Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Tvöfalt betri afkoma af reglulegri starfsemi Granda en best hefur gerst áður
73 milljóna
króna tap af
hlutdeildar-
félögum
GRANDI tapaði 73 milljón-
um kr. á hlutdeildarfélög-
um á síðasta ári. Aðeins
eitt félagið skilaði myndar-
legum hagnaði, Þormóður rammi-
Sæberg hf. Staða Árness hf. er orð-
in mjög tæp en vonir eru bundnar
við árangur Bakkavarar hf. á er-
lendum markaði. Grandi tapaði 71
milljón á tilraun til útgerðar á
Falklandseyjum og rekstur fyrir-
tækis í Chile olli vonbrigðum. Fyr-
irtæki í Mexíkó sem Grandi á hiut í
er í mótun. Komu þessar upplýsing-
ar fram á aðalfundi Granda hf. sem
haldinn var í gær.
Síðasta ár var hið besta í sögu
Granda hf. Hagnaður var 516 milij-
ónir kr., eins og áður hefur komið
fram. I skýrslu stjórnar sem Árni
Vilhjálmsson stjórnarformaður
flutti á aðalfundinum kom fram að
af heildarhagnaði ársins komu 385
milljónir kr. frá reglulegri aðal-
starfsemi sem er næstum því tvöfalt
betri árangur en best hefur verið
áður, en það var árið 1995. Dóttur-
félagið Faxamjöl hf. stendur á bak
við fimmtung þessa hagnaðar, með
80 milljóna kr. hagnað sem er tvö-
falt meiri hagnaður af reglulegri
starfsemi en árið á undan.
Hins vegar kom 131 milljónar kr.
hagnaður af allri annarri starfsemi
Granda hf. Fram kom hjá Arna að
þar er um að ræða fjóra mismun-
andi liði, einn jákvæðan en þrjá nei-
kvæða. Jákvæði liðurinn er 261
milljónar kr. söluhagnaður, aðallega
vegna sölu Engeyjar, Jóns Bald-
vinssonar og 2% hlut í Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna hf. Neikvæðu lið-
imir voru eignarskattur, ýmis
óregluleg gjöld m.a. vegna varð-
veislu Akureyjar og Viðeyjar og
loks hreinn halli upp á 73 milljónir
kr. af þátttöku Granda hf. í hluta-
deildarfélögum og af annarri hluta-
bréfaeign.
Keypt fyrir 556 milljónir
Aðeins eitt hlutdeildarfélag, Þor-
móður rammi-Sæberg hf. lagði
Granda til hagnað, að sögn stjórnar-
formannsins. Nam hann 52 milljón-
um kr. Þrír tapsvaldar skera sig úr.
í fyrsta lagi tilraun til útgerðar við
Falklandseyjar þar sem Árni sagði
að Grandi hefði fengið hina verstu
útreið. Þar hafi meðal annars glat-
ast 51 milljón kr. í afskrifuðu hlutafé
og Brynjólfur Bjamason fram-
kvæmdastjóri sagði á fundinum að í
heildina hefði 71 milljón kr. tapast
vegna „Falklandseyjaævintýrisins“.
Þá var útkoma Árness hf. afleit og
hlutdeild Granda í tapi félagsins á
síðasta ári 42 milljónir kr.
Um síðustu áramót var bókfært
virði fjárbindingar Grandasam-
stæðunnar í hlutdeildarfélögum og
öðrum eignarhlutum samtals 1.580
milljónir kr. sem er 25% af niður-
stöðutölu efnahagsreiknings félags-
ins. Á árinu jókst þessi fjárhæð um
556 milljónir, að langmestu leyti
vegna kaupa á hlutabréfum í Þor-
móði ramma-Sæbergi hf. Hlutabréf
í því félagi voru eignfærð á 911
milljónir kr. Næst að bókfærðu
virði koma hlutabréf í Deris, fyrir-
tæki Granda í Chile, með 239 millj-
ónir kr., og þar næst 7,9% eignar-
hlútur félagsins í SH, 236 milljónir
króna.
Þess má einnig geta að á síðasta
ári keypti Faxamjöl hf. hlutabréf í
Fóðurblöndunni hf. fyrir 49 milljón-
ir króna.
Myndarlegur hagnaður
hjá einu félagi
Ami sagði að fjárfestingar í hlut-
deildarfélögum væru mikilvægur
þáttur í stefnu Granda. Með hlut-
deildarfélögum er átt við félög sem
Grandi á 20% hlut í eða meira en
eru þó ekki dótturfélög. Um er að
ræða fímm félög. Árni segir að til
sérhvers þeirra sé beint ákveðnum
væntingum og viðhorfum. Aðeins
eitt þeirra, Þonnóður rammi-Sæ-
berg hf., sýndi myndarlegan hagnað
í rekstrarreikningi. Grandi keypti
hlutabréf í félaginu fyrir 548 millj-
ónir kr. og hélt 20% eignarhlut þeg-
ar Þormóður rammi hf. meira en
tvöfaldaðist með samruna við Sæ-
Morgunblaðið/Þorkel!
