Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Moody’s tekur undir svartsýnisspár um efnahagslífíð í Japan
Dregur úr lánshæfí
japanska ríkisins
Tókýó. Reuters. ^
Öeirðir vegna
efnahagsástands
HLUTABREF, verðbréf og jenið
lækkuðu í verði á mörkuðum í Jap-
an í gær í kjölfar þess að banda-
ríska lánshæfísmatsskrifstofan
Moody’s Investors Service tók und-
ir með þeim sem sagt hafa illa kom-
ið í efnahagslífí Japans. Moody’s
breytti mati á lánshæfi japanska
ríkisins úr stöðugu í neikvætt og
voru ástæðurnar sagðar versnandi
efnahagsástand og að japönskum
ráðamönnum hefði ekki tekist að
koma sér saman um aðgerðir til
þess að sporna við samdrætti und-
anfarinna sjö ára.
Þrátt fyrir breytta stöðu matsins
á lánshæfi Japans heldur ríkið
hæstu einkunn, AAA, en hún verður
nú væntanlega endurskoðuð. Til-
kynningin frá Moody’s kom róti á
markaðina sem höfðu verið órólegir
fyrir vegna könnunar á vegum jap-
anska seðlabankans er leiddi í ljós
skyndilegan samdrátt í viðskiptum
á öllum sviðum efnahagslífsins.
Gengi jensins lækkaði í gær
vegna fréttanna af ákvörðun
Mood/s og hefur það ekki staðið
lægra gagnvart dollaranum í tæp
sjö ár. „Menn seldu hlutabréf í óða-
goti en jafnvægi komst fljótlega á
aftir,“ sagði starfsmaður Okasan-
verðbréfafyrirtækisins. Miðlarar
sögðu að tilkynningin frá Moody’s
myndi ekki hafa bein, neikvæð áhrif
á hlutabréfamarkaðinn, en áhrif-
anna á gengi jensins kynni að sjá
stað í gengi hlutabréfanna.
Vincent Truglia, framkvæmda-
stjóri hjá Moody’s í New York, tjáði
Reuters að hættumerki væru orðin
meira áberandi í japönsku efna-
hagslífi. „Eins og allir vita er nú
kreppuástand, sama hvemig á mál-
in er litið, og menn hafa töluverðar
áhyggjur af því að enn eigi eftir að
harðna á dalnum,“ sagði Truglia.
„Astandið núna er miklu, miklu
verra en japönsk stjómvöld hafa
staðið frammi fyrir í mörg ár.“
Þrátt fyrir auknar hrakspár og
breytt mat hjá Moody’s virtust
japönsk stjórnvöld ekki hafa gert
sérstakar ráðstafanir til þess að
bregðast við auknum vanda, að því
er fréttaskýrendur sögðu í gær.
Ráðamenn viðurkenndu þó að
ástandið væri alvarlegt og að tekið
væri til greina að kreppuástand
ríkti.
Hikaru Matsunaga, fjármálaráð-
herra, sagði að gripið yrði til ráð-
stafana er blása myndu lífi í efna-
haginn, en gaf um leið í skyn að
stjómin myndi ekki útskýra ná-
kvæmlega fyrr en eftir viku eða svo
hvernig hún hygðist ráðstafa 8.600
milljörðum ísl. kr. er verja á til þess
að örva efnahagslífið.
Jakarta. Reuters.
ÁTÖK milli lögreglu og námsmanna
bratust út annan daginn í röð í gær
í háskólabæ nærri Jakarta, höfuð-
borg Indónesíu. Námsmenn við
Yogyakarta-háskóla kröfðust af-
sagnar Suhartos forseta og lægra
verðlags á nauðsynjavörum. Lög-
regla beitti táragasi til að hemja
mannfjöldann. Fulltrúar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (IMF)hittu Suh-
arto, forseta Indónesíu, í gær til að
ræða efnahagsaðgerðir.
Indónesía stríðir nú við verstu
efnahagserfðileika sína um áratuga
skeið og hefur virði gjaldmiðilsins,
rúpíunnar, hrapað um 70% síðan í
júlí á síðasta ári. Jafnframt jókst
verðbólga upp úr öllu valdi og hefur
ekki verið svo mikil síðan á sjöunda
áratugnum. Atvinnuleysistölur
margfölduðust einnig og alls era nú
næstum 9 milljónir manna án at-
vinnu sem er um 10% vinnuaflans.
Stjórnvöld hafa samþykkt víðtækar
efnahagsaðgerðir í staðinn fyrir
fjárhagsaðstoð frá IMF að allt að 40
billjón dolluram.
Hjálparstarf samþykkt
Stanley Fischer, fulltrúi IMF,
sagðist í gær hafa átt góðan fund
með Suharto forseta, sem og full-
trúum helstu fjármálastofnana.
