Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
INGVAR
AGNARSSON
* Ing-var Agnarsson
I fæddist á Dæli í
Víðidal 26. deseraber
1912. Hann lést á
Sjdkrahúsi Akraness
aðfaranótt 25. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Agnar
Grímsson og Málfríð-
ur Steingrímsdóttir.
Ingvar ólst upp á
Haugi í Miðfirði hjá
fósturforeldrum sín-
um, Halldóri Jó-
hannssyni og Guð-
rúnu Jónasdóttur.
Systkini Ingvars
voru: Lárus, Jónina og Guðrún og
lifði hann systkini sin.
Hinn 7. júlí 1940 kvæntist Ingv-
ar eftirlifandi eiginkonu sinni,
Maríu Magnúsdóttur frá Kolgröf-
um i Eyrarsveit, f. 13.9. 1915.
Foreldrar hennar voru Magnús
Jónsson og Jóhanna Elísdóttir.
Böm Ingvars og Maríu eur: 1)
Magnús, f. 7.6. 1941, býr í Kópa-
vogi, kvæntur Kristínu Pálsdótt-
ur, f. 14.7. 1949. Börn þeirra era:
Ingvar, f. 23.2. 1974, Olafur Páll,
f. 14.11. 1975, og Agnar, f. 23.2.
1980. 2) Jóhanna, f. 7.7. 1945, býr
á Siglufirði, gift Sigurði Baldurs-
syni, f. 30.9. 1952. Börn þeirra
eru: Jóhanna María, f. 3.1. 1975,
Erna Guðrún, f. 29.10.1981, Bald-
ur, f. 28.1. 1983, og Ingvar, f.
30.3. 1985. 3) Gunnar Halldór, f.
Tengdafaðir minn, Ingvar Agn-
arsson Kolgröfum í Eyrarsveit, er
látinn, 85 ára að aldri. Eg kynntist
honum fyrst haustið 1983, en þá lá
hann á Landspítalanum og hafði
legið þar með sjaldgæfan sjúkdóm
allt það ár. Maður tók strax eftir
'því hve léttur og jákvæður hann
var, miðað við þessa löngu sjúkra-
legu, því það hlýtur að vera erfitt
fyrir bónda sem er frjáls og í nán-
um tengslum við náttúruna að
liggja mánuðum saman þungt hald-
inn á sjúkrahúsi.
Ingvar var ekki tilbúinn að tapa
þessari orustu, og smátt og smátt
náði hann þokkalegri heilsu og
fékk leyfi til að koma til okkar um
helgina, en var á sjúkrahúsinu
virka daga. Þar kom að hann út-
skrifaðist af sjúkrahúsinu, og var
hann þá ekki seinn á sér að komast
heim að Kolgröfum, því þar var
hugur hans allur.
Það er ekki nokkur vafi að Ingv-
' ar átti sjálfur stóran þátt í þessum
bata sínum, því með jákvæðu hug-
arfari og sterkri trú náði hann ótrú-
legum bata. Hann hafði mikla trú á
óhefðbundnum lækningum, og tók
inn grasaseyði allt til dauðadags.
Sagði hann að það gerði sér gott.
1.9. 1948, býr á Kol-
gröfum. 4) EIís, f.
18.12. 1950, býr í
Kópavogi. 5) Gróa
Herdís, f. 9.9. 1956,
býr á Akranesi, gift
Ragnari Eyþórssyni,
f. 27.6. 1952. Börn
þeirra eru: Ingvar, f.
1.8. 1979, María, f.
17.8. 1982, og Birna
Rún, f. 21.7. 1989. 6)
Guðríður Arndís, f.
14.8. 1960, býr í Mos-
fellsbæ, gift Lúðvík
Hermannssyni, f.
4.10. 1954. Böra
þeirra eru: Elísabet Inga, f. 15.5.
1991, og Berglind Rut, f. 18.8.
1994.
