið þangað komst far-
síminn í samband og hringdi
hann þá í nágranna sem létu
slökkvilið vita og komu síðan til
aðstoðar.
Bærinn varð alelda á skammri
stund og sveitungamir réðust þá
að sinueldi sem breiddist hratt
út um túnið utan við bæinn,
enda hefur það ekki verið slegið
þar sem jörðin er nú fjárlaus í
annað sinn vegna riðu. Tókst að
hefta sinubrunann við bæjar-
lækinn. Þá stóð vindur af útihús-
um sem skemmdust ekki en
Þórarinn kveðst um þessar
mundir aðallega halda hross en
starfa jafnframt við smíðar.
Hús og innbú vom tryggð en
Þórarinn sagði þau ekki eiga
annað en brókina sem þau stóðu
í, allar eigur hefðu orðið eldinum
að bráð. Hann sagðist reikna
með að bærinn yrði byggður
upp á ný, þau ættu þó eftir að
hugsa það mál.
■ Sluppu á náttklæðum/4
Morgunblaðið/RAX
VEGNA ísingar og ókyrrðar var lítið um innanlandsflug í gær en útlit var þó fyrir flug í gærkvöld. Seinkun varð í millilandaflugi og einni feijuflug-
vél tókst að lenda í Reykjavík og annarri að hafa sig á loft.
ísing og hvassviðri raskaði víða samgöngum á annan sólarhring
• •
Flug hófst og Oxna-
dalsheiði opnaðist
AFLEITT veður var á Norður-
landi og Vestfjörðum í gær og
fyrradag og raunar víðar á land-
inu og truflaði samgöngur í lofti,
á Iáði og legi. Hvöss vestanátt
var og éljagangur og Veðurstof-
an varaði við fsingu og ókyrrð í
lofti fram á kvöld. Oxnadalsheiði
opnaðist í gærkvöld og byrjað
var að fljúga innanlands.
Talið var að um þúsund manns
hefðu beðið beggja vegna Öxna-
dalsheiðar þegar mest var eftir að
rutt yrði í gærkvöld. Vegagerðar-
menn hófú að ryðja heiðina síð-
degis þegar veður lægði en
skömmu síðar herti vestanvind á
ný og hætt var frekari ruðningi.
Eftir kvöldmat hófst ruðningur
aftur enda veður þá skánandi og
snerist til norðan- og norðaust-
anáttar. Tókst að opna heiðina á
níunda tímanum og fylgdu vega-
gerðarmenn bflalestum bæði aust-
ur og vestur yfir. Fóru um 100
bflar vestur yfir á 20 mínútum
fyrst eftir að leiðin varð greið.
Milli tuttugu og þijátíu bflar
tepptust í vonskuveðri á leið aust-
ur af Öxnadalsheiði á sunnudag,
að sögn Markúsar Sigurðssonar,
bflstjóra hjá Norðurleið. Bflamir
vom tepptir í Bakkaselsbrekku í
um það bil fimm klukkustundir.
Björgunarsveitir og Vegagerðin
komu bflunum til aðstoðar rétt
fyrir kl. 19.
Steingrímsfjarðarheiði varð
ófær í gær en að öðm leyti var
víðast fært þótt tafsamt væri
vegna skafrennings og hvassviðr-
is.
Ekkert var flogið innanlands á
sunnudag en um 9-leytið í gær-
kvöld ætlaði íslandsflug að senda
þijár vélar frá Reykjavík til
Akureyrar og Flugfélag Islands
ráðgerði fjórar ferðir þangað og
eina til Egilsstaða. Á þriðja þús-
und manns beið eftir flugi innan-
lands. Millilandaflug gekk að
mestu vel en nokkuð var um
seinkanir. Ferð Herjólfs milli
lands og Eyja féll niður á sunnu-
dag en siglt var á ný í gær. Þá
féllu einnig niður ferðir Akra-
borgar og Baldurs í gær. Ferðir
sérleyfisbfla röskuðust lítillega,
aðallega ferðir Norðurleiðar.
