Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Messur
AKUREYRARKIRKJA:
Sundferð sunnudagaskólans á
morgun, sunnudag. Kirkjubílar
ganga eins og venjulega en lagt
verður af stað frá Iþróttahöll-
inni kl. 11. Peir sem koma á
einkabílum leggja af stað um
svipað leyti. Brottfór frá Þela-
mörk áætluð um 12.45 og komið
að íþróttahöll um kl. 13. Börn
yngri en 8 ára komi í fylgd full-
orðinna. Fermingarguðsþjón-
ustur verða í kirkjunni á morg-
un, pálmasunnudag, kl. 10.30
og 13.30. Altarisganga ferming-
arbarna kl. 19.30 á mánudag.
Mömmumorgunn í Safnaðar-
heimili frá kl. 10 til 12 á mið-
vikudagsmorgun.
GLERARKIRKJA: Ferming-
armessur á morgun, pálma-
sunnudag, kl. 10.30 og 13.30.
Kyrrðarstund kl. 18.10 á
þriðjudag. Hádegissamvera kl.
12 miðvikudaginn 8. apríl.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 11 á morg-
un, hjálpræðissamkoma kl. 17
og unglingasamkoma kl. 20.
Heimilasambandið kl. 15 á
mánudag. Krakkaklúbbur kl.
16 á miðvikudag - ath. breyttan
tíma. Aifa-námskeið kl. 19.30
sama dag.
HVÍ TASUNNUKIRK JAN:
Brauðsbrotning á morgun,
sunnudaginn 5. apríl, kl. 11,
ræðumaður G. Rúnar Guðna-
son. Fjölskyldusamkoma kl. 14,
ræðumaðm- John Beynon frá
Englandi. Ki-akkakirkja og
barnapössun á meðan. Bæna-
stund á þriðjudag kl. 14,
krakkaklúbbur kl. 17.15 á mið-
vikudag, Biblíukennsla um
bænina á miðvikudagskvöld kl.
20.30 í umsjá G. Theodórs Birg-
issonar.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Messa í dag, laugardag, kl. 18
og á morgun, sunnudag, kl. 11 í
kirkjunni við Eyrarlandsveg 26.
LAUGALANDSPRESTA-
KALL: Sunnudagaskóli í
Munkaþverárkirkju kl. 11.
Pálmasunnudagsmessa í
Munkaþverárkirkju kl. 13.30.
SJÓNÁRHÆÐ: Sunnudaga-
skóli í Lundarskóla kl. 13.30 á
morgun. Almenn samkoma kl.
17 á Sjónarhæð. Ástjarnarfund-
ur á mánudag ki. 18 fyrir 6-12
ára börn. Öll börn velkomin.
Minkur drepinn eftir að hafa gengið laus í Hrísey
ÁRNI Logi Sigurbjörnsson með
minkalæðuna sem hann notaði
við að veiða minkinn í Hrísey.
Minkurinn verður stoppaður
upp og honum komið fyrir á
góðum stað í eynni síðar.
MINKALÆÐAN með hræ af
rjúpu í búri sínu eftir „árang-
ursríka" ferð til Hríseyjar.
Morgunblaðið/Kristján
Ekki áður orðið vart
við mink í eynni
MINKUR var drepinn í Hrísey í
vikunni, sem þykir mjög merkilegt
þar sem elstu menn muna ekki eftir
að áður hafi orðið vart við mink í
eynni, að sögn Gunnars Jónssonar
sveitarstjóra. Hann sagði menn
hafa litið það mjög alvarlegum
augum er ljóst var minkur gengi
laus í þeirri fuglaparadís sem eyjan
er.
Ámi Logi Sigurbjömsson, hjá
Meinadýravömum íslands á
Húsavík, náði minkinum í gildru í
vikunni og sagði hann í samtali við
Morgunblaðið að sér hefði létt
mikið, „því ég hélt á tímabili að
hann ætlaði að snúa á mig“.
Féll fyrir læðunni
Árni Logi sagði greinilegt að
rjúpa hefði verið uppáhaldsmatur
minksins, sem hefði verið bæði
feitur og pattaralegur. Nú er
fengitími minksins og því beitti Árni
Logi lifandi minkalæðu fyrir hinn
óboðna gest og áhugi minksins fyrir
hinu kyninu varð honum að falli.
