Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 63 FÓLK í FRÉTUM -I ERLENDAR ooooo Björn Styrmir Árnason fjallar um plötuna King of the Beats (the official album of the 1997 UK breakdance championship) Tónlistinni er vel blandað á diskinum og ættu allir sem hafa gaman af breaktónlist af finna nokkur lög fyrir sig. sum eru alveg hundleiðinleg, en það er bara til að undirstrika að break tónlist er fjölbreytt og fólk með mismunandi smekk getur alltaf fundið eitthvað í henni sem því líkar. Þarna er hart rapp, leikin hljóðgervlatónlist tónlist með skrámi og raddsmölun og nokkur góð mix. Að mínu mati eru þarna nokkur mjög frambærileg lög fyrir break dansara og á það vel við þegar ís- landsmeistarakeppni í break dansi er nýlega afstaðin. Þess má geta þess að á disldnum eru tvö lög sem gera það vel þess virði að eiga hann, það eru klassíkerar eins og Original Rockit með Herbie Hancock og frábært lag með Hashim sem heitir A1 Naafi- ysh (The Soul). Ég mæli með þessum disk fyrir þá sem eru að tjá sig í þessu frábæra og erfiða dansformi, því þarna eru góð mix sem henta vel fyrir heil- an hóp í dúndur sýningu. Þeir sem hafa gaman af mix- um, smölun og hörðu rappi ættu einnig að athuga þenn- an disk. Þessi diskur er ekki fyrir poppara heldur hipp hopp ara! „Ekki fyrir poppara heldur hipp hoppara“ HÉR er á ferðinni tvöfaldur diskur með úrvali af músík fyrh- hipp hoppara, break og electric boogie dansara. Þessi diskur sver sig algerlega í ætt við þá músík sem var í gangi fyrir 15 árum þegar þetta dansfár ruddi sér til rúms í fátækrahverfum New York borgar og auðvitað skömmu síðar hingað til íslands. A þessum diskum eru meira að segja nokkur nýleg lög með gömlum kempum sem áttu lög á þessum tíma eins og Grandmaster Flash and the Furious Five, Eric B & Rakim og Africa Bambaataa. Tónlistinni er vel blandað á þennan disk, það ættu allir sem hafa eða höfðu (sum okkar eru komin yfir þrítugt) gaman af break tónlist að rekast á 3-4 af þessum 24 lögum sem kitla danstaugarnar. Break tónlist er mjög krefjandi tónlist. Hana er ekki hægt að setjast nið- ur og hlusta á, það er nauðsynlegt að vera að gera eitthvað, því kraft- urinn er mikill í henni. Helst vildi maður hafa gott pláss í kringum sig og athuga hvort ekki væri hægt að finpússa baksnúninginn eða vindmylluna. Ég get ekki sagt að öll lögin séu góð, þvert á móti LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA stöð 2 ► 15.55 Asterix á Bret- landi (Asterix Chez les Bretons), fjallar, eins og nafnið bendir til, um æfintýri vinar okkar allra, Ástríks, sem virðist hafa brugðið sér yfir sundið til Bretlands. Öruggl ega hin besta skemmtun, eins og allar þær teiknimyndir sem maður hefur séð um hina galvösku Galla í Gaul- verjabæ. Sýn ► 21.00 Mynd kvöldsins: Á tæpasta vaði (Die Hard, ‘88), ★★★Vá. Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 2 ► 21.00 Hún er alröng, gamanmyndin Sá eini rangi (Mr. Wrong, ‘96), sem byrjar ekki illa; á fundum draumaprinsins Bills Pullman og piparjúnkunnar Ellen- ar DeGeneres. Gaurinn reynist snarruglaður. Rennur fljótt útí sandinn. Algjör tímasóun, leikurun- um þó ekki um að kenna, heldur húmorslausu handriti. ★ Sjónvarpið ► 21.15 Þýskamynd- in I frumskóginum eftir 5 (Nach ftinf im Urwald, ‘96), segir af sögu- legri ferð foreldra 17 ára stroku- stúlku, sem halda til stórborgarinn- ar á eftir henni. Með Franca Pot- ente, Dagmar Manzel og Axel Mil- berg. Leikstjóri Christian Schmidt. Prumsýning hérlendis. Stöð 2 ► 22.45 Clare People, eig- inkona ítalska stórleikstjórans Bernandos Bertolucci, leikstýrir Töfralyfinu (Rough Magic, ‘95), gamanmynd um unga stúlku (Bridget Fonda), töframann á flótta undan kærastanum og kemst