I dag er spáð norðaustlægri átt
og frosti fyrst í stað en siðan
hlýnandi.
Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögur vegna sjómannaverkfalls
Sjómenn jákvæðir _
en útvegsmenn ekki
FORSVARSMENN sjómanna eru almennt já-
kvæðir í garð þeirra miðlunartillagna, sem ríkis-
sáttasemjari lagði fram í gær til lausnar á sjó-
mannaverkfallinu, sem hófst á miðnætti á sunnu-
dag. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna-
■^ig fiskimannasambands íslands, Sævar Gunnars-
son, formaður Sjómannasambands íslands og Helgi
Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, segjast
munu mæla með samþykkt tillagnanna við félags-
menn sína. Talsmenn útgerðarmanna lýsa óánægju
með ýmis atriði tillagnanna og munu hvorki mæla
með né á móti samþykkt þeirra við útvegsmannafé-
lögin, að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, fram-
kvæmdastjóra VSI.
Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands
íslenskra útvegsmanna, segir að ríkissáttasemjari
taki í tillögum sínum ekkert tillit til þefrra sjónar-
miða sem útvegsmenn hafa lagt fram í kjaradeil-
unni. Lögfesting lagafrumvarpanna sem unnin
voru af þríhöfðanefndinni, sem sjávarútvegsráð-
herra skipaði í kjölfar þess að verkfalli sjómanna
var frestað í febrúar, er forsenda miðlunartillagna
ríkissáttasemjara. Það felur í sér að setji Alþingi
fyrir vorið ekki lög um t.d. veiðiskyldu og kvóta-
þing telst sá samningur, sem kemst á milli útvegs-
manna og sjómanna við samþykkt miðlunartillagn-
anna, úr gildi fallinn.
Efni miðlunartillagnanna sjálfra er kjarasamn-
ingur sem gildfr til 15. febrúar 2000. Einstakir
kaupliðir hækka um 13% við gildistöku samningsins
og um 3,65% til viðbótar 1. janúar 1999. Fæðispen-
ingar hækka við gildistöku um 11,1%. Þá er gerð
breyting á dánar- og slysabótum til sjómanna og
fjárhæðir þeirra hækkaðar um 30-50% að sögn Guð-
jóns A. Kristjánssonar, formanns Farmanna- og
fískimannasambands Islands.
Sérmál vélstjóra varðandi endurskoðun skipta-
hlutar eru, samkvæmt miðlunartillögu ríkissátta-
semjara, falin þriggja manna úrskurðarnefnd, með
oddamanni ráðherra. Nefndin fái heimild til að
skera úr um og ákveða hvort tilefni sé til sérstakra
greiðslna til vélstjóra, hve mikið og frá hvaða tíma
þær greiðslur eiga að gilda.
■ Kvótaþing og veiðiskylda/34
Úthafsveiðikvóti
300 millj-
ónir fyrir
veiðileyfin
ISLENZK skip og útgerðfr, sem
stunduðu veiðar á rækju á Flæmska
hattinum og Reykjaneshrygg á síð-
asta fiskveiðiári urðu lögum sam-
kvæmt að afsala sér veiðiheimildum
að verðmæti um 300 milljónir króna.
Skipum sem fá úthlutað aílahlut-
deild á Flæmska hattinum er gert að
afsala sér aflaheimildum innan lög-
sögu sem nema 4% af úthlutuðum
heimildum á „Hattinum“ og skipum,
sem fá úthlutað heimildum í út-
hafskarfa á Reykjaneshiygg, er gert
að afsala sér 8% af úthlutuðum heim-
ildum utan landhelginnar. Skip, sem
ekki hafa aflaheimildir innan lögsögu,
eru skert á sambærilegan hátt utan
lögsögunnai’.
■ Greiða um 300/22