Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Engin niðurstaða fékkst í þríhliða viðræðum um loðnukvóta í Osló
Formenn viðræðunefnda
reyna til þrautar síðar
ENGIN niðurstaða fékkst á tveggja
daga fundi samninganefnda íslands,
Noregs og Grænlands um nýjan
loðnusamning sem lauk í Osló í gær,
en ákveðið var að formenn sendi-
nefndanna hittust að nýju í Kaup-
mannahöfn eftir hálfan mánuð til að
meta það til þrautar hvort grund-
völlur væri fyrir frekari viðræðum
um þetta mál.
íslendingar og Grænlendingar
hafa sagt upp núgildandi loðnu-
samningi. Norðmenn telja hins veg-
ar að núgildandi samningur eigi að
gilda áfram óbreyttur.
Jóhann Sigurjónsson, sendiherra
og formaður íslensku sendinefndar-
innar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að afloknum fundinum
að tímabært hefði verið orðið að
taka á þessu máli í smáatriðum á ný-
afstöðnum Óslóarfundi þar sem að
öll sjónarmið þjóðanna hafi legið ljós
fyrir fyrir fundinn.
„Óhætt að segja að
hlutirnir hafi skýrst“
„Við töldum orðið mikilvægt að fá
botn í það hvort grundvöllur væri
fyrir því að ná saman nýjum samn-
ingi um stjóm og verndum loðnu-
stofnsins sem þessar þrjár þjóðir,
íslendingar, Norðmenn og Græn-
lendingar, kæmu að. Óhætt er að
segja að hlutimir hafi skýrst nokkuð
á fimdinum, en á hinn bóginn eram
við að tala um annars konar gerð af
samningi en núgildandi samningur
er, fyrst og fremst vegna þess að að-
gangsmálin em tekin sérstaklega út
af okkar kröfu og Grænlendinga.
Pað er að mörgu að hyggja í því
sambandi og er það því býsna flókið
mál. Þess vegna má segja að við höf-
um ekki náð að ljúka þessum alvar-
legu könnunarviðræðum að þessu
sinni, en formenn sendinefndanna
munu hittast eftir hálfan mánuð og
fara yfir ýmis mikilvæg atriði og
kanna til þrautar hvort gmndvöllur
sé til að ganga til endanlegra samn-
inga,“ sagði Jóhann.
Meginkröfur íslendinga em þær
að í stað 78% hlutdeildar úr loðnu-
stofninum verði hlutdeildin aukin
upp í 86-87% í samræmi við raun-
hlutdeild. Sömuleiðis fara íslend-
ingar og Grænlendingar fram á að
samið verði tvíhliða um aðgang að
lögsögum en ekki þríhliða eins og
kveðið er á um í núgildandi samn-
ingi. í þriðja lagi telja íslendingar
nauðsynlegt að bæta framkvæmd
eftirlits- og upplýsingamála.
Tryggingaráð
Lækna-
samningar
samþykktir
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
MR vann sjötta
/ • ^ / • • >c
ano í roo
TRYGGINGARÁÐ samþykkti á
fundi sínum í gærmorgun þá
samninga sem gerðir hafa verið
milli Tryggingastofnunar ríkisins
og sérfræðilækna síðustu vikum-
ar. Að sögn Guðmundar I. Eyjólfs-
sonar, formanns samninganefndar
lækna, munu þeir læknar, sem
sögðu sig frá samningum, þurfa að
tilkynna sig á ný og þar með getur
vinna samkvæmt nýjum samning-
um hafist.
Bolli Héðinsson, formaður
Tryggingaráðs, tjáði Morgunblað-
inu að samningamir hefðu verið
samþykktir í gær og þar með
hefðu þeir formlega tekið gildi.
Aðeins ósamið við
meltingarsérfræðinga
Aðeins er ósamið við einn hóp
lækna, meltingarfærasérfræðinga,
en þeir hafa ekki sagt sig frá
samningi sínum við TR og starfa
því eftir honum uns nýr hefur ver-
ið gerður. Guðmundur I. Eyjólfs-
son sagði samningamenn taka sér
nokkurt hlé en meðal þess sem
skoða þarf sérstaklega varðandi
meltingarlækna er hvemig farið
verður með ferliverk sem unnin
em innan sjúkrahúsanna.
Lagafrumvarp vegna hugsan-
legrar endurgreiðslu til sjúklinga,
sem greitt hafa fullt gjald hjá sér-
fræðingum síðustu vikur og mán-
uði, er til meðferðar í þingnefnd.
Bolli Héðinsson sagði slíka endur-
greiðslu fyrst geta hafist þegar og
ef fmmvarpið verður að lögum nú í
vor.