NOKKRIR hluthafar á aðalfundi Granda sem fram fór í matsal í frystihúsinu Norðurgarði.
berg hf. og Magnús Gamah'elsson
hf. á Ólafsfirði.
Framkom hjá Árna vegna krepp-
unnar í Austur-Asíu sem meðal
annars birtist í minni kaupum
Japana á laxi hafí vonir um þokka-
lega afkomu Deris í Chile brugðist.
Það hafí valdið vonbrigðum. Félagið
tapaði 6 milljónum kr. á árinu og
undanfarin fjögur ár hefur félagið
aðeins skilað 5 milljóna kr. hagnaði
alls.
Starfsemi sjávarútvegsfyi’irtækis
sem Grandi og Þormóður rammi
eiga í Mexíkó, til helminga á móti
heimamönnum, hefur verið í mótun
og segir Ami ekkert við það að at-
huga þótt rekstrarreikningur
Granda geymi örfárra milljóna kr.
tap vegna starfseminnar. Hann
sagði að nú í janúar hafi fyrirtækið
átt kost á að fá mjög eftirsótt leyfi
fyrir 3 bátum til að veiða sardínur í
nót í Kaliforníuflóa og þættu veið-
arnar jgefa fyrirheit um góða arð-
semi. I þeim tilgangi að gera félag-
inu kleift að kaupa öfluga báta til
veiðanna hafi stjórn Granda ákveðið
að taka þátt í hlutafjáraukningu
Breytingar á Örfirisey
og Norðurgarði
UNNIÐ er að undirbúningi
breytinga á Örfírisey, frystitog-
ara Granda hf., þannig að þar
verði unnt að flaka aflann en
fullvinna siðan í frystihúsi félags-
ins í Norðurgarði. Jafnframt
verður skipið lengt um 10 metra.
I máli Árna Vilhjálmssonar á
aðalfundi Granda í gær kom
fram að dregist hefði að koma í
framkvæmd þeim fyrirætlunum
að breyta hlutverki frystiskipa
Granda á þann veg að um borð
gæti farið fram frumvinnsla af-
urða sem svo yrði gefíð aukið
virði með frekari vinnslu og
pökkun í frystihúsinu Norður-
garði. En nú væri unnið að undir-
búningi breytinga fyrsta skips-
ins, Örfiriseyjar, en það væri
einmitt umfangsmesta fram-
kvæmdin. Jafnframt kom fram
hjá Árna að miklar endurbætur
yrðu á næstunni gerðar á
vinnslukerfi í Norðurgarði, ann-
ars vegar vegna nýrrar tækni til
að bæta meðferð og vinnslu
ferska físksins og hins vegar til
að koma til móts við kröfur
vegna framhaldsvinnslu afurða
frystiskipanna. „Ef vel tekst til
um fyrirhugað samstarf við
frystitogara okkar er ekki
óhugsandi að Grandi verði eftir-
sóknarverður sem samstarfs- eða
sameignaraðili gagnvart öðrum
útgerðum frystiskipa," sagði
Árni.
Pesquera Siglo með jafnvirði 32
milljóna kr.
Grandi hf. hafði fram til síðustu
áramóta greitt 40 milljónir kr.
vegna kaupa á hlutabréfum í
Bakkavör hf. og á síðasta mánuði
var ákveðið að leggja fram 40 millj-
ónir kr. til viðbótar í hlutafjáraukn-
ingu og mun væntanlega eiga 38%
hlutafjár að henni lokinni. Á síðasta
ári voru rekstrartekjur Bakkavarar
516 milljónir kr. og höfðu aukist um
63% frá árinu á undan en hagnaður
var óverulegur. Árni sagði að félag-
ið hafi náð traustri fótfestu á
Frakklandsmarkaði með verulegri
sölu á munaðarvöru undir eigin
nafni.
Staða Árness tæp
Grandi hf. hefur fest 119 milljónir
kr. í Árnesi hf. á meðalkaupgenginu
1,10. Grandi er stærsti eigandi fé-
lagsins með 27,7% eignarhlut. Fram
kom hjá Árna að Ámes hafí tapað
213 milljónum kr. á þremur árum.
Sagði hann ýmsar skýringar á tap-
inu og þar tvinnaðist saman mót-
læti, óheppni og mistök. Hlutdeild
Granda hf. í tapinu hafi verið gjald-
færð auk þess sem matsverð eign-
arhlutar félagsins hafí verið lækkað
í reikningum Granda og stæði nú í
35 milljónum kr. sem svarar til
gengisins 0,33.
Árni sagði að það væri megin-
verkefni nýs framkæmdastjóra Ár-
ness að hafa forystu í leit að úrræð-
um sem væru vænleg til þess að
koma félaginu á réttan kjöl. Það
ætti ekki að taka nema eitt ár að fá
úr því skorið hvort hvort grundvöll-
ur væri til áframhaldandi rekstrar.
