Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 79. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Málamiðlun Mitchells á Norður-írlandi tefst á sfðustu stundu Deihiaðilar segja andrúmsloftið breytt London, Belfast, Dublin. Reuters. The Daily Telegraph. BANDARÍKJAMANNINUM Ge- orge Mitchell, sem stýrir friðarvið- ræðum á Norður-írlandi, tókst ekki að leggja fram drög að samkomu- lagi sem hann bindur vonir við að deiluaðilar muni fallast á fyrir fimmtudag í næstu viku en þá renn- ur út frestur sá er bresk stjórnvöld hafa gefið þeim. Mitchell hugðist leggja tillöguna fram í gærkvöldi eftir að sambandssinnar og kaþ- ólikkar höfðu lýst því yfir að andi viðræðnanna í Stormont-kastala í Belfast hefði breyst. Hefur yfirlýs- ing þeirra vakið von um að sam- komulag um frið á Norður-írlandi sé í augsýn og Mitchell kvaðst ótrauður stefna að því að fá deilu- aðila til að fallast á drögin fyrir til- skilinn tíma. Takist Mitchell ætlunarverk sitt verður tillagan borin undir þjóðar- atkvæði á Norður-írlandi 22. maí nk. Reg Empey, einn af leiðtogum Sambandsflokks Ulsters, UUP, varaði hins vegar við því að sam- bandssinnar myndu ekki láta þvinga sig til neins. Mo Mowlam, N-írlandsmálaráð- herra bresku ríkisstjómarinnar, og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálaarms írska lýðveldis- hersins, IRA, lýstu í gær yfir bjart- sýni á að málamiðlun næðist. Þá sagðist Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, sjálfur fara til Belfast til að vera viðstaddur lokakafla viðræðnanna ef von væri á samkomulagi. Blair hitti Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, í annað skipti á tveimur dögum í fyrrakvöld. Blair gerði í fyrrakvöld lítið úr fregnum um deilur ríkisstjórnanna tveggja en Ahem ítrekaði hins veg- ar að írsk stjórnvöld myndu ekki gera frekari málamiðlanir. „Ég vona að Blair geti beitt áhrifum sín- um á aðra þátttakendur í viðræðun- um. David Trimble (formaður UUP) verður að gera sér ljóst að ég get ekki gefið frekar eftir.“ Sprengjuherferð væntanleg? Enn er ekki ljóst hvert skotmark risasprengjunnar var, sem fannst í bifreið á leið yfir til Bretlands í fyrradag, en getgátur era uppi um að annaðhvort hafi páskaveðreið- arnar í Aintree, nærri Liverpool, verið skotmarkið eða fundur Evr- ópusambandsins með Asíuþjóðum sem nú stendur yfir í London. Irska lögreglan segist ekki telja IRA standa á bakvið sprengjuna. Líklegra er talið að hér hafi verið að verki klofningssamtök lýðveldis- sinna sem andvíg eru þátttöku Sinn Féin í friðarviðræðunum. Stórbruni á Dyrehavs- bakken Kaupmannahöfn. Reuters. STÓRBRUNI varð í skemmti- garðinum Dyrehavsbakken norðan við Kaupmannahöfn í gærmorgun. Slökkviliðsmenn frá öllum nærliggjandi bæjarfé- lögum börðust við að ráða niður- lögum eldsins, sem læsti sig í margar gamlar viðarbyggingar á svæðinu, meðal annars veit- ingahúsin „Bakkens Perle“ og „Bofhuset", svo og skotbakkann Bonanza. Eldsins varð fyrst vart um klukkan fimm að morgni en um hálfníuleytið höfðu slökkviliðs- menn náð að hefta útbreiðslu hans. Þar með tókst m.a. að koma í veg fyrir að stóri rúss- ibaninn, sem er byggður úr tró, yrði eldsvoðanum að bráð. Elds- upptök eru ókunn. Skemmtigarðurinn Bakken í Dyrehaven er elzti skemmtigarð- ur Danmerkur og einn sá elzti í _ heimi, stofnaður seint á 18. öld. í síðustu viku var hann opnaður gestum eftir vetrarhlé. Hamas hótar hefndum BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, krafðist þess í gær af leiðtogum Palestínumanna að þeir hættu að kenna Israelum um dauða eins helsta sprengjusmiðs Hamas- samtakanna og varaði við því að ef áframhald yrði á ásökunum í garð Israela myndu þeir álasa palestínsk- um yfirvöldum kæmi til hefndarað- gerða gegn ísrael. Hamas-samtök Palestínumanna hafa sakað Israela um að hafa banað Mohiyedine Sharif, sem fannst myrt- ur í Ramallah á Vesturbakkanum sl. sunnudag. Hefur Hamas hótað hefndum og í gær voru þær hótanir ít- rekaðar og sagt að þær yrðu ekld ein- ungis í heimalandinu, heldur um allan heim. Hemaðararmur samtakanna, Izzedine al Quassam - herdeildimar, sagði í dreifiriti að sprengjuárásimar yrðu án fordæma. Israelsk yfirvöld sendu í gær yfir- mann í leyniþjónustu sinni á fund Yassers Arafats, forseta heimastjóm- ar Palestínumanna, til að gera honum grein fyrir því að Israel hefði ekki átt nokkum þátt í dauða Sharifs. Jeltsín frestar Japansför Moskvu. Reuters. STJÓRNARANDSTÆÐINGAR á rússneska þinginu komu í gær til