Michel Camdessus, framkvæmda-
stjóri IMF, sagði hins vegar í
Washington að ekki mætti láta
Indónesíu komast upp með tafir í
aðgerðum sínum því mikilvægt væri
að styrkja rúpíuna áður en óðaverð-
bólga skylli á.
Á fundi í Washington á miðviku-
dag samþykktu stærstu hjálpar-
stofnanir og fulltrúar ríkisstjórna
sem Indónesía er skuldug að standa
að hjálparstarfi, enda óttast þessir
aðilar mjög algert efnahagshrun í
þessu fjórða fjölmennasta landi ver-
aldar sem haft gæti víðtæk áhrif.
Alþjóðabankinn áætlar að
Indónesía komi til með að þurfa á
milli 1.5 til 3 billjón dollara aðstoð
við innflutning á nauðsynjavörum
eins og hrísgrjónum og helstu lyfj-
um.
Sáum þetta
ekki fyrir
Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að einn
helsti baráttumaður fyrir réttindum
svartra í Bandaríkjunum, Martin Luther
King, var myrtur í Memphis í Tennessee.
Einn þeirra sem stóðu við hlið hans
í baráttunni var Ed King sem
Urður Gunnarsdóttir hitti að máli.
í Jackson í Mississippi.
Reuters
CORETTA Scott King, ekkja Martins Luthers Kings, komst við er hún ávarpaði fréttamenn við gröf hans
á fimmtudag. Við hlið hennar stendur sonurinn Dexter.
ÞAÐ er ekki laust við að von-
brigða gæti í rödd Eds Kings.
Hann er um sjötugt en tók virkan
þátt í réttindabaráttu svartra á
fimmta og sjötta áratugnum. Þrátt
fyrir að baráttuaðferðimar væru
friðsamlegar var guðsmanninum
Ed King ítrekað varpað í fangelsi
og hann beittur ofbeldi. Nú kennir
King félagsfræði við læknaskólann
í Jackson i Mississippi, hann er að
mestu hættur afskiptum af mann-
réttindamálum en fylgist vel með.
Og fellur ekki allt sem hann sér.
Ed King er hvítur, starfaði í
kirkju mormóna og var prestur
um nokkurra ára skeið. Hann seg-
ir að eftir heimsstyrjöldina síðari
hafi menn vaknað til vitundar um
það að ekki einungis nasistar hafi
farið illa með meðbræður sína, sú
kynni að vera raunin að hvítir
væra einnig sekir um skelfilega
meðferð á svörtum.
King hellti sér út í mannrétt-
indabaráttuna í Mississippi, þar
sem ástandið var einna verst.
Hann var í fararbroddi þeima sem
stóðu fyrir friðsamlegum mótmæl-
um í ríkinu á 6. og 7. áratugnum,
starfaði m.a. náið með Medgar
Evers, einum af stjómendum
NAACP (Framfarasamtökum
blökkumanna), og Martin Luther
King, þekktasta baráttumanni fyr-
ir réttindum svertingja, en báðir
féllu þeir fyrir morðingjahendi. Á
níunda áratugnum dró Ed King
sig út úr baráttunni en fylgist enn
vel með.
Hann dæsir þegar hann er
spurður hvað honum þyki um
ástandið í réttindamálum svartra.
„Það hafa orðið miklu
meiri og hraðari fram-
farir en okkur óraði
fyrir þegar við stóðum
í baráttunni á 6. og 7.
áratugnum. Þegar við
hófum baráttuna
höfðu um 5% svartra
kosningarétt, svo að
menn geta rétt ímynd-
að sér hvort við hefð-
um getað séð þetta
fyrir, síst af öllu að-
stoð við minnihluta-
hópa (affírmative act-
ion), sem kveður á um
forgang þeirra að
störfum og skólum.
Hér í Suðurríkjunum
hafa orðið meiri breytingar til hins
betra en í norðurhlutanum, enda
áttum við, og eigum, lengra í land.
Arfleifð okkar er hugmyndaheim-
ur uppreisnarmanna, sem töpuðu
Þrælastríðinu, en börðust fyrir
sjálfstæði og halda enn upp á Suð-
urríkjafánann. Hann er svörtum
hins vegar þymir í augum því
hann er þeim tákn um þá sem
vora fylgjandi þrælahaldi. Þetta
hefur valdið mikilli spennu."
