Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ 10% afsláttur af öllum styttum á löngum laugardegi. Opið 9-17. Klapparstíg 35, sími 561 3750. Tískuverslunin Smort Grímsbæ v/Bústaðaveg Gott úrval af bolum, einnig st. 44-54. Nýkomin dress st. 38-50 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15. Sími 588 8488 Skólavörðustfg 10 Sími 561 1300 Sfi tSMI Fermingargjafir lldiulunnir siH'ur- ^ullskarl^ripir með íslenskum ^^nállúrusleinum. perlum (lemönlum Bílgreinasambandid Aðalfundur BGS verður haldinn laugardaginn 18. apríl n.k. á Grand Hótel, Reykjavík. kl. 09.00 Fundarsetning - Bogi Pálsson formaður BGS. Erindi um fræðslumiðstöð bílgreina og stöðu menntamála í bílgreininni - Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Fyrirspurnir - Umræður. Kl. 09.45-10.30 Aðalfundur. Dagskrá: Venjulega aðalfundarstörf. Kl. 10.45 Sérgreinafundir Kl. 12.30 Hádegisverður Stjórn BGS Ný senaing Stuttar og síðar kápur Sumarhattar 1 Páskatilboð 1 1 Sumarúlpur kr. 7.900. | Opiö laugardag 10 — 16. \o<??HGI5ID Éfiil Mörkinni 6, sími 588 5518. Eitt blað fyrir alla! VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Svar frá sýslumanni „VEGNA bréfs Sigrúnar Reynisdóttur í Velvakanda 27. mars sl. vill sýslumað- urinn í Reykjavík taka fram að orðalag í boðunar- bréfum vegna fjárnáms hefur verið óbreytt frá 1. jólí 1992, þegar ný lög tóku gildi. Orðalag bréfs- ins var ákveðið í tengslum við þróun tölvuforrits sem tekið var í notkun á sama tíma, en bréfin eru prent- uð beint úr því forriti. Orðalagið var ekki ákveðið hér við embættið, heldur á vegum dómsmálaráðu- neytisins sem hafði með forritið að gera, en það er r.otað á flestum sýslu- mannsembættum landsins. I 3. mgr. 24. gr. laga um Aðför nr. 90/1989 er fjallað um úrræði í þeim tilvikum þegar skuldaii mætir ekki til fjárnámsgerðar og ekki reynist unnt að ljúka gerð án nærveru hans. Eitt af því sem þar er talið er að leita megi aðstoðar lög- reglu. „Meðal annars er lögreglumönnum í þessu skyni skylt að leita gerðar- þola ... og boða hann til að mæta til gerðarinnar eða færa hann til hennar.“ Sjálfsagt þykir að vara fólk við því að þetta geti komið til ef boðunum er ekki sinnt. Hér má taka fram til fróðleiks að undanfarin ár hafa nálægt 25 þúsund fjárnámsbeiðnir verið teknar til afgreiðslu hér við embættið á ári, um- rædd bréf send út vegna þeirra langflestra, en lítið er mætt vegna bréfanna, innan við 5% þeirra sem eru boðaðir, mæta við þessa fyrstu kvaðningu. Varðandi þá hugmynd að embætti hafi á sínum vegum lögmann sem gæti verið fólki til ieiðbeiningar, skal tekið fram að margir lögfræðingar er-u starfandi við þessi mál og hafa þeir m.a. það hlutverk að leið- beina fólki varðandi þessar gerðir. Sú leiðbeiningar- skylda nær þó aðeins til þeirra mála sem til af- reiðslu eru hverju sinni og kemur að sjálfsögðu ekki til nema skuldarinn mæti til fyrirtöku.“ Sýslumaðurinn í Reykjavík. Vegna „Gulu línunnar“ VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf frá Gulu línunni: „Símaþjónusta Gulu lín- unnar, s. 580 8000, er 11 ára gömul þjónusta sem þjónar þúsundum Islend- inga árlega í margs konar upplýsingaleit. Frá upp- hafi höfum við haft að leiðarljósi að veita ávallt frábæra þjónustu og í þeim tilgangi vinnum við eftir svörunarstaðli byggðum á væntingum viðskiptavina. Staðallinn mælir viðmót svarenda, árangur og síðast en ekki síst biðtíma símtals. Reglulegar kannanir hlut- lausra aðila á þjónustunni sýna lítinn biðtíma. Gróf frávik um biðtíma, eins og Guðný lýsir í Velvakanda, teljast til algjörra undan- tekninga og ber auðvitað að harma þau. Slík undan- tekninga tilfelli eru þó alls ekki lýsandi um að þjón- ustunni hafi farið aftur. Að lokum má geta þess að símtal til Gulu línunar kostar sama og venjulegt símtal og þess vegna eng- inn hagur fyrir okkur að lengja biðtíma eða tefja símtöl meira en nauðsyn krefur." Tapað/fundið Gullhringiir og gull- armband týndust STÓR gullhringur með gulum steini týndist fyrir nokkrum mánuðum. Einnig týndist gullmúr- steinsarmband í síðustu viku. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 2795. Seðlaveski týndist SVART seðlaveski týndist í Arbænum að kveldi 1. apríl sl. I veskinu eru ýmis konar skilríki og fleiri gögn sem undirritaður vill gjarnan fá. Fundarlaun í boði fyrir skilvísan finn- anda. Upplýsingar hjá Lárusi í síma 557 5455. SKÁK llniKjón llargcir Pétnrsson STAÐAN kom upp í atskák á Melody Amber hraðmót- inu í Mónakó sem lauk í síð- ustu viku. Anatólí Karpov (2.735), FIDE heimsmeist- ari, var með hvítt og átti leik, en Vladímir Kramnik (2.790), næststigahæsti skákmaður heims, hafði svart. 27. Dc8! - Hf8? (Svartur verður mát ef hann þigg- ur drottningarfóm Karpovs: 27. - Hxc8 28. Hxc8+ - Kg7 29. Rf5+ - Kg6 30. Hg8+ - Kh5 31. g4 mát. Hins vegar var 27. - Ðd2 betri varn- artilraun, þótt svarta staðan sé þá einnig mjög erfið) 28. Dg4+ - Kh8 29. Hc8 og Kramnik gafst upp. Teflt var bæði blindskák og atskákmót. Kramnik stóð sig best í blindskákinni, en Shirov í atskákinni og urðu þeir efstir og jafnir í heildarkeppninni. Skákþing íslands 1998, áskorenda- og opinn fiokk- ur: Keppnin hefst í dag kl. 14 og stendur til 11. apríl. Frí á morgun og á skírdag. Teflt er í Faxafeni 12 og fer skráning fram á mótsstað. HVITUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... AKVÖRÐUN Evrópusam- bandsins (ESB) frá 1991 um að afnema tollfrjálsa verzlun innan ESB á að koma til framkvæmda um mitt næsta ár. Framkvæmda- stjóm ESB staðfesti nýlega, að hvergi verði hvikað frá þessari ákvörðun, þrátt fyrir mikinn þrýst- ing frá hagsmunaaðilum og jafnvel stjómvöldum nokkurra aðildar- landanna um að hætt verði við að gera alvöru úr þessum áformum. Nú, þegar tæpt ár er í að þeir sem ferðast með flugi eða ferjum milli aðildarríkja ESB geti ekki lengur hagnýtt sér lægra verð á ýmsum munaðarvamingi, sem ann- ars er tollaður og skattaður upp í topp, em starfsmenn ferjufýrir- tækja og fleiri sem hagsmuna hafa að gæta famir að láta til sín kveða, til dæmis stöðvaðist ferjuumferð um frönsku hafnarborgina Calais á dögunum vegna aðgerða starfsfólks á ferjum og hafnarstarfsmanna, sem em uggandi um sinn hag ef áformin ná fram að ganga. Og áhyggjur þessa fólks eru ekki ástæðulausar. Tekjumar af tollfrjálsri verzlun um borð í Ermarsundsferjunum em hátt í þriðjungur veltu ferjufyrirtækj- anna, og þetta hlutfall er jafnvel enn hærra hjá þeim fyrirtækjum sem reka hinar glæsilegu ferjur sem ganga á milli Svíþjóðar og Finnlands, Svíþjóðar og Danmerk- ur og á fleiri leiðum milli grann- landanna við Eystrasalt og Norð- ursjó. Það er augljóst að afnám toll- frjálsrar verzlunar, sem var ákveð- in í nafni jafnrar samkeppnisstöðu verzlunar á innri markaði Evrópu, mun hafa slæmar afleiðingar fyrir ferðamenn í Norður-Evrópu, ekki sízt Norðurlandabúa, sem búa við meira okur á þessum neyzluvarn- ingi heima hjá sér en gengur og gerist annars staðar í álfunni vegna óhóflegrar toll- og skatt- heimtu yfirvalda. EN ÞAÐ sem varðar mestu er áhrifin á ferjurekstur. Ef ferjufyrirtækin missa um þriðjung veltu sinnar verða þau að bæta tekjumissinn upp með öðrum hætti, þ.e. hækka fargjöld. Það þýðir að venjulegir ferðamenn, jafnt þeir sem nýta sér framboð fríhafnarverzlunar og hinir sem gera það ekki, verða að greiða miklu hærri fargjöld t.d. milli Stokkhólms og Helsingfors, Kaup- mannahafnar og Málmeyjar og Helsingjaeyrar og Helsingjaborg- ar, svo nokkur dæmi séu nefnd um ferjuleiðir sem ófáir Islendingar eiga leið um. Sama gildir um Ermarsunds- ferjurnar milli Englands og meginlandsins. Ljóst er að margar þeirra munu neyðast til að leggja niður rekstur eftir af- nám tollfrjálsu verzlunarinnar, þar sem samkeppnisstaða þeirra við hin niðurgreiddu Ermar- sundsgöng (og flug) verður von- laus. x
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.