Ingvar hóf nám í Bændaskólan-
um á Hvanneyri og útskrifaðist
þaðan sem búfræðingur. Að námi
loknu hóf hann jarðræktarstörf í
Eyrarsveit. Bóndi var hann síðan
á Kolgröfum frá 1940 og til ársins
1982, en hætti þá að búa vegna
heilsubrests, og tók Gunnar sonur
hans þá aifarið við búinu.
Ingvar tók þátt í félagsmála-
störfum, er sneru að landbúnað-
armálum og var áhugamaður um
landbúnað og jarðrækt.
Utför Ingvars Agnarssonar fer
fram frá Grundarfjarðarkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður að Setbergi í Eyr-
arsveit.
Ingvar skrifaði kafla um grasaseyði
í bókinni Asta grasalæknir, þar
sem hann lýsir kostum þess að taka
það inn. Ekki ætla ég að hafa skoð-
un á lækningamætti grasaseyðis,
en ég er viss um að ef menn hafa
sterka trú á því, eins og Ingvar
hafði, þá er það mjög til bóta. Þrek-
ið var þó búið, og tók Gunnar, son-
ur hans, við bústörfum og Ingvar
hélt sig að mestu inni við. Ekki sat
hann þó auðum höndum, hann fór
að fondra, pantaði frá Svíþjóð
ósamsettar klukkur og klukkuverk
og einnig bjó hann til klukkur úr
íspinnum. Klukkumar hans Ingv-
ars prýða nú mörg heimili.
María veiktist árið 1993, og varð
að hafa hægt um sig, og tók Ingvar
þá til við heimilisstörf, og fór honum
það jafnvel úr hendi og allt annað.
Sem dæmi var hann með brauðyél
og hafði mjög gaman af því að baka
brauð, og gera alls kyns tilraunir á
því sviði. Ingvar var alla tíð mjög
tæknisinnaður maður. Það var
sama hvað hann tók sér fyrir hend-
ur, hann var alltaf að hugsa um
hvemig mætti gera hlutina á annan
hátt og hafa hagræðingu af.
Oft sátum við Ingvar frammi í
eldhúsi á kvöldin þegar við skrupp-
EINAR MARINÓ
GUÐMUNDSSON
+ Einar Marinó
Guðmundsson
var fæddur í Hrólfs-
skála á Seltjarnar-
nesi 3. desember
1925. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík 27. janúar síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík
6. febrúar.
Rétt er við hjónin
vomm að leggja af
stað til útlanda barst
okkur sú harmafregn
að góður nágranni okkar um 35
ára skeið, Einar M. Guðmunds-
son, hefði látist fáum dögum áður
og útför hans væri ráðgerð tveim
dögum eftir brottför okkar.
Þar sem okkur var ekki auðið
að fylgja Einari til grafar og votta
honum þannig virðingu okkar og
Jpakklæti fyrir árin öll sem við átt-
um í næsta húsi við
hann og Lillu, konu
hans í Grundargerð-
inu, langar okkur að
senda nokkur síðbúin
kveðjuorð um þennan
sómamann.
Þegar við fluttum í
Grundargerði 20 í lok
sjötta áratugarins
ásamt fjórum ungum
bömum, bárum við
nokkurn kvíðboga fyr-
ir því hvernig sam-
skipti kynnu að verða
við nýju nágrannana í
þessu mikla bama-
hverfi. Það kom hins vegar fljótt í
ljós að kvíði okkar reyndist
ástæðulaus með öllu,
Smáíbúðahverfið reis að mestu
á ámnum 1953-56 og var að
langstærstum hluta byggt af ungu
bamafólki með lítil fjárráð en
þeim mun meiri bjartsýni. Aðstoð
af hendi yfirvalda var vægast sagt
MINNINGAR
um í heimsókn vestur og röbbuðum
um daginn og veginn. Hann hafði
mikinn áhuga á öllu sem sneri að
landbúnaðarmálum, og kynnti sér
nýjungar og var vel inni í málum.