Árni Logi sagðist ekki hafa verið
trúaður á að minkur væri á ferð í
eynni, þegar heimamenn höfðu
samband við hann fyrir skömmu.
„Eyjarskeggjar höfðu séð slóðir en
voru ekki alveg vissir um að þær
væra eftir mink. Eftir að ég kom út
í eyju gat ég staðfest að þetta væri
minkur, því ég sá til hans við
Ystabæ og þá var hann að eltast við
rjúpur. Eg sá strax að minkurinn
var karldýr, því hann var svo stór.“
Mikið af minki
á fastalandinu
Minkurinn hafði gengið mikið
upp eftir læk í eynni og Árni Logi
setti því búrið með læðunni á
snjóbrún við lækinn og voru gildrur
bundnar við búrið. „Það hafa verið
svo mikil læti í minknum eftir að
hann kom í gildruna, að gildran og
búrið féllu fram af snjóbrúninni og í
lækinn. Minkurinn varð undir
búrinu i gildrunni og var dauður
þegar ég kom þar að en læðan var
íifandi en blaut og hrakin."
Árni Logi sagði að mjög mikið
væri af minki uppi á fastaiandinu,
með ströndinni allt frá Hjalteyri og
norður til Dalvíkur. „Það em svo
miklar samgöngur við eyjuna að
það er mjög auðvelt fyrir þessi
kvikindi að fara með bátum á milli
lands og eyjar. Ég á ekki von á að
fleiri minkar séu í eynni en af
verksummerkjum er ég þó nokkuð
viss um að þessi minkur hefur verið
í eynni í nokkurn tíma, jafnvel frá
því í haust.“
Rjúpan á griðland í Hrísey og þar
er einnig mjög mikið æðavarp og
segir Ami Logi það ekkert spaug að
missa svona dýr í varp, auk þess
sem mjög erfitt sé að eiga við
minkinn í eynni. Því þurfi að taka til
hendinni á fastalandinu og fækka
dýmm þar.
Lögreglan með
klippurnar tilbúnar
LÖGREGLAN á Akureyri hefur nú
undir höndum langan lista með upp-
lýsingum um þær bifreiðir sem ekki
hafa verið greidd af lögboðin gjöld.
Daníel Guðjónsson yfirlögreglu-
þjónn segir að lögreglumenn neyðist
til að hefjast handa hvað úr hverju
við að klippa númer af þessum bif-
reiðum verði ekki gerð skil á gjöld-
unum. Hann vill því hvetja eigendur
bíla til að gera slíkt til að komast hjá
óþægindum.
Nefndi hann sérstaklega að ef
borgað er í bönkum gætu bifeiðir ver-
ið á klippilista lögreglunnar í um tvo
daga, þar sem upplýsingar skiluðu
sér ekki alltaf beint. Það væri því ráð
að hafa kvittun fyrir greiðslunni ofan
á mælaborði bifreiðarinnar svo hún
sjáist áður en klippurnar fara á loft.
AKUREYRARBÆR
Atvinnumálanefnd Akureyrar
Styrkveitingar
Atvinnumálanefnd Akureyrar veitir tvisvar á ári styrki til ein-
staklinga og fyrirtækja á Akureyri sem vinna að atvinnu-
skapandi verkefnum. Styrkir til einstakra verkefna geta
numið allt að 50% af áætluðum kostnaði við framkvæmd
hvers verkefnis. Hámarks styrkupphæð er kr. 400.000.
Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir smærri rekstraraðilum.
Umsækjendur verða að fullnægja skilyrðum atvinnumála-
nefndar um nýsköpunargildi verkefnisins, auk þess að
leggja fram skýrar upplýsingar um viðskiptahugmynd,
vöruþróun, markaðssetningu, rekstraráætlun og fjármögn-
un.
Umsóknareyðublöð liggja fyrir á Atvinnumálaskrifstofu,
Strandgötu 29, sími 462 1701.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. apríl nk.
Morgunblaðið/Kristján
Lyfjaverslun
opnuð í Hagkaup
NÝ lyfjaverslun, Hagkaup Lyfja-
búð Ákureyri, tók til starfa í ný-
byggingu Hagkaups um sl. helgi.
Þetta er fjórða lyfjabúðin á Akur-
eyri en fyrir rekur KEA tvær
lyfjaverslanir í Hafnarstræti,
Stjörnuapótek og Akureyrarap-
ótek, og Sunnuapótek í Sunnuhlíð.