Æskilegt væri að hætta sem fyrst
rekstri sem ekki ætti sér viðreisnar
von. Árni sagði að þótt staða Árness
væri orðin tæp á almennan mæli-
kvarða væri ýmislegt áhugavert við
fyrirtækið. Nefndi hann annars
vegar samsetningu og verðmæti
aflaheimilda og hins vegar ójafnað
skattalegt tap að fjárhæð 870 millj-
ónir kr. Ef sýnt þætti að best yrði
að hætta rekstri fýrirtækisins yrði
að gera það með því að sameina Ár-
nes öðru fyrirtæki til þess að tap-
frádrátturinn nýttist.
SJOMENN hjá Granda hf. höfðu á
síðasta ári ríflega þrisvar sinnum
hærri laun að meðaltali en starfs-
menn í landi. Laun þeirra hækkuðu
um 21% á síðasta ári.
Brynjólfur Bjamason, fram-
kvæmdastjóri Granda, gerði sjó-
mannadeiluna að umtalsefni í
skýrslu sinni á aðalfundi félagsins í
gær. Gat hann þess að laun sjó-
manna hjá Granda hafí hækkað á
síðasta ári um 21% frá árinu áður
og gert hafí verið ráð fyrir 10%
hækkun til viðbótar í ár. Þetta
stafar af því að skipum hefur fækk-
að og aflaheimildir auknar á þeim
sem eftir em.
Sjómenn með þre-
föld laun starfs-
manna í landi
Einnig kom fram hjá honum að á
liðnu ári hafí heildarlaunagreiðslur
Granda numið 1.087 milljónum
króna. Þar af hafí 695 milljónir farið
til 125 sjómanna, eða tæpar 5,6
milljónir á hvert stöðugildi. En 392
milljónir hafí skipst á milli 217
starfsmanna í landi, að meðaltali 1,8
milljónir á hvern starfsmann. Tekj-
ur sjómanna hafí því verið ríflega
þrisvar sinnum hærri en starfsfé-
laga þeirra í landi.
Bi-ynjólfur lýsti þeirri skoðun
sinni að það væri algerlega óviðun-
andi „að löngu úrelt ákvæði leiði til
þess, að fækkun í áhöfn auki út-
gerðarkostnað en lækki hann ekki
eins og gerist við hliðstæðar að-
stæður í öllum öðrum atvinnugrein-
um. Fjárfestingar útgerðarmanna í
tækni og til framfara er hömlum
sett vegna þessara ákvæða hluta-
skiptakerfísins. Það er því Ijóst, að
taka verður til endurskoðunar þetta
launakei-fí í þeim tilgangi, að það
komi ekki í veg fýrir framtíðarþró-
un íslensks sjávarútvegs, en þar
getum við ekki orðið eftirbátar ann-
arra þjóða í hinni miklu og hörðu al-
þjóðlegu samkeppni sem íslensk
fyrirtæki heyja,“ sagði Brynjólfur.
Nýtt
kassakerfi
í Hagkaup
TÆKNIVAL hefur gert samn-
ing við Hagkaup um sölu á
kassaafgreiðslustöðvun íyrir
hina nýju verslun í Smára-
hvammi og endurnýjun fyrir
allar verslanir fyrirtækisins.
Einar Kristinn Jónsson,
stjórnarformaður Tæknivals
hf., skýrði frá þessum samningi
sem hann kallaði tímamóta-
samning á aðalfundi félagsins í
gær. Fram kom hjá honum að
Tæknival þjónustar flestar aðr-
ar stærstu verslunarkeðjur á
höfuðborgarsvæðnu með eigin
búnaði. Einar sagði að samn-
ingurinn festi Tæknival í sessi
sem leiðandi fyrirtæki á þessu
sviði. Verkefnið er unnið í sam-
starfí við Hugbúnað hf. í Kópa-
vogi. Jafnframt gat Einar
Kristinn þess að á vegum fyrir-
tækisins væri verið að hefja út-
flutning á hugbúnaði.
Notkun upp-
lýsingakerfa
við stjórnun
Endurmenntunarstofnun
Háskóla íslands stendur fyrir
námskeiði miðvikudaginn 8.
mars um nýjar gerðir upplýs-
ingakerfa fyrir stjórnendur
fyrirtækja og stofnana.
Á undanförnum árum hafa
fyrirtæki og stofnanir lagt
aukna áherslu á söfnun og úr-
vinnslu gagna sem henta
stjórnendum við ákvarðana-
töku og út frá því hefur þróast
Vöruhús gagna (Data
Warehouse) og Upplýsingaten-
ingur, segir í fréttatilkynningu.
Námskeið Endurmenntun-
arstofnunar skiptist í tvo sjálf-
stæða hluta og í fyrri hlutanum
verður fjallað um aðferðh' og
leiðir við uppbyggingu Vöru-
húss gagna. I seinni hlutanum
munu verða sýnd þrjú dæmi
um hagnýtingu Vöruhúss
gagna í atvinnulífinu. Fyrsta
dæmið snýr að raforkuvinnslu
og notkun sem m.a. Orkuspár-
nefnd notar. Annað dæmið
fjallar um hagnýtingu Vöru-
húss gagna hjá Eimskipafélagi
íslands og þriðja dæmið kemur
frá Teymi.
Kennari verður Jón Vil-
hjálmsson hjá Verkfræðistof-
unni Afli, ásamt gestafyrir-
lesurum úr íslensku atvinnulífí.