Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 33 MARGMIÐLUN SKJÁMYNDIR Böðvars Leós eru bráðvel heppnaðar. dagblöð og tímarit og hver ávinn- ingur sé af endurvinnslu pappírs, sagt er frá safnkössum og moltu- gerð, jörðinni og fólkinu, náttúru- auðlindum, umhverfís- og nátt- úruvernd, gróðurhúsaáhrifunum og ósonlaginu, umhverfísmerk- ingum á umbúðum og spilliefna- merkingum, svo fátt eitt sé talið. Eftir að hafa kannað þá fróðleiks- námu er síðan hægt að fara í ann- an leik sem gengur út á að svara ýmsum spurningum um sorp og hljóta epli að launum. Viðmót er einfalt og skýrt, eins og getið er, og teikningar Böðvars Leós skemmtilegar. Leikirinir eru hæfilega erfíðir. Þannig þarf að vera vel á verði til að ná árangri í sorpflokkunarleiknum, og snjallt að brjóta leikina upp með auka- borðum þar sem gefst kostur á að bæta verulega á sig stigum. Skrán- ing upplýsinga er líka vel upp sett og sérdeilis þægileg í notkun. Sér- staklega er myndræn framsetning talna vel af hendi leyst. Sorpið okkar er ekki mikið for- rit eða flókið, á varla að vera það heldur, en það er bráðskemmtilegt og vel heppnað dæmi um hvernig miðla má upplýsingum á einfaldan og skiljanlegan hátt. Ekki er að efa að það mun gagnast vel þeim sem fást við kennslu, en ætti og að geta nýst sem skemmtun og fróð- leikur heima í stofu. Árni Matthíasson Sorpið okkar, kennsluforrit frá Námsgagnastofnun. Höfundar Birgir Edwald, Ragnheiður Benediktsson og Sigurborg Matthíasdótt- ir. Ragna Halldórsdóttir veitti faglega ráðgjöf og Stiki ehf. annaðist forritun. Böðvar Leós teiknaði mynd- ir í forritinu. Sorpið okkar gerir kröfur um Windows 3.11 eða nýrri gerð Windows, 486-örgjörva hið minnsta, 8 MB vinnslu- minni, 256 lita skjákort og hljóðkort. SMIÐI kennsluforrita fyrir íslenska skólanem- endur er bráðnauðsynleg iðja, ekki síst til að þeim lærist að fá megi fróðleik og skemmtun af íslenskum hugbúnaði. Sorpið okkar heitir hugbúnaður sem ný- verið kom út á vegum Námsgagnastofnunar og er, eins og nafnið gefur til kynna, ætlað- ur til að kenna nemendum að umgangast sorp, flokka það og búa til förgunar. Innsetning á forritinu er sára- einföld og það gerir ekki miklar kröfur til viðkomandi tölvu, sem er eins gott því tölvukostur skóla er víðast heldur bágborinn. Þegar forritið er ræst blasir við einföld og skýr skjámynd. Hægt er að velja um að fara í sorpflokkunar- leik, fara í spurningaleik, skrá og skoða upplýsingar og sækja fróð- leik í viskubrunninn. I visku- brunninum má fræðast um ýmis- leg sorp- og spilliefnamál, til að mynda um pappa, gæðapappír, Sitthvað um sorp KENNSLUFORRIT FJÖLSKYLDAN OG RÉTTLÆTIÐ KNÝJANDI SIÐFERÐISSPURNINGAR UM FJÖLSKYLDUNA 1 SAMFÉLAGI NÚTÍMANS Höfundar nálgast viðfangsefnið ýmist frá heimspekilegu eða félagsvísindalegu sjónar- horni. Td umfjöllunar er m.a.: • Nútímafjölskyldan og róttækar breytingar á hugmyndum nianna á síðari tfmum um eðli hennar • Togstreita sem einkennir líf hennar nú á dögum • Spenna milli vinnu og heimilislífs • Spenna milli karla og kvenna • Krafan um helgi einkalífsins og réttindi barna • Má rekja togstreitu réttlætis og kærleika til þess að pólitísk stefnumótun um aðbúnað fjölskyldunnar hefur ekki fylgt eftir þ^im miklu breytingum sem '^jölskyldan héfur tekið? '■ „Bókinþykirleiftra afskemmtilégum'- hugmyndum og fjörugri umræóu um þau mál sem hvað mestu skipta, auk þess að vera frábært innlegg ísiðfræðiumræðuna" M n' n a Góður rallýleikur LEIKIR Top Gear Rally er gefinn út af Kemco fyrir Nintendo 64. Hann styð- ur Rumble og Controller Pack. TOP Gear Rally kom út fyrir nokkru fyrir leikjatölvuna Nin- tendo 64 og er, eins og nafnið ber með sér, kappakstursleikur. Fyrir þá sem kannast við nafnið má bæta því við að Kemco, útgefandi leiksins, gaf út fyrir Super Nin- tendo samnefndan kappakst- ursleik og varð liann einn vinsæl- asti kappakstursleikurinn á sínum tíma. I leiknum er í fyrstu aðeins hægt að velja um tvo bíla en fleiri bætast afar fljótt við. Allt í allt er hægt að velja um níu bíla en hægt er að fínna tvo falda. Fínstilla má flesta hluti bflsins eins og höggdeyfa, dekk og beygjur og mála hann eða jafnvel skrifa á hann eftir hjartans lyst, allt er svo vistað í svonefndum Controller pak. Allt er þetta svo prufað og notað á fjórum braut- um, þar á meðal skógar, eyði- merkur og strandlengjubrautir. Þrír hringir eru í hverri braut. Valkostir um hvernig leikur- inn er spilaður eru allnokkrir, sá fyrsti er æfing þar sem þú kepp- ir eina keppni og getur vanist stjórntækjunum og búið þig und- ir keppnina, þá er timakeppni þar sem þú keppir við þinn besta tíma liverju sinni eina stutta keppni eða svokallaða spila- kassakeppni (Arcade) og að lok- um bikarkeppni þar sem keppt er á öllum brautunum og allir bflar koma í ljós. Að lokum er hægt að keppa við annan spilara þar sem skjárinn skiptist til helminga. Keppendur byija síðastir af tólf bflum eins og í Ridge Racer, leik frá sama fyrirtæki. Bflar reyna ekki að svfna svo ekki er erfitt að taka frammúr. Keppnin er ekki bara háð á malbiki heldur einnig á ansi léleg- um malarvegi þar sem erfitt er að stýra bflnum. Svo nákvæmur er leikurinn að fari eitt hjól af jörð- inni finnst það greinilega á meðan i flestum öðrum bflaleikjum fara oftast annaðhvort öll hjólin af jörðinni eða tvö. Það má því segja að Kemco hafi ekkert til sparað í gerð leiksins. Ingvi M. Árnason sport vörii hús Fosshálsi 1 - S. 577-5858 Skeifunni 19- S. 568-1717 Rýmingarsaia á eidri birgöum Kynningartilboð á nýjum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.