Róbert Melax, framkvæmda-
stjóri lyfjabúða Hagkaups, sagði
að nýja lyíjaverslunin yrði í sam-
keppni við KEA, sem hafi verið
ráðandi á markaðnum eftir að fé-
lagið keypti Akureyrarapótek
fyrr á árinu. Hann sagði að boðið
væri upp á lægra lyfjaverð en
annars staðar og að í sumum til-
fellum væri munurinn umtalsverð-
ur.
Ingvar Þór Guðjónsson er lyf-
sali í Hagkaup Lyfjabúð Akureyri
en auk hans starfa þar fimm
manns í fullu starfi, tveir lyíja-
fræðingar, einn lyfjatæknir og
tvær afgreiðslukonur. Lyfjaversl-
unin er opin frá kl. 10-19 virka
daga og frá kl. 12-16 um helgar.
Þær Helga Guðjónsdóttir, Þór-
unn Sigurðardóttir og Kristín
Trampe höfðu í nógu að snúast í
nýju lyfjabúðinni er ljósmyndari
Morgunblaðsins kom þar við.
Bæjarráð
Ekki nið-
urskurður
á FSA
BÆJARRÁÐ Akureyrar ítrek-
aði á fundi sínum í vikunni
stuðning við uppbyggingu
Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri og stefnumörkun
stjórnvalda um þríþætt hlut-
verk þess sem héraðssjúkra-
húss, sérgreinasjúkrahúss fyr-
ir Norður- og Áusturland og
aðalvarasjúkrahúss landsins.
Bæjamáð telur að FSA hafi
á undanfórnum ámm verið
rekið af mikilli hagkvæmni og
skorar á ríkisvaldið að tryggja
fullnægjandi fjárveitingar til
áframhaldandi uppbyggingar
og bættrar þjónustu sem þar
hefur verið unnið að. Leggur
bæjarráð áherslu á að ekki
komi til þess niðurskurðar í
rekstri og lokunar deilda, sem
fyrirsjáanleg er, verði ekki
veitt til rekstursins fullnægj-
andi fjármagn. Bendir bæjar-
ráð á uppbyggingu og rekstur
FSA sem mjög mikilvægan
þátt í þeÚTÍ stefnumörkun sem
nú er unnið að í byggðamálum
og að samdráttur í rekstri
sjúkrahússins muni auka stór-
lega aðstöðumun landsbyggð-
arinnar gagnvart Reykjavíkur-
svæðinu til heilbrigðis- og sér-
fræðiþjónustu.
Sigurður
sýnir í
Deiglunni
SIGURÐUR Magnússon list-
málari opnai- málverkasýningu
í Deiglunni í dag, Iaugardag.
Sýnd verða á annan tug mál-
verka sem máluð eu á þessu og
síðasta ári. Þetta er önnur
einkasýning Sigurðar hér á
landi en í mars síðastliðnum
sýndi hann í Ásmundarsal og
var það hans fyrsta einkasýn-
ing. Hann hefur sýnt erlendis,
bæði í Bretlandi og Bandaríkj-
unum, og í maí næstkomandi
sýnir hann í Boston í Banda-
líkjunum.
Sigurður lauk prófi frá
Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands 1991 og var við fram-
haldsnám í Englandi og lauk
MA-gi-áðu í málaralist árið
1996.
Aglowfundur
AGLOW-samtökin á Akureyri,
sem eru kristilegt félag kvenna,
halda fund í félagsmiðstöðinni
Víðilundi 22 nk. mánudags-
kvöld, 6. apríl, kl. 20. Hugvekju
flytur Ann Merethe Jacobsen.
Fjölbreyttur söngur og kaffi-
hlaðborð. Þátttökugjald er 350
krónur.
AKSJÓN
Laugardagur 4. apríl
17.00 ► Helgarpotturinn,
helgarþáttur Bæjarsjónvarps-
ins.
ÍÞRÚTTIR KA. GunnarNí-
elsson lýsir öðrum leik KA og
Vals í 4 liða úrlitum íslands-
mótsins í handknattleik.
Sunnudagur 5. apríl
17.00 ►Helgarpotturinn (e)
Mánudagur 6. apríl 1998
20.25 ►Sjónvarpswkringlan
- Akureyri
21.00 ►Helgarpotturinn (e)