til Mexíkó. Box Office gefur ★★ og segir myndina blöndu af gamni, töfrum og raunsæi sem lagist ekki saman. Sjónvarpið ► 22.55 Mynd hins kunna kvikmyndagerðarmanns, Spike Lee, Enn betri blús (Mo’ Better Blues, ‘90), segir af tilvist- arkreppu djassleikara (Denzel Washington), bæði sem tónlistar- manns og kvennamálin eru í hnút. Langdregin og fremur leiðinleg en á sína spretti. Með Wesley Snipes og leikstjóranum, sem seint verður talinn hrífandi leik- ari, og á að þessu sinni heldur slakan dag á öðrum vígstöðvum. ★ ★'/2 Sýn ► 23.10 Mynd kvöldsins: Á tæpasta vaði 2. Sjá umsögn í ramma. Stöð 2 ► 0.35 Kvikmyndagerð Billie August á metsölubók Isabel Allende Hús andanna (The House of the Spirits, ‘93), er umdeild. Allir geta þó verið sammála um að hún sé mistæk. Segir átakamikla og há- dramatíska sögu suður-amerískrar fjölskyldu frá þriðja áratugnum fram á þann áttunda. Estan Trub- an (Jeremy Irons) er heitbundinn Rósu. Hún drekkur eitur, ætlað föður hennar. Truban hverfur á braut, kemur löngu síðar til baka og giftist þá Clöru, systur Rósu. Fjölskyldusagan er sögð með hryll- ing pólitískra átaka í Chile sífellt í bakgrunninum. Töfi’araunsæi sög- unnar er fyrirferðariítið en myndin sjálf vel sögð og eftirminnilega vel leikin af Irons, Glenn Close og Meryl Streep. Með Wynonu Ryder, Antonio Banderas, Vanessu Red- grave og Armin Mueller-Stahl. ★★★ Stöð 2 ► 3.00 Hrollvekjan Draugagangur (Haunting of Seacliff Inn, ‘94) segir af ungum hjónum sem flytja úr borginni nið- ur til strandarinnar þar sem þau festa kaup á gistiheimili. Drauga- gangur reynist fylgja með í kaup- unum. Eitthvað er hann pasturslít- ill því notendur IMDb gefa mynd- inni falleinkun, 3,8. Með Ally Sheedy. s Ur skýjakljúfnum á flugvöllinn BRUCE Willis í hlutverki löggu í New York sem skýlir hér eiginkonu sinni, sem leikin er af Bonnie Bedelia, í myndimii Á tæpasta vaði. Sýn ► 21.00 Á tæpasta vaði (Die Hard, ‘88), ★★★'/2, og Á tæpasta vaði 2 (Die Hard II, ‘90), ★★★ eru myndir kvöldsins. Báðar tvær hreint sprengiefni fyrir taugakerfið, æsispennandi og vel gerðar afþreyingarmyndir þar sem skopskynið er einnig í góðu lagi. Sú einstaka spennu- mynd A tæpasta vaði, hefur verið stæld í tugatali á þeim tíu árum sem liðin eru frá frumsýningu hennar. Framhaldsmyndirnar orðnar tvær, og sú þriðja á leið- inni. Mennirnir á bak við vinsæld- irnar eru Bruce Willis í hlutverki löggunnai- McClane, sem lendir í hremmingum í skýjakljúf í Los Angeles. Þar er eiginkona hans (Bonnie Bedelia), tekin í gíslingu, ásamt stóriðjuhöldunum, vinnu- veitendum sínum, af flokki hryðjuverkamanna undir stjórn Aians Rickmans (fer einnig á kostum). John McTiernan keyrir atburðarásina áfram af þvílíkum fítonskrafti að myndin er ein langbesta hasarmynd sögunnar. Missið ekki af framhaldinu kl. 23.10, á sömu stöð, A tæpsta vaði 2, gefur fyrirrennara sínum sára- lítið eftir. Hasarinn er kominn niður á jörðina, nánar tiltekið á alþjóðaflugvöllinn við Was- hington. Hann á að verða næsti vígvöllur vondu kallanna. Þeim yf- irsést að frú McClane er að koma heim úr flugi og okkar maður bíð- ur lendingarinnar. Sæbjörn Valdimarsson Bíldshöfða 14 112 Reykjavík Fyrsta sendingin af pallhús- um frá Starcraft kemur f maí. Getum boðið mikið úrval fyrir pallbílaeigendur af einum insælustu pallhúsum frá USA. insamlegast staðfestið pantanir hið fyrsta. S. 587 6644 « Klass Frábær danstónlist frá kl. 23.30 með hljjómsveitinni Saga Klass og söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni Ladcli og félagar fara á kosiuni t feröabran GLEÐI.SONGUR OG FULLT AF GRÍNIí SULNASAL Raggi Bjarna og Stefán Jökuisson sjá um stuðið á Mímisbar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.