Færð og veð-
ur á Frétta-
vefnum
FRAMVEGIS verður hægt að
skoða veðurspár, færð á vegum
og sjólag á Fréttavef Morgun-
blaðsins www.mbl.is
Aðgerðina er hægt að velja
frá forsíðu. Á síðu sem þá birt-
ist er hægt að skoða veður frá
Veðurstofu Islands, færð á veg-
um frá Vegagerðinni og sjólag
frá Siglingastofnun. Þá er
einnig vísun í þrjá þekkta er-
lenda veðurvefi.
LIÐ Menntaskólans í Reykjavík
bar sigur úr býtum í Gettu betur,
spurningakeppni framhaldsskól-
anna, sem fram fór i gærkvöldi í
beinni útsendingu Sjónvarpsins.
Liðið hlaut 32 stig gegn 29 stig-
um Menntaskólans við Hamra-
hlíð. Þetta er sjötta árið í röð
sem lið MR vinnur keppnina.
Mjög jafnt var á með liðunum
framan af keppninni og hafði lið
MH betur um tíma. Svo fór þó að
lið MR tók forystuna og hélt
henni til enda.
Björn Bjamason menntamála-
ráðherra afhenti sigurliðinu
hljóðnemann, verðlaunagrip sem
veittur er árlega því liði sem
sigrar í keppninni. MR-ingamir
og þjálfari þeirra fengu utan-
landsferð í verðlaun auk þess
sem bæði liðin fengu veglegar
bókagjafír fyrir þátttökuna.
Sigurliðið skipuðu Arnar Þór
Stefánsson, Sverrir Guðmunds-
son og Viðar Pálsson.
ATVR
hættir að
flylja inn
áfengi
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
hefur ákveðið að ÁTVR hætti
innflutningi á áfengi til sölu í
vínbúðum og á vínveitinga-
stöðum. Þetta var ákveðið í
kjölfar þess að Samkeppnis-
stofnun beindi því til ráðu-
neytisins síðastliðið haust að
ÁTVR bæri að aðskilja inn-
flutningsstarfsemi sína frá
annarri starfsemi.
Fjármálaráðuneytið komst
að þeirri niðurstöðu að þær
ráðstafanir sem Samkeppnis-
stofnun lagði til væm ekki
færar að óbreyttum lögum.
Þess í stað ákvað fjármálaráð-
herra að ríkið hætti innflutn-
ingi á áfengi og þar með þeirri
starfsemi sem er í beinni sam-
keppni við áfengisheildsala og
áfengisframleiðendur, að því
er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá fjármálaráðuneytinu.
Vínbúðir opnaðar í Mos-
fellsbæ og Dalvík 1999
Fjármálaráðherra hefur
einnig falið stjóm ÁTVR að
undirbúa opnun vínbúða í
Mosfellsbæ og Dalvík. Leitað
verði eftir samstarfsaðilum að
undangengnu útboði og stefnt
að opnun vínbúðanna í janúar
árið 1999. ÁTVR rekur nú 26
vínbúðir. Sveitarstjórnir á
Eskifirði, Garðabæ, Grindavík
og Hveragerði hafa einnig
óskað eftir áfengisútsölum á
þessum stöðum og ætlar ráðu-
neytið að taka afstöðu til
þeirra síðar.
Þingflokkur Fram-
sóknarflokks
Sala hluta-
bréfa Lands-
símans ekki
verið rædd
VALGERÐUR Sverrisdóttir,
formaður þingflokks Fram-
sóknarmanna, segir að hugs-
anleg sala á hlutabréfum
Landssímans hf. hafi ekkert
verið rædd innan þingflokks-
ins.
„Það hefur ekki komið nein
beiðni um að taka þetta mál
fyrir formlega í stjómarflokk-
unum og ég býst við að við
verðum aðallega í öðm fram á
vorið heldur en að fara að taka
upp þessa umræðu. Hún þarf
sinn tíma og auðvitað þarf ein-
hvern tíma að taka hana upp,
en ég hugsa að það verði ekki
gert fyrr en á næsta vetri,“
sagði Valgerður.
Sérblöð í dag
Tónlist fyrir alla
Leiftrandi
og listrænn
kennimaður
FERÐ Á HOFSJÖKUL
UM PÁSKA 1937
JOLSKRUÐUGIR FLÖKKUTÓNAF
)
FJALLAJARÐIR
OG FRAMAFRÉTTUR
BISKUPSTUNGNA
Björgvin varð íslands-
meistari í risasvigi/B2
12
• • • • •
Valur getur loks fagnað 9
bikarmeistaratitlinum/B1
Veður • Færð • Sjólag • Dilbert • Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is