Mjög garnan var að hlusta á hann
segja frá þegar hann var ungur og
var að hefja búskap. Aldrei var
hann að tala um þá erfiðleika sem
voru í þá daga, heldur gladdist
hann yfir því að hafa fengið að taka
þátt í byltingunni sem varð til
sveita, er vélaöldin hóf innreið sína,
og kunni frá ýmsu að segja þegar
bændur vora að fikra sig frá hest-
unum til dráttarvélanna.
Ingvar tók virkan þátt í félags-
störfum, og taldi hann nauðsyn fyr-
ir bændur að standa saman og ná
framföram í búskapnum.
Ingvar hélt dagbók, allt frá árinu
1939 og til dauðadags. Ekki féll úr
dagur, og era þessar bækur haf-
sjór af fróðleik, og gaman að fletta
þeim.
I haust greindist Ingvar með
krabbamein og lá á sjúkrahúsi
Akraness. Þegar ég heimsótti hann
fimm dögum áður en hann lést
sagði ég: „Hvemig hefur þú það í
dag?“ Ingvar sagði: „Ég hef það
bara gott. Hvemig er hægt annað
en hafa það gott hérna? Ég hef allt
til alls og hér er vel hugsað um
mig.“
Ingvar var hreint einstakur
maður og mikill mannvinur. Þeir
sem kynntust honum era ríkir í
hjarta sínu. Hann var mjög geð-
góður, alltaf léttur og kátur hvem-
ig sem á stóð, hjálplegur með ein-
dæmum, hvort sem það vora ein-
hverjir sem hann þekkti eða bara
ferðamenn. Aldrei talaði hann
óvarlega um fólk, og aldrei mátti
hann aumt sjá, þá vildi hann
hjálpa. Ingvar var mjög barngóð-
ur, enda hændust böm að honum,
og ekki gerði hann upp á milli
þeirra, hvort sem þau vora hans
eigin bamabörn eða ekki. Synir
mínir af fyrra hjónabandi komu oft
með mér að Kolgröfum þegar þeir
vora yngri, og tók hann þeim sem
sínum eigin. Alltaf vora strákar í
sveit á sumrin hjá Ingvari, þrátt
fyrir stóran bamahóp. Öll þessi
börn hafa haldið sambandi við
hann.
Blessuð sé minning Ingvars á
Kolgöfum.
Ég vil biðja guð að styrkja Mar-
íu og Gunnar í sorg sinni, því þau
halda nú áfram á Kolgröfum án
Ingvars, þar sem allar minningarn-
ar um hann era.
Lúðvík Hermannsson.
Elsku pabbi minn.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í Mði,
Mður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég bið algóðan guð um að
styrkja mömmu, og alla ástvini
pabba míns.
Þín einlæg dóttir,
Guðríður Arndís (Dísa).
Hann elsku Ingvar afi er dáinn.
Það er svo erfitt fyrir okkur að
skilja þetta. Afi var á sjúkrahúsinu
á Akranesi og við biðum alltaf eftir
því að honum myndi batna og hann
færi aftur heim til sín í sveitina. Afi
var alltaf svo góður við okkur og
okkur finnst við hafa þekkt hann
svo stutt. Við viljum af afi sé hjá
okkur miklu lengur.
Við fóram margar ferðir á
hverju ári með mömmu og pabba í
sveitina til afa og ömmu og Gunn-
ars, og alltaf sagði afi þegar við
komum í sveitina: „Erað þið komn-
ar, elskumar rnínar?"
A morgnana þegar við vöknuð-
um var alltaf gott að skríða upp í
rúm til afa og ömmu og kúra hjá
þeim. Alltaf rifumst við systur um
það hvor átti að sitja á koffortinu
hjá afa á matmálstímutn, og oft
kom það fyrir í látunum að við
helltum niður á hann mjólk eða
einhverju matarkyns, en afi skipti
ekki skapi frekar en fyrri daginn
og sagði bara: „Þetta er allt í lagi,
þetta var bara óhapp.“ Svona var
afí, alltaf léttur og kátur, og gerði
gott úr öllu. Þegar við fóram með
mömmu og afa að versla í Grand-
arfjörð passaði afi alltaf upp á að
við fengjum eitthvert góðgæti.
