Morgunblaðið - 04.04.1998, Side 48

Morgunblaðið - 04.04.1998, Side 48
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 KIRKJUSTARF AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf —. Tíu ára vígsluafmæli Fella- og Hólakirkju Á MORGUN, pálmasunnudag 5. apríl, er 10 ára vígsluafmæli Fella- og Hólakirkju. Af því tilefni verður sérstök hátíðardagskrá í kirkjunni þann dag. Hún hefst með bama- guðsþjónustu kl. 11. Þar syngur barnakór Fella- og Hólakirkju und- tmk stjóm Þórdísar Þórhallsdóttur og ^Anna Guðrún Hallsdóttir og Berg- lind Gyða Loftsdóttir leika fjórhent á píanó. Kl. 13 verða tónleikar. Tríó Reykjavíkur leikur. Einsöngur Ai- ina Dubik. Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau leika á flautu. Zbigniew Dubik leikur á fiðlu. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju syngur undir stjórn organistans Lenku Mátéová. Á efnisskrá em verk eftir Haydn, Hándel, J.S. Bach, Dvorák, Franck og Rossini. KJ. 14 er hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni, biskup Islands, herra Karl Sigurbjömsson, prédikar. Prestar kirkjunnar annast altaris- ^Sqnustu. I lok síðasta kirkjuárs var lokið við að setja upp gluggaskreytingar, eftir Leif Breiðfjörð listamann, í kirkjuskipið. Þetta er einstakt lista- verk, sem í máli, myndum og tákn- um segir sögu mannsins sem sköp- unarverks Guðs, frá sköpun manns- ins til æviloka. Nú hafa tvö stórkostleg listaverk bæst við. Þríhyrningur sem hangir í miðju kirkjuskipinu og táknar náð- argáfurnar, og listaverk um kross- festinguna, ofan við altarið. Pessi listaverk em ekki aðeins til mikillar prýði fyrir kirkjuna, heldur hjálpa þau einnig kirkjugestum til að skilja betur innihald trúarinnar og gera þá hæfari til að tilbiðja Guð sinn og tileinka sér fagnaðarboð- skap kristinnar trúar. Eftir guðsþjónustuna verður boð- ið upp á léttar veitingar í safnaðar- heimili kirkjunnar. FELLA- og Hólakirkja. Kvennakirkjan í Grafarvogslarkju KVENNAKIRKJAN heldur messu í Grafarvogskirkju sunnudaginn 5. apríl, pálmasunnudag, kl. 20.30. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri prédikar. Gospelsystur syngja undir stjóm Margrétar J. Pálmadóttur, en það er nýjasti kór- inn innan vébanda Kvennakórs Reykjavíkur. Kór Kvennakirkjunn- ar leiðir almennan söng við undir- leik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Helgihald í Ön- undarfirði í kyrruviku og um páska HELGIHALD í kyrruviku og um páska í Holtsprestakalli verður fjöl- breytt, svo að flestir ættu að finna nokkuð við sitt hæfi. Á pálmasunnudag verður barna- guðsþjónusta kl. 11.15 í Flateyrar- kirkju, en mánudaginn eftir koma böm á leikskólanum Grænagarði í heimsókn í kirkjuna ásamt kennara sínum kl. 13.45. Skírdagskvöld verður kyrrðar- stund með kvöldbænum í Flateyr- arkirkju kl. 20.30. Þar verður hljóð- færaleikur og kaffisopi eftir athöfn- ina. Föstudaginn langa verður lesið úr píslarsögu Jesú Krists og Passíu- sálmum sr. Hallgríms Péturssonar í Flateyrarkirkju kl. 14, auk þess sem leikið verður á hljóðfæri. Laugardaginn fyrir páska lesa fermingarbörn maraþon-lestur úr Markúsarguðspjalli í Flateyrar- kirkju kl. 14. Sama dag kl. 15 verð- ur haldið erindi um trú og tónlist, með tóndæmum. Kaffisopi á eftir. Á páskadaginn verður fjöl- skylduguðsþjónusta í Flateyrar- kirkju kl. 10 (athugið breyttan tíma) og borinn fram morgunverður eftir athöfnina. Þann sama dag verður hátíðarguðsþjónusta í Holtskirkju kl. 14. Organisti er Brynjólfur Amason. Annan í páskum verður helgi- stund í dagstofu Sólborgar á Flat- eyri kl. 14.30. Góðir gestir á Hjálpræðis- hernum HJÓNIN Anne Marie og Harold Reinholdtsen, sem em mörgum ís- lendingum að góðu kunn eftir ellefu ára starf