Gæti verið
svo miklu betra
King segist telja ástandið í mál-
efnum svartra að sumu leyti hafa
versnað að nýju, meiri munur sé á
ríkum og fátækum, glæpimir og
vonleysið hafi aukist. „Það er sí-
fellt verið að tala um uppgang og
bjartsýni í þessu þjóðfélagi en hún
er ekki mikil hjá þeim sem verst
standa að vígi. Svo getur vel verið
að ég sé svartsýnn og
að ástæða sé til bjart-
sýni. En ástandið
gæti bara verið svo
miklu betra. Það ættu
fleiri að vita að þeim
væru allir vegir færir
og að þeir stæðu jafn-
fætis öðram, þyrftu
ekki sérstaka aðstoð
hins opinbera til að fá
vinpu.“
Ástandið í heima-
borg Kings, Jackson í
Mississippi, er honum
lítið gleðiefni. Glæpir
era daglegt brauð, að
jafnaði eru framin
fjögur morð i viku
hverri í borginni, sem telur um
200.000 sálir. „Þetta era aðallega
ungir svartir menn að drepa hver
annan. Það sama hefur gerst hér
og annars staðar; millistéttarfólk-
ið, hvítir og svartir, flýr og setur
börnin í einkaskóla. Þetta er
stéttamunur, ekki kynþátta. Sjálf-
ur bý ég í borginni, þar sem hvítir
era í miklum minnihluta. Ég lét
börnin mín ganga í gegnum þetta
skelfilega ríkisskólakerfi, og þau
liðu fyrir það. En þau skilja af-
stöðu mína, og eru sér meðvituð
um að fólk af ólíkum kynþáttum
byggir þennan heim.“
King segir spillinguna í borgar-
kerfinu óskaplega mikla og honum
sárnar það, ekki síst vegna þess að
hún sé dæmi um það hvernig sum-
ir svertingjar noti aðstoð stjórn-
valda til að hygla gæðingum sín-
um. „Ég trúi því að allir séu jafnir
og geti gert og lært það sama, en
ef svartir og hvítir þurfa ekki að
standast sömu kröfur mun það
enda með skelfingu. Ég hef jafn-
vel heyrt þær röksemdir svartra
að með því að hygla sínum séu
þeir að bæta fyiir óréttlæti liðinna
árhundraða. Það þarf að bæta
óréttlætið, en ekki á þennan hátt
því það verður bara til þess að
auka andstöðuna við svarta í stað
þess að minnka hana.
Svartir nemendur
verr undirbúnir en hvítir
Skólakerfið er háskólakennaran-
um King ofarlega í huga enda segir
hann misréttið einna skýrast þar.
Fram eftir öldinni hafi verið reynt
að halda svörtum ólæsum og
ómenntuðum svo þeir ógnuðu ekki
valdakerfi hvítra. Þegar svertingj-
um hafi verið tryggður réttur til
náms hafi stuðningurinn við ríkis-
skólana horfið. Nú séu skólamir
nær algerlega skiptir, frá bama-
skólum og upp úi’, og það sé ekki
síst ósk svartra, sem hafi t.d. risið
öndverðir gegn hugmyndum um að
sameina háskóla hvítra og svartra,
þar sem þeir telji að með því sé
verið að ráðast gegn arfleifð þeirra.
King segir nemendur í skólum
sem eingöngu svartir sækja mun
verr búna undir framhaldsskóla-
nám en þá sem ganga í blandaða
eða hvíta skóla. „Það var meðvituð
ákvörðun að hafa skólana lélega
svo að svartir gætu ekki keppt við
hina hvítu um störf. Kerfið hefur
verið gallað svo lengi að allt of
margir svertingjar hvorki vilja né
geta mætt þeim kröfum sem gerð-
ar eru þegar lengra er komið í
námi. Og það sem verra er; þeir
gera sér alls ekki alltaf grein fyrir
því. Kennaramir eru afsprengi
sama lélega kerfis og allir telja
þeir sig standa sig vel, það eru þau
skilaboð sem þeir hafa fengið úr
kerfinu."
Nýlegt dæmi úr skólakerfinu í
Kaliforníu styður þessar fullyrð-
ingar Kings en í tveimur stærstu
háskólum ríkisins, Berkeley og
UCLA, var ákveðið að hlíta banni
Kaliforníuríkis við forgangi kyn-
þátta að háskólum. Þegar ein-
kunnir voru einar látnar ráða
hrundi fjöldi svartra og spænsku-
mælandi nemenda. Af 8.000 ný-
nemum í Berkeley verður 191
svartur, en vora 562 í fyrra, og
spænskumælandi verða 434 en
voru 1.045 í fyrra. Rektor Berkel-
ey segir niðurstöðuna hafa verið
verri en menn áttu von á og tals-
menn þess að svartir og spænsku-
mælandi haldi forgangi sínum
segja niðurstöðuna áfellisdóm yfir
ríkisskólum og sönnun þess að
minnihlutahópar fái verri kennslu
en hvítir.
King segist hafa verið sakaður
um kynþáttahatur þegar hann
hefur bent sumum svörtum nem-
endum sínum á að þeir verði að
taka sig á, þar sem undirbúningur
þeirra sé ekki upp á marga fiska.
„Þeir skilja ekki að þeir eru fórn-
arlömb kerfis sem metur gæði
ekki mikils. Þeir vita hins vegar að
10% þeirra munu fá góðar ein-
kunnir og störf vegna aðstoðarinn-
ar við minnihlutahópa. Þetta er
sigur hvítra, því svona hópur er
ekki ógn við þá.“
Morgunblaðið/U G
Ed King