Það verður erfitt að venjast því,
að það sé enginn Ingvar afi í sveit-
inni hjá henni ömmu okkar.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu bar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
Góði guð, gef þú ömmu Maríu
styrk. Hún á svo erfitt núna. Góði
guð, varðveittu einstakan afa okk-
ar Ingvar Agnarsson.
Elísabet Inga, Berglind Rut.
Elsku afi minn. Ég mun aldrei
gleyma þér. Nú veit ég að þér líður
vel, núna þarft þú ekki að finna til.
Þegar ég var í sveitinni varst þú
alltaf fyrstur að vakna á morgnana.
Ég man að þegar ég kom fram í eld-
hús, varst þú alltaf búinn að hita
kaffi og bera morgunmat á borðið.
Ég man líka þegar við fórum í
Grandarfjörð að versla. Þá gafst þú
okkur krökkunum pening fyrir
nammi. Þú hugsaðir alltaf svo vel
um okkur, þú varst alltaf að gefa
okkur eitthvað. Þú varst góðhjart-
aður maður, gerðir allt fyrir alla. Þú
vai’st svo glaður, þú brostir þótt þú
kenndir til þegar þú varst veikur.
Þú varst mjög laginn í höndun-
um, þú bjóst til fallegar klukkur úr
tré. Það var líka svo gaman þegar
við voram að spila kana, við spiluð-
um mörg spil.
Þú varst alltaf svo bjartsýnn. Þú
gafst mér svo mikið og ég lærði svo
mikið af þér.
Þú gafst mér akurinn þinn,
þér gaf ég aftur minn.
Ástþínaáégríka
eigðu mitt hjartað hka.
(H. Pétursson)
Ég mun ætíð geyma góðu minn-
ingamar í hjarta mínu.
María.
Hann Ingvar var nágranni minn,
góður félagi og samstarfsmaður í
stjóm Kaupfélags Grandfirðinga
og fleira. Ingvar var eins og sagt er
léttur á velli og léttur í lund, hljóp
eins og hind við ferðalög, smala-
mennsku og þegar leita þurfti að
týndum mönnum á erfiðum fjöllum.
Ingvar var Húnvetningur og fædd-
ast að Dæli, en faðir hans var látinn
þegar Ingvar fæddist. Hann fór í
fóstur til hjónanna á Haugi og ólst
þar upp þar til hann fór í Bænda-
skólann á Hvanneyri og útskrifað-
ist þaðan búfræðingur. Síðustu ár
fjórða áratugarins byrjaði hægt að
rofa til í íslensku þjóðfélagi, menn í
sveitum finna gróandann og vilja
auka ræktun á jörðum smurn til að
auka búskap í þeirri von að kreppu-
árin væru að líða. Ráða þeir til sín
ungan búfræðing með hesta og
hestvinnslutæki. Ingvar var laginn
og lipur við þessi störf og varð vel
ágengt og í þessari sumarvinnu
fékk hann sína góðu konu, sem þá
var heimasæta á Kolgröfum. Þau
hjón Ingvar og María hafa búið
góðu og snyrtilegu búi í langan
tíma á fóðurleifð hennar og var
bæði gott, gaman og fróðlegt að
heimsækja þau, enda hélt hann
dagbók alla sína tíð og gat vitnað í
hana þegar á þurfti að halda.
Ingvar hafði átt við vanheilsu að
búa síðustu vikur og dvalið á
sjúkrahúsi en þegar maðurinn með
Ijáinn er á ferð kaupir sér enginn
grið. Við hjónin hittum hann fyrir
nokkram dögum jafh glaðan og
hann ætíð var en var þó auðséð að
hverju dró.
María mín, það er gott að eiga
minningar um góðan mann. Við
hjónin sendum þér og fjölskyldu
þinni hugheilar samúðarkveðjur.