þeirra fyrir Hjálpræðis- herinn á Ákureyri og í Reykjavík, heimsækja ísland og halda sam- komur um páskana. Á sunnudaginn kemur, pálmasunnudag, verða sam- komur í Herkastalanum í Reykjavík og Heimilasamband á mánudaginn. Miðvikudag, skírdag og fóstudaginn langa, verða þau á Akureyri, en þar verða haldnir biblíulestrar og sam- komur. Á páskadag koma þau aftur til Reykjavíkur tii að vera með á samkomum dagsins. Anne Marie og Harold em þekkt fyrir góðan söng, hnitmiðaða boðun og fyrir að hafa gott vald á íslenskri tungu þó liðin séu átta ár frá því þau fluttu af landi brott. Þau munu því tala og syngja á íslensku á sam- komunum. KEFAS, Dalvegi 24. Almenn sam- koma í dag kl. 14. Allir velkomnir. SÖLYI PÁLL JÓNSSON Sölvi Páll Jónsson er fæddur 5. apríl 1908 á Látrum í Aðalvík, sonur hjónanna Jóns Þorkels- sonar og Halldóm Guðnadóttur. Eigin- kona Sölva er Laufey J. Guðmundsdóttir, f. 27. maí 1914, frá Neðri- Miðvík (Aðalvík) og eiga þau saman fjögur böm, Halldóru, Her- mann, Margréti og Ax- el. Einnig tóku þau að sér og ólu upp Magnús Óskarsson. Faðir Sölva, Jón, veiktist af lömunarveiki árið 1918 en stundaði þó sjóinn af miklum dugnaði með hjálp sona sinna. Hall- dóra móðir Sölva þótti kvenskör- ungur mildll og sá hún um búskap og heimili er eiginmaður hennar veiktist. Jón og Halldóra áttu sam- an fimm syni. Elstur var Guðmund- ur Þórarinn, fæddur 1903, en hann dmkknaði 15. desember 1924 þegar vélbáturinn Leifur frá Isafirði fórst en hann var þá aðalfyrirvinna heim- ilisins. Næstur í röðinni var Sigurð- ur, f. 1905, en vegna veikinda hans þurfti Sölvi aðeins 16 ára gamall að sjá um heimilið ásamt móður sinni því yngstu bræðumir, Hannes, f. 1912, og Snorri, f. 1915, vom þá enn á bamsaldri. Eftir fráfall Jóns árið 1927, föður þeirra bræðra, fór Sölvi suður til Reykjavíkur þá 19 ára. Fékk hann skiprúm á togara sem kyndari með hjálp fósturbróður síns Hermanns Hjálmarssonar sem þá var vélstjóri á Alliance-togaranum Baldri. Sölvi vann sem kyndari á vetmm í 7 ár en kom heim yfir sumartímann tii að hjálpa til við heyskapinn. Frá unga aldri fór hann á bjarg og var talinn einn fimasti sigmaður á þeim tíma, þá iðju kenndi hann síðar son- um sínum. Sölvi keypti hálfa jörðina Stakka- dal árið 1929 fyrir afla- hlut sinn á sjö vetrar- vertíðum. Kom hann sér upp búi þar með móður sinnq og yngri bræðmm. Árið 1939 kvæntist Sölvi Lauf- eyju Guðmundsdóttur og þegar elsta barn þeirra var tveggja ára og næstelsta nokkurra mánaða veiktist Laufey af berkium og var flutt til Isafjarðar og þaðan suður á Vífilsstaðahæli. Þurfti þá Sölvi að bregða búi og koma bömum sínum tveimur fyrir hjá ömmum barnana og fara aftur á sjóinn til að vinna fyrir sjúkralegu konu sinnar. Var hann á sjó öll stríðsárin og komst oft í hann krappan. Laufey var á sjúkrahúsi í þrjú ár og upp frá þvi fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu í Skerjafirðinum. Fljótlega festu þau kaup á bragga í Herskála- kampi og árið 1957 fluttust þau úr braggahverfinu á Réttarholstveg 67 og búa þar enn í dag. Sölvi hætti á sjónum árið 1955 og fékk vinnu við byggingu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi og vann hann þar síðan sem vélgæslumaður þar til hann hætti sökum aldurs. Sölvi er hress og kátur og tekur á móti gestum laugardaginn 4. apríl nk. frá kl. 15.00-19.00 í Brautarholti 20, 4. hæð, í Stjörnusal (áður gamla Þórskaffi). Guðbjörg Sveinfríður Sveinbjörnsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Opið Laugardag kl. 10-16 Sunnudag kl. 13-17 3 2 % C -O #0 Ý j 20% sýningarafsláttur ^ ^ýjar & CQ CD ca % % % r Persía *.*• -A. AAA AAAA. Stök teppi og mottur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.