Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Miklar fjárfestingar einkenndu rekstur ÍS í fyrra
Aukning skulda svarar
til 2.7001 þorskkvóta
Morgunblaðið/Halldór
FORYSTAN og ráðherrann. Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri
IS, Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Hermann Hansson,
formaður stjórnar ÍS, slá á létta strengi við upphaf aðalfundar ÍS.
Sjávariitvegsráðherra á aðalfundi ÍS
Afar vitlaust
að hverfa frá
aflareglunni
TAPREKSTUR í fyrsta sinn í sjö
ára sögu Islenzkra sjávarafurða setti
svip sinn á aðalfund félagsins sem
haldinn var í gær. Heildartap af
rekstrinum var 310 milljónir króna.
Skuldir hafa einnig aukizt mikið
vegna mikilla fjárfestinga, en þær
nema nú um 10,8 milljörðum króna á
móti 7,2 árið áður. „Aukning skuld-
anna kann að virðast mikil, en hún
svarar þó aðeins til þess að við hefð-
um keypt varanlegar þorsveiðiheim-
ildir sem næmu 2.700 tonn af þorski.
Fjárfestingar félagsins eru því ekki
svo miklar í því ljósi,“ sagði Benedikt
Sveinsson, framkvæmdastjóri IS á
aðalfundinum.
Hermann Hansson, stjórnarfor-
maður ÍS, flutti skýrslu stjómar á
fundinum. „Þegar árinu sem leið er
skilað með 310 milljóna króna tapi er
eðlilegt að spurt sé. Hvað er
framundan," sagði Hermann. „Eig-
um við von á því að áfram verði tap
eða var um sérstakar aðstæður að
ræða, sem ekki munu koma aftur?
Að sjálfsögðu hefur verið brugðizt
við hallarekstri síðasta árs með ýms-
um aðgerðum, sem komu að hluta til
framkvæmda á síðasta ári en að
hluta ekki fyrr en á þessu ári.
Þannig mun áfram dregið úr rekstr-
arkostnaði eftir föngum, en einnig er
þess að vænta að hinar nýju fisk-
réttaverksmiðjur félagsins, sem
staðsettar eru á tveimur afar mikil-
vægum markaðssvæðum heimsins, í
Bandaríkjunum og Frakklandi, muni
skila góðum árangri á næstunni.
Fyrirtækið hefur nú verið byggt
upp með mjög öflugum hætti og er
vel í stakk búið til að sinna sínu meg-
inhlutverki, það er að hafa með
höndum öflun, sölu og dreifingu
sjávarafurða á heimsmarkaði. Fyrir-
tækið á því að hafa góða framtíðar-
möguleika og sóknarfæri til hags-
bóta fyrir eigendur, starfsmenn og
umbjóðendur félagsins," sagði Her-
mann Hansson meðal annars.
Markaðirnir
mikilvægir
Benedikt Sveinsson kynnti reikn-
inga félagsins og ræddi síðan um
mikilvægi markaðanna fyrir sjávar-
útveginn og hve mönnum væri tamt
að meta verðmæti fiskveiðiauðlind-
arinnar til svimandi hárra upphæða.
„Ef ekki væri markaður fyrir sjávar-
afurðir og neytendur fiskafurða,
væri verðmæti fiskveiðiauðlindarinn-
ar frekar lítið. Mér finnst það stund-
um sorglegt að menn skuli gleyma
þessari gífurlegu auðlind sem eru
beztu dýrustu markaðir í heimi, sem
við höfum ótrúlegan aðgang að. Mér
finnst það líka stundum broslegt að
verðmæti IS, sem skaða hefur að-
gang að þessum mörkuðum, skuli
ekki vera metið til meira en 2.100
tonna af varanlegum þorskveiði-
heimildum. Nú er ég ekki að gera lít-
ið úr verðmætum 2.100 tonna af
þorski, sem synda í sjónum umhverf-
is Island, en ég held að fyrirtæki
sem syndir um alla heimsbyggðina,
sé líka mjög verðmætt," sagði Bene-
dikt Sveinsson.
„ÞAÐ væri afar vitlaust að hverfa
frá 25% aflareglunni sem nú er beitt
til að stjóma sókn í þorskstofninn,"
sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra meðal annars er hann
svaraði fyrirspumum á aðalfundi
IS. Þorsteinn sagði þá ennfremur
að ekki væri fyrirhugað að hverfa
frá hömlum á fjárfestingu útlend-
inga í íslenzkum sjávarútvegi.