Helga og Hjálmar,
Grundarfirði.
bágborin og lán lágu ekki á lausu
hjá bönkum eða sparisjóðum.
Flestir urðu að leggja hart að
sér og nota hverja frístund sem
gafst til að draumurinn um eigið
hús mætti rætast. Margir nutu
aðstoðar vina og ættingja og flest-
ir þurftu að spara hverja krónu til
að endar næðu saman.
Einar og Lilla voru í hópi þess-
ara frambyggja Smáíbúðahverfis-
ins. Sjálf keyptum við hús sem
var fullbyggt, en ris var óinnrétt-
að og fljótlega tókst okkur með
Guðs og góðra manna hjálp að
ljúka innréttingu þess þegar
börnin fjögur uxu úr grasi og
þurftu á eigin herbergjum að
halda.
Það kom strax í ljós að allt í
kringum okkur voru góðir og til-
litssamir nágrannar og sá mikli
fjöldi barna sem lengst af var í
hverfinu náði vel saman og var
aldrei til vandræða. Lóð okkar og
Einars og Vilborgar, eða Lillu,
eins og hún var jafnan kölluð,
lágu saman. Fljótlega var netgirð-
ing, sem var á lóðamörkunum, rif-
in og gróðursett tré og rannar í
staðinn. Það varð okkur ljóst frá
byrjun að þessir nágrannar okk-
ar, eins og reyndar allir hinir,
voru hið besta fólk og aldrei bar
þar skugga á, enda þótt ekki væri
um beinan kunningsskap að ræða.
Gagnkvæm virðing og tillitssemi
var ríkjandi og til marks um það
skal nefnt eftirfarandi dæmi:
Flestir þekkja nú orðið hvað
litlar og sakleysislegar trjáplönt-
ur geta með tímanum orðið að
margra metra háum trjám með
fyrirferðarmiklu limi, sem þá
gjarnan varpar skugga á óæski-
lega staði, þegar síst skyldi á sól-
skinsdögum.
Nú kom að því nokkrum áram
áður en við seldum okkar hús og
fluttum úr Grundargerðinu að
Einar fór að hafa áhyggjur af því
að tré, sem hann hafði plantað sín
megin lóðamarka löngu áður, væri
tekið að varpa skugga á sólver-
öndina okkar megin.
Án þess að við hefðum nokkurn
tíma svo mikið sem látið okkur
detta í hug að amast við þessu tré
eða öðra hjá þessum góðu grönn-
um gekk Einar hreint til verks og
sagaði tréð niður við rót. Hann lét
ekki þar við sitja, heldur fékk
hjálp sona sinna við að búta tréð
niður í hæfilegar lengdir, sem
hentuðu til brennslu í arninum
hjá okkur og færði okkur. Þetta
er lýsandi dæmi um þennan ein-
staka ljúfling og nærgætni þess-
arar fjölskyldu. Náungakærleik-
urinn, sem fram kemur í þessu, er
til sérstakrar fyrirmyndar og hef-
ir oft komið upp í hugann hin síð-
ari ár þegar sagt hefír verið í fjöl-
miðlum frá stríði og jafnvel mála-
ferlum milli fólks, sem á sameig-
inleg lóðamörk.
Sumir virðast halda að allan
ágreining eða erjur megi leysa
eða fyrirbyggja með nógu ítarleg-
um lögum og reglugerðum. Slíkar
samskiptareglur era auðvitað til
bóta, en geta aldrei tryggt full-
kominn frið, ef fólk skortir þroska
til að setja sig í spor náungans.
Það er von okkar að sem flestir
taki sér til fyrirmyndar slíka
framkomu sem hér var að framan
lýst. Við sendum Lillu, dóttur og
sonunum þremur og öðrum fjöl-
skyldumeðlimum hugheilar sam-
úðarkveðjur okkar og barna okk-
ar, fullviss þess að minningin um
góðan dreng og einstakt ljúf-
menni muni græða sárin með tím-
anum.
Ásbjörn og Bjarney.