Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
BRYNHILDUR og Lilja tóku sér frí frá lestrinum og fóru í „lautarferð" niður í bæ í veðurblíðunni í gær.
Morgunblaðið/RAX
STRÁKARNIR sem böðuðu sig í Bláa
lóninu í gær sáu til þess að engir sólar-
geislar færu til spillis.
Morgunblaðið/Porkell
MENNINGARDAGUR ungs fólks var
haldinn í gær og af því tilefni spiluðu
nokkrar hljómsveitir á Ingólfstorgi.
Iðandi mannlíf
á sólardegi
MANNLÍF Reykjavíkurborgar tekur lit
þegar sólin fer að skína. Fólk þyrpist á
kaffihús, baðar sig í geislum sólarinnar,
röltir um bæinn og fær sér ís. Sumir
taka sér jafnvel frí frá lestri námsbóka
og fara í „lautarferð" niður í bæ, borða
vínber og tilheyrandi. Aðrir sötra svala-
drykki og sleikja sólina eins og meðfylgj-
andi myndir bera með sér.
Sólin skein ekki aðeins á borgarbúa.
Hópur útlendinga baðaði sig í Bláa lón-
inu í blíðunni í gær. Áætlunarflug Flug-
leiða frá Kaupmannahöfn til Fort
Lauderdale á Florída inniheldur nokk-
urra tíma stopp á íslandi, að sögn bað-
varðar í Bláa lóninu. Farþegum er þá
boðið að skella sér í Bláa lónið og nutu
margir íslenskrar veðurblíðu í gær. Þýsk
ferðakona sem var á leið frá Hamborg til
Flórída sagði undrandi og hristi höfuðið:
„í Hamborg var rigning, í Kaupmanna-
höfn snjór en á íslandi er sól og blíða!“
Ingólfstorgið var iðandi af lífi í gær
þegar menningardagur ungs fólks var
að heljast. Hitt húsið og Plóman stóðu
fyrir margvíslegri dagskrá og var ýmis-
legt í boði til skemmtunar, eins og til
dæmis tónleikar á Ingólfstorgi þar sem
fram komu nokkrar hljómsveitir. Plötu-
snúðar þeyttu skífur og auk þess voru
lesin ljóð á Kakóbarnum og trúbador
spilaði.
Veðurblíðan mun að öllum líkindum
halda áfram að gleðja hjörtu lands-
manna en Veðurstofan spáir áframhald-
andi blíðu næstu daga.
Morgunblaðið/RAX
ÞAÐ er líka gaman að vera lítill í vagni úti í sólinni. Þá fær maður
fi'n sólgleraugu til að geta sofið í friði.
i
j
s
I
I
Kaþólski biskupinn felur prestum sínum ný starfssvið
Jakob Rolland sóknar-
prestur í Reykjavík
ÝMSAR tilfærslur eru að verða á
starfi presta kaþólsku kirkjunnar á
Islandi sem Jóhannes Gijsen biskup
hefur ákveðið. Er greint frá þeim í
nýju tölublaði Kaþólska kirkjublaðs-
ins.
Séra Jakob Rolland tekur við sem
sóknarprestur í Reykjavík en hann
hefur verið aðstoðarprestur við
Kristskirkju frá því hann kom til
landsins árið 1984. Verður hann
settur inn í embætti 12. júlí. Hann
verður áfram kanslari biskupsdæm-
isins og æskulýðsprestur. Aðstoðar-
prestur hans verður séra John
McKeon sem lýkur námi sínu í Róm
í sumar.
Séra Hjalti Þorkelsson tekur við
stjórn Landakotsskólans af séra
Ágúst George, sem verður áfram
staðgengill biskups og tekur jafn-
framt að sér að sjá um fjármál bisk-
upsdæmisins. Það gerði áður séra
Patrick Breen, en hann verður nú
sóknarprestur í Hafnarfírði auk
þess sem hann mun áfram stjóma
Péturssókn á Akureyri.
Séra Patrick Breen mun áfram
hafa með höndum sérstaka umsjón
með Filippseyingum í landinu. Séra
Hjalti Þorkelsson hefur síðasta ára-
tuginn verið sóknarprestur í Hafn-
arfirði og kveður hann söfnuðinn
þar sunnudaginn 28. júní. Séra
Hjalti mun í nýja starfinu sjá um
stækkun Landakotsskólans og
syngja messu og prédika í Krists-
kirkju.
Þá mun séra Aleksander
Michalowsky búa hjá séra Patrick •
Breen og heimsækja þaðan sérstak- j
lega Pólverja á suðvesturhorni
landsins og syngja messu fyrir þá.
Hann mun einnig halda uppi sam-
bandi við Pólverja og aðra kaþólska
í dreifbýlinu, m.a. á Norður- og
Austurlandi og þjóna þeim frá Akur-
eyri. Þar mun séra Hubert Oremus
annast guðsþjónustuhald áfram.
Þá kemur fram í fréttabréfinu að
séra Lanbert Terstroet, sem búið
hefur í húsi St. Jósefssystra í Garða-
bæ, flutti fyrir nokkru í prestahús
Maríusóknar í Breiðholti.