Kristinn Friðriksson, fiskverk-
andi og útgerðarmaður á Rifi,
spurði sjávarútvegsráðherra hvort
ekki væri rétt að leyfa veiðar á
hæma hlutfalli úr þorskstofninum,
eftir því sem hann stækkaði.
Ekkert gefur tilefni
til breytinga
Regla af þessu tagi er alltaf til
endurmats á hverjum tíma en það
hefur ekkert gerzt í fiskveiðum okk-
ar enn sem gefur tilefni til að breyta
þessari reglu,“ sagði Þorsteinn
Pálsson. „Ég vil minna á að hún var
ekki sett svona út í loftið eða á
grundvelli neinna duttlunga. Að
baki lá mjög vandað starf helztu
sérfræðinga okkar hjá Hafrann-
sóknastofnun og Þjóðhagsstofnun.
Við fórum inn á nýjar brautir með
því að leiða saman hesta hagfræði
og líffræði til að gefa okkur svör við
því hver væri skynsamlegust lang-
tímanýting á þorskstofninum í þeim
tiigangi að ná hámarksafrakstri til
langs tíma. Inn í þá mynd var tekin
öll sú þekking sem við höfum á sam-
spili þorskstofnsins og annarra
fiskistofna.
Sérfræðingarnir lögðu til að
deiliregla á bilinu 22 til 25% myndi
færa okkur að því marki að við gæt-
um náð hámarksstofnstærð, 1,4 til
1,5 milljónum tonna og árlegri veiði
yfir 300.000 tonn. Okkur hefur mið-
að vel áfram, þessi regla hefur skil-
að okkur árangri og ég teldi afar
vitlaust á þessu stigi að hverfa frá
þessari reglu sem sýnist vera að
skila okkur svo góðum árangri,"
sagði Þorsteinn.
Rétt að takmarka
íjárfestingar útlendinga
Sigurjón Benediktsson, formaður
stjómar Fiskiðjusamlags Húsavík-
ur, spurði ráðherrann að því hvort
ekki væri rétt að rýmka eða nema
úr gildi hölmur við fjárfestingum
útlendinga, einkum í ljósi þess að ís-
lenzkir fjárfestar íeituðu í verulega
auknum mæli í fjárfestingar erlend-
is.
„Það eru engar hugmyndir um að
hverfa frá þeirri fjárfestingarstefnu
sem við höfum íylgt. Við höfum ver-
ið að opna okkar þjóðfélag en talið
að það væri rétt og eðlilegt að hafa
takmarkanir á fjárfestingum út-
iendinga í fiskveiðum og frum-
vinnslu sjávarfangs. Þetta hefur
verið gert vegna þess að við ætlum
okkur að hafa yfirráð yfir fiskveiði-
auðlindinni í landhelgi okkar. Sú
ánægjulega breyting hefur hins
vegar verið að eiga sér stað í starfs-
umhverfi sjávarútvegsins að fyrir-
tæki í sjávarútvegi hafa verið að
soga til sín fjármagn," sagði Þor-
steinn Pálsson.
Ferminí ^argjafir
... X Fyrir dömur
og Lerra
Okkar smíði
Frátært verð
<w
DEMAN] AHÚSIÐ
NÝJU KRINGLUNNI ( SlMI 588 99«
i,
daglega á
Netinu
HEFUR-ÐU ÁTTAÐ Þió A, AÐ ÞAÐ
ER TIL FÓLK SEIA HRElNLEóA
LANÓAR TIL AÐ LESA TElKNl-
Jlf II
Láttu bað eftir bér að horfa á páskadagskrána í góðu sjónvarpi
w
AFSLÁTTUR
.900
af öllum PHILIPS sjónvarpstækjum
fyrír páska.
PHILIPS
- Hvergi ódýrara!
p\\\V
x?sv\á9
PHIUPS 10Ohz tæki frá kr. 99.000 stgr.
PHILIPS hágæða 28" sjónvörp frá kr. 59.900 stgr.
PHILIPS 14" sjónvarp meö myndbandstæki kr. 49.900 stgr.
Úrval sjónvarpstækjaa frá PHILIPS, Sanyo, Samsung, Sony o.fl.
Viö ábyrgjumst góöa þjónustu, gæöi og verö sem stenst allan samanburö.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500
www.ht.is
Umboðsmenn um land allt