móts við Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta, er þeir féllust á að fresta um- ræðum um skipun Sergejs Kíríj- enkos í embætti forsætisráðherra fram á þriðjudag. Vegna óvissunnar í stjóm landsins frestaði Jeltsín í gær ferð sinni til Japans um eina viku en hún átti að hefjast 11. apríl. Kommúnistar ítrekuðu andstöðu við skipan Kíríjenkos en líkm- þóttu engu að síður hafa aukist á því að þeir myndu láta undan. Sergei Jastrzhembskí, talsmaður Jeltsíns, kvaðst í gær búast við því að umbótasinninn Borís Nemtsov, fyrsti aðstoðarforsætisráðherra í síðustu stjóm, myndi taka sæti í nýrri stjóm. ----♦♦♦----- Dauðarefs- ing verði afnumin Genf. Reuters. MANNRÉTTINDANEFND Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti í gær að hvetja ríki heims til að banna aftöku og vinna að því að nema dauða- refsingu úr gildi. Beindist gagnrýnin ekki síst að Banda- ríkjunum þar sem dauðarefs- ing virðist vera að færast í vöxt, að því er Mary Robinson, mannréttindafulltrúi SÞ, sagði. Alls greiddu 26 þjóðir at- kvæði með tillögunni um af- nám dauðarefsingar, 13 voru á móti og 12 sátu hjá. Þá var einnig samþykkt tillaga sem tekist hefur verið á um í þrett- án ár þar sem staðfest er sú skylda þjóða heims að vernda þá einstaklinga og hópa sem berjast fyrir mannréttindum. Dauða Kings minnst Fundur leiðtoga fímmtán Evrópusambandsríkja og tiu Asíurikja í Lundiinum ESB lýsir sam- stöðu með Asíu Stjórnvöld sökuð um yf- irhylmingu Atlanta. Reuters. EKKJA mannréttindaleiðtogans Martins Luthers Kings, Coretta Scott King, ítrekaði í gær ásakanir sínar á hendur bandarískum stjórnvöldum um yfirhylmingu en í dag eru 30 ár frá því að King var myrtur. Fjölskylda Kings hefur óskað eftir því að rannsókn á tilræðinu við King verði tekin upp að nýju en hún telur engan vafa leika á því að fleiri en James Earl Ray, sem dæmdur var fyrir morðið, hafi verið að verki. Frú King segir stjórnvöld hafa eitthvað að fela, ella hlytu þau að fallast á að mál- ið yrði tekið upp að nýju. ■ Sáum þetta ekki fyrir/24 Lundúnum. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hét í gær stuðningi Evr- ópu við Asíu í þeim efnahagsþreng- ingum sem lönd álfunnar eiga nú við að etja, og lýsti því yfir að Evr- ópuríkin mundu standa með Asíu- ríkjunum „í gegnum súrt og sætt“. Blair sagði í opnunarávarpi sér- staks fundar leiðtoga Evrópusam- bandsríkjanna fimmtán og tíu Asíu- ríkja í Lundúnum í gær, að Evrópa gæti ekki leyft sér að halda að sér höndum andspænis fjármálakrepp- unni sem hefur riðið yfir Asíu. Sir Leon Brittan, sem fer með viðskiptamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, sagði á árlegri viðskiptaráðstefnu ESB og Asíuríkjanna, sem fram fór sam- hliða leiðtogafundinum, að kreppan í Asíu hefði neikvæð áhrif á hagvöxt í Evrópu. En hann sagðist sann- færður um getu Asíuríkjanna til að rífa sig upp úr kreppunni og skapa nýtt hagvaxtarskeið. Asiulánasjóður stofnsettur Blair staðfesti að ESB hefði ákveðið að koma á fót sérstökum lánasjóði fyrir Asíu innan vébanda Alþjóðabankans til stuðnings end- urskipulagningu fjármálakerfis As- íuríkjanna. Hann nefndi ekkert um frekari fjárhagsaðstoð ESB til stuðnings efnahagslegri endurreisn í Austur- álfu. Ríkisstjómir ýmissa Asíuríkja hafa látið í Ijósi óánægju með hina takmörkuðu hjálp sem ESB-ríkin hafa boðið þeim, en undanfarin misseri hafa ESB-ríkin tamið sér aðhald í ríkisbúskapnum til þess að uppfylla hin efnahagslegu skilyrði fyrir stofnaðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) um næstu áramót. Á meðan hefur Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) haft forgöngu um að semja um umfangs- mikla efnahagsaðstoð við nokkur Asíuríki, þeirra helzt Indónesíu, Suður-Kóreu og Tæland. Clinton hvetur Japani Gestir leiðtogafundarins voru áminntir um að kreppunni í Asíu væri fjarri því lokið með nýjustu fregnum af þróun efnahags Japans, stærsta efnahagsveldis álfunnar. En Bill Clinton Banda- ríkjaforseti tók óvenju sterkt til orða í gær er hann hvatti Japani til að taka sig á, því svo lengi sem stöðnun ríkti í japönskum efnahag væri lítil von til þess að kreppan í álfunni í heild batnaði. Sagði Clinton að í Japan væri í gangi „hörð barátta“ milli aftur- haldssamra skriffinna í stjórnkerf- inu og athafnalífsins um það til hvaða aðgerða skuli gripið til að koma japönsku efnahagslífi upp úr öldudalnum. ■ Dregur úr lánshæfi/24 ■ Óeirðir/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.